Pressan - 14.10.1988, Síða 3

Pressan - 14.10.1988, Síða 3
Föstudagur 14. október 1988 3. Þau höfdu heppnina með sér Dregið hefur verið úr réttum lausnum á andlita-gátunni, sem birtist í PRESSUNNI þann 30. september. Myndirnar voru af þeim Eddu Björgvinsdóttur, Davíð Oddssyni, Ásmundi Stefánssyni, Herdísi Þorvaldsdóttur, Indriða G. Þorsteinssyni, Ólafi Skúlasyni, Davíð Sch. Thorsteinssyni, Ár- manni Reynissyni, Þorsteini Páls- syni, Þorgils Óttari Mathiesen, Ólafi Ragnari Grímssyni, Þórarni Eldjárn, Halldóri Laxness, Láru V. Júlíusdóttur, Guðrúnu Helgadótt- ur, Sverri Stormskeri Ólafssyni, Flosa Ólafssyni, Friðriki Sophus- syni, Guðjóni B. Ólafssyni og Ing- ólfi Hannessyni. Töluvert var um að fólk vissi nítján nöfn, en hefði eitt vitlaust. Margir áttu þó í engum erfiðleikum og gátu gefið hverju einasta andliti nafn. Þau heppnu fá sendan miða fyrir plötuúttekt frá Skífunni, en þau eru: Ástríður S. Valbjörnsdóttir, Grett- isgötu 39b, Reykjavík, Berit Samúelsson, Vesturbergi 61, Reykjavík, Erla Ásmundsdóttir, Kringlumýri 10 Akureyri, Hulda B. Nóadóttir, Hlíðarhvammi 3, Kópa- vogi, Matthías Árni Ingimarsson, Stekkjarhvammi 22, Hafnarfirði, Björn Stefánsson, Grænuhlíð 13, Reykjavík, Bryndís Baldursdóttir, Espigerði 10, Reykjavík, Guðrún Sigurðardóttir, Kleppsvegi 134, Reykjavík, Sigurbjörg Ingimundar- dóttir, Laugarnesvegi 118, Reykja- vík, Kristjana Guðmundsdóttir, Safamýri 87, Reykjavík. i r Getum nú boðið þennan fullkomna og hentuga Bondstec örbylgjuofn á ótrúlega hagstæðu og milliliöalausu heildsöluveröi beint til þín. 18 lítra, 500 vatta, affrysting, snúningsdiskur. Nákvæmur íslenskur leiðbeiningarbæklingur fylgir. Sþarið tíma, fé og fyrirhöfn, með Bondstec og lækkið um leið rekstur heimilisins. VERÐ AÐEINS 14.950 STGR. Opið mánudag—fimmtudag frá kl. 9—22 föstudag frá kl. 9—19 laugardag frá kl. 10—16 OPUS-VERSLUN SEM ER TIL FYRIR ÞIG. SNORRA0RAUT 29 SÍNÉ 62-25-55 POWER T(M6« BONOSHEC I félagsvísindadeild eru menn mjög óhressir með yfirlýsingar Hannesar Hólmsteins undanfarið um að námskeið hans hafi ekki verið auglýst. Þetta segja þeir al- rangt þar sem valnámskeið hans hafi birst á tveimur stöðum í kennsluskrá, en þar sem enginn nemandi skráði sig í námskeiðin voru þau felld niður ásamt 13 öðr- um. Þrír stjórnarmenn úr Samtök- um ungra sjálfstæðismanna fóru þá um og söfnuðu undirskriftum þar sem skorað var á félagsvísindadeild að taka upp frelsisnámskeið Hannesar. Það hefur hins vegar ekki komið fram að SUSarar þessir gengu bæði í viðskiptadeild og lagadeild auk félagsvísindadeildar til að safna nemendum á námskeið- ið. í þessum deildum sitja rúmlega 500 nemendur á fyrsta ári en upp- skeran varð aðeins 13 undirskriftir, að SUSurunum meðtöldum. Þess má líka geta að umrætt námskeið er ekki kennt í stjórnmálafræði held- ur telst til sameiginlegra valnám- skeiða allra nemenda í félagsvís- indadeild — og annarra deilda há- skólans ef marka má undirskrifta- söfnunina... P | aul Oddgeirsson, gullsmið- ur í Reykjavík, hefur undanfarna mánuði unnið að mjög sérstöku verkefni. Hann mun vera að smíða togara — en úr silfri. Sagan segir að togarasmíðin sé unnin fyrir Thors- ara, en mikil leynd hvílir yfir þess- um málum. Það skyldi þó aldrei eiga að endurskapa hið forna veldi Kveldúlfstogaranna, þó með öðru sniði sé... c 4^tarfsmenn utanríkisráðuneyt- isins eru sagðir hafa orðið varir við töluvert breyttar áherslur eftir að Jón Baldvin Hannibalsson settist í ráðuneytið. Fyrstu dagana er hann sagður hafa lagt sig fram við að setja sig inn í mál, sérstaklega þau sem varða ýmsa kostnaðarliði. Þegar mun hann hafa viðrað við- kvæmar hugmyndir sem fela í sér færri ferðalög starfsmanna í ráðu- neytinu, svo og niðurskurð hjá sendiráðum á Norðurlöndunum... BHýverið réð Landssamband hestamanna nýjan framkvæmda- stjóra. Sá sem fékk starfið er Hjalti Pálsson.fyrrum starfsmaður Sambandsins... agnar Tómasson, lögfræðing- ur og hestamaður, er sagður hafa gert sér lítið fyrir í fyrradag og fest kaup á veitingastaðnum Sprengi- sandi. Ekki er vitað hvort hann hyggur sjálfur á veitingarekstur.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.