Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 28

Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 28
28 dagbókin hennar Kœra clagbók. Það er alveg makalaust hvað þessir kennarar fá mikið út úr því að pína mann til að fylgjast með pólitik. Dönskukennarinn heimt- aði að við fylgdumst með stefnu- ræðuröflinu í sjónvarpinu um dag- inn og skrifuðum svo (á dönsku!) lýsingu á íslensku stjórnmálaflokk- unum. Ég meina það... Það er eins og maður sé í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla, en ekki á fyrsta ári í MR! En það var nátt- úrulega ekkert annað að gera en hlusta á þessar óskiljanlegu ræður í heilt kvöld, því dönskukennarinn er svo ógeðslega strangur. (Það er reyndar kona... Þær eru oft helm- ingi verri en kallarnir, eins og mað- ur sér t.d. á tollvörðunum í Kefla- vík. Kellingarvargarnir (eins og pabbi kallar þær) bókstallega tæta allt upp úr töskunum hjá fólkinu, en kallarnir eru oftast ósköp næs.) Mér fannst forsætisráðherrann (af hverju ætli þetta sé skrifað með te-i, þegar maður segir alltaf for- sEtisráðherra?) voða leiðinlegur og ég þori að veðja að ég hef heyrt þessa nákvæmlega sömu ræðu ein- hvern tímann áður. Þetta var svona ekta þvæla um að allt væri í steik, en góðu gæjarnir í ríkisstjórninni skyldu redda þessu eftir soldinn tíma, ef fólkið lofaði að biðja ekki um meira kaup og hætti að eyða svona rosalega í innkaupaferðir til útlanda og þannig. Það var miklu óvanalegra að hlusta á kommana, vegna þess að núna gátu þeir sko ekkert æst sig út af aumingjunum í ríkisstjórninni, sem l'æru illa með gamla fólkið, sjúklingana og börn- in. (Þeir eru nefnilega „komnir í klúbbinn“, eins og mamma segir.) Ein konan var t.d. alveg á fullu að afsaka af hverju kommarnir væru með í ríkisstjórninni. Hún sagði að ástandið á landinu hel'ði verið svo ferlegt og þau hefðu barasta NEYÐST til að bjarga málunum. Meira að segja ÉG fattaði hvað hún var í sjúklegri vörn, manneskjan! Og þá hlýtur það að hal'a verið aug- ljóst, því amma á Einimelnum seg- ir, að ég sé algjörlega „blottuð" á þessu sviði. Eitt var samt æðislega spennandi við þessar umræður. Það var að fylgjast með því livað röddin myndi endast hjá konunni, sem stjórnaði sjóinu, en hún var hreinlega spitala- matur af kvefi. Pabbi kallaði það „exebisjónisma“, en mamma sagði að þetta væri aðdáunarvert og sýndi hvað konur væru miklu sam- viskusamari en kallar. Bless, Dúlla. FiWriitucfáGTtJr'tO.'rióvemb'ér Í9Ö8 EKKI RAÐINN TIL AÐ VINNA KRAFTAVERK ■'r’ ■ ^ Guðmundur Magnússon breytir skipulagi á flokks- kontór Sjálfstœðisflokksins. Allt er undirorpid breytingum, meira að segja Sjálfstæðisflokkur- inn. Guðmundur Magnússon, fyrr- um blaðamaður á Morgunblaðinu og aðstoðarmaður menntamála- ráðherra, er nú sestur að I Valhöll og tekinn til við undirbúning nýs starfsskipulags á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins og endurskoðun á starfsháttum þar. Pressan átti spjall við Guðmund og spurði hann hvort hann vœri ef til vill nýr bjargvœttur innan Sjálfstœðisflokksins? „Bjargvættur er kannski heldur stórt orð. Ég er ekki ráðinn hingað til að vinna nein kraftaverk. Hug- myndin er sú að breyta starfshátt- um skrifstofu Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík í þá átt að skipu- lagið taki mið af eðli þeirra verka sem vinna þarf, en ekki því hvar þau eru unnin eða fyrir hvern. Hingað til hafa verið hér i húsinu skrif- stofur ýmissa félaga og stofnana innan flokksins, en nú vill mið- stjórnin kanna hvort ekki sé hægt að skipta skrifstofunni í þrjár deildir. í fyrsta lagi rekstrardeild, sem sinni rekstrarmálum flokksins, starfs- mannahaldi og öðru af því tagi. í öðru lagi fræðslu- og útbreiðslu- deild, sem sinni innra fræðslustarfi flokksins, stjórnmálaskóla, nám- skeiðahaldi, aðstoð við landsmála- blöð og tímarit, og ennfremur kynningu á flokknum og stefnu- málum hans út á við. í þriðja lagi er svo rætt um að koma á fót sérstakri skipulags- og félagsdeild sem sinni ýmsum störfum fyrir landssamtök og flokksfélög. Skrifstofan á sem- sagt að þjóna flokknum á lands- vísu, frekar en einstökum félögum. Það er trú okkar að með þessu verði hægt að nýta betur þá starfskrafta sem hér eru.“ — Hefur skipulag Sjálfstæðis- flokksins þá verið bágborið? „Skipulag flokksins er gamalt. Það má ef til vill segja að það taki mið af öðruvísi þjóðfélagi. Það er sjálfsagt að endurskoða skipulag með breyttum tímum. Sjálfstæðis- mönnum finnst að starfið hafi ekki alltaf nýst jafnvel, það hafi til dæmis verið of mikið um tví- verknað. Þess vegna vilja menn prófa þetta nýja skipulag, sem hefur verið lögð mikil vinna í að undirbúa áður en ég kom hingað. Meðal annars hefur talsvert verið leitað fyrirmynda hjá stjórnmála- flokkum erlendis. Hins vegar er nauðsynlegt að menn átti sig á þvi að skipulag, tækni eða tæki eru ekki það sem starf Sjálfstæðis- flokksins snýst um. Meginmark- miðið er auðvitað eftir sem áður að koma stefnumálum flokksins á framfæri og vinna þeim framgang í þjóðfélaginu." — Nú hefur Sjálfstœðisflokkur- inn oft verið gagnrýndur fyrir að honum sé stjórnað af fámennum hópi og hinn almenni flokksmaður komist sáralítið að. A að reyna að breyta þessu með nýju skipulagi? „Ég er ekki viss um að við leysum þau vandamál sem tengjast mið- stýringu og vöntun á virkni og fjöldaþátttöku með skipulaginu einu saman. En þetta skipulag gerir vissulega kröfur til þess að forysta flokksins í einstökum félögum og landssamtökum verði virkari. Hug- myndin er sú að búa til farveg sem auðveldi mönnum flokksstarfið. Að því leyti er stefnt að meiri virkni hins almenna flokksmanns." — Nú ert þú allt í einu orðinn innsti koppur í búri á flokksskrif- stofunni. Er nokkuð farið að hitna undir Kjartani Gunnarssyni fram- k væmdastjóra? „Hér verður áfram fram- kvæmdastjóri sem kemur til með að stjórna þessum nýju deildum. í okkar huga er auðvitað ekkert annað á döfinni en að Kjartan sé sá maður. Hanner framkvæmdastjóri flokksins og jafnframt sá maður sem hefur lagt mesta vinnu í að móta þetta nýja skipulag. Það er varla ofsagt að hann sé aðal- höfundur þess.“ — Nú varstu lengi vel blaða- inaður, síðan aðstoðarmaður ráð- herra og ert nú kominn á flokks- kontór. Ertu rnáski á hægri og bít- andi leið inn í pólitíkina? „Ég hef aldrei litið á mig sem stjórnmálamann. Mér finnst ég einna helst vera blaðamaður. Þótt ég sé kominn hingað til ákveðinna starfa fyrir flokkinn lít ég ekki svo á að ég sé búinn að segja skilið við blaðamennskuna. Hún á alltaf sterkustu tökin í mér.“ — Þú þurftir að segja skilið við menntamálaráðuneytið eftir heldur stuttan stans... „Því miður fór það svo. Mér finnst afskaplega leiðinlegt að sjá á bak því starfi. Ég var að vinna þar að heillandi og mikilvægum verk- efnum, að því er ég taldi. Því miður tókst ekki að ljúka þeim öllum, til dæmis tókst ekki að ganga frá aðal- námskrá grunnskóla. Ég hef veru- legar áhyggjur af afdrifum hennar, nú þegar Alþýðubandalagið er komið í ráðuneytið. í kjölfar yfir- lýsinga nýs ráðherra held ég að sé mikil tortryggni meðal margra sem fylgjast með skólamálum, menn óttast að það sé verið að innleiða hugmyndafræði Alþýðubandalags- ins í grunnskólana. Sem væri auð- vitað hörmulegt slys.“ ■ FRÖKEN MARPLE FÆR ORÐU. Breska leikkonan Joan Hickson, sem PRESS- AN birti einkaviðtal við fyrir hálfum mánuði, var fyrir skemmstu boðuð á fund Elísabetar drottningar í Bucking- ham-höll. Ástæðan var sú, að ákveðið hafði verið að veita Joan, sem m.a. hefur hlotið góða dóma fyrir túlkun sína á Fröken Marple, orðu fyrir vel unnin störf. Hin 81 árs gamla leikkona mætti auðvitað í sínu fínasta pússi í höllinni og á meðfylgjandi mynd má sjá hana með oröuna að athöfninni lokinni. ROKKPRESSA N T O P P F 1 M M T Á N 1.(1 ) RATTLE AND HUM U2 2.(3) YUMMI YUMMI KIM LARSEN ‘ 3.(14) COCKTAIL ÚR KVIKMYND 4.(2) SUNSHINE ON LEITH THE PROCLAIMERS 5.(6) UB-40 UB-40 6.(4) MONEY FOR NOTHING DIRE STRAITS 7. ( 5 ) BUSTER ÚR KVIKMYND 8.(7) EFTIR PÓLSKIPTIN STRAX 9.(9) l’M YOUR MAN LEONARD COHEN 10. (—) II OF THE BEST BILLY IDOL 11.(8) PET SHOP BOYS INTROSPECTIVE 12. (—) NEW ’ERSEY BON JOVI 13. (-) SIMPI PLEASURES BOBBY McFERRIN 14.(10) BIG T ilNG DURAN DURAN 15. (—) THAW FOETUS Listinn er byggður á smásölu úr verslunum Steina hf., Skífunnar og Grammsins. I BÆJARBÍÓI luugard. kl. 17.00 sunnud. kl. 17.00 Síðustusýningar. Miðapantanir i síma 50184 allan sólarhringinn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.