Pressan


Pressan - 16.09.1988, Qupperneq 9

Pressan - 16.09.1988, Qupperneq 9
Föstudagur 16. september 1988 9 skotmarkið Minnihlutastjórn kemur til greina Af hverju er þíða á milli Framsóknar og Krata? Er forystuleysi að hrjá ríkisstjórnina? Gceti niðurfœrslan orðið kosningaplagg? Lifir stjórnin? STEINGRÍMUR HERMANNSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA — Þú segist vera langþreyttur á aðgerðar- leysinu og... „Það er rétt. “ — Nú virðist ætlunin að bræða saman til- lögur flokkanna þriggja og cnn reynir á þolin- mæðina. Er þetta vinnandi vegur? „Ég hef alltaf sagt að þetta væri hægt ef viljinn væri fyrir hendi. En svo ég tali fyrst og fremst um mig og minn flokk, þá liggur fyrir að við erum afar lítið hrifnir af því að fara í millifærslu, eða bakfærslu eins og við köllum það. Jafnvel þótt við getum réttlætt þessa leið að einhverju leyti, vegna þess að gengið hefur verið vitlaust og fært hefur verið frá útflutn- ingsatvinnuvegunum til annarra í þjóðfélag- inu, þá mismunar millifærsian alltaf. Við náum t.d. ekki til samkeppnisiðnaðarins og alls konar útflutningsgreina. Þess vegna verður þetta að vera algjör bráðabirgðalausn. Okkur finnst afar slæmt að fara þessa leið, ef hún verður þar að auki hálfkák. Ef við færum hana stæðum við í rauninni í sömu sporunum eftir tvo mánuði.“ — Þú hefur sagt skyldu ykkar ad finna úr- ræði. Má ckki segja að ykkur beri núna skylda til að finna starfhæft stjórnarmynst- ur? „Ég held að það sé alveg rétt, sem reyndar forsætisráðherra sagði við mig í lok júlí, að ef ekki næðist saman yrði þessi ríkisstjórn bara að fara frá. Hann talaði reyndar um tíma- mörk til loka september. Ein ríkisstjórn getur ekki staðið í vegi fyrir hugsanlegum lausnum sem aðrir kunna að hafa. Ég vil þó taka það skýrt fram að ég hef ekki staðið i neinun stjórnarmyndunarviðræðum frekar en Jón Baldvin. I fljótu bragði sé ég reyndar ekki neina aðra lausn, þar sem vitanlega hafa þess- ir flokkar mikinn meirihluta. En ef tveir af þessum flokkum geta náð saman má þriðji flokkurinn ekki standa í vegi fyrir því að þeir leysi málin.“ — Kæmi minnihlutastjórn til greina? „Já, ég tel að hún komi til greina enda verði boðað til kosninga fljótlega. “ — Það virtist fara vel á með Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðisflokknum í síðustu rikisstjórn. Hvernig stendur á þessum væring- um núna? „í síðustu ríkisstjórn tókum við á gífurlega miklum vanda. Við gerðum sáttmála og stóð- um við hann. Framsóknarmenn sömdu t.d. um að gefa visst eftir varðandi frelsi fjár- magnsins. Við erum auðvitað ekki á móti frjálsræði á því sviði fremur en öðrum, en við segjum að til að frjálsræði geti raunverulega gengið þurfi grunnurinn að vera réttur. Það þýðir t.d. ekkert að hafa frjálsræði úti í fen- inu, þar sökkva menn bara hraðar. Það sem mér finnst hafa gerst er að þegar við gáfum litla puttann, þá var höndin öll tekln. Það er sannarlega engin uppgerð hjá okkur þegar við segjum fjármagnsmarkaðinn vera orðinn að ófreskju sem er að keyra allt í kaf. Það er ekki bara Ávöxtun sem er að fara á hausinn eða Víðir, það er allt að rúlla hér. Þarna greinir á milli. Sjálfstæðisflokkurinn lagði alltaf mikla áherslu á þetta og þetta gekk um tíma þegar verðbólgan var orðin lítil eða rétt rúmlega lOaf hundraði. Þá voru meira að segja vaxandi innlán í banka. Svo snerist þetta allt í einu við og engin stjórn á hlutunum." — Er það ekki bara íorystuleysið í þessari ríkisstjórn sem gert hefur samskiptin erfið- ari? „Ég vil ekki svara því neinu. Það verða aðrir að meta.“ — En hvernig skýrirðu þessa þíðu sem virðist vera á milli Framsóknarflokksins og krata, sem oft á undangengnum árum hafa átt i hörðum rimmum? „Ef við lítum lengra aftur í tímann, þá unnu þeir vel saman mjög oft. Þetta er kannski ýmsum tilviljunum háð, en það hefur sýnt sig að þegar menn fóru saman að taka á ýmsum vandamálum leiðréttist ýmis misskilningur á báða bóga. Vissulega eru á milli flokkanna „Ég er ekkert búinn að ákveða hvað ég ætla að segja þar. Reyndar var ég að vona að ég hefði þar niðurstöðu al' þessari síðustu til- raun, enda sagði forsætisráðherra að þessu yrði að vera lokið fyrir lok vikunnar. Fundar- dagurinn var ákveðinn með það fyrir augum. Út af fyrir sig getum við frestað honum til sunnudags, einn dagur gerir ekkert til í þessu sambandi, en við getum ekki frestað honum öllu lengur. Útganga er hins vegar ekkert einfalt mál. Þá sitja aðrir eftir í súpunni og við leysum engan vanda. Við ráðum t.d. ekki kosningu með útgöngu. Ég vil enn ekki gel'a upp von, en ef ekki næst saman væri langheilbrigðast að flokkarnir viðurkenndu það og stjórnin segði af sér. Menn geta síðan alltaf kennt hver #f ••• En ef tveir af þessum flokkum geta náð saman, þá má þriðji flokk- urinn ekki standa i vegi fyrir þvi að þeir leysi málin." ýmis vandamál, eins og t.d. varðandi land- búnaðinn. Á því sviði er áherslumunur. En við höfum fundið að á mörgum öðrum mikil- vægum sviðum, eins og t.d. varðandi fjár- magnsmarkaðinn, hefur upp á síðkastið bor- ið miklu minna á milli flokkanna en við héld- um. Við höfum að því er virðist verið fúsari til að taka á fjárlagadæminu með því að viður- kenna að víxillinn er fallinn og það verði að greiða hann. Það er t.d. ekkert gaman eða vin- sælt að vera að tala um hækkun skatta, en við höfum reynt að horfa raunsætt á þetta. Við höfum t.d. náð alveg saman um það að leggja skatta á fjármagnstekjur." — Ef ekki tekst samkomulag og Þorsteinn neitar að fara til Bessastaða, hvaða möguleika hafið þið þá í stöðunni? „Það er vitanlega á valdi forsætisráðherra að fara til Bessastaða. En ég tel að málin séu að komast á það stig, að það verðEþá að kanna hvaða tveir af þessum flokkum geti náð sarnan." — Hvor þessara samstarfsflokka er væn- legri kostur? „Ég vil alls ekki stila þessu þannig upp. Ég verð hins vegar að segja, að bæði þegar við vorum að skoða niðurfærsluna og svo þessa, þá ber miklu minna á milli okkar og Alþýðu- flokksins heldur en okkar og Sjálfstæðis- flokksins. Það er engin launung. En hlutirnir breytast oft á skammri stundu og kannski má búast við einhverju frá þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum í kvöld (í gærkvöldi. Innsk. Pressan). Mér finnst reyndar felast líka í þinni spurningu, að tíminn er algjörlega að hlaupa frá okkur. Það er víst alveg á hreinu. Ég vil ekki standa frammi fyrir því, að við þurfum ennþá að biðja um mánaðarfrest." — Nú einblína menn á fyrirhugaðan mið- stjórnarfund hjá Framsóknarflokknum á laugardag. Sumir segja að þar sé búið að stilla ræðupúltinu upp fyrir þig til útgöngu úr stjórninni? öðrum um. Hvað tekur síðan við? Forseti myndi eflaust biðja slíka stjórn að sitja áfram sem starfsstjórn. Um aðra möguleika veit ég ekki, enda hef ég ekki staðið í neinum síjórn- armyndunarviðræðum." — En