Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 8

Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 10.'nóvember 1988 VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonanson Ritstjóri Jónina Leósdóttir Fréttastjóri Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 38, slmi: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, slmi 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuöi. Áskriftargjald: Pressan ög Alþýöu- blaðiö: 800 kr. á mánuði. Verö í lausasölu: 100 kr. eintakið. Fordómar og dómharka Sífellt berast fréttir af fleiri fyrirtækjum, sem leggja upp laupana. Þegar um stórfyrirtæki er að ræða eru þessi mál oft dögum saman í fjölmiðlum. Stundum vik- um saman. Þá eru líka háar fjárupphæðir í spilinu og afkomumöguleikar heilu byggðarlaganna geta verið í hættu. Tugir manna eru kannski að missa atvinnuna og allt í voða. Það er hins vegar minna talað um það, þegar smærri fyrirtæki eru tekin til gjaldþrotaskipta-- hvað þá þegar um er að ræða einstaklinga. Við vitum bara af máli þeirra, sem til þekkja, að slíkum gjaldþrotum virðist hafa farið fjölgandi á síðustu misserum. En harmleik- irnir að baki „litlum“ skipbrotum eru eflaust lítt bæri- legri þeim, sem í þessu lenda, en þegar um stórfyrirtæki er að ræða. í þeim tilvikum snertir það bara færri persónur. Það má líkja þessu við slys. Menn verða al- mennt harmi slegnir, ef flugvél hrapar með tugi manna innanborðs. Ekki síst ef það eru íslendingar, sem slas- ast. Og talað er um það í fleirihundruð kaffistofum og kökuboðum. En ef aldraður maður er keyrður niður á Kleppsveginum hugsa menn ekki um joað nema í nokkr- ar sekúndur. Síðan er það gleymt. Afallið fyrir gamla manninn er hins vegar nákvæmlega jafnmikið og fyrir hvern og einn þeirra, sem lentu í flugslysinu. Og fjöl- skyldu hans er engu síður brugðið en ættingjum fólks, sem lendir í „fjöldaslysi". í samtölum PRESSUNNAR við einstaklinga, sem orðið hafa gjaldþrota, kemur greinilega fram að þetta fólk á um verulega sárt að binda. Þessi reynsla er gífur- legt áfall og veldur oft nær óbærilegu álagi á viðkom- andi fjölskyldur. Svo miklu, að menn þakka m.a.s. Guði fyrir að ættingjar af eldri kynslóðinni eru komnir undir græna torfu og þurfa því ekki að verða vitni að niður- lægingunni. Aðrir halda gjaldþrotinu leyndu fyrir þeim fjölskyldumeðlimum, sem hægt er. Jafnvel fyrir foreldr- um og systkinum. Stuðningurinn, sem þetta fólk fær í erfiðleikum sínum, er því oft harla lítill, enda tala marg- ir um þunglyndi, geðlyf og geðdeildir, sjálfsvígshugsan- ir og annað í þeim dúr. „Sálin gefst upp,“ eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði þetta. Verst hlýtur þó líðan þeirra einstaklinga að vera, sem taka aðra með sér í fallinu. Það eru gjarnan ættingjar eða nánir vinir, svo augljóst er að slíkt hristir enginn maður af sér eins og ekkert sé. Síðan eru það fordóm- arnir, sem gjaldþrota fólk verður að þola, og sögurnar, sem það veit að ganga í hvíslingum manna á milli. Full- yrðingar um að einhver hafi „spilað rassinn úr buxun- um“ og annað í þeim dúr eiga nefnilega ekki endilega alltaf við rök að styðjast. Auðvitað er aðdragandi gjald- þrotamála jafnmisjafn og þau eru mörg, en dómharka almennings mætti eflaust oft á tíðum vera minni. Þegar smjattað er á gjaldþroti Jóns Jónssonar úti í bæ er hollt að hafa í huga að um er að ræða manneskju af holdi og blóði. Manneskju, sem að öllum líkindum líður sálar- kvalir af þessum sökum. Og manneskju, sem á fjölda ættingja sem einnig eru í sárum. Það er skynsamlegast að dæma ekki af miskunnarleysi, því það er aldrei að vita hver verður næstur undir hamarinn. Gæti það hugs- anlega verið ættingi þinn? I þegnskyldunni Þórhildur: „Vinnið, helvítin ykkar!!“ hin pressan „Það eru fleiri þingmenn á þingi en Guðmundur G. Þórarins- son.” — Steingrimur Hermannsson for- sætisráöherra í DV, vegna yfirlýsingar Guðmundar G. um aó hann gæti ekki greitt atkvæöi meö skattlagningu happdrættismiða. „Ég vil skipta vanskilafólkinu i þrjá hópa; i fyrsta lagi greindar- laust undirmálsfólk sem kann ekki fótum sinum forráð; í öðru lagi fólk sem lendir í peninga- vandræðum vegna eymdar og bjargleysis; í þriðja lagi eru það hreinir skúrkar sem notfæra sér velferðarkerfið út i ystu æsar og eru tiibúnir að brjóta aila samn- inga geti þeir hagnast á því.“ — Starfsmaóurverkamannabústaöa i sömu grein i DV. „Nú veit ég ekki hvernig fólkið kom um borð, en þetta gæti hafa verið eitthvað óheppilega saman- settur hópur. Ég held að þetta haf i verið meira þannig að fólkið hafi bara ekki þolað daginn, verið búið að drekka mikinn bjór og orðiö lasið þegar það settist niður. Það er ekki auðvelt fyrir aðra farþega og ekki sist áhöfnina sem þarf að standa í málunum og hafa marga veika. Það er ekki geðslegt fyrir flugvélina." — Halldór Sigurðsson, forstöðu- maöur þjónustusviós Arnarflugs, I Tímanum um fyrstu einsdagsferöina sem farin var frá íslandi til Dublin. „Að öllu óbreyttu verður ástandið þannig er líður að jólum að menn munu ekki þora lengur að dýfa fingri ofan í fiskikerin." — Friðrik Sigurösson, framkvæmda- stjöri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, i samtali viö Timann um þá fjárhagsörðugleika sem hrjá fiskeldisstöóvar um landið. „Ég byrjaði sem sendill hjá fyrirtækinu og náði afbragðs- árangri sem slíkur! Seinna hef ég smátt og smátt fetað mig upp stigann.“ „Ég hef aldrei staðið þá að því að gera nokkuð óheiðar- legt. “ — Albert Guðmundsson um sam- starfsmenn slna i Hafskip, i samtali við Þjóöviljann. — Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Útsýnar, i viðtali við Morgunblaðið. „Ég hef sjálf verið að búa mig undir að hætta með því að leggja fyrir smáupphæð í hverjum mán- uði inn á ábótarreikning." — Kristín Halldórsdóttir við Þjóð- viljann vegna útskiptareglu Kvenna- listans. „Það kostar peninga að reka svona útvarpsstöð, hún lifirekki á loftinu.“ — Soffia Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Rótar, í Þjóðviljanum. „Þá virðist óttinn við smithætt- una fara vaxandi og þá helst við eyðni.“ — Brynja R. Guðmundsdóttir, deildar- stjóri i meinatækni við Tækniskólann, í frétt Morgunblaðsins um snarminnk- andi aðsókn að faginu. ,,Það hefur ekki enn komið til Íiess að við bókstaflega berum ólk út. Þegar við mætum á staðinn meo fócjeta op flutn- ingamenn fer folkið sgólf- vifgugt.## — Starfsmaður verkamannabústaöa i grein I DV.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.