Pressan

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 31

Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 1. desember 1988 31 sjónvarp Birgir Sigurðsson FIMMTUDAGUR 1. desember Ríkissjónvarpið kl. 21.35 DAGUR VONAR íslenskt sjónvarpsleikrit eftir Birgi Sigurðsson í leikstjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar. Helstu hlutverk: Kristbjörg Kjeld, bröstur Leó Gunnarsson, Þórarinn Eyfjörð, Guðrún Gísladóttir, Sigríður Hagalin, Pétur Einarsson, Sigrún VVaage. Hér er á ferðinni sjónvarps- gerð hins rómaða sviðsverks Birgis Sigurðssonar, sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1986 og 87. Leikritið hlaut mikla aðsókn og afburða góða dóma, var talið eitthvert það besta sem komið hefur frá íslenskum höf- undi á síðustu árum. Sviðsverk- ið var í leikstjórn Stefáns Bald- urssonar en flestir leikararnir sem unnu undir hans stjórn eru einnig hér. Þó eru burðarhlut- verkin skipuð öðrum leikurum. Verkið segir frá fjölskyldulífi ekkju með þrjú uppkomin börn og hún á sér ennfremur sambýl- ismann sent er ekki allur þar sem hann er séður. í verkinu skiptast á raunsæislegir drama- tískir atburðir og átök annars- vegar og hinsvegar Ijóðrænir kaflar þar sem skáldgyðjan keniur við sögu. Fantagott verk sem á skilið óskipta athygli. FIMMTUDAGUR 1. desember Stöð 2 kl. 16.00 ANNA KARENÍNA * Bandarísk, gerð 1985, leikstjóri Simon Langton, aðalhlutverk Jacqueline Bisset, Christopher Reeve, Paul Scofield. Þriðja sinn sem reynt er að kvik- mynda þessa frægu skáldsögu Leos Tolstoi um hefðarkonuna Önnu Karenínu sem fær ekki manninn sem hún elskar. Fyrsta myndin, jafnframt sú besta, var með Gretu Garbo í aðalhlutverki, sú næsta með Vivien Leigh. Bisset stenst. þeim engan veginn snúning og verð- ur seint talin til stórleikara. Myndin er tilgerðarleg, að auki 130 mínútur að lengd og bætir engu við fyrri myndir. Undir meðallagi. Stöð 2 kl. 22.15 VINIR ERPA COYLE * * * Friends of Eddie Coyle Bandarísk, gerð 1973, leikstjóri Peter Yates, aðalhlutverk Robert Mitchum, Peter Boyle, Richard Jordan. Myndin segir frá síbrotamanni (Mitchum) sem afræður að hætta að brjóta af sér og sjá sér þess í stað farborða með því að selja lögregl- unni upplýsingar um aðra afbrota- menn og hverskyns misferli sem hann kemst á snoðir um. Leikstjór- inn (Peter Yates) gerði síðar til dæmis The Dresser og eins og sú mynd er þessi ákaflega raunsæ, engin fantasía, og söguþráðurinn öruggur en hægur. Mitchum leikur þarna eitt af sínum betri hlutverk- um. Stöð 2 kl. 23.55 LAUMUSPIL * Hanky Panky Bandarísk, gerð 1982, leikstjóri Sidney Poitier, aðalhlutverk Cene Wiider, Gilda Radner, Richard Widmark. Þessi er með þeim ómerkilegri, á að vera fyndin, vafalítið ofleikur Wilder eins og venjulega. Svo á að vera spenna í bland við fyndnina en það gengur ekki heldur. Eftir stend- ur: Ekkert. FÖSTUDAGUR 4. desember m Stöð 2 kl. 16.05 SEX Á EINU BRETTI * * Six Pack Bandarísk, gerð 1982, leikstjóri Daniel Petrie, aðalldutverk Kenny Rogers, Diana Lane. Mynd um kappakstursmann og sex munaðarleysingja sem gera sér það helst til skemmtunar að taka