Pressan - 16.09.1988, Síða 13

Pressan - 16.09.1988, Síða 13
Umsvif f jármögnunarleiganna Ársl. 1987 Júni 1988 Glitnir ht 2.100 (50%) 2.500 (44%) Lýsing ht 900 (21 %) 1.200 (21%) Féfang ht 700 (17%) 1.000 (17,5%) Lind hf 500 (12%) 1.000 (17,5%) Samtals m. kr.: 4.200 (100%) 5.700 (100%) Föstudagur 16. september 1988 Val Valssyni, Ragnari Önundarsyni og Braga Hannessyni með 37,7*% hlut í stærsta fjárleigufyrirtækinu, Glitni hf., en aðrir aðilar eru bank- inn Nevi frá Noregi með 49% og kaupleigufyrirtækið Sleipner frá Bretlandi með 16%. Sleipner er með Eddu Helgason í stjórn Glitnis, en Edda er dóttir Sigurðar Helgasonar, stjórnarformanns Flugleiða. Meðal annarra í stjórn Glitnis eru Davíð Scheving Thor- steinsson, Valur Valsson banka- stjóri, Þráinn Þorvaldsson rekstrar- hagfræðingur og Bragi Hannesson bankastjóri. Ýmsir af ofantöldum aðilum tóku þátt í stofnun Hlutabréfa- sjóðsins hf. árið 1986 og er fram- kvæmdastjórn sjóðsins nú í hönd- um Verðbréfamarkaðs Iðnaðar- bankans. Tilgangur sjóðsins er að fjárfesta í hlutabréfum og skulda- bréfum, en þessi sérstaki tilgangur sameinar ýmsa þá sem annars eru í öðrum sjóðum. Meðal stofnenda eru þannig Davið Scheving Thor- steinsson, Víglundur Þorsteinsson, Ragnar S. Halldórsson í ÍSAL, Baldur Guðlaugsson lögfræðingur, Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verslunarráðsins, Árni Vilhjálms- son prófessor, Gunnar H. Hálfdán- arson framkvæmdastjóri, Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur, Pétur H. Blöndal, Þorsteinn Haraldsson endurskoðandi, Gamalíel Sveins- son viðskiptafræðingur og Stefán Svavarsson endurskoðandi. Hluta- bréfasjóðurinn er þvi eins konar samnefnari fyrir þá aðila sem standa að helstu verðbréfasjóðun- um og að tveimur fjármögnunar- leigufyrirtækjum. SÍS MEÐ FRÖNSKUM FRAMBURÐI! Aðrir verðbréfasjóðir eru enn sem komið er mjög smáir, en vax- andi. Þeirra á rneðal er Verðbréfa- sjóður Hagskipta hf., hvers aðstandendur eru Sigurður Örn Sigurðsson, Kristján V. Kristjáns- son, Sigurður H. Garðarsson, alit viðskiptafræðingar, og Olav Heimir Daviðsson. Nýjustu sjóð- irnir á vettvang eru Valsjóður Verð- bréfafélags Alþýðubankans hf. og Vaxtasjóður Útvegsbankans. Þegar hefur verið minnst á tvö af fjórum fjármögnunarleigufyrir- tækjunum, Glitni og Féfang. Sam- vinnuhreyfingin á ekki lengur aðild að Fjárfestingarfélaginu, en hefur sína eigin fjármögnunarleigu, Lind hf. Eigendur Lindar eru nánar til- tekið bankinn Banque Indosuez i Hús verslunarinnar. Þar er til húsa Kaupþing, sem sparisjóðirnir eiga að 49% hluta. Einnig útibú Verslun- arbankans og skrifstofur Lífeyris- sjóðs verslunarmanna, sem eru með um 40% hlut í Fjárfestingarfé- laginu til samans. Frakklandi með 40%, Samvinnu- bankinn með 30% og Samvinnu- sjóðurinn með 30%. Meðal stjórn- enda þar á bæ eru SÍS-verjarnir Krlendur Einarsson, fv. forstjóri SÍS, Geir Magnússon og Þorsteinn Ólafsson. Loks er að nefna fjár- mögnunarleiguna Lýsingu hf., en aöstandendur hennar eru ekki srnáir: Landsbankinn með 40%, Búnaðarbankinn með 40%, Bruna- bótafélag íslands með 10% og