Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 4

Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 16. september 1988 litilræði Af miliarðamæringum Þegar ég, fyrir löngu, eöa nánar tiltekiö í dentíð, var alltaf skítblankur og lapti dauö- ann úr kúskel, einsog þaö var kallaö, var ég sífellt aö fjargviörast útaf óréttlætinu í heiminum og því hvaö gæðum lífsins væri misskipt. Mér fannst þeir ríku alltof ríkir og þeir fá- tæku alltof fátækir. Meö atorku, dugnaði, eijusemi, framtaki, vinnugleði, aögát og dygöugu líferni komst ég svo, meö árunum, í umtalsveröarálnirog er í dag auóugur maöur meö búsetu í besta og dýrasta hverfi borgarinnar, virtur aö verö- leikum vegna stóreigna minna, landa, lausra aura, gæfu og gjörvileika. Viö það að auögast sjálfur rénaöi óbeit mín á auðkýfingum og ég fór aö veröa rétt- sýnn gagnvart þeim sem meö elju og atorku hafa safnað auöi. Nú er svo komið aö mér leióast fátækl- ingar. Mér hlýnaði um hjartarætur, þegar ég sá síöasta tölublað Frjálsrar verslunar og ég fann ögn meira til mín en endranær, þegar ég sá aö margir af ríkustu mönnum þjóðar- innareru góökunningjar mínir. Hugsiö ykkur bara. Ég er búinn aö þekkja Tolla í Síld og fisk síðan ég var krakki og Lúffa Clausen síöan hann var krakki og samt eiga þeir báöir yfir miljarö og skuld- lausan. Slíkt er ekki á færi venjulegra athafna- manna. Til þarf að koma yfirburðasnilli ofur- menna. Þaö kemur æöi oft fyrir aö ég þarf aö vera innanum mikiö af fátæklingum, einfaldlega vegna þess aö þeireru svo miklu fleiri en viö hinir. I slíkum félagsskap líöur mér ekki nærri nógu vel. Mérfinnst ég veraeinsog tígrisdýrsem er aö reynaaö fá sérmiðdegisblund í hænsna- kofa. Hænublund. Þegar ég er afturámóti í hópi ríkra, sem ekki er oft, af því aö við erum svo fáir, verö ég afslappaður, segi brandara, fer meö kvæöi og syng: — Inn milli fjallanna, þar á ég heima.... eöa — Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði fjöll kenni oss torsóttum gæöum aö ná. í okkar hópi, sem ríkir erum, kemst bar- lómur ekki aö, heldur svífur stórhugur yfir vötnunum. Og þegar þjóðarhagur krefst launalækk- unar, launafrystingar, gengisfellingar og kjaraskerðingar á breiöum grundvelli, og landsfeðurnir grátbæna þjóöina aö heröa nú sultarólina um nokkur göt, þá gerum viö „mæringamir" það möglunarlaust. Viö heröum sultarólina í síðasta gat og förum létt meö þaö. Kunningi minn einn, sem vinnur á hag- stofunni, tók sér fyrir hendur um daginn aö reikna út hvaö venjulegur daglaunamaöur væri lengi aö vinna sér inn miljarð. I raun er þaö einfalt reikningsdæmi, aö minnsta kosti fyrir mann úr stærðfræðideild. Algeng laun eru, aö því er mér skilst, miljón krónur á ári. Þaö gefur því augaleiö að venjulegur dag- launamaðursem færi heim til sín meö laun- in viö hverja útborgun og legöi þau óskert undir koddann væri ekki nema þúsund ár aö vinna sér inn þúsund miljónir, en eittþús- und og fimmhundruð ár aö ná einum og hálfum miljarði. Nú vita hinsvegar allir að Pálmi í Hag- kaupum, Herlúf Clausen og Þorvaldur í Síld og fisk hafa ekki lifað nærri svo lengi, svo hvert barn getur séö í hendi sér aö þeir hafa bara svona gott kaup frá því aö þeir fóru aö vinna fyrir sér. Ég fékk vin minn á hagstofunni til aö reikna þaö út fyrir mig hvaö ríkustu menn í landinu heföu haft í kaup síöan þeir hleyptu heimdraganum og fóru útá vinnumarkað- inn. Útkoman er eitthvaö um einamiljón á viku, sem auðvitaðerekki nemasanngjarnt, þegar haft er í huga aö þeir hafa oft þurft aö leggja nótt viö dag, taka áhættu og jafnvel standa viö orö sín. Ég vii fyrir hönd íslensku þjóðarinnar — þ.e.a.s þess hluta þjóöarinnar, sem ætlarsér aö feta í fótspor miljarðamæringanna — óska þessum gæfusömu og farsælu sóma- mönnum til hamingju meö auðæfin sín og lýsi í leiðinni undrun minni og aödáun, eöa réttara sagt virðingu fyrir mönnum sem geta rakað saman fé viö þau bágbornu skil- yröi sem íslenskstjórnsýslabýrdugmiklum athafnamönnum. Allir vita hve erfitt er í dag aö láta launin hrökkva fyrir nauðþurftum og þessvegna berað viröa það, þegar menn