Pressan - 14.10.1988, Síða 15
Föstudagur14. október1988
15
spáin
lófalestur
(21. niars — 20. april)
Núna er tilvalið að byrja á nýjum verk-
efnum, en fyrst verður þú að Ijúka þeim
gömlu. Það kæmi sér vel fyrir þig að vera
opinskárri og reynaaðkynnast nýju fólki,
en ekki vera of hreinskilinn gagnvart
fólki sem þú þekkir litið og talaöu ekki
um einkalif þitt við hvern sem er.
(21. apríl — 20. mai)
Þú mátt búast við breytingum á lífi
þinu. Það er mögulegt að það skapi óró-
leika í hversdagslifinu. Þú færð góða
ástæðu til að nýta hæfileika sem þú hef-
ur haldiö leyndum hingað til en þér mun
örugglega veitast erfitt að takast á við
nýja hluti. Taktu tillit til einkalifs þíns og
passaðu að taka ekki aö þér of mörg verk-
efni.
4»
» (21. mai — 21. jiini)
Þú átt I erfiöleikum meö aó koma þér i
gang þegar byrja á á einhverju nýju.
Horfðu fordómalaust á hlutina og
hræðstu ekki hið ókunna. Ánægja með
hið daglega lif er mikilvæg forsenda
þess aö þér gangi vel á öðrum svióum.
Gott ráð: Vertu opinn!
(22. jiini — 22. júlí)
Vikan byrjar vel, meö tilkynningu sem
sennilegaleysirvandamál sem legiö hef-
ur þungt á þér. Seinna færist samt sem
áður sú tilfinning yfir þig að engin brey.t-
ing hafi átt sér staö. Hugsaðu ekki um
það en einbeittu þér þess í stað að þeim
verkefnum sem framundan eru og haltu
vinnuogeinkalifi aðskildu. Þú hefurfulla
ástæðu til að vera bjartsýnn.
(23. jiilí — 22. ágiist)
Þú ert ailtof feiminn og óframfærinn á
sviði sem miklu máli skiptir. Þó svo að
hæverska sé dyggð verður þú að læra aö
standa vörð um réttindi þín. Annars
munu aörir gera kröf ur til þesssem i raun
er þitt. Einhver mun gefa i skyn að hann
sé yfir þig hafinn en hunsaðu svoleiðis
yfirlýsingar. Það er tilvalið fyrir þig að
leita hjálpar hjá öðrum, það mun ganga
vel.
(23. ágúst — 23. sept.)
Það hefurmikiðmætt áþérundanfarið
en þú hefur komist heill frá því. Nú hefur
þú möguleikaáaö náákveðnu marki sem
er mjög þýðingaaiikið fyrir þig. Þú munt
mæta vissri mórefoðu en taktu þvi sem
áskorun. Láttu ekki leiöindi I byrjun vik-
unnar hafa áhrif á þig, því þú átt von á
góðu tlmabili mjög bráðlega.
. (V -
(24. sept. — 23. okt.)
Frestaöu ekki samtali um viðkvæmt
efni heldur komdu þvi I lag á næstu dög-
um. Þá mun allt fara á þann veginn sem
þú vilt og þú verður ánægður þegar þaö
eryfirstaðið. Þaðermikilvægt að þú um-
gangist mikið af fólki á þessu timabili.
Reyndu aö skapa gott andrúmsloft í
kringum þig. Föstudagurog laugardagur
verða afskaplega stressaðir dagar.
(S
RUjr i
(24. okt. — 22. nóv.)
Stundum áttu of auðvelt með aö koma
með yfirlýsingar um hluti sem þú hefur
ekki mikiö vit á. Þessi óheppilegi eigin-
leiki er i þann veginn að eyðileggjagóðan
vinskap. í ákveðnu máli mun verða tekiö
vel eftirviðbrögðum þlnum, svo þú skalt
passa þig. Ef þú hefur ekkert jákvætt að
segja jiessa dagana væri gáfulegt af þér
að þegja.
(23. nóv. — 21. des.)
Þú er með margar hugmyndir i kollin-
um og hefur nóg að gera með að koma
þeim I framkvæmd. Hugmyndirnar eru
góðar en útkoman yrði enn betri ef þú
hugsaðir um einn hlut I einu og tækir þér
tima til að vinna þetur að hverri hug-
mynd. Horfurnar eru nokkuö góðar og þú
munt gleöjast yfir góðri útkomu. Gott
ráð: Komdu meira skipulagi á hlutina.
(22. des. — 20. janúar)
Þú verður að passa aurana þina betur
en þú hefur gert undanfarið þvl þú getur
búist við útgjöldum, sem þú hafðir ekki
reiknað með. Þú ættir þó aö geta reddað
þér fyrir horn með aukavinnu. Seinna
biður þín spennandi timi hvað tómstund-
irnar varðar, þú færð betri tima til að
sinna áhugamálum þínum.
(21. janúar — 19. febrúar)
Það sem þú upplifir um helgina getur
haft áhrif á þig það sem eftir er vikunnar.
Skref það, sem þú hefur lengi hikaö með
aö taka, ættirðu að taka núna. Ekki láta
þér bregða þó það gangi ekki allt að ósk-
um i byrjun. Þegar allt kemur til alls mun
allt verða eftir þínu höfði þegar á liður.
(20. febrúar — 20. mars)
Þú ert vonsvikinn yfir því að kröfur þln-
ar eru enn óuppfylltar. En allt tekur sinn
tímaog þú verðuraðveraþolinmóöur. Þú
mátt þó búast við að þurfa að gera meira
áður en markinu er náð. Þú'gætir oröið
fyrir bakslagi, en haltu ró þinni, þetta fer
allt vel. Gott ráð: Stattu fast á þinu.
AMY
ENGILBERTS
í þessari viku
Amma
Orlagalinan (satúrnusarlína):
Fólk meö svona sterka línu
lifiroftmjögörlagaríku lífiogá
erfitt með aö breyta þvi eöa
taka nýja stefnu. Þaö virðist
verða að ganga i gegnum
mikla reynslu á lífsleiöinni.
Annað:
Á hæðunum i lófanum sér
maður að þetta er mikil skap-
manneskja, sem á erfitt með
að vera undir aga. Hún hefur ef
til vill tilhneigingu til að
stjórna öðrum.
Fæöingardagur:
Þessi kona er töluvert á
flakki, því hún hefur mikla þörf
fyrir hreyfingu.
Hún fer sínar eigin leiðir og
ætti helst að vinna sjálfstætt.
Það er líklegt að mikið vinnu-
tímabil sé að hefjast í llfi henn-
ar á næstunni og hún mun
geta ráöið allvel við þær fram-
kvæmdir.
Merkúrlínan:
Konan er
hraust.
Sambandalina (unions-lína):
Það gætu hafa orðið veru
legar breytingar á lífi þessarar
konu um 29—32 ára aldur og
síðan aftur, þegar hún yar
u.þ.b. 48 ára til 51 árs gömul.
Greindarlinan (höfuðlínan):
Þessi lína gefur til kynna
mikið næmi fyrir tónlist og
hvers kyns hljómum — sér-
staklega á sviði tungumála og
þvi, sem tengt er talandanum.
Þetta er frekar skörp lína.
líklega frekar
Þumallinn:
Þetta er viljasterk persóna
— kannski svolítið ráórík — og
gæti stundum átt í erfiðleikum
með að stiórna^katftiaflu.
Tilfinningalinan (hjartalínan):
Konan stjórnast mikiö af til-
finningum sínum, t.d. varðandi
hjúskap. Hún myndi t.d. aldrei
giftast nema af ást. En hún
þarf ef til vill að ganga í gegn-
um mikla reynslu, sem tengist
tilfinningamálum, þegar hún
er svona 65 til 70 ára gömui.
Þessi kona hafði tækifæri
til að giftast mjög ung að árum,
eða um tvítugt. |
Ef þú vilt láta spá fyrir þér skaltu
senda TVÖ LJÓSRIT al' hægri lóf-
anum (örvhent fólk Ijósritar þann
vinstri) og skrifa LYKILORÐ á
bakhlið blaðsins, ásamt upplýsing-
um um KYN þitt og FÆÐINGAR-
DAG. Heimilisfang: PRESSAN —
lófalestur, Árrnúla 36, I08 Reykja-
vík.
pressupennar
Mig langar rosalega...
Ég hélt nú að Iágkúra íslenskra
stjórnmála hefði náð hámarki sínu
þegar þingmenn Bandalags jafnað-
armanna lögðu BJ niður og skiptu
sisona um flokk, en ég sé í dag að
ekkert er ómögulegt í heimi stjórn-
málanna. Því núverandi ríkisstjórn,
sem sögð er stjórn félagshyggju og
jafnréttis, var mynduð með þrennt
að leiðarljósi.
1. Mig langar...
2. Mig langar líka...
3. Mig langar rosalega...
Ennþá einu sinni víkur heill
þjóðarinnar fyrir hagsmunapoti
flokka og einstaklinga. Steingrímur
er kominn í sinn stól, tók ekki nema
ár að bola Steina burt, klár karl
Steingrímur. Hann hlýtur því að
geta ákveðið hvort hann ætlar að
vera í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Jón Baldvin flúinn úr fjármálunum
til útlanda (matarreikningurinn
lækkar í það minnsta á meðan).
Annars eru það fjármál út af fyrir
sig að kanna og reikna út hvað utan-
landsferðir embættismanna, maka
og annarra fylgifiska kosta þjóð-
ina. Nýjustu upplýsingar um kostn-
að eru á bilinu 400—500 milljónir,
en það þykir nú ekki mikið á stjórn-
arheimilinu. Smámunir miðað við
margt annað og hreinn dónaskapur
af einhverjum úti í bæ að vera að
fetta fingur út í það.
Ólafur Ragnar fékk líka óska-
drauminn uppfylltan. Loksins orð-
inn ráðherra og það fjármálaráð-
herra svo að við hin getum nú horft
fram á betri tíð, minna sukk og
svínarí, því Ólafur Ragnar hlýtur
að standa við yfirlýsingar sínar.
Hann hlýtur að setja heill þjóðar-
innar ofar pólitísku poti, eða er það
ekki? Ekki alveg... þvi hann verður
að taka tillit til þeirra ákvarðana
sem stofnanir innan Alþýðubanda-
lagsins taka, því sá flokkur vinnur á
lýðræðislegum grunni hvað svo sem
það nú þýðir. Þess vegna verða ráð-
herrar AlþbL, sem allir eru karlar,
að velja sér aðstoðarmenn sem eru
konur. (Ég sem hélt að allaballarnir
tækju ekki þátt í svona sukki, þeir
tala í það minnsta þannig um hina,
en það er nú annað orð eða gjörðir.)
En hvað gerir Ólafur Ragnar?
Hann velur konu norðan úr landi,
kennara við grunnskóla, kannski
hún hafi kennt stærðfræði? En ekki
nóg með það, hann bætir öðrum
við; einkaefnahagsráðgjafa fjár-
málaráðherra (sá er karl). Ætli þau
skipti með sér launum? Það væri nú
í anda félagshyggju og jafnréttis,
eða fjölgar enn um einn á launaskrá
ráðuneytisins?
í viðskiptaráðuneytinu var staða
ráðuneytisstjóra veitt aðstoðar-
manni ráðherra, margir voru um
hituna og m.a. einstaklingar sem
unnið hafa í ráðuneytinu í mörg ár.
En hvað réð vali ráðherra? Var þetta
ef til vill smart Ieikur hjá Jóni Sig.,
var hann að slá tvær flugur í einu
höggi og gera aðstoðarmann sinn
jafnframt að ráðuneytisstjóra og
spara þannig ríkinu dágóða launa-
upphæð eða hvað? Verður annar
aðstoðarmaður ráðinn og þá spyr
maður hvað réð vali ráðherrans;
starfsreynsla, hæfni, flokks-
skírteini eða kannski allt þetta i ein-
um pakka eða hvað?
Seint fást svör, enda skipta þau
engu máli. Allir þessir menn, hvar í
flokki sem þeir standa, haga sér
eins, hugsa um eigin hag og passa
upp á „sitt fólk“. Mér finnst nú
málin hins vegar standa þannig í
dag að þeir sem eru valdir sem ráð-
herraefni flokkanna séu einfaldlega
ekki starfi sínu vaxnir og þurfi þvi
að hafa um sig hirð misviturra „ráð-
gjafa“ úr eigin flokki til að reyna að
komast skammlaust frá þessu. En
það dæmi gengur því miður ekki
upp. Hvernig þætti ykkur að hafa
íslenskukennara í grunnskólunum
sem kynnu eingöngu rússnesku?
Hver er svo skipstjórinn á skút-
unni „MIG LANGAR ROSA-
LEGA...“? Ekki Steingrímur, svo
mikið er víst, heldur maður sem sit-
ur á þingi fyrir samtök félagshyggju
og jafnréttis. Maður, sem er orðinn
persónugervingur fyrir sukkið og
svínaríið í allri pólitíkinni. Það er
öfugsnúið að tengjast félagshyggju
og jafnrétti, en safna á eina hönd
skiptingu fjármagns eða hvað
finnst ykkur? Það er lika dálítið
öfugsnúið að tala um félagshyggju
og jafnrétti og þiggja svo bitlinga-
laun á bilinu 100—140 þús. á mán-
uði. Sér er nú hvert jafnréttið. Ég er
þess fullviss að verkakonur og
menn víðsvegar um landið myndu
gjarnan þiggja slík laun fyrir 8—10
stunda vinnudag... en það er nú dá-
lítið annað mál eða hvað finnst
ykkur?
Það er hálfklökkt að þessir svo-
kölluðu ráðamenn skuli ætlast til
þess að við hin, fólkið í þessu landi,
treystum þeim og trúum því sem
þeir segjast ætla að gera, þegar við
vitum á hvern hátt til er stofnad.
Það er hrein og bein móðgun við
sæmilega vitibornar manneskjur
að bjóða þeim upp á svona hrossa-
kaup um heill og hag þjóðarinnar.
Mér finnst það hins vegar óvirðing
við hrossin að líkja þessum skripft-
leik stjórnmálamanna við kaup og
sölu þeirra.
Svona í lokin langar mig til að
segja ykkur frá því að ég er farin að
velta því alvarlega fyrir mér að
skella mér bara í pólitíkina. Þar
þarf maður engin próf, enga starfs-
reynslu, en kaupið er gott og ef
maður rekst illa í flokki bjóðast
ýmis hlunnindi. En spurningin er
bara: í hvaða flokk ætti ég að fara?