Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 23

Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 23 PRESSU MOJLAR ' mræða var á Alþingi í vik- unni um þingsályktunartillögu Ás- geirs Hannesar Eiríkssonar um endurskoðun varnarsamningsins. Tillagan felur m.a. i sér aukna gjaldtöku vegna veru varnarliðsins. Aronskan, eins og gjaldtakan er kölluð, hefur jafnan verið mikið til- finningamál í Sjálfstæðisflokknum og nrun þingflokkurinn hafa ákveðið að taka ekki til máls í um- ræðunni um tillöguna. Þegar Guð- rún Agnarsdóttir, Kvennalista, tjáði sig um málið og fór ekki beint mjúkum orðum unr NATO og hernaðarbandalög birtist Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, i dyragætt þingsalarins. Halldór dreif sig i ræðustólinn á eftir Guðrúnu. Hann spann drjúga ræðu út frá því broti sem hann heyrði úr ræðu þingkonunnar og endaði mál sitt með veðurlýsingu að norðan. Eftir þingfund sáu menn Eyjólf Konráð Jónsson gefa Halldóri orð í eyra fyrir að rjúfa þagnarbindindið. Skýringin á upp- hlaupi Halldórs mun hins vegar vera sú, að hann var að koma inn af götunni þegar hann heyrði ræðu Guðrúnar. Honum mun því ekki liafa verið kunnugt um samkomu- lag þingflokksins... pontu til að mæla fyrir tillögu sinni um endurskoðun varnarsamnings- ins urðu honum á heldur „kynleg“ mistök. Ávarp sitt hóf hann með orðunum „Herra forseti". Síðar steig Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, í pontu og skámmaði Ásgeir Hannes duglega. Allir ættu að vita, eins vel kynnt og málið væri, að allir forsetar sameinaðs þings væru konur og skyldu ekki kallaðar herrar. Sitjandi forseti sá hins vegar ekki ástæðu til að agnú- ast út í ávarpið... Fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar Fláskólans, október 1988. Svæði 4 stöðva 25 - 45 ára. % 14- 13- 12- 11- 10- 9 - 8 - 7- 6 - 5 - 4 - 3 - 2 - 1 - □ Helsti keppinauturinn ■ STJARNAN 7-8 8-9 9-10 10-11 11-12 12-13 13-14 14-15 15-16 16-17 17-18 18-19 Tími . ÍSLENDINGAR A ALDRINUM 25 - 45 ÁRA HUUSTAA STJORNUNA ALLAN DAGINN ^ & FM102 A104 AUGLÝSINGASÍMI 68 9910 P.S. Leiðin að eyrum ísiendinga á aldrinum 25 - 45 ára liggur í gegn um Stjörnuna. ar 2, þvínæst var Ljósvaki Bylgj- uiinar Iagður niður, en þar var Jónas útvarpsstjóri, og nú er sumsé hætt við beinu útsendingarnar frá Hótel íslandi... I l u hefur Stöð 2 hætt við þættina í góðu skapi, sem Jónas R. Jónsson hefur stjórnað- Astæðan mun vera gifurlegur kostnaður við þættina, en Jónasi virðist ekki lagið að ílendast á fjölmiðlum, því þetta er í þriðja sinn sem honum er sagt upp slíku starfí. Kyrst var honum sagt upp sem dagskrárstjóra Stöðv- I ögfræðinemar og viðskipta- fræðinemar hafa löngum notið sér- stakrar athygli ýmissa opinberra stofnana og ráðherra sem hafa keppst um að bjóða þeim í ýmis- konar móttökur, með það í huga að nauðsynlegt sé að kynna þessunt nemum raunverulegan heini lög- ■ fræðingá og bissnessmanna. Oftar en ekki fylgir þessari „starfskynn- ingu” dýrindis kokkteill í boði ráðamanna viðkomandi stofnunar og oftar en ekki er það á kostnað rikisins. Þætti mörgum fróðlegt að vita hvort ekki væri kominn tími til að leggja þennan sið af með öllu nú á síðustu og verstu tímum þegar niðurskurðurinn er heitasta málið hjá fjármálaráðuneytinu. Þessum tilteknu nemurn ætti ekki að vera vorkunn, frekar en sauðsvörtum almúganum, að verða sér úti um áfengi í Ríkinu en ekki hjá ríkinu... ‘kipuð hefur verið nefnd með aðild ráðuneyta og bankastofnana til að skoða málefni greiðsluerfið- leikahópa. Mun nefndin m.a. eiga að athuga hvernig hægt sé að tryggja betur rétt fólks, sem lendir með íbúðir sínar á nauðungarsölu. Grétar J. Guðmundsson, forstöðu- maður ráðgjafarþjónustu Hús- næðismálastofnunar, er formaður umræddrar nefndar, en hún mun eiga að skila niðurstöðu strax í lok mánaðarins... f yrir viku komust Fáskrúðsfirð- ingar í samband við Stöð 2. Við- tökur voru að sjálfsögðu með ágæt- um eins og víðast hvar annars staðar þar sem afruglaravæðingin hefur átt sér stað. Umboðsmaður- inn á Fáskrúðsfirði hafði 50 mynd- lyklum til að dreifa og áætlaði að anna eftirspurn fyrstu vikurnar. Þeir runnu hins vegar út eins og hvítvín á útsölu í Ríkinu og er nýrr- ar sendingar að sunnan beðið með mikilli eftirvæntingu. Þess má geta að með afruglurunum 50 er Stöð 2 komin inn á tæplega fjórðung heimila á Fáskrúðsfirði... lorrænt tækniár hefur víst farið framhjá fáum, en einn liður- inn á því tækniári er kynning á starfsemi ýnrissa stofnana og fyrir- tækja sem fást við tækni. Á sunnu- daginn er komið að verkfræóideild Háskóla íslands sem kynna mun starfsemi sína. Unr 25 kennarar eru við verkfræðideildina, og nrætti búast við marghliða kynningu á tækninýjungum og rannsóknum. En það er eitthvað annað. Flestir kennaranna munu nefnilega sinna rannsóknarstörfum sínum mjög illa en krafist er 40% rannsóknar- skyldu, 48% kennaraskyldu og 12% stjórnunar af háskólakennur- unum. Munu því margir hafa þungar áhyggjur af kynningu verk- fræðideildar. Aðeins tveir verk- fræðingar munu hafa sýnt þessari kynningu áhuga og unnið dag og nótt að undirbúningi hennar, þeir Þorgeir Pálsson vélaverkfræðingur og Sigfús Björnsson rafmagnsverk- fræðingur. Aðrir verkfræðingar sem eiga að sinna rannsóknarstörf- um við háskólann munu hins vegar hafa meiri áhuga á að reka fyrir- tæki sín úti í bæ. Það verður fróð- legt að kíkja inn á kynningu verk- fræðideildar á sunnudaginn á Norrænu tækniári...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.