Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 32

Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 32
d ^^■eila er komin upp á miili íþróttafréttaritara útvarps og yfir- stjórnar RÚV vegna launagreiðslna fyrir útsendingu útvarps og sjón- varps af Ólympíuleikunum í Seoul. Tveir fréttaritarar verða á leikunum í Seoul, en þeir Bjarni Felixson, Jón Oskar Sólnes og Ingólfur Hannes- son sitja við nótt og dag og taka við beinum útsendingum auk þess sem þeim er uppálagt að „pródúsera" efni fyrir endurútsendingar síðdeg- is og á kvöldin. Yfirstjórn RÚV mun hafa ákveðið að fyrir þetta fái þeir tímakáup sem þeir eru engan veginn sáttir við. Það mun fyrst og fremst vera vinnan við endurút- sendingarnar sem fréttamennirnir segja að sé viðbót við vinnuskyldu sína og launagreiðslur í engu sam- rænii við vinnuálagið. Hafa allir íþróttafréttamenn RÚV sent ráða- mönnum stofnunarinnar samþykkt þar sem þess er krafist að skýr svör liggi fyrir um lausn málsins fyrir þann 17., þ.e. þegar ólympíuveislan fer í loftið. Enn hafa engin svör bor- ist að ofan... L BHeyrst hefur að auglýsinga- tími Stöðvar 2 fáist á útsöluverði víðsvegar um bæinn. Munu þeir Stöðvarmenn hafa verið duglegir í uppbyggingu fyrirtækisins að skipta á vörum og tækjum gegn auglýsingatíma. Þetta fojm mun vera komið meira inn í reksturinn og mun knattspyrnufélagið Valur eiga óseldar 25 mínútur af svoköll- uðum a-tíina, sem er besti auglýs- ingatíminn fyrir utan 19:19. Þenn- an tíma fengu þeir í greiðslu fyrir sýningarréttinn að Ieiknum við frönsku meistarana Monaeo. Sá böggull fylgir skammrifi, að tíminn verður að notast fyrir 15. október og fæst nú á verði sem er undir 50% af því sem taxti Stöðvar 2 segir til um. Munu menn í íþróttafélaginu vera orðnir uggandi um að losna við auglýsingatímann og þykjast orðið sjá að þeir séu með verðlausa pen- inga í höndunum. ^l^g meira af auglýsingatíma Stöðvar 2. Auglýsingastofur í borg- inni munu vera hættar að hringja á Stöð 2 til að panta tíma, því hann fæst mun ódýrar annars staðar, enda liti það illa út fyrir stofurnar að sýna kúnnum sínum reikninga upp á mun hærri tölur en tíminn gengur á. Það virkaði auðvitað eins og þær væru að krækja í peninga fyrir sig sjálfar. Og nú veit víst eng- inn hvert rétt verð er á auglýsinga- tínia Stöðvarinnar... Fjörutíuogþrír aígreiðslustaðir Landsbankans selja og innleysa Spariskírteini Ríkissjóðs. Spariskírtdni Ríkissjóðs cru iinujg fjárfesting og bcrn 7-8% ársvcxti umfram verðtryggingu. Spariskírtcinin eru að verðgildi kr. 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og l.OOO.OOO. I I Slarfsfólk Landsbankans veitir ennfrcmur upplýsingar um aðrar góðar ávöxtunarleiðir, svo sem Kjörbók, Afmœlisreikning og Bankabrcf Landsbanki islands Banki allra landsmanna Í^jármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur þótt harður í horn að taka þegar niðurskurður og eftirlit eru annars vegar. Fjárlögin munu nú senn sjá dagsins ljós en eru enn í biðstöðu meðan samráð- herrar Jóns Baldvins eru að lesa niðurskurðartillögur í ráðuneytum sínum, sem fjármálaráðherra hefur lagt til. Niðurskurðarhugmyndir Jóns Baldvins munu vera það miklar að ráðherrarnir eru orðnir örvæntingarfullir og hafa nú alls kyns sögur komist á kreik um óvönduð fjárlög, seinagang fjár- málaráðherra og vitlausa útreikn- inga, sem greinilega eru settar af stað sem ófrægingarherferð gegn hugmyndum fjármálaráðherra um niðurskurð. Þá munu samráðherrar Jóns Baldvins vera mjög pirraðir út í hagdeild fjármálaráðuneytisins sem hefur eflst í tíð Jóns Baldvins og miðar ráðuneytið alla útreikn- inga við hagdeild sína en ekki við Þjóðhagsstofnun... L HHilmar Oddsson vinnur á fullu að undirbúningi að nýjustu kvikmynd sinni, Meffí. Við höfum frétt að nú hafi Hilmar fengið heirhsfrægan bandarískan leikara til að taka að sér hlutverk í kvik- myndinni, nefnilega Eric Roberts, sem menn kannski muna eftir í kvikmyndum .eins og Coca Cola Kid, Star 80 og Runaway Train... f ■ orstjóraráðningin hjá Utgeró- artelagi Akureyringa þykir orðin allsherjar skrípaleikur fyrir norð- an. Fulltrúi Alþýðuflokksins, Pétur Bjarnason, getur ráðið úrslitum með oddaatkvæði sínu og er reikn- að nreð því að meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks verði áé'ndanum til þess að Gunnar Ragnars verði fyrir valinu. Full- trúar þessara flokka hafa hins vegar verið flokkum sínum erfiðir; Pétur er ekki flokksvanur i röðum krata og er umkringdur framsóknar- mönnum í íste^ss og Halldór Jóns- son, annar fulltrúi sjálfstæðis- manna, er undirmaður framsókn- armannanna sem stýra sjúkrahús- inu. En því er spáð að Gunnar verði ofan á, enda hafa framsóknarmenn ekki sameinast um ákveðinn kandídat. Þeir geta líka nagað á sér handarbökin: Fyrir tyeimur árum neitaði Gísli Konráðsson að hætta sem forstjóri fyrir aldurs sakir en hefði hann gert það er líklegt að framsóknarmaðurinn Helgi Bergs, fv. bæjarstjóri, hefði orðið fyrir valinu... s ^^ögur um endurreisn Helgar- póstsins hafa komist á kreik eftir að- auglýst var eftir hluthöfum í Morgunblaðinu um stofnun nýs Helgarpósts. Auglýsingin var nafn- laus en símanúmerið sem nýir hlut- hafar gátu hringt í tilheyrir lög- mannastofu Róberts Árna Hreið- arssonar, Guðmundar Óla Guð- niundssonar og Ólafs Sigurgeirs- sonar, sem allir sátu í stjórn útgáfu- lélags Helgarpóstsins sáluga og til- heyrðu meirihlutanum sem náði völdum í fáar vikur áður en blaðið fór,á hausinn. Við heyrum nú að Halldór Halldórsson, fyrrum rit- stjóri Helgarpóstsins, hafi fengið atvinnutilboð um ritstjórastöðu hjá nýjum Helgarpósti en vitum ekki hvort hann sagði já eða nei... v ið sögðum frá því í síðustu viku að staða Lárusar Guðjónsson- ar hjá Verkamannasambandinu væri laus frá 1. október. Ekki hefur enn verið ráðiö í stöðuna, en heyrst hefur að Guðmundur ,1. Guð- mundsson hafi augastað á Jóni Kjartanssyni í hana. Jón er formað- ur Verkalýðsfélags' - Vestmanna- eyja...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.