Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 14

Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Ný heilsufæða er komin á markað í Kaliforníu. Um er að ræða sérstök egg, sem innihalda mun minna kólesteról en venjuleg hænuegg. Þa_u eru auðvitað rándýr, en hvað gerir fólk ekki til að minnka áhættuna á kransæðastiflu og hjarta- sjúkdómum... Það þarf vart að taka það fram að hænsnabónd- inn, sem ungaði út þessari snjöllu hugmynd, harðneitar að gefa upp á hverju hann fóðrar fuglana sína. Hrlngdu í sima 680790 eða skrífaðu og við sendum þér íslenskan kynnlngarbaakllng um hael. IAÐA FRAM ÞAÐ BISTA í ÚTIITI ÞÍNU COLOURS litgreining byggist á nákvœmri athugun á litarafti þinu og ráðgjöf um litaval samkvœmt því. í notalegu umhverfifinnum við þá liti sem best laða fram og undirstrika þína eigin eðlilegu liti og þersónuleika. Leiðbeint er um litaval á kUeðnaði og fylgihlutum og veitt aðstoð við snyrtingu með Colours snyrtivör- um. Að lokinni litgreiningu fœrð þú vandað leðurveski með þrufum af þeim litum sem þér heefa best. Við Colours-litgreiningu er rik áhersla lögð á þersónulega þjónustu. Þvi er ráðgjöfin veitt i einkatímum og er að sjálfsögðu jafnt fyrir konur sem karla. Timaþantanir og allar uþþlýsingar i síma 680790. VISA OG EUROCARD STYÐJA GRÆNFRIÐUNGA íBandaríkjunum er í gangi fyrirkomulag sem gerir Grœnfriðung- / um kleift að fá í sjóð sinn ákveðið hlutfall af veltu greiðslukorta. VISA og EUROCARD (MASTER CARD) styrkja starfsemi GRÆNFRIÐUNGA í Bandaríkjunum með sérstökum kortum sem bankar gefa út á ákveðin sam- tök. í hvert skipti sem slíkt kort er síðan notað sem greiðslumiðill rennur ákveðið hlutfall af upphæðinni til samtakanna. DAVID BRANCOLY hjá VISA INTERNATIONAL í Bandaríkj- unum sagði í samtali við PRESS- UNA að bankarnir gæfu kortin út sjálfir og nytu ýmis góðgerðar- samtök í Bandaríkjunum góðs af þeim. Það kort sem færir Græn- friðungum fé með þessum hætti er gefið út á nafn samtaka er heita WORKING ASSETS. WORKING ASSETS hafa und- anfarin tvö ár látið fé af hendi rakna til fjölda samtaka eftir þessum leiðum og samkvæmt þeim upplýsingum sem PRESS- AN aflaði sér þaðan hafa Græn- friðungar fengið framlög bæði ár- in. Þeir korthafar sem áhuga hafa á að stýrkja starfið geta tilnefnt ákveðin samtök, en síðan er það stjórn WORKING ASSETS sem ákveður nánari skiptingu fjárins. Ekki er hins vegar hægt að gefa fé til GRÆNFRIÐUNGA eða ann- arra samtaka eftir þessum leiðum, nema nota kortið. Það er því ljóst að bæði greiðslukortafyrirtækin VISA og EUROCARD og GRÆNFRIÐ- UNGAR hagnast á fyrirkomulag- inu. Greiðslukort eru gífurlega mikið notaður greiðslumiðill í Bandaríkjunum og þvi verulegar upphæðir sem þar fara í gegn, GRÆNFRIÐUNGUM að nokkru til góðs. GRÆNFRIÐ- UNGAR virðast vera í mikilli sókn í Bandaríkjunum, sem og víðar, þannig að það ætti ekki að draga úr áhuganum á þeim kort- um sem upp á svona fyrirkomulag bjóða. HH Washington Post greindi frá stuðningi VISA við Greenpeace HAUSTGJALDDAGI HÚSNÆÐISLÁNA VAR 1. NÓVEMBER SL. FORÐIST ÓÞARFA AUKAKOSTNAÐ VEGNA DRÁTTARVAXTA HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS LJ LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK S: 69 69 00 Fyrir allnokkru greindi banda- ríska stórblaðið Washington Post frá því að meðal styrktaraðila Greenpeace-samtakanna vceri VISA International. Þessi frétt komst aldrei í islenska umræðu, en þegar það er haft í huga að ís- lendingar eru heimsins mestu not- endur VISA-korta miðað við höfðatölu þótti víst ýmsum þar vestra, sem þekkja til íslenskra málefna, þetta nokkuð þver- sagnakennt. Hvalveiðiþjóðin brúkaði meira en nokkur annar greiðslukort fyrirtœkis sem styð- ur við bakið á hvalfriðunarmönn- um í gegnum margflókið korta- kerfi sitt (sbr. útskýringar hér á síðunni). Raunar hefur þessum þrautskipulögðu hvalfriðunar- samtökum einnig tekist að koma sér upp styrktarkerfi í gegnum EUROCARD. Greenpeace eru að verða að mikilli stofnun sem beitir sér fyrir náttúruverndarmálum á fjöl- mörgum sviðum auk hvalfriðun- arbaráttunnar. Þau eru lang- stærstu náttúruverndarsamtök heims á þessum sviðum. Samtökin starfa nú í 19 löndum og telur starfsliðið ríflega 200 manns. Fjárlög samtakanna hlaupa á tugum milljóna kr. á ári. í Bandaríkjunum er háð gífurlega hörð barátta náttúrufriðunar- samtaka um styrki og hafa Græn- friðungar verið þar heppnir með afbrigðum. ÓF

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.