Pressan - 16.09.1988, Síða 21

Pressan - 16.09.1988, Síða 21
Föstudagur 16. september 1988 21 Hann er eitt af goðuni rokksögunnar og margir kalla hann einfaldlega „God“ eða guð. Eric Clapton hefur víða komið við á ferli sínum og m.a. spilað með hljóm- sveitum eins og Yardbirds, Derek and the Dominos, Crearn, John Mayall og Blind Faith, sem hann stofnaði ásamt öðrum. Sú sveit hefði að öllu eðlilegu átt að verða svokölluð „súpergrúppa“, en svo fór þó ekki, hún gaf aðeins eina plötu út, árið 1969. Sólólerill Claptons er oröinn æöí langur en samanlagöur ferill hans seni gítarleikara spannar aldar- fjórðung. í vor kom út plötusettið Crossroads, sem er þverskurður af ferlinum, og þar er að vinna það besta frá hendi Erics Clapton. Eftirfarandi viðtal birtist í bandaríska timaritinu Rolling Stone ekki alls fyrir löngu og er hér talsvert klippt og skorið. — Þú hefur eytt miklum tíma af ferli þínum við að reyna að ná sátt- um milli súperstjörnunnar og metnaðargjarna tónlistarmannsins i þér. Eykur Crossroads ekki bara á vandann og sýnir svo ekki verður um villst að þú ert lifandi goðsögn og hefur þegar gert það besta sem eftir þig mun liggja? „Það sem mér finnst erfiðast að sætta mig við er að ég er ennþá að framleiða tónlist sem er full- komlega samkeppnishæf í dag, en málið er að henni er ekki sýnd sú virðing sem sumu af Crossroads- efninu hefur verið sýnd í gegnum árin. Það er eins og tveir gjörólíkir menn lifi í sama skrokknum, því ég er ennþá að hitta fólk sem segir við mig; „Hey, þú varst í Cream, það var meiriháttar band!“ Svo hefur maður það á tilfinningunni eftir svona lagað að ekkert hafi gerst síðan.“ — Særa svona ummæli þig? „Já, og þetta varð m.a. til þess að á tímabili missti ég allt sjáfstraust, því mér fannst ég vera búinn að gera það sem hægt var að gera með gítar á milli handanna. Ég var mjög slappur á tauginni.“ — Crossroads byrjar á fyrstu upptöku þinni með Yardbirds frá árinu 1963. Manstu eitthvað eftir þessari upptöku? „Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði í mér af segulbandi og það GUNNAR H. • ÁRSÆLSSON var meiriháttar áfall. Þá heyrirðu hvað þú hljómar virkilega klaufa- lega og allt sem þér fannst svo tært og áferðarfallegt þegar þú spilaðir það hljómar allt í einu gróft og asnalegt. Við vorum í hálfgerðu rusli. “ — Hvaða metnað hafðir þú sem gítarleikari á þessum tíma? „í raun held ég að metnaður hafi ekki verið til hjá mér. Ég vissi hvað mér fannst slæm tónlist en hins- vegar ekki hvað mér fannst góð tón- list. Ég var feiminn við allt léttmetið og var á góðri leið með að verða hreinn blúsari og vann að því með Yardbirds. Hinsvegar var ég mjög óráðinn á þessum tíma og vissi í raun ekki hvað ég vildi gera.“ — Varðstu var við að hróður þinn sem gítarleikara yxi á þeim tíma sem þú spilaðir með Yardbirds? „Það var hægt að telja á fingrum annarrar handar þá gítarleikara sem voru hvítir á hörund og spiluðu blús. Að vísu voru Keith Richards og Brian Jones i blúsnum, en þeir spiluðu meira í ætt við Bo Diddley og Chuck Berry. Ég vildi vera eins og Freddy King og B.B. King, þannig að ég hafði enga sam- keppni.