Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 31

Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 31
-> ^ ^ - l^v','P or '* t0^tj* rj1 ítí • w, »i«\ Fifrfmludagur iTT november 1988 31 sfonvarp Rikissjónvarpið kl. 20.30 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER SIMON PÉTUR FULLU NAFNI Sjónvarpið sýnir í þættinum „I pokahorninu" eina af stutt- myndum þeim sem gerðar voru fyrir síðustu Listahátíð. bað er myndin SÍMON PÉTUR FULLU NAFNI, en handrit hennar er eftir Erling Gíslason. Leikstjóri myndarinnar er Brynja Benediktsdóttir. Myndin gerist á fyrstu árum síðari heimsstyrjaldarinnar og segir frá drenghnokka (Mumma) sem býr í Þingholtun- u.m í Reykjavík. Fátækt er enn greinileg en þó örlar á vaxandi stríðsgróða. Mummi á sér góð- an vin í leikfangasmiðnum Elí- asi og sá hefur smíðað drengn- unt leikfangabíl. Elíasi hefur þó yfirsést að hafa bílinn með laus- um palli svo hann geti sturtað eins og alvöru vörubílar. Mummi gerir sér að auki ekki grein fyrir því að Elías á sér fleiri áhugamál en lítill drengur getur gert sér í hugarlund. Hann kemst þó á snoðir um þau og með það sama umhverfist heim- urinn í augum hans. SÍMON PÉTUR FULLU NAFNI var sú stuttmynd sem áhorfendum á Listahátíð féll best í geð. Það kom ekki á óvart enda er myndin öll hin snotr- asta, snjöll hugmynd sem fylgt. er eftir með markvissu handriti og ágætri útfærslu þess. Þess má geta að hljóðið hefur verið endurunnið fyrir sjónvarps- gerðina, en það ku ekki hafa verið nógu gott þegar myndin var sýnd á Listahátíð. Erlingur Gíslason fer sjálfur með hlutverk leikfangasmiðsins Elíasar en drenginn litla leikur Freyr Ólafsson. Að auki leikur Helga Jónsdóttir stórt hlutverk. Hjálmar H. Ragnarsson gerði tónlistina, Baldur H. Jónsson kvikmyndaði og Böðvar Guð- mundsson sá um hljóðið. Myndin tekur 23 mínútur í sýn- ingu. FIMMTUDAGUR 10. nóvember Stöð 2 kl. 16.15 SAGA BETTY FORD** The Betty Ford Story Bandarísk, gerð 1987, leikstjóri David Greene, aðalhlutverk Gena Rowlands, Josef Somnier, Nan Woods. Mynd um ævi forsetafrúarinnar Betty Ford, en eins og flestum mun kunnugt átti hún í miklu stríði við Bakkus um langa hríð. Stöð 2 kl. 22.15 ÓGNIR GÖTUNNAR*** Panic in the Streets Bandarísk, gerð 1950, leikstjóri Elia Kazan, aðalhlutverk Richard Wid- mark, Jack Palance, Paul Douglas. Mynd þessi hlaut Óskarsverðlaun fyrir handrit á sínum tíma og fjallar um byssuglaða bófa sem ekki að- eins eru byssuglaðir heldur hafa líka sýkst af hættulegum smitsjúk- dómi. Læknisfræðimenntaður liðs- foringi leitar bófanna með við- eigandi spennu og eltingaleikjum. | Stöð 2 kl. 23.45 BLAÐ SKILUR BAKKA 0G EGG** The Razor’s Edge Bandarísk, gerð 1984, leikstjóri John Byrum, aðalhlutverk Bill Murray, Theresa Russel, Catharina Hicks. Endurgerð þessarar þekktu mynd- ar, en Tyrone Power var í aðalhlut- verki frumgerðarinnar. Segir frá hermanni sem ekki getur gleymt ógnum styrjaldar eftir að hann snýr heim, sem veldur því að hann yfir- gefur starf og heimili og heldur í langa leit að sannleikanum um til- vist sína. Stendur frumgerðinni nokkuð langt að baki