Pressan - 14.10.1988, Side 26
'26
Garðari Bergendahl, uppeldisbróð-
ur sínum. Af hálfu heimamanna
mætti oddviti Skaftártunguhrepps
ásamt hreppsnefndarmönnum og
Einari Oddssyni, sýslumanni og
formanni jarðanefndar. Segja þeir
Kjartan og Gunnar að á þeim fundi
hafi komið fram mikill áhugi
ýmissa manna á að ná jörðinni og í
skýrslu dr. Gunnars, sem lögð var
fram í aukadómþinginu í vor vegna
fjárræðissviptingarinnar, segir orð-
rétt:
„Reyndar hefðum við (sem vor-
um á fundinum) átt að skynja, að til
stóð að ná jörðinni með öllum ráð-
um, því að þeir fundarmenn ýmsir
þar, s.s. Siggeir Björnsson, Einar úr
jarðanefndinni (sagði t.d.: „I aug-
um jarðanefndarinnar er enginn
munur, hvort jarðireru í opinb. eða
einkaeign) og Valur Oddsteinsson,
rengdu bókstaflega allt, sem við
Kjartan sögðum, s.s. samkomulag
okkar við sýslumann haustið 1986,
þ.e. að það hafi yfirieitt farið fram,
enda sagði Kjartan þá, að þetta
vœri í fyrsta sinn í þau yfir 40 ár,
sem hann hefði gegnt lögreglu-
mannsstarfi, sem skýrsla hans vœri
rengd. “
„Einar jarðanefndarformaður
eggjaði menn lögeggjan til að setja
mann inn á jörðina,“ segir Gunnar
í samtali við PRESSUNA.
Eftir þennan fund kólnuðu sam-
skipti Hrífunesfólks og annarra
sem þarna áttu hlut að máli. Eins og
fyrr greinir hefur nýlega komið í
ljós að nokkru eftir fundinn í fé-
lagsheimilinu hefur Árni afsalað
Sigurði Ævari tveimur hekturum úr
landi sínu. Árni ritar ekki undir
þetta en er sagður hafa handsalað
umboðinu til Harðar Daviðssonar,
sem ritar undir það fyrir hans hönd.
Vottar á afsalinu eru Siggeir
Björnsson og Hjörtur Hanncsson.
Þetta skjal tekur sýslumaður til
þinglýsingar þann 23. september að
fengnu samþykki jarðanefndar og
hreppsnefndar Skaftártungu-
hrepps. Hugðist Sigurður Ævar
byggja sumarbústað á landspild-
unni.
„HAMARK ÓSVÍFNr
Sprengjan í Hrífunesmálinu féll
svo í febrúar á þessu ári þegar
Hörður Davíðsson sendi Kjartani
afrit af umboði Árna til handa
Sigurði Ævari og Þórarni Sigur-
jónssyni. Sem fyrr segir ritar Árni
ekki undir umboðið en því er hand-
salað til Harðar sem ritar undir það
fyrir hans hönd. Vottar að fjárræði
og handsali Árna eru Hanna
Hjartardóttir (dóttir Hjartar
Hannessonar) og Siggeir Björns-
son.
Hér var um ótakmarkað umboð
að ræða sem nær til jarðarinnar
allrar, bygginga, lands, úthaga og
hlunninda, þ.m.t. fullvirðisréttar,
og snertir hvers konar ráðstafanir
s.s. sölu, leigu, byggingu jarðarinn-
ar eða veðsetningar. Um þetta
höfðu ættmenni Árna enga
vitneskju — ekki einu sinni Þór-
unn, sem þó var búsett í Hrífunesi.
Nánustu ættingjar Árna brugð-
ust strax við þessum upplýsingum
— „falsskjalinu“ eins og þau vilja
nefna það — með því að leggja
fram beiðni um að Árni yrði sviptur
fjárræði og Kjartan skipaður lög-
ráðamaður hans. Næsta dag, þann
21. febrúar, lögðu svo Kjartan, Þór-
unn og Gunnar fram kæru á hendur
þeim sem skrifuðu á skjalið, fyrir
meint skjalafals.
í fjárræðissviptingarbeiðni sinni
segja ættingjar Árna m.a.:
„Málið er einfalt: Þetta umboð er
markleysa, — hámark ósvífni.
Bróðir okkar hefur aldrei vitandi
vits handsalað þetta umboð. Hann
hefur ekki haft minnstu hugmynd
um, hvað var verið að framkvœma.