“ — Höfðu blúskóngar eins og Muddy Waters og Robert Johnson einhver áhrif á þig í þeirri viðleitni þinni að verða fullkominn blús- gítarleikari? „Þeir voru hinir einu sönnu en ég var sé sem hermdi eftir. Svo lengi sem maður hefur hlutina þannig þá eru þeir í lagi. En um leið og þú ^ ætlar að gera eitthvað frumlegt I ALDARFJORÐUNG FJÖLBREYTT PLÖTUÚTGÁFA ÍHAUST íslensk plötuútgáfa viröist ætla aó veröa meó minna móti nú í september, en mun meira verður aö gerast hjá útgáfu- fyrirtækjum i október og nóv- ember. RP sló á þráöinn til þriggja helstu fyrirtækja á sviöi plötuútgáfu hér á landi og innti frétta af innlendri plötuútgáfu. Pétur Kristjáns- son hjá Steinum hf. varö fyrst- ur fyrir svörum: „Þaó helsta hjá okkur í októ- ber verður aö út kemur plata meö lögum Valgeirs Guðjóns- sonar úr leikritinu Síldin kem- ur, Bitlavinafélagiö veröurmeö stóra plötu sem inniheldur 12 lög, samin af íslenskum höf- undum og gefin út á sjöunda áratugnum, og eiga þessi lög aö endurspegla tíöarandann sem þá rikti. Þetta eru lög á borð við Gvend á eyrinni, Leyndarmál, Ég er frjáls og fleiri gullkorn. Síðan veröur Eyjólfur Kristjánsson með sólóplötu þegar fer aö líða á október. Meö honum spila allir meölimir Mezzoforte og þess má geta aö platan var tekin upp í nýju stúdíói þeirra, þann- ig aö ég held aö þaö sé óhætt ao fullyrða aó þetta veröi vönduð plata,“ sagöi Pétur aö lokum. Hjá Skífunni fengust þær upplýsingar aö út kemur plata úr látúnsbarkakeppninni meó lögum allra keppendanna og i viöbót veróur látúnsbarkinn sjálfur meö aukalag, senni- lega eftir Magnús Eiríksson. Aðstandendur keppninnar, Stuðmenn sjálfir, verða svo aö auki með erlent swing-lag. Um svipað leyti kemur út plata frá tríóinu Strax (Jakob, Ragn- hildur, Egill) og mun hún heita Eftir pólskiptin. Einnig kemur út barnaplata með Agnesi Johansen og úr klassísku deildinni bárust þær fréttir aó von væri á plötu meö Rögn- valdi Sigurjónssyni meö upp- tökum frá útvarpinu. Semsagt, nóg af poppi, klassík og barna: efni frá Skífunni i október. í nóvember veröa síöan plötur frá Siðan skein sól, Bjartmari Guðlaugssyni og Hunangs- tunglinu. Um mánaðamótin kemur hjá Gramminu út fjögurra laga plata frá Svarthvítum draumi sem mun bera hiö tvíræóa nafn Bless. í október kemur síöan út ný plata frá Kamarorg- hestunum, sem ekki hafa - gefið út plötu siðan Bisar í banastuði kom út. HilmarÖrn Hilmarsson stjórnar upptök- um á þessari nýju afurö „hest- anna“ og veröur fróðlegt aö heyra útkomuna úr því sam- starfi. Einnig er væntanleg í októberlok eða byrjun nóv- ember breiöskífa frá Þursa- flokknum, sú fyrsta síðan 1982, eri þá kom Gæti eins veriö út. Aljir upprunalegir meölimir Þursanna veröa á þessari plötu, þeir Egill Ólafs- son, Tómas Tómassoo, Ásgeir Óskarsson, Þóröur Arnason og Rúnar Vilbergsson. Þess má geta svona í lokin aö 29. september kemur svo út enska platan hans Bubba, The Serbian Flower. Á þeirri plötu veröalögsemokkurlslending- um eru vel kunnug, en áSerbn- eska blóminu veröa þau öll meö enskum textum og sum hver, ef ekki öll, í breyttum út- setningum.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.