bíla keppinautanna og stela af þeim öllu ■ sem hægt er að stela. Myndin er víst ekki jafnslæm og Iýsingin gefur til kynna. Frumraun Kenny Rogers á hvíta tjaldinu. Stöð 2 kl. 21.45 GÖMUL KYNNI GLEYMAST * * * The Way We Were Bandarísk, gerð 1973, leikstjóri Sidney Pollack, aðalhlutverk Robert Redford, Barbara Streisand. Ástarsaga tveggja ólíkra einstakl- inga, þau höfðu átt í santbandi í skóla, hittast aftur og taka upp sambandið. Mjög svo þokkaleg mynd. Þegar myndin var sýnd í upphaflegri gerð olii hún einhverj- um úlfaþyt, þannig að hún var end- urklippt. Það leiddi til þess að sag- an veiktist eitthvað aðeins og sum hlutverkin urðu smærri en til stóð. Engu að síður mjög svo þokkalegt eins og áður sagði. Rikissjónvarpið kl. 22.40 ILLVIRKI * * Darker than Amber Bandarísk, gerð 1970, leikstjóri Robert Clouse, aðalhlutverk Rod Taylor, Suzy Kendall. Taylor leikur einkaspæjarann, Travis McGhee sem bjargar ungri konu frá morðingja sem ekki lætur við svo búið sitja. Nokkuð spenn- andi mynd. Stöð 2 kl. 00.35 SVARTIR SAUDIR * The Flying Misfits Bandarísk, gerð 1976, leikstjóri Russ Mayberry, Robert Conrad, Simon Oakland, Dana Elcar. Byggt á sannsögulegum atburðum. Segir frá sveit orrustuflugmanna sem allir áttu yfir höfði sér lífstíðar- og dauðadóma ýmissa saka vegna. Þeir voru allir meira og ntinna geggjaðir en þóttu standa sig vel I að drepa andstæðinga Bandaríkja- manna í síðari heimsstyrjöldinni. Hljómar andsk... vel, en því miður er það ekki nóg. LAUGARDAGUR 3. desember Stöð 2 kl. 12.50 RÉTTLÆTINU FULLNÆGT * * ...And Justice for All Bandarísk, gerð 1979, leikstjóri Norman Jewison, aðalhlutverk Al Pacino, Joltn Forsytlie, Jack Warden. Baráfta heiðarlegs lögfræðings (Pacino) við kerfið. Hann tekur að sér að.sækja nauðgunarmál þar sem sá gr unaði er háttsettur dómari nteð stérk sambönd sem hann notar sér óspart. Myndin líður fyrir veikt handrit og þrátt fyrir mjög góð leiktilþrif er það ekki nóg til að bæta fyrir handritið. Ákaflega átakanlegar senur blandast við einhverskonar háðsádeilu, en þess- ar tvær hliðar blandast ámóta vel og olía og vatn. Ríkissjónvarpið kl. 21.25 VÖLUNDARHÚSID * * ‘ Labyrinth Bandarísk, gerð 1986, leikstjóri Jim Henson, aðalhlutverk David Bowie, Jennifer Connally. Ævintýramynd, einskonar nútíma- útgáfa af Lísu í Undralandi. Segir frá stúlku hvers yngri bróður hefur verið rænt af hinurn illa kóngi af Goblin (Bowie). Til að bjarga hon- um verður stúlkan að ganga gegn- unt djöfullegt völundarhús. Þetta er bráðskemmtileg mynd enda lögðu margir góðir Itönd á plóg. Handritið er eftir Terry .lones úr Monty Python-hópnum, George Lucas er framleiðandi og færni Jims Henson (Prúðuleikarahöf- undar) nýtur sín til fullnustu. Mynd fyrir öll börn og alla þá setn vilja varðveita í sér barnið. Eini veikleik- inn er sá að myndin dregst nokkuð á langinn. Stöð 2 kl. 21.45 BLÁA LÓNID * The Blue Lagoon Bandarísk, gerð 1980, leikstjóri Rundal Kleisner, aðallilutverk Brooke Shields, Christopher Atkins. Unglingaástir allra tíma. Tveir krakkar skolast á land á eyðieyju eltir skipsskaða. Róbinson Krúsó hal'ði Frjádag en örlög Atkins eru betri í Brooke Shields. Þau komast af án kynfræðslu og sósíalráðgjafa en höfundar myndarinnar hel'ðu mátt leita eftir slíku. Ríkissjónvarpið kl. 23.00 ÓDESSASKJÖLIN * * The Odessa File Bandurísk, gerð 1974, leiksljóri Ronald Neame, aðalhlulverk Jon Voight, Derek Jacobi, Maximillian Schell. Spennumynd sem segir frá blaða- manni í Þýskalandi á tímum kalda stríðsins. Hann fær í hendur dag- bækur látins gyðings sem innihalda sannanir um stríðsglæpi nasistafor- ingja nokkurs sem hann telur vera enn á lifi. Hann ákveður að leita foringja þennan uppi og lendir þá inni í atburðarás þar sem ganilir nasistar spila stóra rullu. Ágæt ntynd til síns brúks, þ.e. að drepa tímann, ef menn hafa ekkert annað að gera. Stöð 2 kl. 23.30 KLÁRIR KÚASMALAR ***’• Rancho Deluxe Bandarísk, gerð 1975, leiksljóri Frank Perry, aðalhlutverk Sam Waterston, Jeff Bridges. Nútímavestri, snýst um tvo kæru- lausa kúadrengi sem taka upp á ýntsu. Mynd senr ekki sást i stóru bíóhúsunum en þótti fín hjá vissum hópuin fólks. „Off-beat“-gaman- mynd sent gerir grín að sjálfri sér, Itefð og ntenningu kúrekanna í leið- inni. Stöð 2 kl. 01.05 ÁLÖG GRAFHÝSISINS Sphinx Bandarísk, gerð 1980, leikstjóri Franklin ./. Schaffer, aðalhlutverk Lesley Anne-Down, Frank Lang- e/la, John Gielgud. Ung kona, sérfræðingur i sögu | Egyptalands, tekst lerð á hendur til að kanna áður óþekktar fornminj- ar. Myndin snýst annars mest um i það hvernig hún kemst undan því |að láta drepa sig. Hryllilega lé- lcg mynd frá upphafi til enda, leik- urinn ömurlegur. Óskiljanlegt hvernig John Gielgud lét hafa sig í að taka þátt i þessu. SUNNUDAGUR 4. desember ■■^■■■■■■■■ni Stöð 2 kl. 22.30 SÖGUR FRÁ H0LLYW00D Tales from Hollywood Hills Bandarískar myndir um ýmislegar uppákomur I Hollywood, gerðar eftir skáldsögum ýmissa ( rithöf- unda. Þessi hefur undirtitilinn Kvöld í Ciro-klúbbnuin og segir frá kvikmyndaframleiðanda sem held- ur samkvæmi í ofannefndum klúbbi. Hann kemst að þvi að allir sem þar eru vilja með einum eða öðrum hætti hafa eitthvað af hon- um; hlutverk í myndum, selja hon- um handrit eða annað. Aðstæður breytast þegar hann fær upphring- ingu frá fjármálastjórum kvik- myndaversins. Stöð 2 kl. 23.25 ÓGNÞRUNGIN ÚTILEGA * * Terror on the Beach Bandarísk, gerð 1973, leikstjóri Pau! Wenkos, aðalhlutverk Dennis Weaver, Estelle Parsons, Susan Dey. Segir l'rá venjulegri fjölskyldu sem ætlar í helgarferð á ströndina. Hóp- ur ungmenna gerir að henni aðsúg, á afburða leiðinlegan hátt, þannig að tilveran skiptir heldur en ekki unt andlit. Þetta er áhugaverð hug- mynd en endirinn er svo fldtneskju- legur að hann drepur myndina nið- ur.

x

Pressan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3952
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
370
Gefið út:
1988-1994
Myndað til:
22.09.1994
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lýsingu vantar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað: 14. tölublað (01.12.1988)
https://timarit.is/issue/253334

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

14. tölublað (01.12.1988)

Aðgerðir: