Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 10

Pressan - 01.12.1988, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 1. desember 1988 Ritstjórinn Bryndis önnum kafin á ritstjórn tímaritsins Nýs lífs. eftir með Aldísi. Ég hef þó grun um, að mamma hafi tekið af hon- um ráðin. HEFÐI NOKKUÐ BREYST? Fjöldamörg bréf Bryndísar Schram og Jóns Baldvins, manns hennar, eru birt í bókinni um Bryn- dísi. Þau eru frá ýmsum tímum og skrifuð íýmsu sambandiþegar þau hafa verið á sitt hvorum staðnum. Góð dœmi um bréf Jóns Bald- vins er til dœmis að finna í kafla sem heitir Einsemd í útlöndum, en hann tengist veru Jóns í Skotlandi til framhaldsnáms í byrjun sjöunda gratugarins. Gefum Jóni Baldvin orðið: Edinborg 27.1. ’63 „... þessa daga síðan þú fórst (það er reyndar heil eilífð) hafa efa- gjarnar hugsanir sótt að mér úr öll- um áttum. Mínir nýju fylgifiskar, nagandi efi, þunglyndi og sjálfsó- ánægja, hafa sótt fast að mér. Dag- arnir hafa liðið án þess ég hafi í höfuðverk og hálfdasaður, eins og taugakerfið ynni ekki nema með hálfum afköstum. Allt í einu stirðnaði ég upp af skelfingu; og í sama vetfangi rann sljóleikinn af mér og hvarf, eins og dögg fyrir sólu: Olíuofninn stóð í björtu báli! Það var engin furða þótt loftið væri þykkt; það var hlaðið af Iitlunr svörtum sótögnum. Herbergið var því sem næst svart. Samt var ekkert brunnið. Mér tókst einhvern veginn að slökkva eldinn — ég man ekki hvernig. Morgun- verkin urðu þau að þvo þykkt sót- lagið af með vítissóta. Þetta var klukkan rúmlega fimm. Útvarpið sagði frá því í morgunfréttum að þrennt hefði brunnið inni í eldi (sem stafaði af olíuofni) suður í Porto- bella. — Undarleg örlög væru það að kafna í „stofureyk,“ svona ungur. Hefði nokkuð breytzt? ...“ Islensk stjórnmálasaga getur vissulega svarað þeirri spurningu játandi. Og ekki síður aðalpersóna bókarinnar. Fjölskyldan: Bryndis og Jón með börnunum Glúmi, Kolfinnu, Snæfríði og Aldísi. betri og meiri en annað fólk. Hún æðraðist aldrei og umbar allt. Við tvær eigum kannski fátt sameigin- Iegt og höfum lifað ólíku lífi, en engri annarri mundi ég fremur vilja Iíkjast en ömmu. Það er sagt um börn, að synir kveðji föðurhúsin við hjónaband, en dæturnar fari i raun og veru' aldrei alveg að heiman. Þetta er kannski skýringin á því, að ég kynntist föðurafa og ömmu á allt annan hátt og aldrei eins náið og móðurforeldrum mínum. Við heimsóttum þau í vesturbæinn á sunnudögum, i sparifötunum, hrein og strokin. Á heimili þeirra lagði mamma metnað í að sýna tengdamóður sinni hversu prúð og kurteis við værum og leit til okkar með reiðisvip, ef við bærðum á okkur. Þó að afi Ellert og amma Magðalena væru líka af alþýðu- fólki komin, höfðu þau annað yfir- bragð en hinn afi og amma. Þau höfðu unnið sig upp. Afi, bláfátækur munaðarleysing- inn, hafði aflað sér menntunar og orðið þekktur skútuskipstjóri. Hann og amma áttu lítið hús i einu virðulegasta hverfi borgarinnar og fóru aldrei út á götu öðruvísi en að hún væri í peysufötum og hann með staf og hatt. Amma hafði eignast fjóra syni og eina dóttur með afa. Hún var sterkur persónuleiki, og börn hennar virtu hana mikils. Afi var löngu hættur á sjónum, þegar ég kynntist honum. Um tíma rak hann seglaverkstæði ásamt félaga sínum Finni Finnssyni, skip- stjóra, þar sem nú er Naustið, en þegar hér var komið sögu, stytti hann sér stundir með löngum gönguferðum, teinréttur og svip- sterkur, svo að orð fór af. Afi Ellert var einlægur sjálfstæðismaður og dáði Ólaf Thors umfram aðra menn. Það átti eftir að valda smá- vandræðum tveimur áratugum seinna, þegar eftirlætið hans tók saman við son Hannibals, erki- fjandans! Aumingja afi, þó að ég hafi verið afskaplega hænd að honum og viljað allt fyrir hann gera, þá gat ég ekki látið það eftir gyllta sveitina. Ég skynja að ég er eiginlega ekki lengur viðstödd, ekki lengur hluti af samtalinu. Hún er horfin aftur í annan tíma. Eg virði hana fyrir mér og verð þess skyndi- lega áskynja að það líður ákveðin reynsluró yfir þetta annars líflega andlit. Einhvern veginn hef ég aldrei getað ímyndað mér Bryndísi með þannig augnaráð. Andlit henn- ar, sem alltaf hefur minnt mig á kvikmyndatjald, — svo fullt af Iífi, svo lýsandi af tilfinningum, svo leikrænt, — er skyndilega svo rólegt og stillt eins og tíminn hafi kippt henni til baka og ætli að halda henni þar um stund. Hvern er hún að spyrja — sjálfa sig? Hún ber svip þeirrar manneskju sem sér og veit að ekki verður aftur snúið, og kannski er ekki-neins að sakna né heldur iðrast. Minningarnar eru það veganesti sem lífið hefur fært henni, reynslan sú undirstaða sem hefur veitt henni sannasta sjálfs- þekkingu. — „Árin fram til þrítugs eru mín erfiðustu ár. Þó var ég í blóma lífs- ins. Ég vissi ekki hvað ég ætlaði að gera við þetta líf, átti hvergi sama- stað, æddi úr einu í annað. Ætlaði ég að dansa? Það var það sem ég þráði, en vissi um leið að var úti- lokað. Það var einfaldlega ekki grundvöllur fyrir því að gerast dansari hér heima. Hvílík tog- streita! Og hvílíkt öryggisleysi! Við Jón Baldvin komumst ekki út haustið eftir. Það varð gengisfell- ing og við áttum einfaldlega ekki peninga. En amma — elsku amma — lét ekki á sér standa. Hún stóð upp gamla konan og sagði: Gerið þið svo vel. Þið megið vera í íbúð- inni minni í vetur. Það var sólríka íbúðin hennar á Háteigsvegi. Jón hafði ætlað í lögfræði í há- skólanum, lét innritast en þoldi ekki við nema í tvo daga. Ég var hins vegar ráðin við Þjóðleikhúsið sem dansari og kennari.“ Síðar í sama kafla segir Bryndís: „Við Aldís vorum mikið tvær saman þennan vetur. Ég kom henni ekki á dagheimili strax og þess hugsa um að afla mér peninga — vildi komast burt um sumarið. Ég ætlaði til Parísar á dansnámskeið, og þeirri ákvörðun varð ekki hagg- að, þó að Jón Baldvin væri kominn aftur. Ég vildi komast burt — líka burt frá honum. Að loknum vinnudegi settist ég oft inn á Mokka. Þar hitti ég eitt sinn ungan mann, framandi í útliti með gítar undir hendinni. Hann var katalónskur höfðingjasonur og hafði flúið land til að komast hjá herskyldu. Þetta var Baltazar, list- málari. Stundum kom hann heim og spilaði fyrir félaga mína angur- vær lög og seiðandi.»Við Baltazar vorum bara vinir. Hann var svo um- komulaus, aleinn í fjarlægu landi. Skömmu seinna kynntist hann ungri listakonu, Kristjönu, kvænt- ist og er fyrir löngu orðinn einn af okkur. Á Mokka var alltaf fullt hús og mikið drukkið af kaffi. Þarna sátu daglangt íslenskir bóhemar, á borð við frænda minn, Jón Engilberts, Thor Vilhjálmsson, Þorgeir Þor- geirsson og ótal fleiri. Allt voru þetta fyrirferðarmiklir menn með heimsborgaralegt yfirbragð. Þeir gengust upp í því að hafa ungar stúlkur i aðdáendahóp sínum og blésu út af visku og þekkingu í þeirra viðurvist. Ég gekk alltaf svartklædd á þessum árum, með slegið hár og alpahúfu. Kannski áhrif frá Ástu Sigurðar eða Juliette Greco. Mér leið betur á sáhnni en árið áður, aftur komin í mitt gamla umhverfi, hafði fast land undir fótum. Það var bara Jón Baldvin sem kom róti á tilfinningalífið. Jæja, svo kom hann. Eitt kvöld- ið, skömmu eftir páska, þegar ég hafði gefið upp alla von, birtist hann allt í einu. Fullorðinslegur, framandi og uppfullur af ferskum hugmyndum utan úr heimi. Hann var ómótstæðilegur, og á svip- stundu gleymdist allt sem var liðið. Við