Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 4

Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 10. nóvember 1988 litilræði Af ho-he Hafiöi tekiö eftir því — góöir hálsar, aö þaö ereinsog enginn sé að hugsa um póli- tík þessa dagana. Allir að hugsa um eitthvað annað. Oft hefur fálæti fólksins og fjölmiðla ver- iö mikið hvaö varöar umsvif Alþingis, en aldrei einsog núna. Og samt situr löggjafarsamkundan á rök- stólum, önnum kafin viö aö leysa aösteöj- andi vanda, vænka þjóðarhag og fjalla um þau stórmál sem oröið geta til að skipta sköpum um örlög fólksins í þessu guös- blessaða landi. Forgangsmál einsog þau, hvort þing- menn eigi, átölulaust, aö fá aö skróþa á þingfundum þegar þeir nenna ekki að hangaáþinginu, eöa þegar þeir vilja úthluta öörum mönnum meö aðrar skoðanir atkvæöinu sínu. Hvernig sem á því stendur er einsog fólk- inu og fjölmiðlunum sé orðið hjartanlega sama, hvaö veriö er aö sýsla í þinghúsinu. Og skrópasýki þingfulltrúanna láta allir sér létt í rúmi liggja. Tómlætið er ríkjandi. Afturámóti hafa aðrar fréttir af ööru þing- haldi veriö á útsíöum dagblaðannadag eftir dag aö undanförnu. Þettaeru fréttiraf landsþingi Landssam- bands hestamannafélaga. Enginn tekur eftir því aö Jón Baldvin er um þessar mundir aö lóga Borgaraflokkn- um meö því aö bjóöa Albert aö vera sendi- herra í París. Allir eru hinsvegar, dægrin löng, að hug- leiða hvaöa graðhestar séu á setjandi til undaneldis og hverjireigi aö fara í pækilinn. Og blóöug illindi milli skagfirðingaog ey- firöinga, útaf þarfasta þjóninum og því hvar réttast sé að ferfætlingar hittist á næsta landsmóti, þykja bæöi fréttnæmari, skemmtilegri, já og spaugilegri en umsvif tvífætlinga á löggjafarsamkundunni. Og nú verður mönnum á aö spyrja sem svo: Hvernig má það vera aö félagsleg umsvif hrossaprangara og meramanga vekja meiri athygli en störf hins háa Alþingis? Hvernig stendur á því aö handhafar þarf- asta þjónsins eru vinsælli en handhafar valdsins? Svarið eref til vill fólgiö í þeirri staöreynd aö í hestamönnum og þörfustu þjónum þeirra endurspeglast allt þaö besta, feg- ursta og tilkomumesta í fari íslensku þjóö- arinnar. Þegarþeireru ekki hlæjandi eru þeirgrát- andi. Þegar þeir eru ekki í djúpum faðmlög- um og atlotum, meö tilheyrandi kjassi og kossum, eru þeir í blóðugum slagsmálum og þegar söngur þeirra hljóönar tekur viö annar skarkali af öörum toga. Þegar þeir eru ekki aö kaupa eru þeir aö selja. Og þaö veit guö (og ég af eigin raun), aö þegar þeir eru ekki fullir eru þeir edrú. Þegar hestamenn deila eru þaö ekki skoöanaskipti, heldur heimsstyrjaldir. Taliö er aö Flugumýrarbrenna hafi veriö einsog notalegur mömmuleikur undir sæng í samjöfnuöi viðeldinn sem geisarút- af því aö ákveðið hefur veriö aö skagfirðing- ar fái aö halda næsta landsmót hestamanna en ekki eyfirðingar. Aöalmáliö sem lá fyrir nýafstöönu lands- þingi Landssambands hestamanna var aö kjósa formann, sem líklegur væri til aö bera klaeði á vopnin og vera friöarboði. Ágætur maður var í framboöi, Kári Arn- órsson, en ekki meö öllu víst að hann næöi kjöri. Þegar hinsvegar stórfrétt birtist á bak- síöu DV, aö Kári væri potturinn og pannan í öllum illindum meöal hestamanna, varhann umsvifalaust kosinn rússneskri kosningu og mótatkvæðalaust. Þaö er nefnilega staöreynd aö hesta- menn vilja hafa líf í tuskunum. Aö þessu landsþingi hestamanna af- stöönu finnst mér rétt aö rifja upp í örfáum orðum og til gamans hvernig landssam- bandiö varö til. Þaö var í upphafi síöari heimsstyrjaldar- innar aö Jónas heitinn frá Hriflu veitti því athygli aö bændurvoru sífellt aö farasérað voöa, veltandi sauödrukknir af sláttuvélum og öörum manndrápstækjum, sem þeir höföu spennt kvika, fjörmikla og fælna gæöinga fyrir. Jónas kallaði Gunnar Bjarnason, sem þá var — einsog í dag — uppá sitt besta og setti honum þaö fyrir aö sporna við fækkun bænda með því aö rækta upp klunnalegt, þungt og latt vagnhestakyn. Húðarjálka. Gunnar tók þessu vel og mun þetta vera taliö upphaf skipulegrar hrossaræktar á ís- landi. Nú segirsagan aö ráöherrann hafi komiö aö málefnum hestamanna og sagt (svo vitn- aö-sé í ritaöar heimildir): — Þettaeru siölausirmenn og fyllibyttur og gersamlega óviöráöanlegir, en það er í þeim svo mikiö listeðli aö eiginlega þyrfti aö spyrða þá saman og virkja í þeim náttúru- kraftinn. Og þetta varö til þess að Landssamband hestamanna var stofnaö. Mér kemur eiginlega helst í hug aö af- stöönu Landssambandsþingi hestamanna, aö gaman gæti veriö aö reyna aö virkja nátt- úrukraftinn í fulltrúum þjóöarinnará Alþingi íslendinga. En þá kemur uppí hugann vísuparturinn: — Það virkjar enginn það sem ekki er til. PRESSU MOLAR I auglýsingu frá Ferdamiðstöð- inni, sem birtist í Morgunbiaðinu fyrir skömmu, mátti sjá auglýstar ævintýralegar helgar- og þriggja- dagaferðir til Egyptalands og ísraels á enn ævintýralegra verði, 10—11 þúsund kr. Margir hugsuðu sér því gott til glóðarinnar aö kom- ast til að sjá pýramída og pílagríma- staði fyrir ólíkt lægra verð en hinar vinsælu verslunarferðir fóru á. Ferðaskrifstofan hafði varla við að anna símhringingunum frá ferða- glöðum íslendingum, sem sáu loks- ins fram á að langþráður drauntur rættist um að fara á framandi slóð- ir. Þeir hinir sörnu urðu því fyrir æði miklum vonbrigðum þegar upplýstist að Morgunblaðinu hefðu orðið á mistök i auglýsingargerð- inni og sleppt úr mjög veigamiklúm þætti. Það var yfirskriftin: Ævin- týralegir ferðamöguleikar frá Kýp- ur... c ^^jónvarpsbingó Styrktarfélags Vogs hefur verið lagt niður, a.m.k. fram að áramótum. Frá því í haust hefur bingóið verið spilað í þættin- um Þurru kvöldi á Stöð 2, en ekki hefur tekist að laða að þann fjölda þátttakenda sem til þarf svo tekjur verði viðunandi. SÁÁ-menn eru sagðir ætla sér að lagfæra fjáröfl- unaraðferðina áður en bingóið byrjar aftur... fl^al um erfiðleika Sambandsins er farið að hljóma eins og rispuð grammófónsplata. Munurinn er kannski sá, að blæbrigðin eru ei- litlu meiri. Nú heyrist að skipa- deildin hafi skipað sér kirfilega á tossabekkinn, því samdráttur í flutningum til landsins samfara harðindununt í efnahagslífinu hefur gert reksturinn mjög þungan. Við bætist að dregið hefur úr freð- fiskframleiðslu á Bandaríkja- markað, sem þýðir að Jökulfellið, sem verið hefur í þeim flutningum, siglir nú hálftómt til landsins og frá... L ■ ugmyndir um að brjóta SÍS- veldið upp í einingar og hlutafélög nýtur mismikillar hylli meðal ráða- manna í fyrirtækinu. Hugmyndin kemur frá nefnd sem Valur Arn- þórsson stjórnarformaður stýrir og gengur mun lengra en hugmyndir Guðjóns Ólafssonar forstjóra. Það var kannski ekki við því að búast að þeir yrðu sammála um grundvallar- breytingar. í vor hafði Guðjón lagt það til á fundi framkvæmdastjórn- ar og ýmissa sérfræðinga sem hald- inn var á Selfossi, að deildir SÍS yrðu gerðar mun sjálfstæðari. Það að splundra fyrirtækinu upp í hlutafélög mun ekki hafa verið inni í myndinni á þeim fundi, enda ljóst að forstjórinn missti þar með ítök sín og völd í samvinnuhreyfing- unni. Margir lita því á tillögur Vals og félaga sem aðför að Guðjóni. Forstjórinn mun hins vegar ekki hafa alltof sterka varnarstöðu þar sem Sambandið er talið tapa 65 milljónum á mánuði. Það hlýtur að vera auðveldara að réttlæta róttæk- ar breytingar þegar svo er komið... L ■ Hrafn Gunnlaugsson, dag- skrárstjóri sjónvarps og kvik- myndaleikstjóri, hefur verið ötull við að auglýsa mynd sína „í skugga Hrafnsins“ á Norðurlöndum ný- verið. Það er þó greinilegt að dag- skrárstjórinn hefur einnig hugsað um hag myndarinnar á íslandi. A.m.k. mun systir leikstjórans, Tinna Gunnlaugsdóttir, sem leikur eitt aðalhlutverka myndarinnar, vera Maður vikunnar næsta laugar- dag í sjónvarpinu. Sjónvarpið ntun hafa haft sérstakan viðbúnað við gerð þessa þáttar og vandað sér- staklega allan undirbúning...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.