Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 2

Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur T. desember 1988 PRESSU MOLAR ■ ~ að er oft sem löggan er höfð að háði og spotti, einmitt þegar lögreglumenn telja sig vera að vinna góðverkin í þágu borgaranna. Sag- an segir að lögreglumenn í Kópa- vogi hafi brugðist hratt og vel við þegar tveir ungir piltar hringdu á dögunum og sögðust þurfa hjálp við að endurheimta bátsvél eina fyrir framan bílskúr í bænum. Lög- reglan er sögð hafa mætt stundvís- lega á staðinn og hjálpað strákun- um við verkið. Eigandi bátsins sem vélinni var ætlað að þjóna var hins vegar ekki allskostar ánægður með framgöngu lögreglunnar. Hann er sagður hafa kært vélarstuld og sak- að lögregluna um fulla hlutdeild að málinu. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar, því vélareigandinn svo- kallaði hefur enn ekki getað sannað eignarrétt sinn. Sama gildir reyndar um piltana tvo, sem þó fengu aðstoð lögreglu við að „endur- heimta“ vélina... Ellert B. Schram, ritstjóri DVog fyrr- um alþingismaður, á tali við lokka- flóð og herðapúða. Hans Kristján Árnason, einn af for- svarsmönnum Stöðvar 2. Hann dettur aldrei úr rullunni og notar hér leikskrána til að taka imyndaö viðtal við einhverja konu, spyr hana sjálf- sagt út í verkið og frammistöðu ein- stakra leikara... Tveir góðkunnir leikarar af eldri kyn- slóðinni, Erlingur Gíslason og Flosi Ólafsson, sem hvílir arminn á herð- um konu sinnar, Lilju Margeirs- dóttur. Á þessari mynd má meðal annarra þekkja Gylfa Þ. Gislason, prófessor og menntamálaráðherra i hundrað ár eða a.m.k. mjög mjög lengi. yelkomin i heiminn! Pressan minnir alla nýbakaða foreidra á að þeir geta fengið birta mynd af barninu sínu í blaöinu, ef þeir senda okkur Ijós- mynd. 1. Orugg og áhyggjulaus er tilvera barns í örmum móður. Þessi litla stúlka fæddist þeim Ingibjörgu Sæmundsdóttur og Trausta Traustasyni 27da dag nóvember- mánaðar. Hún var 14 merkur og 50 sentimetrar. 2. Maður þarf að hugsa svo mikið þegar maður kemur út úr mömmu sinni. Og setur hönd undir kinn. Svo fast að það myndast litil tota á munninn. Þetta er dóttir þeirra Mildred Irene Steinberg og Ragnars Kristins Kristjánssonar og hún á stóra systur, tveggja ára, sem heitir Svava. Stúlkan iitla fæddist 26. nóvember Heimilisfangið er: PRESSAN, Armúla 36, 108 Reykjavík. 3. Lítill drengur strýkur hvarm og klemmir aftur augun. Hann heitir Asgrimurog er sonur þeirra Gunn- hildar Stefánsdóttur og Einars Ólafssonar. Hann fæddist 23. nóvember, var 12 merkur og 53 sentimetrar. Snöfurlegur dreng- ur. 4. Tóneyra þessa drengs verður án efa skarpt og skýrt. Hann er sonur tónlistarfólksins Camillu Söder- berg og Snorra Arnar Snorrason- ar. Kannski verður hann samt alls ekki tónlistarmaður, hver veit. Hann fæddist 25. nóvember og var 53 sentimetrar að lengd og 15 merkur að þyngd. 5. Þau Jóhanna Jóhannsdóttir og Birgir Þórisson eignuðust þessa stúlku þann 27da nóvember. Og þarna liggur hún og gerir fingra- æfingar; kreppa, rétta, kreppa, rétta. Stúikan var 2.440 grömm að þyngd og 48 sentimetrar að lengd. Þessir náungar virkuðu svolítið úr takt við broddborgarana. Þeireru þó ekki úr takt við verkið sem verið var að sýna, enda eru hér mættir hljómsveitar- gæjar, úr Langa Sela og skuggunum, en sú hljómsveit samdi hluta tónlist- arinnar við leikritið. Þetta eru þeir Kormákur, Jón bassi og Steingrimur. Stór og smár i Þjóðfeikhúsi Nýverið frumsýndi Þjóðleikhúsið leikritið Stór og smár eftir Botho Strauss, verk sem hvar- vetna hefur hlotið góða dóma þar sem það hefur verið sýnt. Leikstjórn er í höndum Guðjóns P. Pedersen og er þetta frumraun hans sem leik- stjóra hjá Þjóðleikhúsinu, en hann hefur áður vakið athygli, bœði sem leikari og ekki síður sem leikstjóri, hjá smœrri leikfélögum, einkum sínu eigin, Frú Emelíu. Stór og smár er annars viðamikið verk þar sem tekist er á við stórar spurningar, kannski hinstu rök tilverunnar, svo gamall frasi sé not- aður — verkið er nokkuð óvenjulegt í byggingu, í því er ekki sögð saga í eiginlegum skilningi, heldur byggist það á afmörkuðum þáttum sem tengjast í gegnum aðalpersónuna, Lottu, sem leikin er af Önnu Kristínu Arngrímsdóttur. Þetta ererfitt verk, skrugguerfitt, bœðifyrir að- standendur og áhorfendur. Hinsvegar vita það allir sem reynt hafa: Það er ekkert skemmtilegra en að erfiða svolítið og uppskera svo árangur erfiðisins. Brjóta heilann svo braki í. Helga Vil- helmsdóttir, Ijósmyndari PRESSUNNAR, fór á frumsýninguna og tók myndir afnokkrum gest- um í hléi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.