vorum aftur tvö ein. Mánuði seinna tók ég mér far með Gullfossi og skildi Jón Baldvin og fyrirgaf allt. Hendur hennar voru mjúkar og nærfærnar. Samt hafði hún aldrei hlíft þessum hönd- um. Þegar afi var atvinnulaus fór hún í síldarsöltun og hafði mömmu með sér eða réð sig í kaupavinnu austur í sveitum. Þegar ég man eftir henni, var hún sífellt að kemba, spinna eða prjóna úr ullinni. Hún átti viðskiptavini um allan bæ, sem keyptu af henni sokka, vettlinga, svo að ég tali nú ekki um sjölin, sem voru lista vel gerð. Henni féll aldrei verk úr hendi. í hennar augum var það tákn um leti og iðjuleysi að sitja með bók í hendi. Bækur voru lesnar á tylli- dögum og við hátíðleg tækifæri. Það hefur eflaust verið hin mikla lifsreynsla ömmu sem gerði hana honum að sleppa hendinni af Jóni Baldvin." HVAÐ SKAL GERA VIÐ ÞETTA LÍF? Bókin um Bryndísi Schram skipt- ist ífjóra meginhluta sem bera heit- in: Æska og uppvöxtur, Svíða sætar ástir, I faðmi fjalla blárra og í stormum sinnar tíðar. I öðrum hlutanum er meðal annars kafli sem ber yfirskriftina: Hvað skal gera við þetta líf? Hann hefst svona: Af hverju var ég ekki heima hjá mínu barni? Er ég svona óskaplega eigingjörn? Hún situr við gluggann á sumar- bústaðnum og horfir út yfir sól- vegna varð ég að hafa hana með mér í leikhúsið. Ég man ekki til þess, að nokkur hafi amast við henni. Hún var Ijúf og skynsöm og sat bara og gleypti í sig það sem fyrir augu bar. Rétt eftir að Jón Baldvin fór til Póllands gerðist ég dansari á síð- kvöldum á Borginni. Auðvitað gat ég ekki tekið barnið með mér þang- að, svo ég var vön að Ieggja hana snemma í rúmið og fara svo, þegar hún var sofnuð. Oftast var ég ekki nema eina klukkustund fjarver- andi, þó það kæmi fyrir að ég væri kærulaus. Nágrannarnir sögðu mér seinna, að þeir hefðu stundum heyrt hana gráta og kalla á mömmu. Auðvitað var ég ábyrgð- arlaus og eigingjörn. Ég var bara ^ð Skólameistarinn Bryndis við braut- skráningu nemenda við Mennta- skóiann á ísafirði. rauninni getað einbeitt mér. Eg hef sótt tíma, og það hefur ekki orðið til að bæta skapið eða tendra eld- móð, eins og þú getur kannski skilið (úr því sem komið er). Settar bækur hafa verið eitur í mínum beinum. Ég hef vakað fram eftir; gengið um gólf; reykt heil ósköp. Og hugsað og dreymt; og hvað eftir annað hef ég reynt að berja mig til hlýðni við rút- ínu, án þess þó að geta einbeitt mér. í heila þrjá daga var ég algerlega upptekinn af Joyce, í þessu hugar- ástandi er ens og maður uppgötvi hann að nýju; skilji hann nýjum skilningi ... Þú segist vera vonlaus og ein- mana, vinur. Okkar Korre- spondense er sannarlega trúverðug- ur aldarspegill! Og þú segist trúa á mig! Guð hjálpi þér, Bryndís mín: There is a faith still stranger than the faith of the disciple in his master: the faith of a master in the disciple, who will betray him (Joyce: The Exiles) ... En hvers vegna vonlaus? Ekkert hefur grafið undan þínu sjálfstrausti (nema ég, og þá aðeins til að byggja upp á traustari grunni); þú hefur einmitt uppgötvað nýtt svið fyrir hæfileika þína. Og þú ert eins frjáls og kona getur orðið ... 6.2. ’63 ... í nótt var ég nærri dauður; þegar ég kom af safninu í gær- kvöldi var héla á gluggum. Rakur nístingskuldi vafðist um mann eins og blaut klæði. Þegar ég skreiddist upp í rúmið gat ég heyrt nötrið í tönnunum í eins reglubundnum takti og pústið í járnbrautarlestinni sem þýtur framhjá kl. hálftvö. Mér gekk illa að sofna; svaf órótt og vaknaði — í martröð. Mér var þungt um andardrátt og löðrandi sveittur. Eitthvað var ekki eins og það átti að sér; ég var með þungan

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.