Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 13

Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 13
ÍSICNSKA AUCl ÝSINGASTOFAN HF Fimmtudagur 10. nóvember 1988 13 Þú getur fengið 7,25% vexti umfram verð- tryggingu næstu 15 mánuðina ef þú leggur strax inn á Afmælisreikning Landsbankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Iðnaðarmenn eru þessa dagana að leggja siðustu hönd á smiði fimleikasalar i kjallara Seðlabankahússins við Kalkofnsveg 1. Á verkinu að vera lokið í byrjun desember og þar með er lokið innrétt- ingu á öllum hæðum Seðlabankahússins umdeilda. Þessi heilsuræktarstöð Seðlabankans er til afnota fyrir alla starfsmenn þeirra stofnana sem hafa aðstöðu í húsinu, þ.e., auk Seðlabankans sjálfs, starfsmenn Þjóðhagsstofnunar, Reiknistofn- unar bankanna og iðnþróunarsjóðs. Samtals 285 starfsmenn. „Þetta verður ósköp venjulegur heilsuræktarsalur, með tilheyr- andi búningsherbergjum og baðaðstöðu," segir Stefán Þórarins- son, forstöðumaður rekstrardeildar Seðlabankans, i samtali við PRESSUNA. Samtals er hér um að ræða 153 fermetra aöstööu og kostnaður .við verkið var áætlaöur í ársbyrjun 3,4 milljónir fyrir utan allan bún- aðog tæki. Endanlegur kostnaður liggurekki fyrirað sögn Stefáns. Stofnanirnar í húsinu skipta með sér kostnaðinum við tækjakaup og rekstur. Sérstök bygginarstjórn hefur verið skipuð og segir Stefán að hún eigi eftir að ráða ráðum sínum um tækjakaup í þessa líkamsræktaraðstöðu fyrir starfsfólk í Seðlabankahúsinu. í ársbyrjun var ákveðið að veita 3,4 milljónum til að klára fimleikasalinn. Eftir er að kaupa öll tæki en salurinn á að verða tilbú- inn til notkunar fyrir starfsfólk í Seðlabanka- húsinu í byrjun næsta mánaðar. A KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR Hugmyndasamkeppni um skipulag í Fífuhvammslandi. Kópavogskaupstaður efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag í Fífuhvamms- landi. Um er að ræða almenna keppni samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafé- lags íslands. Keppnissvæðið. Keppnissvæðið er dalur, Fífuhvammsland, sem afmarkast af Reykjanesbraut, fyrir- huguðum Arnarnesvegi og bæjarmörkum Reykjavíkurog Kópavogs. Keppnislýsin Keppnislýsing erókeypis, en önnurgögn fástafhent hjátrúnaðarmanni dómnefndar gegn 5.000 króna skilatryggingu. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar 1989 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Verðiaun. Heildarupphæð verðlauna er 6 milljónir króna. Veitt verða þrenn verðlaun þar sem 1. verðlaun eru að minnsta kosti 3 milljónir króna. Auk þess hefur dómnefnd heimild til að kaupa tillögur til viðbótar fyrir samtals 1 milljón króna. Þátttaka. Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar. Trúnaðarmaður. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingaþjón- ustúnnar, Hallveigarstíg 1, pósthólf 1191,121 Reykjavík, sími 29266. Heimasími 39036. Dómnefnd. Dómnefnd skipa: Tilnefnd af Kópavogsbæ: Kristinn Ó. Magnússon, verkfræðingur, Ólöf Þorvaldsdóttir, skipulaasnefndarmaður og Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi. Tilnefnd af Arkitektafélagi Islands: Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og Hróbjartur Hró- bjartsson, arkitekt. Ritari dómnefndarer Birgir H. Sigurðsson, skipulagsfræðingur. Bæjarstjóri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.