og þykir rugl- ingslega uppbyggð. FÖSTUDAGUR 11. nóvember Stöð 2 kl. 16.00 FULLK0MIN* Perfect Bandarísk, gerð 1985, leikstjóri James Bridges, aðalhlutverk John Travolta, Jamie Lee Curtis. Fjallar um blaðamann á Rolling Stone (Travolta) sem fær það verk- efni að sóða út heilsuræktarstöðvar á prenti en verður um leið ástfang- inn af einum kennaranum (Curtis) sem einmitt átti að vera eitt af við- fangsefnum greina hans. Algjör- lega misheppnuð mynd, hvernig sem á það er litið, sérstaklega þegar Travolta og Curtis reyna að ræða saman á heimspekilegu nótunum. I ■ Stöö 2 kl. 22.10 FUR0USÖGUR* Amazing Stories Bandarísk, gerð 1987, leikstjórar Steven Spielberg, William Dear og Bob Zemeckis. Aða/h/utverk Kevin Costner o.fl. Þrjár aðskildar sögur í einni bíó- mynd, fyrst spennumynd, þá gamanmynd og síðast hrollvekja. Ríkissjónvarpið kl. 22.25 SÍÐASTA TROMPIÐ** The Jigzaw Man Bresk, gerð 1984, leikstjóri Terence Young, aðalhlutverk Michael Caine, Susan George, Sir Laurence Olivier, Robert Powell. Njósnaþriller sem segir frá fyrrum starfsmanni í bresku leyniþjónust- unni sem hefur flúið til Sovét. Birt- ist síðan skyndilega, gjörbreyttur í útliti, á nýjan leik í heimalandi sínu öllum til mikillar undrunar. Enginn veit raunverulega á bandi hverra hann er. Því miður er samspil þeirra Caines og Oliviers ekki hið sama og í SLEUTH og þess vegna er manni eiginlega sama hvorum megin njósnarinn stendur. Stöð 2 kl. 00.45 EINEYGÐIR GOSAR*** One Eyed Jacks Bandarísk, gerð 1961, leikstjóri Marlon Brando, aðalhlutverk Marlon Brando, Karl Malden, Pina Pellicier, Ben Johnson. Sálfræðilegur vestri þar sem Marlon Brando er allt í öllu. Fjallar um útlaga (Brando) sem leitar hefnda á fyrrum vini sínum sem nú er lögreglustjóri (Malden). Fallega tekin, sterk persónugerð en heldur löng. Stöð 2 kl. 03.00 REFSIVERT ATHÆFI*** The Offence Bresk, gerð 1972, leikstjóri Sidney Lumet, aðalhlutverk Sean Conn- ery, Trevor Howard. Magnþrungið drama um lögreglu- mann (Connery) sem er flæktur í eigin ímyndanir og taugaveiklun og verður fyrir því að lemja grunaðan mann til dauða. Connery þykir sýna afbragðsleik. LAUGARDAGUR 12. nóvember Stöð 2 kl. 13.35 LITTLA OJÁSNIÐ* Little Treasure Bandarísk, gerð 1985. Leikstjóri Alan Sharp, aðalhlutverk Margot Kidder, Ted Danson, Burt Lancaster. Fjallar um nektardansmær sem kemur að beði föður síns sem hún hefur ekki séð lengi. Hann liggur fyrir dauðanum, hún eyðir samt tímanum í fjársjóðsleit með undir- málsmanni. Vitleysa frá upphafi til enda. Ríkissjónvarpið kl. 21.20 í SVIÐSLJÓSINU*' I I Could Go on Singing Bresk, gerð 1963, leikstjóri Ronald Neame, aða/hlutverk Judy Gar- land, Dirk Bogarde. Söngkona (Garland) sem hpldur hefur verið á niðurleið kemur til Englands til að sækja óskilgetinn son sinn sem býr hjá föður sínum (Bogarde). Garland fer á kostum í söngatriðunum og þykir þarna sýna allt sem hún varð svo fræg fyrir á sínum tíma. Því miður varð þetta hennar síðasta mynd. Stöð 2 kl. 21.45 HÁTT UPPIII** Airplane II Bandarísk, gerð 1982, leikstjóri Ken Finkleman, aðalhlutverk Robert Hayes, Jutie Hagerty, Lloyd