Pressan

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 23

Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 1. desember 1988 23 sjúkdómar og fólk Höfuðverkurinn hans Sigursveins Eru allir lœknar eins? Auðvitað eru ekki allir læknar eins, frekar en allir pípulagningar- menn eða trésmiðir. Stundum gleymir fólk þessu og dregur alla lækna undir einn hatt og alhæfir út frá reynslu sinni af einhverjum ein- um. Læknar sjálfir falla iðulega í þessa gildru og tala um stétt sína eins og samstæðan sammála hóp, þar sem allir hugsa og hegða sér eins. Slíkir menn segja á tyllidög- um, að læknar verði að standa sam- an og taka ákveðna afstöðu til til- tekinna mála. Þegar slíkar ræður eru fluttar sé ég í hillingum órofa, samhenta fylkingu lækna sem vinn- ur einhuga að öllum góðum málum sem efla heilbrigði, langlífi og góða líðan. En læknar eru ekki svona heild heldur ólíkir einstaklingar, sem stefna að ólikum markmiðum í lífi og starfi. Bækur, bíó og sjónvarp Læknar í bókmenntum, kvik- myndum og sjónvarpi eru heldur ekki eins. Af frægum læknum úr bókmenntaheiminum má nefna t.d. dr. Watson, þennan kjánalega og barnalega aðstoðarmann Sherlocks Holmes. Annar frægur læknir úr heimi bókmenntanna er dr. Jekyll, sem var í stöðugum hlutverkaskipt- um við herra Hyde. Þeir Watson og Jekyll voru mjög ólíkir menn. A sama hátt má tala um læknana úr heimi sjónvarpsins, drykkfelldu læknarnir úr MASH eru mjög ólík- ir lækninum dr. Kimble sem í ótal sjónvarpsþáttum leitaði í örvinglan að einhentum morðingja konu sinnar. Læknarnir úr heimi kvik- myndanna eru ólíkir, í kúreka- myndum eru læknarnir annaðhvort drykkfelldir, svikulir ógæfumenn eða föðurlegir eldri menn sem allur bærinn elskar. Læknar raunveru- leikans eru líka mjög ólíkir og sér- hæfingin innan læknisfræðinnar hefur bætt um betur. Beinalæknar og geðlæknar eru oft ólíkir hver öðrum. Þá er bæði um ákveðinn grundvallarmun að ræða á mönn- um svo og á sérgreinunum. Vegna þess hversu ólíkir læknar eru geta menn fengið mismunandi af- greiðslu á mörgum málum eftir læknum sem talað er við. Sumir gefa aldrei ákveðin lyf en aðrir taka strax upp pennann og skrifa upp á. ÓTTAR GUÐMUNDSSON LÆKNIR Sigursveinn og höfuðverkurinn Sigursveinn K., frændi minn, hefur verið hjá mörgum Iæknum um dagana og ég kími alltaf, þegar hann talar um Iæknastéttina eins og einn mann. Hann er með óljósan höfuðverk, sem hann hefur leitað til Iækna með um árabil. Sigur- sveinn er stressaður riðvaxinn ýtu- stjóri á miðjum aldri sem vinnur alltof mikið. Hann fær alltaf öðru hvoru mikil höfuðverkjaköst, sem liggja eins og band eða belti um höfuðið. Þá leggst hann stundum í rúmið og vill sig ekki hræra í nokkr- ar klukkustundir heldur liggur bölvandi og ragnandi á skítugum ljósbláum hlýrabol og alltof litlum gulleitum nærbuxum, étur magnyl og segist vera að deyja. Ég hef stundum komið til Sigursveins í slikum köstum fyrir sakir frænd- semi, en yfirleitt reynt að vísa hon- um til einhverra annarra Iækna til að flækja ekki um of samband okk- ar sem spilltist mjög þegar ég keypti af honum vondan bíl hérna um ár- ið. Margir lœknar Þeir eru ófáir læknarnir sem hafa reynt að lækna Sigursvein. Heimil- islæknirinn sagði honum strax, að þetta væri streita og spenna og hann yrði að hafa hægara um sig, ekki vinna svona mikið og lifa reglusam- ara lífi. Hann hefur ekki talað við heimilislækninn sinn síðan og lýsir honum alltaf sem „helvitis mjó- róma fífli og rindli", enda segir eng- inn hans frænda mínum hvernig hann á að lifa lífinu. Einhver vinnu- félagi Sigursveins vísaði honum þá á ágætan taugasjúkdómalækni. Sá læknir skoðaði Sigursvein gaum- gæfilega með tilliti til krafta í útlim- um, viðbragða og snertiskyns. Hann sendi hann síðan í heilalínurit og sneiðmyndatæki. Sigursveinn misskildi flest sem þessi læknir Vopnafjarðarstjörnur Fleiri frægir frá Vopnafirði en Linda Á Vopnafirði, fiskiþorpi á norðausturhorni landsins, bjuggu fyrir réttu ári 932 manns, 435 konur og sextfu og tveimur fleiri karlar. Svo sem enginn smástaöur leng- ur, en mörg byggðarlög landsins státa þó af talsvert fleiri ibúum. Hins vegar á Vopnafjörður fleira af þekktu fólki en margt stærra byggóarlagið á landinu. Fyrst skal þar fræga telja Fröken heim 1988, Lindu Pétursdóttur. Hún er reyndar ekki innfædd. Hús- víkingar gera einnig tilkall til hennar. En áVopnafiröi hefur hún búið síðustu ár. Og telst þvl með Vopnfirðingum. Rétt eins og við teljum á góðri stund Sovétmanninn Vlad- imir Ashkenazy til íslend- inga. Tveir kunnir tónlistarmenn komafráVopnafirði. Annarer söngvarinn og bassaleikar- inn Pálmi Gunnarsson. Hinn heitir Nikulás Róbertsson. Hann lék með mörgum þekktustu dægurhljómsveit- um landsinsog hefurað und- anförnu spilað á dansiböll- um víða um land með hljóm- sveit Birgis Gunnlaugsson- ar. Allnokkrir gengnir lista- menn voru fæddir á Vopna- firði. Þar má nefna Gunnar Gunnarsson rithöfund og einnig minnti viðmælanda Pressunnarað Björgvin Guö- mundsson tónskáld væri þaðan. Kristján Fjallaskáld var hins vegar aðfluttur, eins og Linda, og bjó síöustu ár ævi sinnar á Vopnafirði. ■ - Á.T. sagði, enda lýsti hann honum sem „stamandi bjána“. Sigursveinn fékk þá flugu hjá þessum lækni að hann væri með heilaæxli eða eitthvað þaðan af verra. Niðurstöður allra rannsóknanna voru eðlilegar og læknirinn sagði Sigursveini það. Hann brást þá ókvæða við og fannst helvíti hart, að enn einn læknirinn segði, að hann væri stressaður og spenntur. Upp úr þessu fór hann til lyflæknis sem sendi hann í hjartarit og lungna- mynd. Sigursveinn var hrifnari af þessum lækni en hinurn tveimur, enda minntist hann ekki á stress eða vinnuálag en sagði Sigursveini að hann hefði eðlilegt hjarta og blóð- þrýsting eins og ungbarn. Sigur- sveinn varð glaður við þessar fréttir en jafnnær hvað höfuðverkinn varðaði. Beinalœknirinn og hálsiiðirnir Hann fór næst til beinalæknis vegna þess að einhver hafði lesið um það í dönsku kvennablaði, að húsmóðirin Rigmor Jeppesen i Næstved á Sjálandi hefði verið með stöðugan höfuðverk eins og Sigur- sveinn, en fengið sig alveg góða eftir að upp komst að einhverjir hálsliðir ýttu á taugabúnt í hálsinum. Beina- læknirinn skoðaði Sigursvein