Pressan


Pressan - 14.10.1988, Qupperneq 12

Pressan - 14.10.1988, Qupperneq 12
12 Föstudagur 14. október 1988 Því getur fylgt mikið sálarstríð að taka ákvörðun um fóstureyðingu. TVÖFALDUR MÓRALL í FÓSTUREYÐIHGAMÁLUM Þegar rætt er um fóstureyðingar taka menn yfirleitt afstöðu. Þetta er dæmigert mál, sem fólk hefur skoðun á — og það hefur skoðun á þeim, sem eru á annarri skoðun. Þeir, sem eru á móti, fordæma hina meðmæltu. Og hinir meðmæltu eru líka harðorðir um þá, sem ekki vilja frjálsar fóstureyðingar. Fólk, sem berst á móti fóstureyðingum, kallar meðmælendurna gjarnan harðbrjósta, kalda og tilfinn- ingalausa. En skyldi það ekki hafa einhverjar sálarkvalir í för með sér fyrir konu að fara í fóstureyðingu, jafnvel þó hún sé ákveðin í því og telji sig ekki eiga annarra kosta völ? Það er jú ekki um neina smáákvörðun að ræða. Blaðamaður Pressunnar ræddi þetta mál við félags- ráðgjafa kvennadeildar Landspítalans, þær Svövu Stefánsdóttur, Helgu Snædísi Rolfsdóttur og Guðrúnu Ögmundsdóttur. EFTIR GUDRÚNU AXELSDÓTTUR MVND: MAGNUS REYNIR 55 Átti oft bágt með svefn 55 — Koma til ykkar margar kon- ur, scm eru fullar elascmda um þessa aðgerð, en leita samt eftir henni? „Já, þíer eru margar fullar efa og jafnvel sektarkenndar. Það er eng- um léttbært að taka þetta skrel', sér- staklega ekki þeim sem eru tvístíg- andi um réttmæti aðgerðarinnar. Allmargar eru alveg ákveðnar, en ákvörðunin er þeim sömuleiðis erf- ið, t.d. vegna afstöðu ættingja og svo fordóma, sem lifa góðu lífi meðal okkar. Undanfarin ár virðist bera meira á fordómum og van- þekkingu um fóstureyðingar, sem hefur aftur hal't í l'ör með sér vax- andi sektarkennd þeirra sem þarfn- ast aðgerðarinnar. í samfélaginu er í gildi tvöfaldur mórall, sem bitnar helst á ungum stúlkum. Þeim er hrósað fyrir að vilja eiga barnið, en þegar það er fætt standa þær einar uppi með það eða eru gjörsamlega háðar velvilja aðstandenda. Þetta á við um ættleiðingu líka. Ungu stúlkunum er hrósað fyrir að ganga með barnið, en um leið á fólk það til að átelja þær fyrir að geta látið það frá sér, þegar það er fætt. Þeir sem ekki þekkja til málsins halda að það sé auðveldara að gefa barnið sitt en að láta eyða fóstrinu snemma á meðgöngu. Þarna er um meginmis- skilning að ræða.“ — Hafið þið orðið varar við að konurnar hræðist ákvörðun sína? „Sektarkennd kemur tíðum fram í viðtölum. Hún lýsir sér í gráti og konurnar eiga erfitt með að tjá hugsanir sínar. Kornungar stúlkur eru sérstaklega viðkvæmar. Það virðist sem mikil umræða gegn fóst- ureyðingum hafi átt sér stað, sem eykur með þeim hræðslu og sekt. Við vitum að bæklingum hefur ver- ið dreift víða, þar sem fóstureyð- ingar eru fordæmdar og málaðar mjög dökkum litum. Einnig höfum við heyrt um myndbönd, sem liggja frammi á myndbandaleigum, 'þar sem fóstureyðingar á 4—5 mánaða fóstrum eru sýndar á hinn hroða- legasta hátt. Hérna éru hins vegar rangar upp- lýsingar á ferðinni, því fóstureyð- ingar fara ekki svona fram hér á landi. Fóstureyðingar af félagsleg- um ástæðum eru algengastar innan 12 vikna. Það er einungis í undan- tekningartilfellum, sem fóstureyð- ingar eru framkvæmdar eftir þann tíma — t.d. vegna fósturskaða, van- sköpunar eða ef lífi móðurinnar er stefnt í hættu við áframhaldandi meðgöngu. Og eftir 16 vikna með- göngu má ekkert aðhafast, nema með samþykki sérstakrar nefndar. Fóstureyðing eftir 12 vikna með- göngu er líka flóknari aðgerð en sú sem notuð er fram að þeim tíma.“ — Er algengt að konur hræðist líkamlega áhættu við aðgerðina? „Umræðan um líkamlega áhættu er hræðsluáróður, þvi hætta er lítil, en fræðsla um aðgerðina og með- ferð á eftir er afar mikilvæg. Konur verða að fara vel með sig og taka ábyrgð á sér eftir aðgerð. Það er hlutverk læknanna að veita upplýs- ingar um læknisfræðilega hlið að- gerðarinnar. Okkar hlutverk er að veita fræðslu og ráðgjöf á óhlut- drægan hátt og styðja konuna í ákvörðun sinni. Ekki er talin meiri áhætta við fóstureyðingu en við margar minni aðgerðir, t.d. spegl- un, sem fjölmargir íslendingar fara í á ári hverju.“ — Hverteljiðþiðaðséskýringin á fjölda fóstureyðinga hér á landi? „Skortur á fræðslu er lykilatriði. Það þarf að efla til muna alla um- fjöllun um getnaðarvarnir, t.d. um fjölbreytileika þeirra. Einnig þarf að auðvelda aðgang að getnaðar- vörnum, sérstaklega ungu fólki. Það er líka mikilvægt að kenna ungu fólki að taka ábyrgð á sjálfu sér og kynlífi sínu. Alltof algengt er að karlmennirnir/strákarnir taki ekki afstöðu — hvorki fyrir né eftir þungun. Ábyrgðin hvílir oftast á stúlkunum, sem oft eru ekki nógu þroskaðar til að vita hvað beri að gera. Getnaðarvarnir eru feimnis- mál og það vill brenna við að unga fólkið kunni ekki að nota þær, þó það þekki þær. Rómantíkin spilar líka inn í þetta...“ — Hafa allar konur, sem leita til ykkar, þegar gert upp hug sinn varðandi aógerðina? „Nei, alls ekki. Oft koma þær hingað til að ræða málin, áður en þær fara til læknis. Þær þurfa sinn tíma til umhugsunar, en við verðum að hafa í huga að tíminn er naumur, því æskilegt er að fóstureyðing fari fram innan 12 vikna meðgöngu." — Fyrir hvaða hóp kvenna er ákvörðunin auðveldust? „Ungar konur í námi, sem vita hvað þær vilja, og þær, sem eru að móta sér starfsferil. Þær virðast hafa raunsæja mynd af vandamál- inu. Þær gera þá kröfu til sjálfra sín að skapa sem bestar aðstæður áður en þær fara út í barneignir.“ — Taka makar afstöðu með konum sínum? „Ef um pör er að ræða taka þau ákvörðun saman, en oft virðist þetta gerast þannig að karlmenn- irnir segja: „Taktu sjálf ákvörðun, þetta er þitt mál.“ Hérna skortir dálitið á að karlar taki ábyrga af- stöðu og sýni konunum stuðning." — Er fóstureyðing misnotuð? „Aldrei. Hún er ætíð erfið ákvörðun og það leikur sér engin kona að því að fara oft í fóstureyð- ingu.“ — Er von til þess að þetta vanda- mál leysist og konum verði gert létt- bærara að binda enda á ótímabæra þungun? „Já, ef hægt væri að vinna gegn fordæmingu. Ef til vill á þessi pilla, sem nú á að setja á markaðinn, eftir að valda stráumhvörfum. Spurn- ingin er hver framkvæmdin. verður." Pressan náði tali af rúmlega þrítugri konu, sem fyrir nokkru fór í fóstureyðingu. — Hverjar voru ástæður þess að þú fórst i fóstureyð- ingu? „Ég átti 3 börn, þar af eitt árs- gamalt, en heima beið fjölskyld- unnar lítið húsnæði. Ásamt systkinum mínum stóð líka til að ég annaðist tvö sjúk gamal- menni, sem ekki áttu í neitt hús að venda með þjónustu hér. Við höfðum ekki gert ráð fyrir að eignast fleiri börn og hafði ég þar af leiðandi fengið lykkjuna, sem brást. Llkurnar á þvl að kona haldi fóstri eru mun minni en ella, ef þungun á sér staó þegar lykkjan er I leginu. Ég stóð því frammi fyrir þvl aö taka áhættu á að missa fóstrið þegar lengra væri liðið eða fara strax I fóstureyöingu. Sá möguleiki var auðvitað líka fyrir hendi að við eignuðumst heilbrigt barn án erfiðleika." — Fannst þér ákvörðunin erfiö? „Já, vegna þess að ég hafði alist upp við það að fóstureyð- ing væri siðferðislega röng og ég hafði aldrei áður hugleitt hana sem möguleika fyrir mig. Mér hafði alltaf fundist að kon- ur, sem þyrftu að grípa til sliks úrræðis, hlytu að vera mjög illa staddar — félagslega, andlega eða líkamlega. Fóstureyðing hlýtur alltaf að vera neyðarúr- ræði. Ég hafði þó aldrei for- dæmt hana. Hugsaði frekar: „Þetta kemur ekki fyrir mig.“ En svo var ég allt í einu í þessari að- stöðu. Að sjálfsögðu ræddi ég alla möguleikana við manninn minn og átti oft bágt með svefn. Ofar- lega I hu^um okkar voru að- stæður okkar næstu árin og sameiginlega komumst við að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki eignast fleiri börn. Það er mikill ábyrgðarhluti að fæða nýjan einstakling í heiminn. Mér finnst að það verði að búa þann- ig að þeim að hver fái notið sín og hafi tækifæri til að þroskast og verða heilsteyptur einstakl- ingur. Það fer mikill tími í barna- uppeldiog sátími verðurað vera til.“ — Hvernig leið þér eftir að- gerðina? „Strax á eftir leið mér vel yfir því að hafa tekið ákvörðun, sem ég síðar meir sannfærðist æ betur um að var rétt.“ — Þurftir þú á ráðgjöf að halda, þegar þú ákvaðst að fara í fóstureyðingu? „Mér stóð hún til boða, en mér fannst þessi ákvörðun vera einkamál okkar hjónanna. Síðar meir hefur mér hins vegar þótt gott að geta rætt þetta atvik i einlægni við nána vini mína.“ — Hræddist þú líkamlega áhættu, sem ersamfara aðgerð- inni? „Nei alls ekki. Læknirinn minn útskýrði vel fyrir mér hvernig aðgerðin færi fram og það hvarflaði aldrei að mér aö áhættan væri meiri en t.d. við barnsburð.“ — Telurðu að fóstureyðingar séu réttindi kvenna? „Tvímælalaust. Við erum margar konumar, sem álítum að fóstureyðingar séu réttindamál kvenna, hluti af rétti okkar til yf- irráða yfir líkama okkar. Sá hóp- ur stækkar sífellt. Ástæðurnar eru margar. Sú mikilvægasta er ef til vill sú að við gerum okkur grein fyrir þvl að við eigum val; að við eigum þess kost að kjósa sjálfar hvenær við viljum eign- ast börn. Aðrar ástæður eru t.d. þær að fjárhagur heimila er bor- inn uppi af vinnu tveggja fyrir- vinna, einstæöir foreldrar eiga erfitt með að framfleyta sér og sínum, félagsleg þjónusta er ófullkomin... Og á meðan getn- aðarvarnir eru ekki enn 100% öruggar eru fóstureyðingar nauðsynlegar. Með þvl að nota getnaðarvarnir hafa konur gert upp við sig, að þær vilji ekki eignast börn — a.m.k. ekki á meðan þær nota þær. En sem betur fer hefur orðið þróun á framkvæmd fóstureyð- inga, að því er síðustu fréttir herma erlendis frá. Bilið á milli getnaðarvarnaog fóstureyðinga minnkarsífellt, sérstaklegaeftir tilkomu lyfs, sem kemur í veg fyrir að frjóvgað egg setjist að í leginu. Sá dagur mun þvi von- andi renna upp að það að eiga val verður ekki lengur eins erfitt og í dag. Því það er satt að allar konur sem láta eyða fóstri standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun."

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.