sérðu aðra möguleika á myndun stjórnar án kosninga? „Fræðilega eru auðvitað aðrir möguleikar inni í myndinni. Hins vegar stendur sú stjórn frammi fyrir því að hún verður að leysa óskap- lega bráðan vanda með aðgerðum sem taka tíma að virka. Við stoppum t.d. ekki gjald- þrotin með neinum aðgerðum. Vonandi get- um við komið í veg fyrir að frystihúsin stoppi og ullariðnaðurinn og eitthvað þess háttar, en annað líklega ekki. Síðan yrði smám saman að sýna hvar aðgerðirnar skiluðu sér. Það má heldur ekki gleyma að ýmis mál þurfa að fara i gegnum þingið, því ekki er hægt að gera allt með bráðabirgðalögum. Slík stjórn, hvaða flokkar sem í henni væru, þyrfti því að fásmá- vinnufrið." — Gæti niðurfærslan oróiö kosninga- plagg Framsóknarflokksins? „Hún gæti orðið það. Ég er þeirrar skoð- unar að ef við náum saman um dálítið kröft- uga bakfærslu, þ.e. að færa aftur til útflutn- ingsveganna, þá sé ekki útilokað að niður- færsla í kjölfaríð, t.d. í febrúar eða apríl, gæti orðið miklu minni heldur en hún annars hefði þurft að vera.“ — I siðustu ríkisstjórn voru stólaskipti. Má ekki segja að ef þessi stjórn situr ál'ram, þá þurfi hún sannarlega á einhverri slikri and- litsiyftingu að halda? „Ég held að það sé vægt til orða tekið. Ég held hún þurfi mjög á andlitslyftingu að halda og endurvinna það traust sem hún hefur glatað.“ — Væri möguleiki að gera það ineð nýjum mönnum úr sömu flokkum inn í stjórnina eða með því að núverandi ráðherrar skipti um ráðuneyti? „Mennirnir eru jú mikilvægir, en ég held samt að þegar traustið vantar sé sama hvaða menn eru í hvaða stóli. Mér finnst traustið al- gjörlega hal'a horfið núna. Okkur er t.d. borið á brýn að við stöndum í stjórnarmyndunar- viðræðum, — af sjálfum forsætisráðherra. Okkur er sagt að þetta sé hókus pókus sem við erum að l'ást við.“ — Erum við ekki enn og aftur koinnir að því að aðalveikleiki ríkisstjórnarinnar er verk- stjórnin, forystuleysið? „Vitanlega er verkstjórn langstærsta hlut- verk l'orsætisráðherra. Samstarf okkar Þor- steins var gott í síðustu ríkisstjórn og ég kveið því engu að hann yrði forsætisráðherra. Það kann að vera að hann hal'i óheilan flokk á bak við sig. Sumir segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé tvíhöfða þurs, þ.e. annars vegar l'rjáls- hyggjumenn og hins vegar menn sem eru miklu nær miðjunni. Sem betur ler hef égekki þetta vandamál hjá mér. Það kann að valda Þorsteini erfiðleikum. En það er alveg rétt að verkstjórnin er aðalverk forsætisráðherra; tala við hina ráðherrana, fá inn hugmyndir, halda mönnum við efnið og kalla ráðherrana á hvalbeinið þegar blæs á móti. Ég held að það hefði þurft að vera miklu meira al' slíkum persónulegum viðræðum í þessari ríkisstjórn. En ég vil taka það skýrt l'ram að ég er alls ekki að deila á Þorstein persónulega. Mér er ekki vel við það og held, satt best að segja, að hann hafi átt mjög erfitt með baklandið hjá sér.“ — Má ekki segja að þið séuð búnir að gef- ast upp? „Ég sagði víst fyrir skömmu að mín þolin- mæði væri þrotin. Ég get ekki verið að taka það til baka. Mér finnst ég reyndar aldrei hafa gengið í gegnum jafnsorglega tíma í stjórn- málum og síðustu vikurnar. Það er alveg ljóst.“ — Það þarf sem sagt kraftaverk þennan sólarhring ef stjórnin á að geta haldiö áfram? „Við skulum vona að kraftaverkin gerist enn.“ ■ KRISTJÁN ÞORVALDSSON

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.