Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 32

Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 32
PRESSU MCLfiR Í^Éenn hafa spáð mikið og spekúlerað eftir að fréttist af hinu freistandi tilboði, sem Albert Guðmundsson fékk um að gerast sendiherra íslands í Frakklandi. Segja einhverjir að um leið og Albert hverfi af landi brott muni Borgaraflokkurinn koma inn í ríkisstjórnina, Júlíus Sólnes verða iðnaðarráðherra og Óli Þ. Guð- bjartsson samgönguráðherra. Sam- kvæmt þessari tilgátu var það sem sagt með vilja gert að hafa ráðherra núverandi stjórnar eins fáa og raun ber vitni. Þeir hafi bara átt að halda stólunum volgum fyrir Borgarana.' Formaður flokksins? Samkvæmt framangreindri kenningu verður það Ingi Björn Albertsson... #• I dag verður haldinn úrslitafund- ur í útgáfustjórn Þjóðviljans um ritstjóramálið. Traustar heimildir eru fyrir því að nú þegar hafi verið endanlega ákveðið að láta Mörð Arnason vikja úr ritstjórastólnum. Þrátt fyrir vísa andstöðu starfs- manna blaðsins ætlar meirihlutinn að keyra þetta í gegn og láta sig það engu skipta þótt blaðamenn gangi út á eftir Merði. Minnast menn svipaðrar stöðu á Þjóðviljanum þegar Svavar Gestsson tók við rit- stjórastarfi um eða upp úr 1970, en þá var algerlega hreinsað út af rit- stjórn Þjóðviljans og nýir menn og hollari ráðnir í staðinn... Löksins geturöu lagað gott kaffi heima: Kaffivélin frá Pavoni fæst á (s- landi, espresso-kaffivélin, sem slær allar aðrar vélar út, í óbreyttri mynd frá 1921, steypt og sett saman í höndunum, kopar eða látún, hitar vatnið í 120 gráður, lagar þess vegna heimsins besta espresso og capuccino. Alltaf reiðubúin, endist í aldarfjórðung, lista- verk I sjálfu sér, hentar hvar sem er. P.S. Einnig fyrirliggj- andi vélar fyrir veitingastaði. Enn á kynningarverði frá kr. 19.900. Visa/Euro. Kaffiboð sf. S: 621029. ins og kunnugt er káuþa greiðslukortafyfírtækin tryggingar fyrir korthafa hjá tryggingafélög- unum hér á landi og þykir það feit- ur biti að fá fyrir félögin i sam- kéþpninni. Síðastliðinn rpánudag opnaði VISA tilboð frá félogunum ■ og kom þá í Ijós að bæði Sjóvá og Almennar tryggingar áttu lægstu tilboðin og skutu þar með Reyk- vískri endurtryggingu ref fyrir rass, en það félag hefur haft alla trygg- ingasamninga við VISA til þessa. Reykvísk endurtrygging mun hafa verið með mun hærra tilboð, sem taliðer víst að útiloki það frá VISA- tryggingunum að þessu sinni. V.ISA hefur enn ekki ákveðið hvort það . tekur tilboði Sjóvár eða Almepnra, en það skiptir víst litlu þar sem félögin eru u.þ.b. að sameinast um stofnun nýs tryggingafélags... FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- Verð frá kr. 19.900 á mann. Miðað er við staðgreiðsluverð á vikuferð og fjóra saman í íbúð á Landhaus Heim. Brottför: 7/1, 14/1 og 21/1. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferða- skrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. Vetrarfrí í austurrísku Ölpunum, á skíðum í heimsins bestu brekkum... það er sannarlega engu líkt! í hinum dýrlegu fjallabæjum er loftið tært og heilnæmt og þar muntu kynnast heillandi stemningu sem líður þér seint úr minni. Mayrhofen, Zell am See og Kitzbúhel eru staðirnir þrír sem Flugleiðir bjóða ferðir til í vetur. Beint áætlunarflug er til Salzburg vikulega, en þaðan er stutt til allra áfangastaða. Fararstjórar verða sem fyrr hinn góðkunni Rudi Knapp, sem er innfæddur Tíróli og íslenskumælandi, og Ingunn Guðmundsdóttir. P.S. Byrjandi eða meistari á skíðum jafnir í austurrísku brekkunum! - það eru allir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.