Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 20

Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 20
Föstudagur 16. september 1988 20 OKKAR VERÐ pressupennar /ægra en hjá öðrum Ný lambalaeri 559.- kr. kg. Lambahryggur 549.- kr. kg. Lambasúpukjöt 380,- kr. kg. Lambakótilettur 559> ■ kr. kg. Lambalærissneiðar 679.- kr. kg. Lambagrillsneiðar 445,- kr. kg. Lambasaltkjöt 438.- kr. kg. Lambaskrokkar 1. flokkur 334.- kr. kg. , ' I I Ma,i"eZTTttsm Marme,a)a,ae„ur .. . 579 -kr.l(g Marmeraóarlserissneiðar 599- kr. kg. Marineruö rif J99.-kr.kg. ^gikjótslæri Han9ikjöts'framPartur úrb. u 658.-kr.kq ^mslæ,i úrbeinað 238. ■ kr. kg. Hi 92LötsJramPartar I- m. J51,- kr. kg. London/amb 743■■ kr. kg. b, líta á lífið sem leik. Ábyrgðin er okkar - fullorðna fólksins. yUMFERÐAR RAD Lengi lifi rigningin Mér hefur stundum þótt vestur- þýskur almenningur hræðast rign- inguna. Sérstaklega á sumrin, en á þeim árstíma má víst aldrei rigna og vei þeim veðurfræðingi, sem ekki kveður sjónvarpsáhorfendur á fal- legri hessísku nteð loforði um sól og hita á morgun. Menn hér álita það því ekkert tiltökumál, þó«,al- mættið bíði með að hella niður öllu þessu vatni fram yfir allar helstu bjór- og vínuppskeruhátíðir. Ég er hins vegar svo skynugur að sjá, að ef vatnið yrði „fryst“ uppi í háloftunum væri ekki bruggaður bæverskur hveitibjór. Og ég væri ekki til. Stundum gefst almættið upp á að halda í sér á heitum sumardegi. Þá ríkir einskonar upplausnarástand. Sértu t.a.m. staddur í þýskri göngu- götu þegar tekur að rigna má sjá velflest skósólamunstur veraldar, er múgurinn æðir undir þök og tjöld, æpandi og kveinandi. Ég leyfi mér að efast um að göt- urnar myndu tæmast á svo skjótum tíma, þólt Helmut Kohl fyrirskip- aði lúðrablástur um allt land og auglýsti kjarnorkustríð. En þú ert íslendingur og lætur ekkert á þig lá. Opnar kannski regnhlíf, en aðeins i stuttan tima. Þú ert nefni- lega minnugur þess að annar eins hégómi og sú regnfæla hefur ekki borist að íslands ströndum. Þú gengur því áfram í rigning- unni, léttur í spori, og glottir framan í aumingja Þjóðverjana. Þú hraðar máske göngunni lítið eitt, sem táknar þó ekki annað en það, að þú mátt ekkert vera að því að hanga í einhverjum húsum og bíða cltir uppstyttu. En þeir sem selja fáránleika heimsins og eiga undir hann skjól- góðar hallir á fimm lueðum núa saman höndum í gleði sinni og bjóða upp á emaleraða potta og talandi brúður handa regnhrjáðunt borgarbúanum. Eða skipulagðar sundferðir í karabíska hafinu. Ég stend sjálfan mig að því sí og æ, að verða að viðurkenna eitt og annað. Til dæmis á maður það til að blotna ansi mikið í bæversku rign- ingunni. Ég man hins vegar, að þegar maður var lítill og hafði ekki upp- götvað öll þægindi lífsins færði það sálinni sólskin að mega una sér í kvótalausri tréskipaútgerð við ein- hvern forarpollinn í grenjandi rign- ingu. Slíkar tregablandnar minningar voru kallaðar fram sunnudaginn þegar við Heiða tókum að okkur að f „gæta“ fjögurra þýskra unglinga undir bióaldri. Foreldrarnir komust óséðir inn í miðborg að sjá Carmen. Þennan sunnudag var (eins og alltaf) rigning. A heimilinu voru nú fjórir púkar á hlaupum og höfðu ekki enn upp- götvað þægindi eins og sófalegu, bjórsötur, bóklestur og þögn. Og þessi barnahjörð fór smátt og smátt að fara í annars harðgerar taugar gæslumannanna. Hún virtist nefni- lega ráfa um húsið líkt og höfuð- laus her og gaf ekki önnur hljóð frá sér en öskur og grátur, eða kvein á mat og drykk. Þessi börn máttu ekki fara út í rigninguna. Þau gátu víst orðið vot. I stað þess að eiga tækifæri á að vera heilbrigð börn urðu þessir aumingjar að eigra um heimili sitt sem fangar... vegna veðurs. Börn eiga víst að vera svo sak- laus. það var hins vegar ekki hægt að segja um eldri drenginn þennan umrædda sunnudag. Hann bar lymskulega fram þá ósk, að mega leika sér úti. Barnagæslumennirnir tóku ákaf- lega vel í þessa ósk. Viðbrögð þeirra komu drengnum nánast í opna skjöldu. Það mátti sjá að hann hafði ætlað sér að sífra og henda sér síðan æpandi á gólfið. Hópnum var smalað saman, hann settur í sjógalla og ýtt út í úr- hellið, sem að okkar mati gat ekki gert lýðnum annað en gott. Inni fyrirskáluðum við í þægind- um lífsins. Foreldrarnir komu því miður heim á undan börnunum og teljast slíkir viðburðir barnlóstrunum ekki til tekna — enda höfum við ekki verið beðin að gæta þessara barna siðan Carmen var sýnd. En börnunum fannst gantan og þá var tilgangi okkar náð. Lengi lifi rigningin! Það er líka eins gott... Bjarni Jónsson, Múnchen. Það nýjasta frá er komið UTSÖLUSTAÐIR Fókus Lækjargötu 6b, Rvk Beco Barónstíg 18, Rvk Týli Austurstræti 6, Rvk Canon E708 *kr. 115.880.- Canon *miðað við staðgreiðslu kynningarverð Ljósmyndabúdin v/Rauðarárstíg, Rvk Leó litmyndir ísafirði Nýja filmuhúsið Akureyri TÝLI = ÞJÓNUSTA CANON = GÆÐI EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI H________________________ F Sérverzlun með Ijósmvndavörur Austurstræti 6, s: 10966 Sendum í póstkröfu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.