Pressan - 16.09.1988, Síða 15

Pressan - 16.09.1988, Síða 15
Föstudagur 16. september 1988 15 spáin vikuna 17. — 24. september (21. mars — 20. april) Þú skalt búa þig undir aö lenda í ein- hverjum erfiöleikum. Gættu þess að segja ekkert, sem síöar gæti verið notað gegn þér. Þú nýtur vinsælda um þessar mundir og það vekur öfund annarra, en taktu það ekki nærri þér. (21. apríl — 20. inai) Vonandi er sjálfstraustið orðið meira upp á siðkastið, því nú fara hlutir að ger- ast, sem geta breytt öllu lífi þínu. Þú skalt reyna að komast að samkomulagi, sem allir geta sætt sig við, ef í odda skerst. i~\ (21. mai — 21. jiiiu') I þessari viku eru likur til þess að þér takist að breyta sambandi þinu og ann- arrar manneskju, sem ekki hefuroft verið þérsammála. Upp frá því hittist þið oftar. Það gerist eitthvaó skemmtilegt um næstu helgi. (22. júni — 22. jiili) Það er ekki klókt að fresta þvi um óákveðinn tima að leysa vandamál. Ljúktu þessu frekaraf hið fyrsta. Þú mátt búast við ósætti eðaóvissu i einkalifinu. Reyndu að spara i stað þess að eyða. (23. jiíli — 22. úniísl) Eitthvað gerist, sem setur þig úr jafn- vægi, en þú verður að vera yfirvegaður. Þetta gæti tengst óvæntum útgjöldum eða erfiðleikum í vinnunni. Heilbrigð skynsemi þín ætti þó að nægja til að leysa málið. (23. ágiísl — 23. sept.) Þú hefur lengi velt ákveðnu vandamáli fyrir þér og nú virðist iausnin fundin. Framundan er mikið happatímabil í lífi þinu og þú þarft svo sannarlega ekki að kvarta á næstunni. Gættu samt að þér i fjármálum. ■ rv W Cy (24. sepl. — 23. okl.) Þriðjudagur og miðvikudagur verða ekki auðveldir. Þeir verða þó mun bæri- legri, ef þú notar kímnigáfuna. Ýmsir árekstrar geta verið framundan og þetta er ekki rétti tíminn til að stofna til vin- áttusambanda. hátíðar- stemmning yfir mörgum dögum i þessari viku og ýmislegt óvænt gerist. M.a.s. fjármálin líta betur út. Notfærðu þér þetta jákvæða ástand fyrir framtíðina. (24. okt. — 22. nóv.) Það verður sannkölluð (23. nóv. — 21. des.) Þú ert venju fremur glaöurog til I tusk- ið og loks tekurðu ákvörðun, sem beðið var eftir. Þú ert örugglega á réttri leið núnaog þaðerum að gera að halda þeirri stefnu. Láttu aðra ekki hafa áhrif á þig. (22. des. — 20. jariúar) Þú ert ekki fyllilega eins og þú átt að þér að vera. Þreytuna hristir þú þó af þér til að geta tekist á við verkefnin og náð ákveðnu takmarki. Það lítur út fyrir að ferðalag sé fyrir höndum. (21. janiiar— 19. febriíar) Þú ert eitthvað óöruggur þessa dag- ana. Það má vel vera að mikið sé að ger- ast bakvið tjöldin, en þaðeru ómerkilegir hlutir. Ef þú neyðist til að ráða fram úr vandamáli skaltu fara eftir eigin sann- færingu. (20. febrúar — 20. mars) Þú átt orðið auðveldara með að starfa í samvinnu viðaðra. Samt skaltu ekki láta aðra hafa of mikil áhrif á þig, heldur fara eigin leiðir. Það virðist einhver hreyfing á rómantíska sviðinu, sem jafnvel endar með alvarlegu sambandi. lófalestur AMY ENGILBERTS í þessari viku: „JU “ Lífslínaii bendir tilþess að J.U. þurfi að fara vel með sig eftir að 45 til 50 úra aldri er náð. Sem sagt: huga vel að heilsunni, úthaldinu og þrekinu. Tilfinningalínan er svolítið keðjótt, sem gœti bent til þess að persónan sé sveiflukennd. J.U. hefur oft áhyggjur af heUsufari sínu og er ahnennt spennukennd- ur einstaklingur og kvíðinn að eðlisfari. A yngri árum hefur þessi aðili mikinn metnað, en honum tekst einhvern veginn ekki að nýta sér þá möguleika, sem hann hefur til aökomast áfram. Þetta sést m.a. á því hvað liin svokallaða greindar- lína er lengi tengd lífslínunni. Og J.U. á erfitt með að gera það upp við sig hvert skuli stefnt — bœði almennt í lífinu og í tilfinninga- málum. Ég ráðlegði manneskj- unni að leggja meira á sig til að móta sér stefnu. Þessi persóna ú í erfiðleikum með að gerast óháð og sjálfstœð. Hún vil! að sumu leyti vera barn. Þetta getur komið fram í óeðlilega sterkum tengslum vlð föðurhúsin, vandamálum við ákvarðanatöku eða þá að viðkomandi kemur sér hjá því að axla þá ábyrgð, sem fullorðlð fólk verður að gera. Einnig getur verið um minnimátt- arkennd að rœða. En það er ekki þar með sagt að persónan geti ekki hafl góða greind. Þetta er lokaður og dulur persónuleiki, sem er á varðbergi gagnvart öðrum. Svolítill einfari. pressupennar Hjálpið bágstöddum Mikið rosalega fer í taugarnar á mér þetta væl og skæl endalaust í öllum. Allir svo blankir, útgerðin á hausnum, fyrirtæki gjaldþrota, landbúnaðarmálin enn sem fyrr í ólestri. — Samt er uppselt í flestar hópferðir ferðaskrifstofanna, nýir bílar við hverjar dyr og glæsihallir rísa jafnt hjá einstaklingum, fyrir- tækjum sem ríki og bæjarfélögum en vandinn sem við blasir er alltaf öðrum að kenna. Einu sinni voru það bara stjórn- málamenn sem gátu verið óábyrgir orða sinna og gerða en nú fjölgar þeim ágyrgðarlausu og svo virðist sem einhvers konar ávöxtun eigi sér stað í öllu þessu ábyrgðarleysi og í beinu framhaldi af þvi. Þá er það alveg ljóst að ég varpa frá mér allri ábyrgð á því sem hér stendur, því ég ætla ekki að láta stefna mér fyrir að segja eitthvað ljótt um einhvern sem ekki á það skilið. En þar sem mér virðist sem ráða- menn þjóðarinnar séu gjörsamlega gétulausir gagnvart þeim vanda sem við blasir langar mig að benda hin- um getulausu á nokkrar leiðir til úr- bóta. En þess ber að geta strax að þetta eru ekki skammtímalausnir eins og að krukka í kaupið, gengis- felling eða neitt í þeim dúr. 1. Landið eitt kjördœmi ogfækk- un þingmanna um helming. Þar með losnar þjóðin við óarð- bært kjördæmapot þingmanna og þá óráðsíu sem því hefur fylgt. Með fækkun þingmanna minnkar bullið sem fram fer í þingsölum, sem væntanlega skilar sér í hraðari og betriafgreiðslu þingmála. Ráðherr- ar verði ekki jafnframt þingmenn sem ætíð hugsa um endurkjör. Gott á suma. 2. Burt með pólitíska bitlinga. Öllum aðstoðarmönnum ráð- herra verði sagt upp störfum og ráðuneytisstjórar og starfsfólk ráðuneytanna vinni þeirra störf sem þeir og gerðu áður en þessum póli- tísku bitlingum var komið á. Bankaráð verði lögð niður sem pólitískur bitlingur. Ekki aðeins sparar það stórfé í beinum greiðsl- um til bankaráðsmanna heldur einnig þjóðinni ómælt fé sem hing- að til hefur runnið út úr ríkisbönk- unum eftir fyrirfram ákveðnum pólitískum leiðum. Útvarpsráð sem pólitískur bitl- ingur verði lagt niður svo og allar þær fjölmörgu nefndir sérfræðinga og ekki sérfræðinga sem settar hafa verið á laggirnar af því einhverjir aðrir hafa ekki verið færir um að vinna verkin sín (sbr. forstjóra- nefndin). 3. Fœrri en belri útgerðarmenn. Skussarnir í sjávarútvegi verði látnir fara á hausinn en hinir sem betur standa styrktir til að gera enn betur. Það á ekki að vera neitt nátt- úrulögmál í íslenskri pólitík að styrkja alla þá sem langar til en geta ekki stundað útgerð og fiskvinnslu. „Mig langar í togara en á ekki til nema u.þ.b. 5% af kaupverði" er og verður liðin tíð. 4. Landbúnaðarsukkið stoppað Milliliðirnir hverfi þegar í stað og þó fyrr hefði verið. Bændum sem stunda hefðbundinn kotbúskap verði greidd rífleg mánaðarlaun til að hætta búskap sem þegar hefur kostað þjóðina offjár, en þeir snúi sér í staðinn að Iandgræðslu, t.d. skógrækt. Það myndi án efa skila þjóðinni allri meiri verðmætum en nokkur getur séð fyrir eða sagt um. Horfið verði frá því þegar í stað að styrkja þau sláturhús, sem ekki höfðu leyfi til starfa, til að hœlta störfum. Þetta er eitt fáránlegasta dæmi sem hægt er að hugsa sér. Styrkur til að hætta því sem ekki var leyfilegt. 5. Fiskeldi Ekki verði byrjað á sama sjóða- sukkinu í fiskeldi og viðgengist hef- ur í sjávarútvegi og Iandbúnaði. Ráðamenn verða að reyna í það minnsta að læra af reynslunni og „athafnamenn" að skilja að þeir geta ekki vaðið út í hvaða fjárfest- ingu sem er með gróða í huga en veinað síðan á styrki ef á móti blæs. Ábyrgð er það sem gildir og því fyrr sem það skilst því betra fyrir land og þjóð. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að þið farið eftir þessum ráð- leggingum mínum, því ég veit að hingað til hafið þið aðeins ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, þ.e.a.s. kurkkað í kaupið, en að taka á vandanum hefur ekki verið ykkar deild. Það skyldi þó ekki vera að þeir flokkar sem þið eruð í forystu fyrir hafi hagsmuna að gæta ein- hvers staðar? Er einhver frammar- inn á hausnum í útgerðinni? Sjálf-- stæðismaður að klúðra fiskeldinu? Hvað með kratana, á einhver þeirra sláturhús? Það skiptir í raun ekki máli hvað þið heitið, því hagsmuna- potið, flokks- og ættartengsf stjórna þessu landi og eru að setja það á hausinn. Það er öllum ljóst nema ykkur, sem kallist ráðamenn þjóðarinnar. Satt best að segja gengur gjör- samlega fram af mér sem sæmilega vitiborinni manneskju að horfa upp á þennan aumingjadóm ykkar og kjarkleysi og til þess að lengja dauðastríð ykkar ekki frekar; farið þið þá frá og biðjið forsetann að skipa starfsstjórn (sem ekki þarf að hugsa um endurkjör og tekur því á þeim vanda sem við blasir). Það myndi án efa bæta geðheilsu mína sem og annarra þegna þjóðfélags- ins. Bestu kveðjur og von um skjót við- brögð. i ki I

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.