Sjóvá með 10%.' Af fjármögnunarleigunum fjór- um er Glitnir hf. enn langstærstur með um 2.500 milljónir í útistand- andi leigusamningum í júnílok eða um 44% af markaðinum. Lýsing hf. var þá meö um 1.200 milljónir króna eða um 21% og síðan voru Lind og Féfang hvort með sinn milljarðinn eða 17—18% hvert. Miðað við stöðuna i árslok 1987 virðist Ijóst að minni fjármögn- unarleigurnar sækja verulega á — markaðshlutdeildin er að jalnast. STJÓRNAKÓNGUR OG ÞOTUKAUPANDI Af ofantalinni lýsingu má ljóst vera að bankarnir og sparisjóðirnir láta verðbréfaviðskiptin/sjóðina og fjármögnunarleigurnar ekki fram hjá sér fara — þeir eru í sjálfu sér ekki að missa af miklu þótt þessi nýju form höggvi skarð i innlánin hefðbundnu. Þeir eru allir með á einn hátt eða annan og ráðandi í flestum tilvikum. 23 af þeim 36 aðilum sem liafa leyfi til verðbréfa- miðlunar eru beinir fulltrúar banka og sparisjóða. Það vekur síðan sérstaka athygli að meðal þeirra sem leyl'i ráðherra hafa til veröbréfamiðlunar eru Benedikt Sveinsson, stjórnarlor- maður eða stjórnarmaður í Sjóvá, Eimskipalélaginu, Fjárfestingar- félaginu Festingu og viðar. Jón Halldórsson, lögmaður og sonur stjórnakóngsins Halldórs H. Jóns- sonar, Sverrir Kristinsson í fast- eignasölunni Eignamiðlun og Baldvin Ö. Magnússon, en hann er fulltrúi Birkis Baldvinssonar l'jár- festingarfélags hf., en Birkir vakti athygli alþjóðar með umsvifamikl- um þotukaupum og tilboði í hlut ríkisins í Flugleiðum á sínum tíma, auk þess sem hann keypti hlut í Kringlunni. Þetta eru þeir aðilar scm hlut eiga að máli á „gráa markaðinum", eins og hann er almennt skilgreindur þegar talað er um hinn frjálsa verð- bréfamarkað utan bankakerfisins. Að þessum aðilum beinast aðhalds- frumvörp viðskiptaráðherra. Siðan má tala um annan „gráan markað“, sem ekki er eins „taminn“. Ávöxtun þótti þannig ekki stunda nógu „virðuleg viðskipti“ og var það illa séð af stóru aðilunum ofantöldu. Á þeim markaði fara fram fjölbreytt og áhættusöm viðskipti, þar sem t.d. ýmis verðbréf ganga kaupum og sölum, sem ekki eru gjaldgeng á frjálsa verðbréfamarkaðinum, svo sem víxlar, ýmsar skuldaviðurkenn- ingar og jafnvel ávísanir. Þessi við- skipti eru ólögleg ef leyfi til verð- bréfamiðlunar vantar og ef vext- irnir eru ólöglega háir og í þessum viðskiptum er oftlega minna hirt um gæði bréfanna og öryggi skuldaranna. Ekki er þó ástæða til að ætla að Steingrímur Hermanns- son utanríkisráðherra hafi ein- skorðað sig við þennan anga við- skiptanna, þegar hann lýsti því yfir í byrjun ársins að hinn stjórnlausi grái markaður væri ófreskja sem yrði að stöðva! ■ NI55AIM MICRA ÁRGERÐ 1989 NÚ Á BETRA VERÐI EN NOKKRU SINNI FYRR NISSAN MICRA 1.0 DX, 4RA GÍRA 410.000.- NISSAN MICRA 1.0 GL, 5 GÍRA 427.000.- NISSAN MICRA 1.0 GL SJÁLFSKIPTUR 474.000.- NISSAN MICRA 1.0 SPECIAL VERSION 460.000.- . 423.000.- 441.000.- . 489.000.- 475.000.- ...OG KJORIN ERU HREINT OTRULEGI NISSAN, MESTSELDIJAPANSKI BÍLLINN í EVRÓPU Ingvar Helgason hfll Sýningarsalurinn, Rauöageröi Sími: 91-33560

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.