Pressan


Pressan - 14.10.1988, Qupperneq 10

Pressan - 14.10.1988, Qupperneq 10
10 Föstudagur 14. október 1988 fréttaskýring Formannskosn ingin hjá BSRB KOSIÐ UM STÍL Þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, sem hefst nk. mánudag, snýst væntanlega fyrst og fremst um kosningu nýrrar forystu. Flest bendir til að Kristján Thorlacius, sem verið hefur formaður sl. 25 ár, verði ekki í kjöri, en í viðtali við Pressuna segist hann ekki tilkynna ákvörðun fyrr en á þinginu. Hann lýsir hins vegar yfir eindregnum stuðningi við Guðrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra bandalagsins, sem er einn þriggja frambjóðenda. Það að Kristján skuli enn ekki hafa gefið út skýlausa yfirlýsingu um að hann gefi ekki kost á sér þykir ýmsum merki þess að hann geti hugsað sér að verða áfram eitt kjörtímabil. Hann kunni því að lýsa yfir á fundinum, ef átök verða um frambjóðendurna þrjá, að hann haldi áfram til að koma í veg fyrir einhverskonar klofning í BSRB. Þótt svo óliklega vildi til að Kristján gæfi kost á sér aftur er engu að síður talið að hann fái mót- framboð, a.m.k. eru stuðnings- menn Ögmundar Jónassonar sagð- ir einhuga um það. SPENNANDI KOSNING Flest bendir til þess að enginn frambjóðendanna þriggja hafi hreinan meirihluta í fyrstu umferð og kjósa þurfi á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá. Þingfulltrúar eru um tvöhundruð og koma vænt- anlega flestir úr fremstu Iínu BSRB- félaganna. Það er m.a. talið veikja stöðu Ögmundar Jónassonar, sem fyrst og fremst er talinn hafa fylgi meðal vinstrimanna og grasrótar- innar, sem ekki nær kösningu inn á þingið. Engu að síður vilja við- mælendur blaðsins ekki útiloka góðan árangur Ögmundar, sent hafi sýnt að hann njörvi sig ekki niður við flokkslínur þrátt fyrir að fara ekki í grafgötur með vinstrileit- ar stjórnmálaskoðanir sínar. Meðal dyggustu stuðningsmanna hans eru Jóhannes Gunnarsson, starfsmað- ur Verðlagsstofnunar og formaður Neytendasamtakanna, og Lea Þór- arinsdótlir hjá Póstmannafélaginu. Fylgi við framboð Ögmundar er talið geta ráðist mjög af þeirri stemmningu sem verður á þinginu. Framboð Örlygs Geirssonar er einnig stimplað pólitískt. Örlygur er sagður krati, en er talinn njóta stuðnings frá hægri. Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, Haraldur Hannesson, er talinn einn hans helstu stuðnings- manna, auk Ágústs Guóinundsson- ar, forstjóra Landmælinga íslands. Örlygur er sagður njóta mikils trausts og vera Iíklegur til að kom- ast í úrslitakosningu. I viðtali við PRESSUNA segist Kristján Thorlacius vera eindreginn stuðningsmaður Guðrúnar Árna- dóttur. Yfirlýsing Kristjáns er jafn- vel talin geta veikt stöðu Guðrúnar. Hún er eini frambjóðandinn sem ekki hefur verið dreginn í pólitískan dilk, auk þess að vera eina konan. Það eru af mörgum talin ótvíræð meðmæli með framboði hennar til viðbótar því, að hún þykir hafa staðið sig vel i starfi framkvæmda- stjóra samtakanna. Af orðum hennar má einnig ráða að hún geri ráð fyrir stuðningi kvenna, sem eru um 67% af ríkisstarfsmönnum og 69% af bæjarstarfsmönnum. Enn hafa engin nöfn verið nefnd í varaformennsku. Örlygur Geirs- son, annar varaformaður, er í for- mannsslagnum og talið er að Albert kristinsson, fyrsti varaformaður, gefi ekki kost á sér. í samtölum við blaðið töldu formannskandídat- arnir þrír ólíklegt að þeir tækju varaformennsku ef þeir féllu í kosn- ingunni um formennskuna. Ögmundur Jónasson útilokaði m.a. þann möguleika. ÁHERSLUMUNUR Eins og fram kemur í viðtölum við frambjóðendurna leggja allir áherslu á að þeir séu ekki fulltrúar ákveðinna pólitískra afla. Enginn þeirra gagnrýnir harkalega, heldur leggja þremenningarnir áherslu á að breytingar á skipulagi BSRB hafi þegar orðið og nú sé að marka framtið samtakanna. Þingfulltrúar, sem kjósa sér for- mann á föstudag eftir viku, eru því að kjósa um stíl fremur en gerbreyt- ingu á starfsháttum BSRB. Sú grundvallarbreyting hefur átt sér stað að samningsrétturinn hefur verið færður frá bandalaginu til einstakra félaga. Starfsemin verður því meira í því formi að styðja við bakið á félögunum, sjá um upplýs- ingastreymi og fræðslustarfsemi. Hvernig tekst til veltur eflaust mik- ið á persónuleika þess sem tekur við af Kristjáni Thorlacius. Ögmundur Jónasson, 40 ára, sagnfrœðingur, fréttamaður. Guðrún Arnadóttir, 43 ára, meinatæknir, framkvæmdastjóri BSRB. FRAMTÍÐ SAMTAKANNA RÆDST Á NÆSTU ÁRUM „Ég held að það ráðist á næstu árum hvort þessi samtök eiga fram- tíð fyrir sér. Ég hef áhuga á því að púrra samtökin svolitið upp. Auð- vitað hefur mikið starf verið unnið innan þeirra á liðnum árum og það oft ekki farið hátt sem vel hefur ver- ið gert. Hins vegar held ég að þær breytingar sem gerðar hafa verið í samtökunum, þegar samningsrétt- urinn færðist til félaganna, þær leggi auknar skyldur á herðar heild- arsamtökunum. Þau þurfi að afla upplýsinga og miðla; vera sá nafli sem tengir félögin saman,“ sagði Ögmundur Jónasson. „Það voru ýmsir sem töldu að þessar breytingar myndu draga úr vægi heildarsamtakanna. Ég tel þvert á móti, að þetta vægi komi til með að aukast og sú ábyrgð sem hvílir á samtökunum sé síst minni. “ Eru uppi ólík sjónarmið um þessi atriði? „Ég þekki ekki sjónarmið hinna svo gerla að þessu leyti. En ætli megi ekki segja að hver hafi sinn stíl. Það sé einhver áherslumunur." Það er jafnvel talað um að þetta séu pólitísk framboð? „Mín pólitík hefur alltaf verið á hreinu: Ég held með launamönn- um, þessum samtökum, og hef aldrei hugsað í flokkspólitískum ferlum. Þetta er sú pólitík sem ég hef fylgt og kæmi til með að gera,“ sagði Ögmundur Jónasson. STJÓRNMÁLAFLOKKAR EIGA EKKI LAUNÞEGASAMTÓKIN „Ég held að kosningin sé orðin alltof pólitísk. Eitt af því sem ég vil leggja áherslu á er að stjórnmála- flokkar eigi ekki forystumenn í launþegasamtökunum. Það er afdráttarlaus skoðun mín, því það er alveg sama hver situr við samn- ingaborðið, átökin snúast ævinlega um laun og kjör. Ég tel þó að öll launþegamálin séu í eðli sínu póji- tísk, en alls ekki flokkspólitísk. Ég hygg t.d. að unga fólkið vilji ekki sjá pólitíska gæðinga hér í hæstu sætum,“ sagði Guðrún Árnadóttir, frambjóðandi til formanns. „Breytingar eru óhjákvæmilegar og eru alltaf að gerast. Aðstæður eru orðnar slíkar. Áhersluatriðin eru orðin önnur en var — t.d. fyrir 2—3 árum. Bandalagið á eigi að síður fullan rétt á sér sem slíkt, þótt samningsrétturinn hafi farið út til félaganna. Stóru málin standa eftir hér innan bandalagsins, svo sem lif- eyrismál, orlofsmál, jafnréttismál, útgáfumál og ýmislegt annað,“ sagði Guðrún Árnadóttir. Kona hefur aldrei gegnt for- mennsku hjá BSRB. PRESSAN spurði Guðrúnu hvort hún liti á sig sem fulltrúa kvenna: „Ég er náttúr- lega kona. í hópi ríkisstarfsmanna eru 67% konur og af bæjarstarfs- mönnum 69% konur. Einhver verð- ur að axla.