Bridges. Fylgdi í kjölfarið á Airplane, sem var óstjórnlega fyndin. Þessi nær ekki alveg að fylgja þeirri fyrri eftir en samt eru í henni nokkrir góðir brandarar. Rikissjónvarpið kl. 23.00 UAUUAUÁ*** Coma Bandarísk, gerð 1977, leikstjóri Michael Crichton, aðalhlutverk Genevieve Bujold, Michael Douglas, Elizabeth Ashley, Richard Widmark. Einhver stundar þann ljóta leik að drepa og stela sjúklingum ai stóru sjúkrahúsi og ungur kvenlæknir (Bujold) fær yfirmenn sína í lið með sér til að rannsaka málið. Myndin hefur flest það til að bera sem þarf, er einskonar blanda af spítalasögu, hryllingsmynd og leynilögguleik hins almenna borg- ara. Ekki eru allir þar sem þeir eru séðir í þessari mynd. í seinni tíð hefur myndin aftur komist í sviðs- ljósið vegna þess að kyntákninu Tom Selleck bregður fyrir í smá- hlutverki. Stöð 2 kl. 23.35 ÁSTARSORGIR* Advice to the Lovelorn Bandarísk, gerð 1981, leikstjóri Harry Falk, aðallilutverk Cloris Leachman, Joe Terry, Kelly Bishop, Walter Brooks, Melissa Sue Ander- son. Segir frá blaðakonu sem helur það hlutverk að svara lesendabréfum og greiða úr vandamálum lesenda. Hinsvegar gengur henni ekki eins vel að greiða úr eigin vandamálum. Allt frekar venjulegt og oftast nær það ekki meðalgæðum. Stöð 2 kl. 01.05 SAMNINGAR OG RÓMANTÍK* * Just Tell Me What You Want Bandarísk, gerð 1980, leikstjóri Sidney Lumet, aðalhlutverk Ali McGraw, Alan King, Myrna Loy. Viðskiptajöfur (King) hrekur hjá- konu sína til langs tíma (McGraw) frá sér en gerir svo hvað hann getur til að ná henni aftur. Kaldhæðnis- leg yfirstéttarkómedía sem fellur líklegast ekki öllum í geð. King þykir sýna stórleik sem viðskipta- jöfurinn og sömuleiðis Myrna Loy sem kúgaður og bældur einkaritari hans. SUNNUDAGUR 13. nóvember Stöð 2 kl. 22.30 MIÐNÆTURHRAÐ- LESTIN* * * Midnight Express Bandarísk, gerð 1978, leikstjóri Alan Parker, aðalhlutverk Brad Davis, Paul Smith, Randy Quaid, John Hurt, Mike Kellin, Irene Miracle. Stórmynd, byggð á sannsögulegum heimildum, þrátt fyrir að sannleik- urinn hafi verið annar en mynda- smiðirnir vilja láta okkur trúa. Alan Parker leikstýrir en hann á að baki jafnólíkar myndir og Birdy, Fame, Bugsy Malone, The Wall (Pink Floyd-myndin) og Angel Heart. Ofbeldisfull, grimm mynd sem segir frá ungum bandarískum jmenntaskólanema sem er handtek- inn í Tyrklandi með örlítið hass innan klæða. Hann er dæmdur í fjögurra ára fangelsi en dómurinn seinna lengdur í lífstíðardóm en mildaður aftur í aðeins þrjátíu ár. iFangelsið er ótrúlegt, niðurlæging |fanganna alger og hrottaskapur varðanna með eindæmum. Stöð 2 kl. 00.30 1941* *’A i Bandarísk, gerð 1979, leikstjóri I Steven Spielberg, aðalhlutverk Dan \Aykroyd, John Belushi, NedBeatty, Christopher Lee, Toshiro Mifune. Gamanmynd, gerð í stórkallalega stílnum, stærra er betra. Mynd sem i kostaði óhemjufé en skilaði víst jlitlu eða engu til baka. Segir frá gífurlegri ringulreið sem skapast í I Kaliforníu undir lok seinni heims- styrjaldar þegar þangað berast þau tíðindi að Japanir hyggist gera inn- rás.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.