Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 24

Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 10. nóvember 1988 bridge Prósentur eru ékki allar þar sem þær eru séðar. Segjum að þú eigir ÁK8765 á móti G109 og ætlir að fá alla slagina á litinn. Þú tekur á ás, báðir með, ferð síðan inn í borð á hliðarlit og spilar gosa; hægri- handarandstæðingur fylgir lit með lágu spili. Þú átt úr vöndu að ráða. Á að svína eða fella drottninguna fyrir aftan? Það er litið sem greinir á milli en stundum ráða aðrar taktískar ástæður valinu: ♦ Á87 ¥G109 ♦ G876 *G97 ♦954 V D43 ♦ D32 •í»ÁK62 ♦ KD2 VÁK8765 ♦ Á109 ♦4 ♦ G1063 V2 ♦ K54 ♦D10853 S gefur, allir á og opnar á 1- hjarta. 1-grand í norður. Síðan er fullmikið á spilin lagt með 3-hjört- um og hækkun í fjóra. Vestur spilaði út laufás og -kóngi. Suður trompaði, lagði niður tromp- skák OMAR SHARIF ás og reyndi síðan kóng. Þegar vestur reyndist eiga tromp- drottninguna valdaða virtist lítill skaði skeður. Suður hirti spaða- slagina, endaði í blindum og svín- aði tígli. Vestur lekk slaginn, tók á trompdrottningu og spilaði sig út með laufi. Vörnin beið síðan eftir öðrurn tígulslag. Einn niður. Það er betri spilamennska að reyna ekki að fella trompdrottningu í 3. slag og spila smáu trompi þess í stað. I 2—2-legu tapast að vísu ónauðsynlegur slagur en á móti vinnst að nú eru tvær innkomur í borð og hægt að tvisvína í tíglinum; 75% vinningslíkur í stað 50% þegar trompið er toppað. (Glöggir lesendur sjá væntanlega að fyrri íferðin gefur yfir 60% vinn- ingsmöguleika: trompið 2—2 plús tígulhjón: Kx/Dx : K/D í austur — þýð.) Manntafl í sunnanverðri Evrópu Af þeim leiðum manntaflsins frá Asíu og Afríku til Evrópu sem nefndar voru hefur leiðin um Spán líklega verið greiðust og mikilvæg- ust. Márar náðu fótfestu á Spáni á 8. öld, réðu þar lögum og lofum næstu sjö aldir og mótuðu mjög spænska menningu. Um það ber margt vitni á vorum dögum, ekki síst glæsilegar hallir og mannvirki er enn standa. Og manntaflið hafa márarnir flutt með sér. Á spænsku heitir skák axedrez, síðar ritað ajedrez og giska menn á að það sé komið úr arabísku: asj sjatranj, þar sem asj myndi vera greinir. Og á spænsku heitir biskupinn enn alfil, en það er greinilega arabíska: al fil, fíllinn. Á Spáni hefur biskupinn því ekki útrýmt fílnum þrátt fyrir mik- ið klerkaveldi. Elsta rituð heimild um skák í Evrópu er spænsk erfðaskrá frá ár- unum milli 1000 og 1010. Þar ánafnar spænskur greifi í Urgel i Katalóníu kirkjunni taflmenn sem væntanlega hafa verið miklir kjör- gripir úr því þeirra er sérstaklega getið í erfðaskránni. Önnur spænsk erfðaskrá, sem varðveitt er á safni í Barcelona, fjallar einnig um tafl- menn sem kirkjunni eru gefnir. Annars kemur stundum fram að kirkjan er andvíg skáktafli. Það var komið frá heiðingjum og oft var fé lagt undir þegar teflt var, og hefur taflið þá verið sett á bekk með öðr- um fjárhættuspilum. Elsta skákbók í Evrópu er líka spænsk, gefin út árið 1283 að boði Álfons konungs vitra, og glæsilega úr garði gerð með fögrum mynd- skreytingum. Spánverjar gáfu þessa bók út að nýju árið 1972, en ekki var á hvers manns færi að eignast þá útgáfu, eintakið mun hafa kostað 5000 dollara. í bókinni er einnig gerð grein fyrir kotru og fleiri leikj- um sem Ieiknir eru á borði. Þar eru á annað hundrað skákþrautir, flest- ar í stíl araba, en nokkrar nýtísku- legri. Ætli sé ekki rétt að líta á tvö dæmi úr þessari bók: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON Hér er það svartur sem á leik og hann á að máta í þriðja leik. Lausnin er 1-Hxe3 2 c5 + Ke6 3 Ke8 Hc8 mát. Enn á svartur leik og hann á að máta í þriðja leik. En hér eru sett aukaskilyrði: Hann á að leika sín- um manninum í hverjum leik og máta hvíta kónginn á d2. Lausn þessa dæmis er 1-Hxc3 2 Kdl Kf2 3 Kd2 Hfd3 mát. í næstsíðasta þætti var sagt að ís- lendingar virtust einir þjóða eiga sögnina að tefla, aðrar þjóðir not- ast við orð sem merkir að leika (spilla, spielen, play o.s.frv.) Til mín var hringt vestan af Vest- fjörðum til að leiðrétta þetta. Fær- eyingar eru hér í sama báti og við, hjá þeim heitir sögnin að telva. Þetta átti ég reyndar að vita en mundi ekki eftir því í svipinn þegar ég skrifaði þáttinn. Annars mun orðið tafl einnig finnast í fornum dönskum kvæð- um, en frændur okkar Danir hafa glatað þessu góða orði í rás tímans. ■ krossgátcm 5 10 15 Pressukrossgáta nr. 7. Skilafrestur er til 23. nóvember og er utaná- skriftin eftirfarandi: PRESSAN — krossgáta nr. 7, Ármúla 36, 108 Reykjavik. Verðlaunin eru að þessu sinni bók hins færeyska sagnameistara Williams Heinesen, TÖFRALAMP- INN, sem út kom hjá Forlaginu 1987. Þorgeir Þorgeirsson þýddi bókina af sinni alkunnu snilld, en hann hefur þýtt flestar af bókum Heinesens á undangengnum árum. Það verður enginn svikinn af Heinesen; þrátt fyrir að hann sé hálfníræður er hann enn sem fyrr undursamlegur i sagnagerð sinni, fléttar saman veruleika og draum og lætur himinhvolfið loga af frásögnum. Dregið hefur verið í PRESSU-krossgátu nr. 5 og kom upp nafn Ingibjargar Guðmundsdóttur, Foss- heiði 15, Selfossi. Hún fær senda bókina Drekktu vín — lifðu lengur — lifðu betur, sem Tákn sf. gaf út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.