Pressan - 16.09.1988, Qupperneq 8
8
Föstudagur 16. september 1988
VIKUBLAÐ Á FOSTUDOGUM
Útgefandi Blað hf. — Alþýðublaðið
Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson
Ritstjóri Jónína Leósdóttir
Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími:
68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og
umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaöaprent hf.
Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu-
blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 100 kr. eintakið.
Barnfj andsamlegt
þjóðfélag
Skólar landsins eru að hefja starfsemi um þessar
mundir. Krakkar fylla skólavöru- og ritfangaverslanir
og tína saman hitt og þetta eftir listum, sem þeir hafa
fengið frá kennurum sínum. Þeir þurfa að kaupa náms-
bækur, stílabækur, alls kyns skriffæri, strokleður, ydd-
ara, reglustikur, leikfimiföt og ótalmargt fleira. Og allt
kostar þetta sitt.
En þar með er sagan þó ekki öll. Margir þurfa líka að
festa kaup á nýrri skólatösku og svo eru það skólafötin
— þessi fasti liður á innkaupalista haustsins. Peysur og
buxur, skór með grófum botni og vetrarúlpa. Fyrir utan
vettlinga og húfur, sem samkvæmt gömlu náttúrulög-
máli munu hafa týnt allverulega tölunni þegar kemur
fram á vor.
Það þarf ófáa þúsundkalla til að kaupa allar þær
nauðsynjar, sem eitt barn þarf við upphaf skólagöngu
að hausti. Bara ein skólataska úr plasti kostar 2.500—
3.000 krónur og vetrarföt og kuldaskór fást heldur ekki
gefins. Og öll þessi útgjöld margfaldast að sjálfsögðu
með fjölda barnanna á heimilinu, svo það er einfaldlega
óskiljanlegt hvernig barnmargt lágtekjufóik fer að því
að kljúfa þetta á hverju ári.
Oft heyrist sagt að Islendingum fjölgi ekki nóg. Fólk
þyrfti að eignast fleiri börn. Eflaust gætu líka margir vel
hugsað sér stóran barnahóp. Það er hins vegar sorgleg
staðreynd, að fólk hefur hreinlega ekki efni á því að láta
þann draum rætast. Auðvitað er það ekki bara kostnað-
ur við skólagöngu barnanna, sem því veldur. Vandinn
hefst á meðan barnið er enn í vöggu. Flestar mæður
verða að vinna úti, hvort sem þær hafa áhuga á því eða
ekki. Ein laun duga engan veginn fyrir íbúðarkaupum
og framfærslu fjölskyldu. Og þá kemur kostnaður við
barnagæslu til sögunnar — fyrir utan erfiðleikana við
að verða sér úti um slíka gæslu.
Á tyllidögum má stundum heyra ráðamenn þjóðar-
innar tala hástemmdum rómi um „æsku þessa lands“ og
„börnin, sem eiga að erfa landið“. Það fer hins vegar
minna fyrir raunhæfum aðgerðum til þess að gera fólki
það auðveldara að eignast og ala upp þessi börn. Fjöl-
skyldunefnd ríkisstjórnarinnar var að vísu að skila
niðurstöðum sínum fyrir skemmstu og í þeim var margt
jákvætt. En hverjar eru líkurnar á því að þetta plagg
verði að veruleika í þjóðfélagi þar sem hringsólandi veit-
ingastaðir, Viðeyjarstofur og ráðhúsbákn eru fremst í
forgangsröðinni? Þjóðfélagi, sem þar að auki lætur það
viðgangast að fóstrum og kennurum séu greidd mun
lægri laun — stundum helmingi lægri — en þeim, sem
vélrita verslunarbréf eða passa peningakassa.
„ Vantar þig ekki vanan smið í Ráðhúsbygginguna eða skoppara-
kringluna á Öskjuhlíð? Eftir að ég gerðist ellilífeyrisþegi þarf ég
nefnilega að vinna fyrir mér! “
„En það slátra fleiri kjöti en slát-
urfélagið."
— Úrhádeglsfréttum Rikisútvarpsins
sl. fimmtudag.
„Það heyrist lika oft að við dðmar-
ar höfum stór eyru, en lítil augu.“
— Guðmundur Haraldsson knatt-
spyrnudómari í Morgunblaðinu.
„Það er hins vegar spurning hver
eigandi vatnsins er, Guö almátt-
ugur, bændurnír eða almenning-
ur.“
— Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á
Raufarhöfn.
„Hver vill fá greitt fyrir að losna
við aukakilóin?“
— llr auglýsingu frá Pósti og sima.
„Það er tilgangslaust að jarða sig
fyrirfram.'1
— Vésteinn Hafsteinsson kringlu-
kastari i samtali við Morgunblaðið.
„...Ijóst er að einhverjum verður
þaö um megn að hefja slátrun...“
— Ólafur Sveinsson kaupfélagsstjórl
í samtali við Þjóðviljann.
„Dallas er einhver vandaðasti og
mest spennandi framhaldsþáttur
sem gerður hefur verið á seinni
timum...“
— Úr lesendabréfi I DV.
„Innrömmun er stór hluti af lifs-
stíl íslendinga."
— Fyrirsögn ur DV.
„Ég gæti hugsað mér mann á
aldrinum 35 til 45 ára, sem þorir,
getur og vill stjórna fyrirtækinu
eins og þarf i dag.“
— Þóra Hjaitadóttir I Morgunblaó-
inu um ráðningu framkvæmdastjóra
Útgerðarfélags Akureyringa.
„Ekki laust við að maður þrosk-
ist.“
— Jakob Sigurðsson handknatt-
leiksmaður I Morgunblaðinu.
„Þessir leikmenn hlupu undir
pilsfaldinn hjá Júri og kann það að
hafa haft einhver áhrif á ákvörðun
i þessu efni.“
— Jóhann Þorvarðarson fyrrum
knattspyrnumaður I Vlkingi.
„Sjálfstœðisflokkur-
inn vill gengislœkk-
un nú, þótt gengis-
breytingin í maí hafi
verið einhver mis-
heppnaðasta efna-
hagsaðgerð síðari
tíma. “
— Úr lelðara Morgunblaösins.
„Gott væri að fá einhvern tima
rikisstjórn, sem reyndi aö passa
peningakassann sinn og færi að
því hollráði vitringsins Lao Tse aö
láta fólkiö i landinu i friði.“
— Jónas Kristjánsson i leiðara DV.
„Ætli nokkur vildi ráða mig í
vinnu.“
— Guðlaugur Pálsson 92 ára kaup-
maður í DV.
„Annaðhvort vill Frikirkjan mig
ekki eða Þjóðkirkjan vill ekki
sleppa mér.“
— Guðmundur J. Guðmundsson i
DV.
„Vikingaþjóðin i norðri lætur
ekki vandamál upp á eitt kafffi-
hús i hring stöðva sig neittt af.“
— Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðlngur i DV.
Dagur í Davíðsborg
hin pressan