Pressan - 16.09.1988, Síða 25
Föstudagur 16. september 1988
25
ibróttir
„Badminton er
ómissandi, “ segir
séra Ólafur
Skúlason.
sem sækja í mótin. Fullorðna fólk-
ið lítur frekar á þetta sem trimm, og
vill fyrst og fremst fá ánægju út úr
tímunum. Það er auðvitað alltaf
keppni í gangi inni á vellinum. ÖII-
um finnst gaman að sigra mótspil-
ara sinn en hreyfingin og ánægjan
eru örugglega númer 1, 2 og 3.“
— Stundar þú badminton?
„Já, það geri ég. Þetta er mikil og
skemmtileg hreyfing sem ætti að
duga hverjum manni sem stundar
þetta reglulega."
Séra Ólafur Skúlason hefur
stundað badminton í 21 ár. Hvað
var það sem ýtti honum af stað?
„Ætli það hafi ekki verið auka-
kíló sem höfðu safnast á ýmsa
óæskilega staði líkamans. Við byrj-
uðum árið 1961, þá nokkrir saman,
en flestir hafa helst úr lestinni.
Núna erum við 2 eftir af þessum
upprunalega hópi. Það er Guðjón
Eyjólfsson endurskoðandi sem hef-
ur verið með mér í þessu alla tíð. Ég
hef verið í þessu alveg síðan ’61,
með smáhléunt þó. En nú síðustu
árin fer ég alltaf 2svar í viku.“
— Finnst þér þetta erfitt?
„Sjálfsagt er þetta erfitt fyrir þá
sem huga að fullkonrnun í greininni
og keppni. Við sem erum í þessu
bara til þess að hreyfa okkur ráðunt
hversu mikið við reynum á okkur í
hverjum leik. Það er ekki aðeins
þörfin á hreyfingunni senr heldur
manni við efnið. Þetta er góður
félagskapur og góð leið til að losna
við streitu og stress hversdagsins.
Það gleynrist allt þegar komið er
inn á völlinn. Þetta er því bæði and-
leg hvíld og líkamleg áreynsla.
Badminton er með ódýrari
íþróttagreinum, sundið er jú al-
ódýrast enda stunda ég það af
krafti líka. Ég hvilist á því og fæ um
leið snerpu í Iíkamann."
— Langaði þig aldrei í keppni á
þinum yngri árum?
„Nei, ég er klaufi, þannig að mér
hefur ekki dottið það í hug. Við
teljunr þó alltaf stigin, þetta er
stanslaus keppni okkar á milli og
alltaf jafngantan að bera sigurorð
af hinum. Það er visst kapp í
þessu.“
— Finnst þér þú hafa náð góð-
um árangri?
„Það er enginn vafi á því að mér
hefur farið mikið fram, enda held
ég að þrátt fyrir skemmtunina sem
fylgir þessu hefði ég hætt ef fram-
farirnar hefðu verið litlar. Að vísu
held ég að ég hafi staðið í stað síð-
ustu árin. Það er frekar að mér fari
Þá er veturinn að nálgast. Sumarfríin eru búin og
skólarnir byrjaðir. Flestir eru hættir öllu sprikli utan-
dyra þetta árið og fara nú að færa sig inn í hús. Það
væri jú synd að hætta öllum áhyggjum af línunum,
sitja á rassinum í allan vetur og enda sem „frjálslega
vaxinn í allar áttir“. Síður dagblaðanna eru uppfullar
af auglýsingum um balletttíma, jazz-dans, þrektíma,
frúarleikfimi, líkamsrækt og alls kyn's hopp og hí.
Greinarhöfundur hefur ekki gaman af líkamsrækt
eða ballettdansi og vissi hreinlega ekki hvað ætti til
bragðs að taka. Sennilega eru margir í svipaðri
aðstöðu. Því var hafin Ieit að skemmtilegu sporti.
Einhverju sem er ekki endilega til þess að losa sig við
spik, safna ofurkröftum eða svitna ógurlega. Einhver
benti á badminton og Pressan fór og athugaði málið.
„Það er þœgilegra
að nota badminton-
spaða og bolta, en
snjóþrúgurnar og
tennisboltinn gera
nú alltaf sitt gagn. “
Garðar Ólafsson
bregður á leik.
aftur núna, ég er orðinn það full-
orðinn. En ég hyggst halda þessu
áfram á meðan heilsan endist. Ég
vildi alls ekki sleppa þessu. Ég held
að ég sé skárri manneskja bæði
líkamlega og andlega við að synda
og spila badminton," sagði séra
Ólafur að lokum.
Hér í Reykjavik er hægt að æfa
badminton hjá 4 félögum. Það eru
TBR, KR, Víkingur og Valur. Press-
an hafði samband við Sigfús Ægi
Árnason, framkvæmdastjóra TBR,
og lagði fyrir liann nokkrar spurn-
ingar.