gaumgæfilega og sagðist ætla að taka myndir af hálsliðunum og öxl- unum. Honum fannst beinalæknir- inn hinn besti drengur og sagði hann eins og einn af strákunum á ýtunum bæði í orði og æði, fljótur til verka og ekkert hangs. Svona „no-nonsence-maður“, sagði hann. Myndatakan sýndi einhverjar smá- breytingar á hálsliðum og beina- læknirinn sagði að kannski væru verkir Sigursveins þeirra vegna. Hann gaf honum vöðvaslakandi lyf sem hétu Norgesic og svo kvöddust þeir með virktum. Sigursveini batn- aði ekkert af Norgesicinu svo hann hélt áfram að leita lækna. Einn vinnufélaganna sagði honum að fara til geðlæknis og gerði hann það eftir ákveðið þóf. Hann kom af báðir foreldrar væru útivinnandi án þess að láta neitt áþreifanlegt koma í staðinn. Það er því ekki hægt að lita á hverl cinstakt tilvik fyrir sig, og segja kannski: „Stjúpi þessarar stelpu reyndi að nauðga henni; þessi strákur var lagður i einelti í skóla,“ — og halda að vandamál þessa fólks sé þar með útskýrt og á góðri leið með að leysast. En það er einmitt það sem Sigurður gerir. Og hjálparstofnanir hafa alltof þröngt starfssvið og lélega aðstöðu til að geta gegnt hlutverki sínu sem skyldi. Það væri því ekki nóg að bæta við „Unglingahúsi i miðbæn- um“ eða jafnvel að „huga mun betur að forvarnarstarfi“. Það þarf að endurskipuleggja alla starfsem- ina frá grunni. Bók Sigurðar er sem sé ábótavant að því leyti að hann tekur ekki alveg réttan pól í hæðina, skortir heildar- sýn og þann skilning sem þarf til að geta sagt frá reynslu hirtna 10 ung- menna af fullri innlifun. Bókin er Iíka illa skipulögð, sérstaklega síð- ari hlutinn. En að suntu leyti er hún ágæt: fagmannlega skrifuð, þótt sums staðar séu hnökrar eins og gengur. Þrátt fyrir allt er hún því þess virði að lesa hana. Þetta er traust blaðamennska, eins konar greinaflokkur á bók, sent öðlast gildi fyrir það helst að fjall'a unt al- varlegt og áhugavert málefni sem á að koma okkur öllum við. bækur Fagra veröld Sigurður Á. Friðþjófsson: Islenskir ulangarðsunglingar. Vilnisburður úr samtimanum. Reykjavík, Forlagið, 1988. 160 bls. „Bók þessi," segir höfundur í lokaorðum, „fjallar að mestu um unglinga sem af einni eða annarri ástæðu hafa kiknað undan álag- inu... farið of geyst, ætt áfram... þar til þau voru kontin inn í blindgötu sjálfseyðingarinnar... Ýmislegt er gert til að hjálpa þess- um unglingum. Margir hafa unnið fórnfúst starf við þessi mál og gera enn. Samt má alltaf gera betur. Það vantar tilfinnanlega Unglingahús í miðbæinn [og] meðferðarheimili fyrir þá sem eru verst staddir. Einn- ig þyrfti að huga mun betur að for- varnarstarfi." (Bls. 157). Þetta er sú niðurstaða sem Sig- urður kemst að, og þetta er það við- horf sem hann hefur til grundvallar við samningu bókarinnar. En þetta viðhorf er villandi, ef ekki beiniínis rangt. Samkvæmt þessu viðhorfi „kikna“ unglingarnir, þeir eru „ekki nógu sterkir". Þeir „fara of geyst“, æða áfram“ — og eru því „of óþolinmóðir“ eða „blindir“. Þeir lenda í „blindgötu sjálfseyð- ingar“ — geta sem sagt að mestu sjálfum sér um kennt. En þjóðfélagið er miskunnsamt. Það