Ég, Kjartan, ásamt dr. Cunnari hef
hringt I Þórarin Sigurjónsson og
spurt hann, hvað þetta eigi að þýða,
en hann segist tvímœlalaust hafa
allsherjarumboð frá Árna. Skv.
þessu sjáum við okkur ekki fœrt
annað en að biðja sýslumann að
svipta hr. Árna fjárrœði hið bráð-
asta, svo að afstýrt verði, að þeir
Þórarinn og Sigurður Ævar valdi
Árna með hinu sviksamlega ger-
rœði sínu óförum, svo og okkur
sjálfum, sem eigum allverulegar
eignir saman við eignir Árna. “
Árni var ófær um að rita undir um-
boðið til Þórarins og Sigurðar
Ævars. Lögfræðingar segja að
svona víðtækt umboð sé eins-
dæmi.
Svar dómsmálaráðuneytisins þar
sem Kjartani er neitað um aö verða
skipaður lögráðamaður bróður
síns. Rökstuðningur ráðuneytisins
er sá að engar kvartanir hafi borist
við því að utanaðkomandi maður
hafi verið skipaður fjárhaldsmaður
Árna.
að fyrst i sumar af afsali hans til Sig-
urðar Ævars eða rúmu ári eftir að
það er undirritað af Herði Daviðs-
syni fyrir hönd Árna.
Um þetta leyti komast fjölmiðlar
í málið og birtir DV nokkrar fréttir
þar sem málsaðilar skiptast á skeyt-
um enda mikill hiti hlaupinn í alla
atburðarás. „Ég óskaði aldrei eftir
því hlutverki að taka að mér að sjá
um eigur gamla mannsins,“ segir
Þórarinn Sigurjónsson. „Allt frá
því gamli maðurinn fór af jörðinni
hefur verið grimmdarleg ásókn
utanaðkomandi manna í hana. Nú,
þegar Kjartan bróðir hans hugðist
flytja að Hrífunesi, hafa þeir
ákveðið að láta sverfa til stáls með
þessum svivirðilega hætti,“ segir
Gunnar Jónsson. Öll hreppsnefnd-
in, ásamt hreppstjóra og vara-
hreppsnefnd, sendi frá sér athuga-
semd 15. mars þar sem segir að
blaðaskrif um þetta mál séu sið-
laus. „Ráðstafanir Árna vegna
eigna sinna teljum við fullkomlega
eðlilegar miðað við aðstæður,"
segir í athugasemd hreppsnefndar
og undir hana skrifa fyrrnefndur
Valur Oddsson ásamt með Helgu
Bjarnadóttur, Gísla Vigfússyni,
Árna Jóhannessyni, Oddsteini
Sæmundssyni, Ólafi Björnssyni og
Bergdísi Jóhannsdóttur.
INNBROT í HRÍFUNES
í atvikaröðinni gerðist það svo
næst að Jón Snædal, öldrunarsér-
fræðingur í Hátúni í Rvík., var
fenginn, að ráði Páls Sigurðssonar,
ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðu-
neytinu, til að framkvæma sér-
fræðilega læknisrannsókn á Árna.
Árni var fluttur til Reykjavíkur þar
sem rannsóknin fór fram og skýrsla
samin fyrir aukadómþingið sem
boðað var til 8. apríl vegna beiðn-
innar um fjárræðissviptingu gagn-
vart Árna.
í millitíðinni átti sér stað atburð-
ur sem átti eftir að hafa alvarlegar
afleiðingar. Þann 2. apríl fara þeir
Kjartan og Garðar Bergendahl,
uppeldisbróðir hans, austur í
Hrífunes, skipta þar um skrár að
húsinu og taka með sér ýmsa muni,
þ.á m. jeppabifreið. Þetta segist
Kjartan hafa gert í kjölfar innbrots
nokkurra sveitunga í Hrifunes
nokkru áður. Engar skemmdir eða
þjófnaður áttu sér þö Stað en inn-
brotið ýtti undir ótta Hrífunes-
systkina um eigur sínar þar. „Ég var
að tryggja eigur okkar systkina með
því að fara austur og skipta um
skrár á húsunum," segir Kjartan.
En í kjölfar þessa leggja Sigurður
Ævar og Þórarinn Sigurjónsson
fram kæru til rannsóknarlögregl-
unnar á hendur þeim Kjartani og
Garðari. í kærubréfinu segir m.a.:
„Okkur hefur nú borist til eyrna,
að áðurnefndir Kjartan og Garðar
hafi farið að fyrrverandi heimili
Árna, að Hrífunesi, og tekið þaðan
ófrjálsri hendiýmsa muni hans, t.d.
jeppabifreið hans Z-60, logsuðu-
tæki og öll bókhaldsgögn. Jafn-
framt hafa þeir nú skipt um skrár
að húsinu. Allt er þetta gert án
nokkurrar heimildar Árna eða
okkar. Með vísan til ofanritaðs ger-
um við þá kröfu, að mál þetta verði
rannsakað og áðurnefndir Kjartan
og Garðar yfirheyrðir svo og að
þeim verði gert að sœta refsingu
lögum samkvœmt. “
Þegar hér var komið sögu var
Örn Clausen hæstaréttarlögmaður
skipaður verjandi Árna og er haft
eftir honum að hann hafi krafist
þess að opinber rannsókn færi fram
á brottnámi jeppans og fleiri muna
frá Hrífunesi. Rannsóknarlögregl-
an tekur málið að sér og færir þá
Kjartan og Garðar til yfirheyrslu
vegna þess.
FJÁRRÆÐISSVIPTING
Föstudaginn 8. apríl fór auka-
dómþingið fram á skrifstofu sýslu-
manns í Vík. Þar var lagt fram
vottorð læknanna Hauks Valdi-
marssonar, sérfræðings í heimilis-
lækningum, og Jóns Snædal, sér-
fræðings í lyflækningum og öldr-
unarlækningum, um heilsufar
Árna. Niðurstaða læknanna var
svohljóðandi:
„Árni Þórarinn Jónsson þjáist af
heilabilun (dementiu), sennilegast
af tvennskonar orsökum; blóð-
tappa í heila og Alzheimer-sjúk-
dómi. Sjúkdómseinkenni má rekja
5—6 ár aftur í tímann, og þróun
þeirra hefur orðið sú, sem búast
mátti við. Komin er fram skerðing á
mörgum þáttum vitrænnar starf-
semi, m.a. á tjáningu (dysfasia),
minni (amneria), lestri (dyslexia),
skrift (agrafia) qg einbeitingu.
Andlegt heilsufar Árna er að okkar
matiþannig, að hann er ófœr um að
gœta fjárhagslegra hagsmuna
sinna. Þarf að vistast í vernduðu
umhverfi og fá hjálp við athafnir
daglegs lifs. Vottorðið er útgefið á,
Kirkjubœjarklaustrí 19. mars
1988. “
Verjandi Árna, Örn Clausen hrl.,
sagði að Árni gerði sér grein fyrir
því að hann þyrfti aðstoð við að
fara með fjármál sín og eignir
almennt. Hann lýsti sig eindregið
mótfallinn því að verða sviptur fjár-
ræði og teldi þess ekki þörf. Hann
treysti fullkomlega umboðsmönn-
um sínum, þeim Þórarni Sigurjóns-
syni og Sigurði Ævari Harðarsyni,
samanber umboðið. Segir Örn í
vörn sinni að ekki sé ástæða til,
hvað þá nauðsynlegt, að Árni komi
sjálfur fyrir dóm í málinu.
Niðurstaða dómþingsins varð sú
að með vísan til vottorðs læknanna
bæri að taka kröfu um fjárræðis-
sviptingu til greina. Þar með var
Árni sviptur fjárræði en enn var alls
ófrágengið hver yrði skipaður lög-
ráðamaður hans.
Systkini Árna lögðu þegar í staó
fram beiðni fyrir sýslumann um að
Kjartan yrði skipaÓur lögráðamað-
ur bróður síns. í greinargerð sinni
leggja þau áherslu á að ekki verði
utanaðkomandi mönnum blandað
inn í eign þeirra, Hrífunesjörðina,
og segja:
„Nú standa málin þannig, að við
sytskinin getum aðeins reitt okkur
hvert á annað og heimili okkar get-
ur ekki orðið annað en Hrífunes. Ef
utanaðkomandi aðili, t.d. annar
hvor falsumboðsmanna, Þórarinn
eða Ævar, yrði skipaður lögráða-
maður bróður okkar, þá ersjálfgert
fyrir okkur að flýja heimilið okkar,
Hrífunes. Okkur er ekki skiljan-
legt, hvers vegna málið getur ekki
verið einfalt, þ.e. að Kjartan haldi
áfram að vera það, sem hann í raun
hefur alltaf verið, stoð og stytta
þessa heimilis, jafnt þegar foreldrar
okkar töldust fyrir jörðinni sem og
Árni. Við ítrekum beiðni okkar um,
að Kjartan verði skipaður lögráða-
maður bróður síns Arna, svo að við
getum öll átt sem kyrrlátast œvi-
kvöld á því heimili, sem við erum
fœdd og alin upp á og þráum að
dveljast á til œviloka. “
Samhliða þessari beiðni leggja
systkinin fram undirskriftalista
með nöfnum nokkurra ættingja og
vandamanna sinna sem lýsa því yfir
að þau styðji heils hugar beiðni
Kjartgns um að verða skipaður lög-
ráðamaður Árna. Ennfremur legg-
ur Dr. Gunnar fram skýrslu og segir
m.a.:
„...það væri alger „détournement
de pouvoir", ef Kjartan yrði ekki
skipaður lögráðamaður bróður
síns, enda var mér sagt af yfirfjár-
ráðanda í Reykjavík, Jóni Skafta-
syni, að það vœri nær óþekkt hjá
því embœtti, að annar en sá, er nán-
ustu aðstandendur og þar með aðil-
ar fjárræðissviptingarmáls óskuðu
eftir, að skipaður yrði lögráðamað-
ur, yrði skipaður, enda hefði það
aldrei sœtt gagnrýni. “
Sýslumaður tók þessar beiðnir
ekki til greina og skipaði Fannar
Jónsson, viðskiptafræöing á Hellu,
fjárhaldsmann Árna. Er talið lík-
Iegast að þarna hafi sýslumaður
viljað fara bil beggja í deilunni og
skipað mann sem tengdist hvorugri
fylkingunni í Hrífunesmálinu.
Kjartan og Gunnar brugðust þá við
með því að senda dómsmálaráðu-
neytinu beiðni um að það hlutaðist
til um að Kjartan yrði skipaður lög-
ráðamaður. Þann 30. maí berst
Kjartani svo stuttort bréf frá ráðu-
neytinu, undirritað af Ólafi Walter
Stefánssyni skrifstofustjóra, þar
sem segir að ekkert hafi komið
fram í málinu er bendi til annars en
að staðið hafi verið að skipan Fann-
ars með lögmætum hætti og kvart-
anir engar borist vegna skipunar-
innar. Telji ráðuneytið engar ástæð-
ur til að aðhafast frekar í málinu.
KJARTAN SÆKIR UM ÁBÚB
Ríkissaksóknari sendi frá sér
niðurstöðu' sína vegna kærunnar á
hendur Þórarni, Sigurði Ævari o.fl.
um hegningarlagabrot við gerð
„falsumboðsins“ svonefnda í byrj-
un maí. Þar lýsir hann því yfir að af
ákæruvaldsins hálfu sé ekki krafist
frekari aðgerða í málinu. Rann-
sóknarlögreglan hélt hins vegar
áfram að rannsaka mál þeirra
Kjartans og Garðars vegna töku
jeppans og fleiri muna frá Hrífu-
nesi og fóru yfirheyrslur í því máli
fram i júní. Þá kveðst Gunnar hafa
gengið á fund Þóris Oddssonar
vararannsóknarlögreglustjóra og
sýnt honum fjárræðissviptingar-
úrskurð sýslumanns frá því í apríl.
Að sögn Gunnars hafði rannsókn-
arlögreglan þá enga vitneskju um
fjárræðissviptinguna og var kæru-
málið þegar í stað fellt niður er
þessar upplýsingar Iágu fyrir.
Andstæðingar Kjartans munu
hafa lagst mjög gegn því að hann
yrði skipaður lögráðamaður Árna
og þó enn frekar gegn því að Kjart-
an fengi formlegan ábúðarrétt á
jörðinni, en hann hafði lagt inn
ábúðarumsókn hjá sýslumanni fyrr
um veturinn. Vegna þessa var gerð
eignakönnun í Hrífunesi með þátt-
töku 13 manna þann 17. maí.
Kjartan og hans menn féllust á að
taka þátt í eignakönnuninni enda
yrði þegar í stað gengið frá bygging-
886^ i9(JÖÍ>iO .ÞT lUP)SÍNl}2Öl
Föstudagur 14. október 1988
arbréfi. Hafði sýslumaður raunar
veitt munnlegt samþykki sitt fyrir
því að Kjartan tæki við formlegri
ábúð á jörðinni. Um þessar mundir
var Jón Snorrason settur sýslumað-
ur í stað Einars og var bundið fast-
mælum á milli hans og Kjartans að
ganga sem fyrst frá undirskrift
leigumálans. Ekkert gerðist þó í
málinu og þrátt fyrir ítrekaðar
fyrirspurnir Kjartans í sumar hefur
hann ekki enn fengið leigumálann
vegna ábúðar sinnar til skoðunar.
Er því haldið fram að jarðanefnd
leggi mjög að sýslumanni að stöðva
þetta mál þar sem áhrifamiklir
menn í sveitinni vilji alls ekki að
Kjartan verði formlegur ábúandi í
Hrífunesi þótt nú efist enginn um
sameignarrétt hans að eignum á
jörðinni og að hann eigi rétt til að
sitja jörðina skv. jarðalögum.
Eftir atburði vetrarins var nú
einkennileg staða komin upp í
Hrífunesmálinu öllu. Kjartan bjó í
Hrífunesi í sumar eins og hann var
vanur en þegar líða tók á sumarið
urðu Hrífunesmenn varir við
mannvirkjagerð á landareigninni.
Var þar kominn Sigurður Ævar sem
hóf þar undirbúning að byggingu
sumarbústaðar. Kjartan, sem stað-
arhaldari í Hrífunesi, skipaði Sig-
urði að hafa sig þegar í stað á brott
af landareigninni. Sendi hann Sig-
urði tvívegis skeyti þar sem hann
skipar Sigurði „burt með spítna-
draslið úr Hrífuneslandi“. Sigurður
virti Kjartan ekki viðlits og hélt
sínu striki.
Þetta atvik varð til þess að nú síð-
sumars barst Hrífunessystkinum
óvænt í hendur fyrrnefnt afsal á
tveimur hekturum úr landi Hrífu-
ness til Sigurðar Ævars. Það er sem
fyrr segir dagsett 23. júlí 1987 en
handsalað til Harðar Davíðssonar
sem skrifar undir það fyrir hönd
Árna. í samtali við PRESSUNA
segir Sigurður Ævar að þetta komi
sér á óvart því að á síðasta ári hafi
Kjartan aðstoðað sig við að undir-
búa byggingu sumarbústaðar í
Hrífuneslandi. „Þessar heiftúðugu
deilur hafa snúið Kjartani gegn mér
en fram til þess átti ég bestu sam-
skipti við Hrífunesfólkið," segir
hann. Þess má geta að Sigurður
Ævar ólst upp í Hrífunesi og er
Árni sagður hafa haldið mikið upp
á hann.
Staða málsins í dag er því sú að
þrátt fyrir búsetu Kjartans og Þór-
unnar í Hrífunesi eru þau ekki
skráðir eigendur jarðarinnar og enn
hefur ekki verið gengið frá leigu-
mála varðandi ábúð Kjartans á
jörðinni. Handhafar umboðs-
skjalsins geta sig þó lítið hreyft eftir
að Árni var sviptur fjárræði, því
lögum skv. er ekki hægt að ráðstafa
eignum á Hrífuneslandinu nema að
fengnu samþykki nánustu skyld-
menna þess sem skráður er fyrir
jörðinni, þ.e.a.s. Árna. Yfirfjárráð-
andi í málefnum Árna er sýslumað-
ur og því telja Gunnar og Hrífunes-
systkini útilokað að reyna að fá
afsalið ógilt fyrir dómi vegna aðild-
arskorts þegar svona er komið mál-
um.
Skv. heimildum PRESSUNNAR
telja sveitungar Hrífunessystkina
að allt þetta mál hafi komið upp
vegna þess að Árni hafi raunveru-
lega viljað veita Þórarni og Sigurði
umboð til að fara með sín mál. Það
er ekki hrakið að Kjartan var stoð
og stytta heimilisins með Árna en
eitthvað mun hafa kólnað á milli
þeirra síðustu árin. Hins vegar er
óhrakin sú niðurstaða lækna að
Árni hafi engan veginn gert sér
grein fyrir hvað verið var að gera
með gerð „falsumboðsins" og
afsalsins til Sigurðar Ævars. Þórar-
inn og Sigurður segjast báðir hafa
verið beðnir að taka að sér umboðs-
mannshlutverkið til að sjá um eign-
ir Árna, en í allri framvindu málsins
átti augsýnilega að ganga fram hjá
systkinum Árna. Þórunn, sem.hef-
ur verið búsett í Hrífunesi alla tíð,
fékk minnst að vita um ráðabrujjg-
ið. Það sýnir best jafnréttisand^
þessarar hörðu deilu sem niinnir
helst á sögusvið þjóðveldisaldar. ,j’
þessu máli hafa komið upp áratu^
gömul deilumál, sem tengjast
landamerkjaþrætum, ættartengsl-
um o.s.frv. Það hefur hver rekist á
annars horn,“ segir einn viðmæl-
andi PRESSUNNAR.