Pressan

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 32

Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 32
KAESS skrifborð einkennast af Jiagnýtri hönnun, í takf við þarfir tölvualdar og mjúkar línumar úr beyki eða mahóní setja svip ó skrifstofuna. Margar stœrðir og gerðir borða. PRESSU Ifengiskaup Magnúsar Thoroddsen, fráfarandi hæstarétt- ardómara, verða eflaust milli tann- anna á fólki næstu vikur eða mán- uði. Fæstir velta þó fyrir sér hvernig fréttin komst fyrst til fjölmiðla. Það var fréttastofa ríkisútvarpsins sem fór fyrst út með málið. Þaðan mun Magnús sjálfur fyrst hafa frétt af þeirri alvöru sem bjó undir, en ríkisendurskoðun hafði þá upplýst fjármálaráðherra. Olafur Ragnar er sagður hafa tilkynnt forseta sam- einaðs þings, Guðrúnu Helgadótt- ur, flokkssystur sinni, stöðu máls- ins. Hann mun hins vegar ekki hafa séð ástæðu til að ræða við Magnús sjálfan áður en fjölmiðlar fengu vitneskjuna líka... ung orð Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Verka- mannasambands íslands á fundi með vini sínum Albert og öðrum borgaraflokksmönnum í Þórskaffi á þriðjudagskvöld hljómuðu misvel í eyrum manna. Nokkrir félagar hans innan verkalýðshreyfingar- innar eru t.d. sagðir hálfmóðgaðir yfir því að jakinn skyldi velja Borg- araflokkinn sem tækifæri til slíkra ræðuhalda. Þeir benda á að að nær hefði verið að láta ljósið skína á fundi heildarsamtaka launafólks í síðustu viku. Innan Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, SÍS, kann- ast menn hins vegar ekki við að hafa ákveðið nein sérstök funda- höld vegna meintrar kreppu, né að ákveðið hafi verið með skipulegum hætti að loka frystihúsum um ára- mótin, eins og Guðmundur sagði berum orðum. Menn eru hins vegar ekki til í að leiðrétta Guðmund á opinberum vettvangi, vegna þess að þrátt fyrir stóryrðin, og ef til vill einhverjar ýkjur, þá hafi hann sagt þau sannleikskorn sem þá hafi sjálfa lengi langað til að segja... ppreisnin í fangahjálpinni Vernd er orðin að pólitísku máli. Kannski ekki að furða þar sem Jóna Gróa Sigurðardóttir, formað- ur Verndar, sú sem uppreisnin bein- ist fyrst og fremst að, er borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins og fram- arlega í flokkspólitíkinni á höfuð- borgarsvæðinu. Davíð Oddsson borgarstjóri og Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, eru báðir sagð- ir hafa haft afskipti af málinu og hafa lagt áherslu á að ræða málin. Verndarmálið er nefnilega talið skaða Sjálfstæðisflokkinn vegna tengsla formanns Verndar við flokkinn... rátt fyrir að fylgi framsókn- SKRIFBORÐ KRISUAN SIGGEIRSSON Verið velkomin í sýningarsal okkar að Hesthólsi 2-4 eða hringið í síma 91-672110 og fóið nónari upplýsingar. ar standi sem kletturinn frægi í haf- inu er ekki sömu sögu að segja af fjármálunum þar á bæ. Andstæð- ingar Framsóknarflokksins segja reyndar að fjárreiðurnar séu í ósköp eðlilegu samræmi við „riðu- búskap“ og rollustefnu flokksins. Sannleikurinn mun hins vegar sá að Framsókn er enn að súpa seyðið af NT-ævintýrinu og lítur nú út fyrir að flokkurinn þurfi í annað sinn að horfa á eftir húsnæði vegna ábyrgða sem flokkurinn gekkst í vegna blaðaútgáfunnar. Raunar á Framsóknarflokkurinn sem slíkur ekki neitt, því Framsóknarfélagið í Reykjavík er skráð fyrir eignunum í Nóatúni 21. Framsókn mun m.a. þurfa að sleppa eigninni við Nóa- tún vegna fjárfestinga Tímans í Blaðaprentshúsinu á Lynghálsi 9... þ | að vakti athygli á fundi Borgaraflokksins í Þórskaffi fyrr í vikunni, að Albert Guðmundsson, formaður flokksins, gaf enga yfir- lýsingu um hvort hann hygðist taka tilboði ríkisstjórnarinnar um sendi- herrastöðu í París eða ekki. Kunn- ugir segja að Albert hafi í raun gert upp hug sinn og flytji senn til Frakklands sem sendiherra íslands. Eftir að ljóst varð að hann sleppur við ákæru í Hafskipsmálinu er talið nær öruggt að ekkert geti aftrað Albert í að þiggja stöðuna sem sendiherra. Nú er spurningin hvað verður um Borgaraflokkinn. Kunn- ugir menn í stjórnmálaheiminum telja víst, að flokkurinn muni leys- ast upp eftir að Albert fer utan, enda flokkurinn upphaflega stofn- aður kringum persónu Alberts. Einstakir þingmenn Borgara- flokksins munu að öllum líkindum renna saman við aðra flokka og er talað um að þrír þeirra, þau Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, Óli Þ. Guðbjartsson og Hreggviður Jóns- son, gangi í lið með Alþýðuflokkn- um en Júlíus Sólnes og sonur Alberts, Ingi Björn, sameinist Sjálfstæðisflokknum. Þá er ekki talið útilokað að stuðningsmenn Borgaraflokksins sem ekki geta hugsað sér að stíga aftur fæti í Sjálfstæðisflokkinn stofni með sér nýjan hægri flokk... Loksins geturöu lagaö gott kaffi heima Cappucino hálfur bolli af espressokaffi úr kaffivélinni frá La Pavoni. Froðuflóið mjólk með gufu- hitaranum, hellið yfir kaffið, svo froðan Hvíli ofan á, stráið kanil eða súkkulaðibitum of- an á. Swiss Mocca hálfur bolli espressokaffi, setjið súkkulaðiplötu I stál- mál, bræðið með gufuhitar- anum, helliö mjólk saman við, flóið saman og útkoman er heitt súkkulaði, heitu súkkulaðinu hellt saman við kaffið. ís út á, ef vili. Kaffivélin frá La Pavoni, á kynningarverði frá kr. 19.900. Hvergi í Evrópu á jafnóvið- jafnanlegu verði. Einkaumboð á íslandi: Kaffiboð s/f, s: 621029. Sýnikennsla föstudag og laugardag I Te og kaffi Laugavegi.

x

Pressan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3952
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
370
Gefið út:
1988-1994
Myndað til:
22.09.1994
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lýsingu vantar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað: 14. tölublað (01.12.1988)
https://timarit.is/issue/253334

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

14. tölublað (01.12.1988)

Aðgerðir: