Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 17

Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 17
Föstudagur 14. október 1988 hangir saman. íslenskri tungu og islenskri ímynd er hætta búin ef viö vanrækjum myndmálið og látum útlent myndefni flæöa hömiulaust yfir börnin okkar. K ■ mannski hafa Svíar fyrstir Norðurlandaþjóöanna áttaö sig á því hvaö getur gerst ef viö reynum ekki aö varðveita okkar eigin ímynd gagnvart fjölþjóðakúltúrnum. Viö eig- um ekkert í þennan tröllslega risa sem æöir yfir álfuna ef viö tökum ekki höndum sam- an með nágrönnum okkar, Dönum, Norömönnum og Svíum. Svíar leggja ofurkapp á að skapa samnorræna kvik myndaframleiðslu. Líklega hefur Ingmar Bergman haft áhrif þarna eins og víðar. Bergman fór aldrei til Holly- wood. Hann sagöist ekki kunna annað en að yrkja um sænska sögu og Svía í sínu umhverfi. Ef hann færi til Hollywood yröi hann að búa til umbúðir utan um eitthvað sem aörir hefðu hugsað. Hann hafði hreinlega ekki áhuga á því. Hver þjóð verður sjálf að segja sína sögu, það gerir það enginn fyrir hana. Hins vegar er það oft þannig ----7 JS A Æ Æ Æm að þeir sem horta á hlutina utanífrá geta bent okkur á það hvers vegna við erum sérstök. Svíarnir hafa ekki ve.rið að seilast inn á þennan markað okkar, heldur hafa þeir skilið manna best að hér hefur norrænn menningararf- ur dýpstar rætur. Það er margt sameiginlegt í blðð- mergnum hjá okkur, þótt ann- að skilji okkur að. Við eigum ennþá þessa gömlu tungu, sagnahefðina, og hér eimir ennþá eftir af gömlu bænda- anarkíi. Svíarnir hafa skilið að það eru helst íslendingar sjálfir sem geta blásið lifi í þessa sagnahefð. Það er ekki Wg w sænska mafían sem hér er að seilast til valda. Þegar Tinna systir mín var 14 ára kom einhver vinur minn i heimsókn og sagði við mig: Mikið áttu fallega systur. Eg tapaði gersamlega áttum vegna þess að ég hafði aldrei séð hana í þessu samhengi. Ég vissi ekki hvort þessi vin- ur minn væri að hæla henni eða gera grín að mér. Ég fór að glápa á Tinnu til að reyna að komast að því hvort hún væri falleg eða Ijót, en komst ekki að neinni niðurstöðu. Hún stóð alltof nálægt mér og ég var í rauninni ódóm- bær. Þannig upplifa þjóðir oft sinn eigin menningararf. Blinda nálægðarinnar truflar. Wlér hefur liðið vel hérna á sjónvarpinu. Að visu höfum við haft úr mjög litlu fé að spila og ég hef ekki getaö gert nema brot af því sem mig hefur langað til. í upp- hafi ætlaði ég mér að stuðla að því að ný kynslóð kæmist hér inn fyrir dyr. Það eru komnir hingað nýir menn sem hafa reynst mjög vel, nýjar vinnuaðferðir og ný hugsun. Stofnunin hefur opn- ast fyrir hinum frjálsa mark- aði, um það bil 30 prósent af dagskrárgerðinni eru komin í útboð, sem verður aftur til þess að íslensk kvikmynda- gerð styrkist. Ég er anarkisti og trúi að best væri ef meira og minna öll dagskrárgerð yrði unnin af einkaaöilum. Bókasafn á ekki að skrifa bækur, heldur kaupa bækur og lána þær út. Eins eiga sjónvarpsstöðvar ekki að framleiða nema sáralitið efni sjálfar, heldur fjárfesta í efni og stuðla að þvi að fá fram gott efni. Ég er afskaplega tortrygginn á hús. Ég hefði viljað sjá allt það fé sem var lagt i Listasafn íslands breyt- ast í málverk. Ég vildi sjá alla peningana sem hafa verið settir í húsið i Efstaleiti breytast í leiknar myndir og dagskrá. En hér ræð ég ekki ferðinni. Á þessu ári fékk ég jafnmikið til innlendrar dag- skrárgerðar og ég fékk til að gera I skugga hrafnsins. Fyrir það erum við að gera sex leikin verk, óteljandi þætti, barnaefni, allt milli himins og jarðar. Ef við værum að vinna samkvæmt þeim gjaldskrám sem eru notaðar hjá kolleg- um okkar í útlöndum væri ís- lenskt efni kannski svona tuttugu klukkutímar á ári. Samt hefur innlent efni þre- faldast síðan ég tók við fyrir rúmum þremur árum. # Eg hef í rauninni aldrei tek- iö leyfi á ævinni nema þá til þess að fara út í eitthvað ennþá erfiðara. Ég hef beðið um frí frá einum slag til að fara í annan stærri. En nú ætla ég að ná andanum og draga hann djúpt. Mest lang- ar mig til að fara til Venesú- ela, læra spænsku og lesa Garcia Lorca á frummálinu. Það er góður tími í vændum. Ég fer að hlaöa batteriið og ég er á þvi að ég komi full- komlega endurnærður til baka eítir þessi fjögur ár. Þetta er eins og kjörtímabil. Alveg passlegt. Menn þurfa ekki að sitja lengur en fjögur ár í senn, ég er búinn að vera þrjú og hálft. Nú kemur hing- að inn annar maður og ef honum tekst ekki að gera það sem hann ætlar sér á fjórum árum, þá tekst honum það heldur ekki á tuttugu. Ég held áfram að vinna í kring- um norrænt sjónvarp og kvik- myndir. En hvort ég fer sjálf- ur að gera mynd — það veit ég ekki. Það er meira en að segja það. Kvikmynd er órjúf- anleg skuldbinding. Þú geng- ur nýrri sýn á hönd og sú sýn teymir þig yfir fjöll og firnindi án þess að þú fáir rönd við reist — þú ert allt ( einu kom- inn i forareðjuna ( Náma- skarði eða í víkingaskip i snarbrjáluðu veöri undan Stokksnesi. Þetta gerist allt svo hratt. Mér finnst ég stundum hafa byrjað á þessu í gær. Þetta er búið að vera eins og tryllt drykkja. Þegar rennur af manni fer maöur að reyna að hugsa um hvað gerðist: Skemmti ég mér, eða hvað? ,„sM»w’a*m !.*».**** Frumrli Gr*lt$lu$kjn EINDAGI . SKILA . A STAÐGREÐSLUFE J Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðariega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar Ijárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálfstæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöð fyrir skilagrein. Þeirsem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sértil skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.