þá ábyrgð og það hlut- verk að gefa sig fram. Það vill svo til að ég er komin í það hlutverk og ekki hægt að væna mig um að hafa ekki þorað. En auðvitað hef ég unn- ið hér jafnt fyrir karla og konur og mun gera það áfram.“ Ertu ánægð með starfsemi BSRB síðustu ár? „Já, ég tel að bandalagið hafi eflst. Hér hefur verið unnið feiki- lega gott starf. Við eigum orðið mikil og stór sumarbústaðahverfi sem vonandi sem flestir njóta. Við höfum verið t.d. mjög virk í ferða- málum og ýmsu öðru. En eins og ég sagði þá eru breytingar i nánd og eru alltaf að gerast. Helsta breyting- in er auðvitað nýju samningsréttar- lögin,“ sagði Guðrún Árnadóttir. Örlygur Geirsson, 48 ára, verslunarskólagenginn, skrifstofu- stjóri í menntamálaráðuneytinu, varaformaður BSRB. SNÝST EKKI UM PÓLITÍSKAR LÍNUR „Ég er ekki að bjóða mig fram fyrir ákveðna hópa og framboð mitt snýst ekki um einhverjar póli- tískar línur, isma eða þess háttar," sagði Örlygur Geirsson þegar PRESSAN spurði hann um hvað framboð lians snerist. En kæmi kosning hans til með að breyta ein- hverju í starfsemi bandalagsins: „Samtökin eru alltaf að breyt- ast,“ sagði Örlygur." Sú grundvall- arbreyting er að í stað þess að áður voru samningar miðstýrðir í hönd- um heildarsamtaka er samnings- rétturinn nú kominn í hendur hvers einstaks félags. Þetta þýðir að starf BSRB verður miklu meira í formi þjónustu, upplýsingagjafar og fræðslu. Það verður því að byggja samtökin upp með öðrum hætti en áður var. Þetta er auðvitað engin ný uppfynding, heldur eðlilegt fram- hald af þeim breytingum sem orðið hafa á samtökunum. Áfram þurfa þau auðvitað að vera sterk og öflug til að verja hagsmuni fyrir félagög- in.“ Ertu ánægður með áherslur og þá áfanga sem náðst hafa fram að þessu? „í langri sögu samtakanna eru margir stórir áfangar. Því er ekki að leyna að mér finnst laun opinberra starfsmanna langt frá því að hrópa húrra fyrir. Það er langur vegur frá því að láglaunafólkið í okkar hópi hafi mannsæmandi laun,“ sagði Örlygur Geirsson. Kristján Thorlacius formaður BSRB ÉG ER EINDREGINN STUÐNINGSMAÐUR GUÐRÚNAR „Ég svara engu til um það fyrr en á þinginu," sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, en hann hefur ekki enn gefið út yfir- lýsingu um hvort hann gefur áfram kost á sér til formanns. Aðspurður fer hans hins vegar ekki dult með það hvern kandídatanna þriggja hann styður: „Ég er eindreginn stuðningsmaður Guðrúnar Árna- dóttur," sagði hann við PRESS- UNA. „Þingið snýst fyrst og fremst um kjaramálin, um efnahagsmál al- mennt, og lög bandalagsins. En eitt af stærstu málum bandalagsins eru jafnréttismálin. BSRB hefur m.a. mótað stefnu í jafnréttis- og fjöl- skyldumálum. Jafnframt hafa sam- tökin tekið þátt í að móta stefnu Verkalýðssambands Norðurlanda í þeim málum. Þar hefur Guðrún Árnadóttir verið fulltrúi okkar,“ sagði Kristján. Þá sagðist hann gera ráð fyrir að umræða um Efnahagsbandalagið setti svip sinn á þingið. „Það snertir alla launamenn i landinu hvort og með hvaða hætti við reynum að semja við Evrópubandalagið, sem stefnir að því að girða sig af með tollamúrum. Þetta mál varðar auð- vitað efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar. Stjórnskipuð nefnd hefur leitað álits fjölda hagsmunasam- taka um afstöðu og að mínum dómi hljótum við að reyna að hafa þarna áhrif,“ sagði Kristján Thorlacius.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.