Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 10

Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 10. nóvember 1988 SAMBANDID FÓRNAR SUÐURNESJUNUM Steingrímur Hermannsson í úlfakreppu Forsætisráðherra með kjördæminu gegn Sambandinu Steingrímur Hermanns- son forsætisráöherra er í miklum vanda staddur í þessu máli. Hann hefurverið niöurlægöur af meirihluta stjórnar byggðasjóðs. Eftir að hann hafði persónulega farið fram á við stjórnina að hún frestaði ákvörðun sinni í málinu — og að auki skrifað undir bréf af hálfu þing- manna kjördæmisins sama efnis — reyndi hann að beita áhrifum slnum innan sam- vinnuhreyfingarinnar en lík- legast árangurslaust. Vilji hans í þessu máli hefur því verið hunsaður og að auki neitaði stjórn HK að taka til- lit til beiðni þingmanna Reykjaneskjördæmis um að hún frestaði sölunni um þrjár vikur. Hann er klemmdur milli hagsmuna kjördæmis slns og gífurlegrar pressu þaðan og svo vilja Sam- bandsins í málinu. Að auki hafa hans eigin flokksmenn I stjórn Byggðastofnunar Niðurlægöur af Byggðastofnun og Sambandinu. gengio þvert á óskir hans þess efnis að afgreiðslunni yrði frestað svo svigrúm gæfist til að skoða málið. Það er því ekki að ófyrirsynju sem Steingrímur hefur látið hafa eftir sér að það þurfi að endurskoða Byggðastofnun. Karl Steinar Guðnason alþingismaður Ruddaleg afgreiðsla byggðasjóðs „Þetta er ótrúlega rudda- leg afgreiðsla af hálfu byggðasjóðs og sýnir hug manna til hagsmuna-Suður- nesjanna og þeirra sem þar búa. Við þessa afgreiðslu verðurekki unað. Við munum stefna að því með öllum ráð- um að halda þessum kvótum hér á svæðinu og getum alls ekki unað því að þetta sé frá okkurtekið. Þaðerenginn að fara fram á að peningar séu lagðir i þetta að öllu óbreyttu, enda berjumst við ekki fyrir óbreyttu fyrirkomu- lagi. Hjá okkur ráða einungis kvótasjónarmiðin ferðinni. Að þau haldist í okkar heima- byggð.“ „Við þessa atgreiðslu verður ekki unað,“ segir Karl Steinar og telur að hagsmunir Suðurnesja hafi verið gróflega fyrir borð bornir. skuldbreytingar sem áður er sagt frá varð ekki við neitt ráðið. Allt féð brann upp á einu ári. Rekstrarstaða fyrirtækisins varð mjög erfið og Ijóst að ef ekkert yrði að gert yrði fyrirtækið að öllum líkindum gjaldþrota um áramótin næstkom- andi. SÖLUHUGMYNDIR STJDRNAR HK Þegar svo var komið fór stjórn hraðfrystihússins að viðra þær hug- myndir sínar sem síðan hafa orðið að veruleika, þ.e. að skipta á togur- um félagsins fyrir togara að norð- an, Drangey. Ljóst þótti að rekstur fyrirtækisins gæti ekki gengið að öllu óbreyttu og því komu þessar hugmyndir upp. Ástæðan er ein- föld. Drangey er frystiskip að hálfu og ísfiskskip að hálfu sem breyta má í frystiskip, að vísu með nokkr- um tilkostnaði, en ljóst þótti að nokkurt reiðufé myndi fást með Drangey. Með því yrði hægt að koma fyrirtækinu á réttan kjöl, færa vinnsluna á haf út og losna við umtalsverða kostnaðarliði í landi. Hjá HK hafa unnið í landi u.þ.b. 100 manns að staðaldri. Ekki er ljóst hvaða fjárhæðir er verið að ræða um í milligjöf, en tal- ið er að kostnaður við að breyta Drangeynni í fullkominn frystitog- ara nemi milli 35 og 40 milljónum. Sem sé sömu upphæð og Skagfirð- ingar fengu úr byggðasjóði til að fjármagna kaupin. Því er svo við að bæta að mjög deildar meiningar eru um Drangey. Skipið var lengt fyrir tveimur árum og tókst ekki betur en svo að skipið var lengt í öfugan enda, þannig að vélarrúmið jókst í stað lestarrýmis. Sumir forsvarsmenn fiskvinnslu- fyrirtækja á Suðurnesjum hafa látið hafa eftir sér að Drangey sé gamalt og úrelt skip sem alltaf hafi verið vandræði með. Söluhugmyndir þessar hafa mætt mikilli andstöðu í Keflavik, reyndar um öll Suðurnes, en sú and- staða hefur ekki dugað til. Meðal annars hefur bæjarstjórn Keflavík- ur ályktað um málið og beint þeim tilmælum til HK að ræða við menn á svæðinu, sem hugsanlega vilja kaupa annað skipið, til að bjarga þannig fyrirtækinu frá stöðvun. Það er því rangt sem m.a. Stefán Valgeirsson hefur haldið Iram að Keflavíkurbær hafi sýnt málinu lít- inn áhuga, enda hefur það komið fram í samtölum PRESSUNNAR við Guðfinn Sigurvinsson bæjar- stjóra að bæjarstjórnin hefur af þessu máli miklar áhyggjur og vill gera sitt til að leysa það heima í héraði. SAMBANDSFLÉTTAN Öllum má Ijóst vera að þetta mál snýst ekki um Hraðfrystihús Kefla- víkur, atvinnu fólks þar eða neitt því um líkt. í dag skipta slík hús nánast engu máli. Það eina sem skiptir máli er kvóti skipanna og svo skipin sjálf. Með öðrum orðum: Til að forða því að togarar HK verði teknir með í gjaldþroti fyrirtækisins tryggir samvinnuhreyfingin sér áframhald- andi yfirráð yfir skipunum með því að skáka þeim norður í land. Þar með fer enginn kvóti út úr fyrirtæk- inu, færist aðeins til innan þess. Afkastagetan í landi er alls staðar fyrir hendi. Það er aðeins kvótinn sem raunverulega skiptir máli. Stjórn HK hefur reyndar sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að þetta mál komi SÍS og sam- vinnuhreyfingunni ekkert við. Skagfirðingar sjálfir eigi sín fyrir- tæki, þ.e. Fiskiðju Sauðárkróks og Útgerðarfélag Skagfirðinga. Þessi fyrirtæki eru hinsvegar hluti af frystihúsakeðju SÍS og hagsmunir þeirra fara saman. Það verður því að teljast ótrúlegt að SÍS hafi ekki haft neitt nteð þetta mál að gera, enda væri ekki annað eðlilegt en það reyndi að lappa upp á bágan Ijárhag og stöðu nteð aðgerðum sem þessunt. Forsætisráðherra staðfesti auk þess hlut Sambands- ins í þessu máli með því að kalla til forsvarsmenn þess og fá þá til að fresta afgreiðslu málsins. Sambandið er rekið með gríðar- Iegum halla og getur því engan veg- inn haldið HK gangandi, sem sömuleiðis er rekið með miklum halla. Með þessari skákun á skipum losnar SÍS við mjög erfitt fyrirtæki, HK, fær í þess stað sæmilegt út- gerðarfyrirtæki sem rekur einn frystitogara. Að auki bætist u.þ.b. 1.200 tonna kvóti við Keflavíkur- togarana með því að færa þá norður í land. Með milligjöfinni frá Skag- firðingum ætlar HK að borga allar skuldir sínar og getur þar að auki haldið áfram starfsemi og hugsan- Iega skilað einhverjum hagnaði. A.m.k. er það ætlan stjórnar HK að breytingin á Drangeynni megi ekki kosta meira en svo að skipið geti sjálft staðið undir henni. Með þess- um hætti haldast öll aflaverðmætin innan fyrirtækjakeðju Sambands- ins, kvótinn óskertur, og í staðinn fyrir að tapa öllu hlutafé sínu i HK, sem stæði sæmilega traustum fót- um eftir skipaskiptin, heldur SÍS sínu og gott betur. KAUPTILRAUNIR SUÐURNESJAMANNA Þegar eftir að söluhugmyndir HK urðu ljósar fóru menn á Suður- nesjunum af stað og reyndu að finna flöt á því að skipin gætu hald- ist á svæðinu. Gríðarleg kvótasala hefur átt sér stað frá Suðurnesjum á siðasta ári, eins og hér hefur komið fram. Að auki má nefna að á síðustu fjórum árum hefur skipa- stóll Suðurnesja minnkað úr 17.000 tonnum í 14.000 tonn á meðan skipastóll Norðlendinga hefur stækkað úr 11.000 tonnum í 25.000 tonn. Eldey, hið eins árs gamla útgerð- arfélag, sem er sameign Suður- nesjanna og þeirra sem þar búa, var eðlilega nefnt til. Enda var það stofnað með það fyrir augum að sinna hlutverki sem þessu; að kaupa skip á svæðinu sem væru til sölu og halda aflaverðmætunum þar með á Suðurnesjum. Hugmynd Eldeyjar með því að kaupa annan togara HK var að fyrirtækið gerði sjálft út skipið, en um leið var þeim mögu- leika haldið opnum að ná samning- um við HK um að skipið legði hluta af afla sínum upp í frystihúsinu en hluta á Fiskmarkaði Suðurnesja. Eldey hefur hinsvegar frá stofn- un notið lítillar velvildar í kerfinu og hefur ónóg fyrirgreiðsla staðið fyrirtækinu fyrir þrifum það sem af er. Eldey sótti um 100 milljóna króna lán til byggðasjóðs til að kaupa annað skipið, en sú beiðni fékkst ekki afgreidd. Þótti reyndar undarleg, en Jón Norðfjörð, stjórn- arformaður Eldeyjar, sagði að hún hefði verið sett fram meira til að gera mönnum ljóst hversu alvarlegt mál væri hér á ferðinni. Stjórn byggðasjóðs afgreiddi hinsvegar beiðni Skagfirðinga um 35 milljóna króna lán til að kaupa Keflavíkurtogarana. Þingmenn Reyknesinga skrifuðu byggðasjóði bréf og fóru þess á leit að afgreiðslu málsins yrði frestað, en það var ekki samþykkt. Fulltrúar Framsóknar- flokksins, Ragnar Arnalds, sem er þingmaður Norðurlands vestra, og Stefán Valgeirsson, greiddu at- kvæði gegn frestun og samþykktu að lána féð norður í land. Þessi nið- urstaða er reyndar í samræmi við aðra fyrirgreiðslu byggðasjóðs við Eldey, en hún hefur verið afar lítil og reyndar segja Suðurnesjamenn að það hafi verið með endemum hvernig Suðurnesin hafa verið sett til hliðar í gegnum tíðina af hálfu sjóðsins. Jón Norðfjörð sagði að hann teldi að með gjörðum sínum í þessu máli hefði byggðasjóður farið út fyrir verksvið sitt og alls ekki tekið tillit til byggðasjónar- miða. „Hér er pólitísk fjárveiting á ferðinni og slíkt gengur ekki í hags- munamálum sem þessum. Ég vil taka undir með forsætisráðherra um að það sé tímabært að endur- skoða stofnunina og starfshætti hennar.“ FLEIRI AÐILAR - FLEIRI TILRAUNIR En tilraunum Eldeyjar til að fá skipið var ekki lokið þar með — samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR reyndi fyrirtækið að kaupa SÍS út úr HK en fékk neitun við þvi tilboði. Þá reyndi Eldey að bjóða fram að gerast meðhluthafi, en því var einnig neitað. Jón Norð- fjörð, forstjóri Eldeyjar, vildi meina að HK væri þrátt fyrir allt ekki svo illa statt að til þessara ör- þrifaráða þyrfti að grípa. Hann taldi möguieika á að reisa fyrirtæk- ið við ef fleiri kæmu inn sem hlut- hafar, því það væri fyrst og fremst skuldastaðan sem væri fyrirtækinu erfið. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hafa fleiri hugsað sér til hreyfings í þessu máli. Fyrirtækið Valbjörn í Sandgerði hefur sýnt áhuga á að kaupa annan togarann og talið er líklegt að formlegt kaup- tilboð berist af hálfu fyrirtækisins á næstu dögum, þó svo skipin séu ekki á söluskrá. Þá má og nefna fyrirtækið íslenskan gæðafisk í Njarðvík, sem rekur m.a. frystihús, en þar á bæ hafa menn sýnt því áhuga að taka þátt í kaupum á öðru skipinu. Að sögn Jóns Norðfjörð myndi Eldey ekki keppa við aðila á svæðinu um skipið. Þvert á móti myndi það reyna að styðja við bak- ið á þeim sem hefðu áhuga á að eignast annað skipið. Hann sagði ennfremur að Eldeyjarmenn ynnu að þessu máli með hagsmuni HK og svæðisins í huga og þeir væru hreint ekki sammála SÍS um að verið væri að gera HK gott með þessum skipa- skiptum. „Við trúum enn á Iausn,“ bætti.Jón við. SÁRT ENNI SUÐURNESJAMANNA Málið er því afgreitt, að því er virðist. Skipaskiptin hafa verið samþykkt. Byggðasjóður mat mikilvægara að lána Skagfirðing- um en Suðurnesjamönnum og jafn- vel ósk forsætisráðherra um frestun þar til lausn yrði fundin var synjað. Bæði af Sambandinu og byggða- sjóði. Byggðasjóður samþykkti sem sagt að lána einu fyrirtæki innan frystihúsakeðju Sambands- ins fé til að kaupa skip annars húss innan sömu keðju. Væntanlega eru Sambandsmenn hæstánægðir með þá fyrirgreiðslu. Eftir stendur skákun á skipum, kvótinn helst innan SÍS-fyrirtækja, gífurlegt verðmætatap Suðurnesja- manna, um 8.000 tonna kvóti af ferskum fiski upp úr sjó tapast. Á móti kemur auðvitað kvóti Drang- eyjar, en hann fer að sjálfsögðu ekki til vinnslu í landi. Talið er að aflaverðmæti Aðalvíkur og Berg- vikur liggi á bilinu 180—260 milljónir á ári, þannig að hér er um gífurlegar upphæðir að ræða. Að auki bætast við þetta 100 atvinnu- lausir Keflvíkingar. Kvóti tveggja skipa fer frá Keflavík og í staðinn kemur eitt skip með einn kvóta. Verðmunurinn á þessu fer til að greiða niður skuldir HK, sem gerir sér reyndar vonir unt að kaupa skip innan fárra ára, þegar erfiðasti hjallinn verður að baki. Þrátt fyrir tilraunir Steingríms og annarra þingmanna Reykjanes- kjördæmis — raunar allra Suður- nesjamanna sem vettlingi geta valdið — virðast hvorki kaupendur né seljendur geta hugsað sér að draga kaupmálann til baka, taka því meira að segja illa að fram- kvæmd hans verði frestað um fáar vikur. Það er því fátt sem bendir til að Keflavíkurtogararnir haldist í bænum. Sambandið lék. Suðurnesin töpuðu. ■

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.