Pressan

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 15

Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 1. desember 1988 15 spáin vikuna 4. des. — 10. des. (21. mars — 20. april) Samvistir þinar með fjölskyldunni rnunu að mörgu leyti koma þér á óvart. Óvænt athygli sem þér hlotnast mun gleðja hjarta þitt mikið. Gömul hugmynd skýtur uþþ kollinum að nýju og að þessu sinni má útfæra hana meö miklu betri möguleikum en áðurvar. (21. apríl — 20. maí) Ekki vera um of gagnrýninn á vini þlna þó þig langi mikið til þess. Reyndu frekar að sýna þeim skilning, þér mun nefni- lega verðamun meiraágengt ef þú ert já- kvæðurog vingjarnlegur. Aðstæðursem virðast vera nokkuð óþægilegar munu breytast skyndilegaog verðatil gleði fyr- ir þig. f\r\ (21. niaí — 21. jiini) Þér berst bréf i hendur sem kveikir vonir og kemur ákveðnum verkefnum i gang. Gættu þín hinsvegaraðhaldajarð- sambandi því draumsýnir eru ekki likleg- ar til árangurs. Um tima muntu eiga i nokkrum vandræðum, en þá er um að gera að láta hendur standa fram úr erm- um. (22. jiíní — 22. júli) Svona óskaplega óvænt færðu tima og frið til að hvila þig. Neitaðu öllum heimboðum og þviumlíku áþeim timaog reyndu að ná nokkurri fjarlægð á hvunn- daginn. Hann kemur vist fljótt aftur og uppfullur með ný verkefni og kröfur sem þú þarft að standast. Leggðu rækt við þau mál sem þú hefurvirkilegan áhugaá. dM. (23. jiíli — 22. úgúsl) í þessari viku munu takast ái þérgagn- stæð öfl. Reyndu af fremsta megni að látajákvæðu hliðarnarnáundirtökunum. Ekki látatil leiöast að taka þátt í of miklu óhömdu samkvæmislifi. Það mun verða til að leiða þig ávilligötur. Þú gætir til að mynda umgengist annað fólk en þú ert vanur í nokkurn tima. (23. úgúsl — 23. sepl.) Það litur svo sannarlega ekki út fyrir að þér leiðist í nánustu framtið. Þú munt líkjegast kynnast nýrri manneskju i ein- hvers konar boði og þessi manneskja mun hafa mikil áhrif á þig. Vera þér inn- blástur og á margan hátt breyta lifi þinu og lifssýn. Vertu Oþinn og vingjarniegur i framkomu. (24. sepl. — 23. okt.) Þaðer Ijóst aðþú hefurtekist áhendur meira en þú ræóur við. Það mun þó ekki stoða að hlauþast undan þessum erfi- leikum og afleiðingum þeirra. Það ervist það sem þig fýsir mest, en eins og áður segir: Það hefurekkert gott i för með sér. Reyndu að ræða málin við einhvern sem þú berð fullt traust til. <uU (24. okt. — 22. iwv.J Búðu þig undir uþplifun sem mun styrkja sjálfstraust þitt. Eitthvað sem þú hefur lengi beðió eftir. Staðreyndin er jú sú að þú hefur um nokkurt skeið gefið of mikið eftir. Það er kominn tími til að slá i borðið og koma i veg fyrir óeðlileg af- skipti annarra af þinum einkamálum. Vertu fastur fyrir og ekki hræddur við að segja nei. (23. nóv. — 21. des.) Reyndu i þessari viku að eignast kunn- ingja utan þess fasta hóps sem þú hefur venjulega umgengist. Það mun veita þér þá hugarörvun sem þú þarfnast. í þessari viku muntu fá bæði mót- og meðvind en þú ættir að komast fremur auðveldlega frá þeim aðstæðum sem skaþast við mótvindinn. (22. des. — 20. janúar) Þú ert nokkuö svo óánægður með sjálfan þig. Ekki aðástæóulausu. Það lít- ur þannig út að þú hafir verið heldur kærulaus að undanförnu og hefur þvi ýtt ákveönum vandamálum til hliöar i stað þess að takast á við þau og leysa. (21. jamiar — 19. febrúar) Að öllum likindum mun þér lltill timi gefast til að sinna áhugamálunum I næstu framtíö. Stjörnurnar segja fyrir um annasama tima. Það er afar mikil- vægt að þú einbeitir þér að ákveðnu verk- efni sem mun veröa þér fjárhagslega mikilvægt og ætti að geta aukið tekjur þinartil muna. (20. febrúar — 20. niars) Ástamálin lita mjög vel út þessa vik- una. Þú færð möguieika á að ná sam- bandi við manneskju sem þú hefur lengi borið hlýjan hug til. Af einskærri tilviljun veróurðu vitni að samtali, en þú skalt ekki reynaað nýtaþér það til framdráttar. Þig vantar nefnilega mikið af upplýsing- um til að hafa yfirsýn yfir viðkomandi mál, svo þú getirvegið og metið aðstæð- ur. Vertu þagmælskur. í þessari viku: LLKK (kona fædd 20.5.1931) ALMENNT: Sjón þessarar konu gæti veriö svolitiö viókvæm. AMY ENGILBERTS lófalestur TILFINNINGALÍNAN (1): Þessi kona hefur þurft aö ganga í gegnum mikla erfióleika tengda einkalífi og fjölskyldumálum — sér- staklega á undanförnum árum og ekki sist frá því i mars eða april á þessu ári. Hún er tilfinningarik og afar trygglynd. Eiginlega er hún blanda af raunsæismanneskju og tilfinn- ingaveru. Líklegt er aö karlmenn hafi haft mikilvægu hlutverki aö gegna í lífi hennar. Einkalífió verður aó öllum líkindum auóveldara á seinni hluta ævinnar en á hennar yngri árum. A aldrinum frá 18 ára til tvitugs getur þessi kona hafa þurft aó ganga i gegnum erfiða reynslu eða þurft aö gera upp vió sig hvaöa stefnu húnætti aðtakaí tilfinninga- málum. LÍFSLÍNAN (2): Fjárhagslegar umbreytingar geta orðió í lífi konunnar, þegar hún nálgast sextugt. Þær tengjast ef til vill breytingum, sem veröa á starfi hennar eöa innan þess. Lifslína þessarar konu er tvöföld frá seinni hluta miós aldurs og fram yfir sjötugt, sem bendir til að hún hafi þá meiri lifslöngun, þrek og út- hald. Þetta er dagfarsprúö kona meö stööugt skap, sem foröast deilur í lengstu lög. pressupennar/munchen Lengi lifi Aldi! Fyrir nokkrum vikum barst ís- lendingum fregn sem olli bæði tannaglamri og hjartaáföllum um allt land. Gamlar konur ákölluðu alheimsins völd og karlar reru fram í gráðið, tautandi eitthvað um „álög“ og „illa anda“. Saklaus börnin lágu andvaka, böðuð í köld- um svita og einstaka grétu hljóð- lega, með galopinn munn. í hnausþykku myrkrinu syntu svartir púkar, ALDI var hættur að kaupa fisk af íslendingum. „ALDI“... orðið eitt vakti upp óhug og ógeð í senn. Fjandinn var laus, landið á leið í sæinn og heim- urinn allur á heljarþröm. í örvæntingu sinni sendu lands- menn nokkra hrausta karlmenn til Þýskalands þar sem ALDI á heima og áttu þeir að fá viðtal hjá þessum ógnvALDI; fá hann ofan af þeim hryllilegu áformum að neita ís- lenskum hágæðafiskmat. Strákarnir okkar náðu tali af ALDI. Hann var vondur. Hann sagði að við ættum að hætta að drepa hvali. (Hvalir eru hjartans mál á íslandi og þar er bannað að viðhafa ljót orð um hvali, hvað þá um hvalveið- ar.) En strákarnir náðu að halda aft- ur af sér. Þeir náðu að róa ALDI og buðu honum svo upp á rækjur, bæði salat og kokkteil. Þegar ALDI var orðinn saddur klappaði hann strákunum okkar á breiðu bökin og sagðist halda áfram að kaupa fisk af þeim. BJARNI J|Hk jónsson jpi Á Islandi slógu landsmenn upp veislu. (íslendingar kunna vel til verka, þegar veislur eru annars vegar.) Strákarnir sem fóru til ALDI voru skreyttir með þeim orðum sem íslendingar hafa smíðað og allir voru hamingjusamir. ALDI hefur aldrei verið í miklum metum á meðal íslenskra neytenda í Þýskalandi. En fregnin um, að ALDI gerði nú varla annað en að kaupa keilu, karfa, þorsk, löngu, rauðsprettu og rækju af íslending- um heima fyrir, varð þess valdandi að við Heiða tókum okkur ferð á hendur í næstu ALDl-versIun. Okkur langaði svo að sjá allan ís- lenska fiskinn. Sem betur fer var liðið á daginn þegar við komum í verslunina. Það er nefnilega mest að gera á morgn- ana í ALDl, en þá gera olnboga- börn þjóðfélagsins, ellilífeyrisþeg- ar, innflytjendur og stúdentar, árás á „sértilboð" dagsins. Sértilboð dagsins getur verið allt á milli him- ins og jarðar; nærbuxur eða jógúrt. Hafa menn oft orðið vitni að slags- málum á milli fólks, þegar lítið hef- ur verið eftir af vörum á sértilboði. Nú verður að geta þess, að innan- hússhönnun þýsku kaupfélaganna er á þann veg, að neytandinn kemst aðeins áfram með innkaupavagn- inn sinn, ekki til baka. Þannig nálg- ast það sjálfsmorð að ætla allt í einu að hlaupa eftir kartöflum, þegar komið er að því að borga. Við Heiða erum hins vegar vel gefin (hvort fyrir sig) og saman eins og brennt barn; lærum af reynsl- unni, en munum ekki eftir því þegar á reynir. Þó byrjuðum við á því að kaupa þrjár gólftuskur í poka fyrir 2 mörk (afskaplega vel sloppið). Síðan lá leiðin í gosdrykkjadeildina. Þar er vörulandslagið eins og í Gdansk; ein einasta tegund af gosi: Top Cola. Svo fór ég að suða eins og litlu krakkarnir og fékk stórt marsipan- stykki með súkkulaðihúð. Eftir að hafa litið á sértilboð dagsins (akrýlpeysur og tíu rúllur af klósettpappír saman í pakka) hófst leitin að íslenska fiskinum. Fljótlega heyrðum við eitthvert kvak, sem (eftir nána athugun) reyndist koma úr stafla af niður- suðudósum. í dósunum voru... „íslands- rækjur“. Við táruðumst. Ég heimtaði eina dós (3.99 — ekki nógu vel sloppið). Meðan við biðum eftir því „að fá að borga“ renndi ég haukfránum augum mínum yfir uppáhaldsversl- un íslendinga um þessar mundir, ALDI. Flísalagt gólfið var þakið drull- ugum kálblöðum og kassaseðlum. Vörurnar höfðu ekki verið teknar upp úr kössum, heldur hafði brett- unum einfaldlega verið ekið inn og neytandanum síðan ætlað að rífa upp kassana til að komast í vöruna. Athygli mína vakti einkar skemmtileg niðurröðun í verslun- inni. Sardínumar voru við hliðina á bómullarsokkunum, sápan við hliðina á rauðvíninu og lifrarkæfan við hliðina á þvottaleginum. Sér- lega lífleg uppsetning. Tvær afgreiðsludömur voru í versluninni og voru auðvitað að gera neytandanum stórgreiða með því að sitja við kassann og taka á móti peningunum hans. „Færri starfsmenn og minni flottheit = lægra vöruverð!“ Fyrir mér mætti vöruverðið vera aðeins hærra... Og að þurfa að setja niðursoðnar rækjur i rækjusalatið... Það er móðgun við dýralífið á jörðinni. Á svona stundum verður manni hugsað heim.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað: 14. tölublað (01.12.1988)
https://timarit.is/issue/253334

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

14. tölublað (01.12.1988)

Aðgerðir: