Pressan


Pressan - 16.09.1988, Qupperneq 18

Pressan - 16.09.1988, Qupperneq 18
18 Föstudagur 16. september 1988 Rachel Hal/ með mömmu sinni. Hún varð blind eftir að hafa komist í snert- ingu við hunda- saur á leikvelli í Blackpool og nú verður borgar- sjóður að greiða henni skaða- bcetur. Sérfrœðingar telja að um hundrað manns missi árlega sjónina í Bretlandi af völdum sníkjudýrs, sem lifir í hundum. SNÍKJUDÝRI GETUR VALDIÐ Eins og margir vita eru Bretar afskaplega miklir dýravinir og eru hundar í alveg sérstöku uppáhaldi. Hundaeigendur fara gjarnan í gönguferðir með tryggasta vin mannsins í skemmtigarða, sem eru til i velflestum breskum bæjum. Þar hlaupa fjórfætlingarnir um, leika sér og gera þarfir sínar. Þetta virðist kannski saklaust gaman, en nú virðist sannað að afleiðingarnar séu allt annað en skemmtilegar. í þessa skemmtigarða koma nefni- lega einnig foreldrar nteð ung börn sín, því þar cr oft að finna rólur, sandkassa og alls kyns leiktæki. Og börnin geta veikst, ef þau komast í snertingu við saur úr hundi, sem ekki hefur verið hreinsaður reglu- lega. Veikst svo alvarlega, að þau missi jafnvel sjónina. LIRFURNAR GETA VALDID FLEIRU EN BLINDU HUNDASAUR BLINDU í síðasta mánuði féll dómur á þá lund að borgarsjóður í Blackpool skyldi greiða sjö ára stúlku, Rachel Hall, 400 þúsund krónur í skaða- bætur. Rachel varð blind i kjölfar veikinda eftir að hún lék sér í skemmtigarði í borginni. Þótti sannað að sníkjudýr, sem lifir í hundurn og er til staðar í saur þeirra, hefði valdið blindunni. Foreldrar niu ára drengs, Davids Rayner, i sömu borg hafa einnig hafið málaferli gegn yfirvöldum. David er blindur á öðru auga eftir að hafa leikið sér í sama garði og Rachel. David og Rachel eru að öllum lík- indum ekki ein um að hafa blindast af völdum þessa sníkjudýrs, toxocara canis, sem berst inn á leik- velli í hundasaur. Sérfræðingargera ráð fyrir því að um eitthundrað manns í Bretlandi missi árlega sjón- ina af sömu orsökum. En fleiri komast í snertingu við þennan ófögnuð. Þeir eru bara svo „heppn- ir“ að fá önnur einkenni, sem ekki leiða til blindu. Sýkingin getur nefnilega einnig orsakað ógleði, magaverk, hitaköst, eyrnaverk, öndunarerfiðleika, lungnabólgu, verki í útlimum, svefnleysi og lifrar- veiki. I>egar þessar fregnir bárust lét helgarblaðið The Sunday Times framkvæma fyrir sig rannsókn á jarðvegi úr leikvöllum í tíu skemmtigörðum vítt og breitt um landið. Á hverjum leikvelli voru tekin þrjú lítil sýni, sem send voru í greiningu. Niðurstaðan var ógn- vekjandi. Egg sníkjudýrsins toxo- cara canis var að finna á fimm af þessum tíu leiksvæðum. Samkvæmt upplýsingum vís- indamanna eru þessi egg einstak- lega harðger og lífseig. Þau þola næstum hvað sem er, jafnvel frost, og geta verið í mörg ár „lifandi" í jarðveginum. Sníkjudýrið getur ekki fjölgað sér í innyflum manna, en ef lirfurnar ná að klekjast úr eggjunum inni í mönnum geta þær auðveldlega smogið í gegnum magavegginn og farið á flakk unt líkamann. Þar geta þær síðan vald- ið bólgurn á ýmsum stöðum, skadd- að taugar og líffæri. HATADI ALLA HUNDA Þegar borgarsjóður í Blackpool hafði verið dæmdur til að greiða Rachel Hall skaðabæturnar varð þessi sjö ára blinda telpa skyndilega eftirsóttur viðmælandi í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Þetta var i fyrsta sinn sem tengslin milli hundasaurs og blindu höfðu verið sönnuð fyrir rétti. Sannkallað próf- mál og ljóst að mörg önnur myndu fylgja í kjölfarið. Blaðið Sunday Mirror birti viðtal við Maureen, móður Rachel Hall, um miðjan ágústmánuð. Hún sagð- ist hafa tekiðeftir því, þegar barnið var tveggja ára, að eitthvað amaði að augum hennar. Læknar komust fljótt að þvi að þetta væri toxo- cariasis — sjúkdómurinn, sem egg sníkjudýrsins valda — og sögðu Maureen að dóttir hennar myndi missa sjónina. Fjölskyldan varð auðvitað harmi lostin og i langan tíma hataði Maureen alla hunda. Hún gat ekki einu sinni keypt gjafa- kort, ef það var með hundamynd. En brátt fór henni að skiljast að það var við eigendur hundanna að sakast. Ekki dýrin sjálf. Rachel missti smám saman sjón- ina en síðan varð hún skyndilega alveg blind, viku fyrir fjögurra ára afmæliðsitt. Foreldrarnir vöknuðu við það að hún öskraði hástöfum „Það er ennþá myrkur! Það er enn- þá myrkurl" og þá vissu þeir að komið var að því, sem þeir höfðu óttast í tæp tvö ár. Fyrstu átján mánuðirnir voru mjög erfiðir. Maureen segist hafa gengið í gegnum sorgarviðbrögð, eins og um dauðsfall hefði verið að ræða. „Ég syrgði hin „látnu“ augu dóttur minnarþ sagði móðirin í við- tali við Sunday Mirror. „Tíminn græðir sárin, en fyrstu 18 mánuð- irnir voru hræðilegir. Rachel var sí- fellt að reka sig á og meiða sig. Hún er enn með dæld á enninu frá því hún gekk á girðingarstaur." Nú er Rachel orðin vön myrkrinu og búin að læra hvernig hún á að hegða sér til að minnka líkurnar á marblettum og hrufluðum hnjám. Hún er afskaplega sjálfstæð stúlka og alveg ótrúlega dugleg. Nýverið lét hún taka hjálpardekkin af hjól- inu sínu og hún er iðin við að læra að spila á pianó. Það eina, sem henni er verulega illa við, er heimil- iskötturinn Lady. Sem betur fer er Rachel hins vegar hrifin af hund- um, enda hafa foreldrar hennar ýtt mjög undir það. Þeir vita nefnilega að í framtíðinni mun hún þurfa á aðstoð þjálfaðs hunds að halda til að geta lifað sjálfstæðu lífi úti í veröldinni. Svo kaldhæðnislegt, sem það nú er. ÞESSI MÁL YFIRLEITT í GÓÐU LAGI Á ÍSLANDI Pressan hafði samband við Þorvald Þórðarson, dýralækni á Dýraspítalanum í Viðidal. Hann kvað Islendinga ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af sníkjudýrinu toxocara canis. Bæði væri hundum yfirleitt haldið frá þeim svæðum þar sem börn væru að leik og einnig væri víðast hvar gott eftirlit með hundahreinsun. Þorvaldur kannaðist ekki við að hafa heyrt um neitt sjúkdómstilvik á íslandi af völdum toxocara canis, en hann sagði þetta sníkjudýr eink- um að finna í hvolpum og hvolpa- fullum tíkum. Þyrftu eigendur þeirra að vera alveg sérstaklega á varðbergi, gæta þess að láta hreinsa hundana og láta þá ekki gera þarfir sínar nálægt leikvöllum eða öðrum stöðum, sem börn sæktu í. ■ DAUÐVONA LEIKARAR Á SVIÐI Allsérstæður leikhópur starfar í New York. Meðlimirnir eru allir með alnæmi á lokastigi, en þeir eru ákveðnir í að leika eins lengi og þeir standa í fæturna. Leikritið, sem hópurinn sýnir um þessar mundir, kallast „AIDS Alive“ og í því eru fimrn hlutverk. Leikararnir eiga það sameiginlegt að hver og einn á I mesta lagi tvö ár ólifuð. Verkið er gamanleikur — svokölluð svört kómedía — og aðrir meðlimir hópsins eru ávallt tilbúnir að leysa af, ef heilsa aðalleikaranna versnar. Einungis einn þeirra hefur þó dáið á því ári, sem leikhópurinn hefur starfað. Næsta verk, sem tekið verður til sýningar af þessum sér- stæðu leikurum, mun eiga að vera söngleikur. FRÆGIR EFTIR BJORAUGLYSINGU Hljómsveitin The Hollies ruddist skyndilega inn á vinsældalistann um daginn með gamla góða lagið He Ain’t Heavy, He’s My Brother. Lagið komst í þriðja sæti árið 1969, þegar hljómsveitin gaf það fyrst út, en nú er þvi spáð efsta sæti listans. Ástæðan fyrir þessum skyndilegu vinsældum þessa lags frá hippatím- anum er sú, að nýlega var það notað í bjórauglýsingu. Hljómsveitar- meðlimirnir eru að vonum ánægðir — bæði yfir því að vera „uppgötv- aðir“ á nýjan Ieik og svo peningun- um, sem þeir hafa upp úr þessu. Óþekktur píanóundirleikari í iag- inu, sem í þá daga hét Reg Dwight, fær líka nokkra skildinga í sinn hlut. Hann er nú betur þekktur sem Elton John.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.