Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 8

Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 1. desember 1988 VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonanson Ritstjóri Jónína Leósdóttir Fréttastjóri Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, slmi 68 18 66. Setning og umbrot: Filmur og prent. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuöi. Áskriftargjald: Pressan og Alþýöu- blaöiö: 800 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 100 kr. eintakiö. 70 ára fullveldi í dag eru liðin 70 ár frá því að þjóðin öðlaðist fullveldi og varð sjálfstætt ríki. Þessara merku tímamóta er lítt minnst í þjóðlífshringiðunni. Meira fer fyrir fimm ára popprásarafmæli í umræðu dagsins og raunar virðist þjóðin yfirleitt kæra sig kollótta um þessi tímamót í sögu sinni. í útvarpsþætti var fólk á götunni spurt hvort það vissi hvað gerðist hér á landi þann 1. desember 1918. Fæstir áttu svar við því. Það er kannski ekki að furða þar sem þessum viðburði í sögu þjóðarinnar er ekki haldið á lofti eins og vera ber. Þá var þó stærsta áfanga náð í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar þrátt fyrir að landið heyrði enn um sinn undir danska konungdæmið og Danir hefðu utanríkismálefni íslands á sinni könnu um skeið. Lýðveldisstofnunin á Þingvöllum árið 1944 markaði formlegan aðskilnað ríkjanna tveggja og þá var stjórn- skipulag ríkisins nýja formlega sett í stjórnarskrá. Fyrir 70 árum varð ísland hins vegar frjáls og fullvalda þjóð. Það var merkur viðburður eftir langa baráttu. Þess ber að minnast — ekki síst á síðustu tímum þegar sjálfstæði þjóðarinnar virðist komið undir því að opna upp allar gáttir til Evrópu. Að vera góður við sjálfan sig Það hefur líklega aldrei verið manninum jafnnauð- synlegt og nú að sýna.ákveðni og gæta þess, að aðrir gangi ekki á rétt hans. Það sýnir sig líka að í hinum vestræna heimi seljast bækur um ákveðniþjálfun eins og heitar lummur og aðsókn á námskeið um sama efni er með ólíkindum. Að einhverju leyti tengist þessi þörf fyrir ákveðni breytingum á stöðu kvenna á síðustu ára- tugum. Konur hafa flykkst á vinnumarkaðinn og rekið sig þar unnvörpum á þá köldu staðreynd, að lærdómur- inn úr föðurhúsum gildir ekki á þeim vettvangi. Sam- kvæmt gömlu uppeldiskenningunum áttu stelpur nefni- lega að vera sætar og góðar og umfram allt að gera nákvæmlega það, sem þeim var sagt — og ekkert múður. Slíkur boðskapur er hins vegar ekki gott veganesti út á vinnumarkaðinn, eins og fjöldi kvenna hefur uppgötvað á áþreifanlegan hátt. Það eru þó ekki eingöngu miðaldra konur, sem skortir ákveðni. Af og frá. Fólk, sem á við þetta vanda- mál að stríða, er af báðum kynjum og á öllum aldri — enda getur vandinn brotist út með ýmsu móti. Sumir eiga t.d. erfitt með að brjótast undan valdi foreldranna, löngu eftir að þeir ættu að vera farnir að lifa sjálfstæðu og óháðu lífi. Aðrir láta makann kúga sig. Þora tæpast að hafa álit á nokkrum sköpuðum hlut, hvað þá að taka sjálfstæðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Enn aðrir þjást af skoðanaleysi og voga sér aldrei að leggja neitt til málanna fyrr en viðmælandinn hefur gefið „línuna“. Og svo eru þeir, sem hafa lítið sem ekkert sjálfsálit og finnst allir aðrir hafa meiri rétt en þeir sjálfir. Þannig mætti sjálfsagt lengi telja... Sem betur fer eru þó sífellt fleiri að gera sér grein fyrir því, að sjálfselska er ekki ljótt orð. Manni verður að þykja vænt um og vera svolítið góður við sjálfan sig — án þess þó að það fari út í einhverjar öfgar. Sjálfstæði einnar persónu má auðvitað aldrei vera á kostnað fólks- ins í kringum hana, enda hafa frekja og yfirgangur aldrei verið eiginleikar, sem æskilegt væri að menn ræktuðu með sér. Það er hinn margumræddi gullni meðalvegur, sem gildir! Með (áfengis)lögum skal land byggja Má ég bjóða þér tíu dropa, Ólafur minn? hin pressan „Þótt þetta séu gamlar bikkjur, sem ekið er á, eru þetta venjulega öndvegis gæðingar þegar dauðir eru.“ — Lögreglumaður á Selfossi I DV vegna mikilla ákeyrslna á hross á vegum úti. „Ég ætlaði mér aldrei að koma nálægt þessu en einhvern veginn atvikaðist það þannig að þegar pabbi dó tók ég smám saman við.“ — Davíð Ósvaldsson útfararstjóri i samtali við Morgunblaðiö. „Ég er kiofin A-manneskja. Ætli ég láti ekki Alþýðuflokkinn fá atkvæði mitt núna.“ — Ummæli konu i Reykjavík i DV. „Það voru skráðar persónu- legar lýsingar á drykkju starfs- manna utan vinnu og athuga- semdir um mætingar og allar ákúrur sem starfsmenn fengu.“ — Jðhannes F. Jóhannesson, trúnað- armaður Hraöfrystihúss Dýrfirðinga, um svarta bók verkstjóra frystihússins í viðtali við DV. „Þaö má vera aö eitt orð hafi veriö ósatt i henni en að í henni hafi verið einhverjar persónulegar lýsingar á drykkju fólks úti i bæ get ég ekki samþykkt." — HalldórTryggvason, frystihússtjóri á Þingeyri, varðandi svarta bók um starfsfólkið, i viðtali við DV. „Ég held að ástæða þess hve vel Steingrimi gengur að ná til al- mennings sé sú aö fólk hefur á til- finningunni að hann sé að segja þeim sannleikann, hann sé ekki aö leyna neinum staðreyndum.“ — Edda Guðmundsdóttir forsætis- ráðherrafrú um vinsældir Steingrims i DV. „Ef ég tæki fullt mark á skoð- anakönnunum væri ég ýmist að hlæja eða gráta.“ — Bryndis Schram utanrikisráðherra- frú um vinsæidir Jóns Baldvins. „Eg þarf oft að berja i borðið því margiregótripparar eru hérinnan- húss.“ — Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, i viðtali við DV. „Við höfum ekki ekki fólkið á bak við okkur til að fara í að- gerðir.“ — ÁsmundurStefánsson, forseti ASI, í Þjóðviljanum um þing Alþýðusam- bandsins. „Sverrir verður að taka mark á mér!“ — Ólafur Ragnar Grímsson um andi vaxtalækkanir banka, fyrirsögn í ummæli Sverris Hermannssonar varö- Tímanum. „Hvað gerir maður við áfengi? Maður drekkur það og maður veitir það. “ — Magnús Thoroddsen, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, um áfengiskaup sin I DV. „Ég býst viö að þeim verði eitt- hvað breytt, en ég á nú von á því að menn muni áfram taka á móti gestum í islensku samfélagi eins og við höfum gert frá aldaöðli" — HalldórÁsgrimssondómsmálaráð- herra ( Timanum varðandi reglur um áfengiskaup. „Mér þykir afar illt aö heyra að Arnarflug skuli eiga i þessum erfiðleikum, ég tel að fyrirtækið sinni hér á ýmsan hátt mjög mikil- vægu hlutverki." — Steingrimur Hermannsson for- sætisráðherra um rekstrarörðugleika Arnarflugs í samtali viö Alþýðublaðið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.