ná því aö eign- ast afgang. Að koma sér upp miljarði á stuttri manns- ævi, og þaö á íslandi þar sem öll umsvif eru rekin meö bullandi tapi, er ekki á færi nema undrabarna. Þess má svo geta aö lokum aö oft heyrast þæröfundarraddiraö viö hinirríku stöndum þjóöarhag fyrir þrifum. Þaö er meö öllu ósannaö mál. Hinsvegar er þaö staðreynd aö þaö eru skussar í rekstri sem löngum hafa veriö þjóöarbúinu dýrkeyptastir. Fátækir eiga sér sumir þann óskadraum, aö allirverði jafn fátækirog þeirsjálfir. Aörir eru aö gæla viö þá hugmynd aö gaman gæti veriö ef allir yröu sæmilega bjargálna. Sjálfurvildi ég óska aö alliryröu eins ríkir og ég og þá helst ríkari en Pálmi, Tolli og Lúffi. FLOSI ÓLAFSSON ÍTALIR LÆRA AÐ ELSKA Þetta er ótrúlegt, en þó dagsatt. ítalir eru farnir að setjast á skóla- bekk til þess að læra rétta hegðún i ástamálum! Orsökin mun vera sú, að kvörtun barst frá sænskum stúlknahópi, sem kont til Feneyja í sumarfrí. Stelpurnar sögðust ekk- ert hafa skemmt sér, vegna þess að ítölsku strákarnir hefðu ekki verið nægilega „sjarmerandi“. Þá var drifið í því að halda námskeið fyrir unga pilta í Feneyjum og kenna þeim listina að töfra stúlkur upp úr skónum. Þeir Iæra að klæða sig, kurteisa framkomu, samræðulist, rétt göngulag og hvernig eigi að brosa og horfa í augun á hinu kyn- inu. í Mílanó hefur hins vegar verið opnaður skóli fyrir stelpur, sem vilja læra að daðra við karlmenn. Það flökrar eflaust að einhverjum, að ekki veitti af slíkum námskeið- urn hér á landi fyrst m.a.s. ítalir þurfa skólun í ástamálum. ALDRAÐIR VÍSINDAMENN VILJA FÓRNA LÍFINU FYRIR HINA YNGRI Um það bil eitthundrað vísinda- ntenn urn sjötugt hafa stofnað afar sérstök samtök. Meðlimirnir eru bæði Iæknar og verkfræðingar, en þeir hófu undirbúning samtakanna eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl fyrir tveimur áruni. Eru félagarnir til þjónustu reiðubúnir hvar sem er í heiminum, ef eitthvað fer úrskeið- is við meðhöndlun kjarnorku. Segj- ast vísindamennirnir vera orðnir svo gamlir að betra sé að senda þá inn á hættusvæði en unga menn, sem eiga lífið framundan. Það sé auðveldara fyrir aldna menn að taka hugsanlegum afleiðingum, eins og t.d. krabbameini, en hina yngri. Sá, sent hratt þessuni ein- stöku samtökum af stað, er Sir Frederick Warner. Hann er 78 ára gamall og er um þessar ntundir gestakennari í efnafræði- og laga- deild Essex-háskóla í Bretlandi. BRUCE LÍKA DAUÐLEGUR Bruce Willis, annar aðalleikarinn í þáttunum Hasarleik (Moonlight- ing), á við viðkvæmt vandamál að stríða. Hann er orðinn svo þunn- hærður að hann er farinn að nota hártopp. Leikarinn segist ekki vera neitt áhyggjufullur yfir þessu. Guð sé bara að minna hann á að hann sé dauðlegur eins og aðrir. Samt sem áður ætlar Bruce að láta græða á sig hár, þegar hann má vera að vegna anna við kvikmyndaleik. Mótleik- kona Bruce á við annað vandamál að stríða. Hún er nú æf vegna þess að framleiðendurnir hafa ákveðið að búa til systur handa henni (þ.e.a.s. i sjónvarpsþáttunum). All- ar líkur benda til að Farrah Fawcett fái hlutverkið, en vægast sagt litlir kærleikar eru með þeim stallsystr- um. HVÍTLAUKUR SEXÝ? Neytendatímarit á Ítalíu sagði fyrir skentmstu frá könnun á því hvaða lykt breskum konunt þætti karlmannlegust og best. Niðurstað- an kom vægast sagt á óvart. Sam- kvæmt henni hrifust einungis 38% þátttakenda af hinum ýmsu rak- spírategundum, en 62% sögðust bráðna af sælu, þegar þær fyndu hvítlaukslykt af karlmönnum! Ensk'ur blaðamaður (kvenkyns), sem las ítölsku greinina, var afskap- lega efins um sannleik þessarar full- yrðingar og gerði sína eigin könnun á strætum Lundúnaborgar. Niður- stöður hennar voru á allt annan veg, en afkastamesti hvítlauks- bóndinn í Brtaveldi er samt sem áður sannfærður um ítölsku niður- stöðurnar. Hann segir nefnilega að það hafi verið 50 krakkar í næsta þorpsskóla, þegar hann hóf rækt- unina fyrir tólf árum, en nú séu þeir 200. Þetta þakkar bóndinn auknu hvítlauksáti og þeirn ómótstæði- Iegu kyntöfrum, sem því fylgi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.