sér um unglingana eftir bestu getu, reynir sitt besta til að hjálpa BALDURA. /í^ KRISTINSSON # þeint — og það skipulag sem haft er á hjálpinni er í grundvallaratriðum gott. Líkaminn sjálfur er fullkom- lega heilbrigður. Hins vegar mætti bæta á hann nýjum útlimum: „Unglingahúsi í miðbænum", „meðferðarheimili“ og „betra lör- varnarstarfi“. Við lokum þá bókinni ánægð. Aumingja unglingarnir að vera svona heimskir. Reynsluleysi, Itugs- um við, og hormónatruflanir. En allt er víst gert til að hjálpa þessum ólánsömu ungmennum og koma þeini á réttan kjöl. Allt er gott og verður sífellt betra. Við getum sofið vært í nótt. Eða hvað? Unglingar leiðast ekki út í afbrot og neyslu fíkniefna nerna fyrir það að þeir þurfa að fylla eitthvert tómarúm innra með sér. Ávallt hefur eitthvað verið um að slíkt tómarúm myndaðist, — en það er ekki fyrr en á allraseinustu árum að þjóðfélagið tók upp á því að fjölda- framleiða það eins og allt annað, með því einu að krefjast þess að þeim fundi hinn reiðasti og talaði hraklega um geðlækninn, sem hafði reynt að ræða við hann urn streitu og álag eins og heimilislækn- irinn. Sigursveinn fór svo til hnykk- læknis sem hnykkti honum til og lagaðist hann eitthvað við það um skamman tíma. Fermingarveisla og höfuðverkir Sigursveinn hefur ennþá höfuð- verk, sem hefur í sjálfu sér ekkert lagast. Við hittumst í fermingar- veislu hjá einni frænku okkar fyrir nokkru. Við fengunt okkur báðir mat á bláleita diska af lallegu hlað- borði. Á diskum beggja ægði sant- an því sem á hlaðborðinu var. Þannig blandaði Sigursveinn sam- an á einn disk graflaxi og „róst- bíffi“ með remúlaði og kartöllu- salati og smellti síðan heitum kjöt- rétti yfir allt saman. Við sátum svo hvor með sinn disk á litlum, óstöð- ugunt tekkbökkum á hnjánunt og borðuðum. — Hvað heldurðu að sé að mér frændi? spurði Sigursveinn, liann veit ekkert um þetta læknir- inn. — Hvaða lækni ertu núna að meina? spurði ég. — Æ, þeir eru all- ir eins þessir andskotar, sagði Sig- ursveinn, þeir eru allir að segja mér sama hlutinn en hver á sinn liátt, að ég sé alltof stressaður og kannski hálfmóðursjúkur. — Það er einmitt það sem er að þér, þú ert alltol' stressaður og hálfmóðursjúkur, sagði ég, minnkaðu við þig vinn- una, hættu að drekka og reykja og larðu að hlaupa nokkrum sinnum í viku og hættu að tala við lækna og þú verður eins og nýr maður. — Já, kannski maður geri þelta, sagði Sigursveinn og stakk upp í sig væn- um bita af skinku sem hann hafði makað i graflaxsósu. — Annars á ég tíma hjá nýjum sérfræðingi, sem var að koma til landsins í fyrra og læknaði alveg mömmu eins gaurs- ins sem vinnur með mér. — Fáum okkur meira, sagði ég, ég nenni ekki að tala við þig um höluðverk fram- ar, hvað segirðu um að við laum okkur kryddsíld út á hangikjötið? — Er það gott við höfuðverk? spurði Sigursveinn og saman geng- um viðað fermingarhlaðborðinu.B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað: 14. tölublað (01.12.1988)
https://timarit.is/issue/253334

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

14. tölublað (01.12.1988)

Aðgerðir: