Pressan - 14.10.1988, Síða 8

Pressan - 14.10.1988, Síða 8
8 Föstudagur 14. októbe^ 1988 VIKUBLAÐ Á FÖSTUDÖGUM Útgefandi Blað hf Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarsson Ritstjóri Jónína Leósdóttir Fréttastjóri Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn <?g skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 100 kr. eintakið. > Opnari umræða gæti bætt andlega líðan krabbameinssj úklinga Það er tæpast ofsagt að krabbamein sé sá sjúkdómur, sem flest okkar hræðast mest. Hann er ógnvaldurinn mikli, sem svo oft er talað um í minningargreinum — án þess þó að hann sé nefndur á nafn nema einstaka sinn- um. Það er eins og menn veigri sér hreinlega við því að nota orðið „krabbamein“, hvort sem er í blaðagreinum eða mæltu máli. En af hverju? Svarið er margslungið og eflaust er hægt að rekja ástæðuna langt aftur í tímann. Það er ekki langt síðan úrskurður um krabbamein táknaði dauðadóm, en þetta hefur sem betur fer breyst vegna hinnar öru þróunar læknavísindanna á undan- förnum árum. Á meðal okkar er fjöldi manns, sem feng- ið hefur krabbamein, en lifir nú góðu lífi — mörgum ár- um ef ekki áratugum síðar. Því miður hefur viðhorf fólks til sjúkdómsins ekki fylgt þessari jákvæðu þróun. Krabbamein virðist enn talið hroðaleg plága, sem engu eirir. Og krabbameinssjúklingar eru álitnir ganga í fylk- ingarbrjósti í átt til dauðans. Menn gjóta augunum til þeirra og hugsa sem svo „Þessi vesalingur á stutt eftir“, en gleyma því að sjálfir geta þeir skyndilega verið kall- aðir yfir móðuna miklu, löngu á undan þeim sem þeir eru að vorkenna þessi ósköp. Slíkur fornaldarhugsunarháttur er því miður ekki bara rangur. Hann gerir heilmikið ógagn. Á meðan úr- skurður um krabbamein er lagður að jöfnu við dauða- stimpil helgast viðhorf fólks til sjúklinganna af feimni og hræðslu. Samskiptin verða því þvinguð ogvandræða- leg. Þetta má m.a. rekja til þess, að flest erum við að keppast við að þykjast vera ódauðleg og þolum ekki að vera minnt á raunveruleikann. Við reynum í lengstu lög að líta framhjá því að við eágum eftir að hverfa héðan út í einhverja ógnvænlega óvissu. Látum eins og við höfum nægan tíma. Enda förum við oft illa með hann... Fólk, sem haldið er alvarlegum sjúkdómi, gerir sér ef til vill betur grein fyrir mikilvægi líðandi stundar en aðr- ir. Sú er t.d. raunin með Hermann Ragnar Stefánsson danskennara, eins og fram kemur í viðtali við hann í þessu tölublaði PRESSUNNAR. Hann hefur greinst með krabbamein og veit hvað það getur þýtt. En Her- mann er bjartsýnn og jákvæður og hefur ákveðið að helga starfskrafta sína félagi krabbameinssjúklinga. Á þeim vettvangi telur hann mikið starf óunnið í tengslum við félagslegu hliðina og andlega líðan sjúklinganna. • Opnari og feimnislausari umræða um sjúkdóminn er hluti af þeim breytingum, sem Hermann vill stuðla að til þess að bæta sálarlíf krabbameinssjúklinga. Það er einmitt leiðin til að eyða fordómunum og auðvelda sjúklingunum þar með mannleg samskipti. I uppnámi „Velkomin á skákmót Stöðvar 2. Við hliðina á mér stendur hinn kóngurinn. “ hin presscm „Staðan 1:0 fyrir Islendingum." — Helgi Pétursson i 19:19 á miðviku- dagskvöld. „Mannlegt samfélag á sér að öllu jöfnu sögu.“ — Guðmundur Heióar Frímannsson í Morgunblaðinu. „Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að samdrátturað loknu góðæri rikir i islensku efna- hagslífi." — Lilja Mósesdóttir i Morgunblaðinu. „Vigdis Finnbogadóttir forseti íslands setti Alþingi í hundrað- asta og ellefta sinn i Dómkirkj- unni i Reykjavik i gær.“ — Tfminn „Nú eiga sér stað samræður i stað urrs og gelts.“ — Starfsmaður ÍSAL i samtali við Morgunblaðið. „Ég fer aldrei til Egilsstaða, fer aldrei í leikhús né á listasöfn, á engin börn sem sækja skóla, ek aldrei um Vestfiröi, sigli aldrei fyrir Horn, veðrið á Hveravöllum kemur mér ekkert við og engan á ég myndlykilinn." — Nauðugur áskrifandi aö samfélag- inu i Morgunblaðinu. „Því hðnum mun aldrei takast að koma hauspoka á skáldskap- inn þótt hann reyni að afhausa þessa ritnefnd, og eitt frægasta skáld Perú að auki, með þeim ráð- um sem fátækt andans innblæs honum ásamt ómenningu hugar- fars og innrætis." — Svargreinfráritnefnd Ljóðaárbókar 1988 i Morgunblaðinu. „íslenskt sælgæti hætt að finnast i Leifsstöð." — Fyrirsögn úr Tímanum. „Það er nú einu sinni svo, að íhaldið varð eins og vængbrotin æður, þann tima sem það réð ekki Reykjavik.“ — Timabréf. „Þetta verður áreiðanlega undarlegt þing*‘ — Júllus Sólnes i Þjóðviljanum. „Við verðum að búa svo í haginn og það strqx i dag að það sé áhugavert fyrir ungt fólk að eignast börn." — Landlæknir i Þjóðviljanum. „íslenskir jafnaðarmenn eru núna að sameinast, félagshyggju- fólk skilur kall timans, enda getur hinn aldni heimur stundum verið friður." — Guðlaugur Tryggvi Karlsson hag- fræðingur í kjallaragrein í DV. „Töframaöurinn frá Ríga“ dró fram sprotann í gær og laust hon- um í hárprútt höfuð enska stór- meistarans Jonathans Speel- mans.“ — Frásögn af heimsbikarmótinu i skák í Þjóðviljanum.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.