— Veistu hversu margir stunda
badminton reglulega?
„Hjá okkur eru það um 5.000
manns. Það er fullbókað í flesta
tima. Það eina sem er laust núna
eru unglingatímar, svo er laust í
hádeginu, seint á kvöldin og um
helgar.“
— Eru margir búnir að vera ár-
um saman?
„Já, já, Meira að segja áratugum
saman. Sama fólkið kemur ár eftir
ár, flestir eru hérna tvisvar í viku.“
— Er þetta dýrt sport?
„Það getur verið það, en þarf það
ekki. Spaðar kosta frá nokkur
hundruð krónum upp í 10 þúsund,
en flestir komast af með 1—2 þús-
und króna spaða. Þeir sem vilja
eyða miklu nota fjaðrabolta en
hinir plastbolta. Plastboltarnir eru
alveg jafngóðir, það er bara spurn-
ing hvað menn venja sig á. Plast-
boltinn dugir í nokkur skipti en
hinsvegar er hægt að eyðileggja
ANNA BJÖRK
BIRGISDÓTTIR
2—3 fjaðrabolta í einum tima. Við
erum með spaðaleigu hér hjá okkur
og fólk notfærir sér hana gjarnan ef
það er að prófa þetta, en allir þeir
sem eru eitthvað í badminton að
ráði eiga sína spaða."
— Er mikiö um mót?
„Fyrir fullorðna eru um 10 mót á
ári en ívið fleiri fyrir unglinga, eða
um 15. Enda eru það unglingarnir
Garðar Ólafsson er einn fjöl-
margra sem hafa fastan tíma í TBR-
húsinu, Pressunni lék forvitni á að
vita hvað hefði fengið hann til að
byrja á þessu.
„Félagi minn dró mig með sér i
badminton í Melaskólann og þar
með var ég smitaður. En þar sem
íþróttahús Melaskólans er svo
pínulítið gáfumst við fljótt upp á
því og færðum okkur yfir í TBR-
húsið.“
— Og hvaö ertu búinn aö vera
lengi?
„í 3 ár, þ.e.a.s. reglulega. í byrjun
fórum við 4—5 sinnum í viku. Það
var mjög gaman, en aðeins of mik-
ið. Núna látum við okkur nægja að
fara I sinni í viku.“
— Er þetta erfitt, líkamlega «g
tæknilega?
„Fyrst var það erfitt já. Maður
fór að nota ýmsa vöðva sem höfðu
verið í afslöppun í langan tíma, en
eftir að stirðleikinn var horfinn var
þetta í fínu lagi. Tæknilega hliðin
var verri. Við fundum að framfar-
irnar voru ekkert rosalegar og tók-
um því einkatíma hjá kennara í
TBR. Hann fór yfir undirstöðu-
atriðin með okkur og það hjálpaði
mikið.“
— Firtu sáttur viö útgjöldin sem
fylgja þessu?
„Já, mér finnst þetta ekki vera
dýrt. Núna erum við 4 saman með
einn völl sem kostar 20 þúsund. Það
gera 5 þúsund á mann, í allan vetur.
Við höfum völlinn fram í apríllok.
Tíminn kostar þá 140 krónur og
það þykir mér ekki rnikið. Það er
hægt að fá ágætis spaða fyrir lítinn
pening. Það er líka mjög mikilvægt
að vera í góðum skóm, og þeir duga
Badminton er mikil
og skemmtileg hreyf-
ing sem œtti að duga
hverjum manni sem
stundar það reglu-
lega
manni í mörg ár, þannig að ég sé
ekki eftir þessum aurum.
Þetta sport er alltaf jafn-
skemmtilegt. Að vísu koma tímabil
þar sem ekkert gengur hjá manni en
þetta er skemmtun, við æfum ekki
til að komast í keppnisflokka.“
— F>tu ánægður meö árangur
þinn?
„Já, já, þetta er fljótt að koma.
Það tekur u.þ.b. 1—1 Vi mánuð að
komast sæmilega af stað.
Ég hvíli mig á þessu á sumrin og
spila þá fótbolta í staðinn. En mað-
ur þarf að halda sér vel við efnið ef
maður ætlar að verða virkilega
góður. -Það geta allir æft badmin-
ton og náð því að verða nokkuð
færir og nælt sér í góða hreyfingu
um leið.“
Eftir þessar fögru lýsingar á
badmintoníþróttinni voru striga-
skórnir dregnir frarn og pússaðir,
pantaður tími og AF STAÐ. Það er
ekki að spyrja að því. Þetta var stór-
skemmtilegt. Ekki var nú mikið
reynt á sig svona í fyrsta tímanum,
því handlama manneskjur skrifa nú
ekki mikið. En vellíðanin eftir á lét
ekki á sér standa og samviskunnar
vegna var þetta mjög sniðugt!! ■