Pressan - 10.08.1989, Page 27
Fimmtudagur 10. ágúst 1989
27
Björn Ólafs hefur starfað í París,
og raunar víðar, í hartnær tuttugu
ár, en á sínum tíma stundaði hann
nám í arkitektúr við ÉCOLE SPEC-
IALE D'ARCHITECTURE í París.
Að námi loknu tók Björn þátt í
samkeppni um byggingu nýs hér-
aðsskóla á Reykjum í Hrútafirði og
vann hana. Hann fór þá heim til ís-
lands og starfaði þar í nokkur ár,
m.a. við skipulagningu Breiðholts,
„enda kom aldrei annað til greina
en að fara heim að námi loknu", seg-
ir hann. En í lok sjöunda áratugarins
voru merkilegir hlutir að gerast í
húsagerðarlist í Frakklandi og Birni
bauðst að taka þátt í því ævintýri.
Hann á nú að baki glæsilegan feril í
þessari listgrein. M.a. skipulagði
hann miðhluta nýrrar borgar vestan
við París, St. Quentin-en-Yvelines.
Fimm nýjar borgir
— Hver voru tildrög þess að
nýja borgin var byggð, Björn?
„Það var ákveðið á árunum frá
1965 til 70 að byggja fimm nýjar
borgir til þess að létta þrýstingi af
miðborg Parísar og þá voru þessi
svæði skipulögð. Pau eru gífurlega
stór, jafnstór og París sjálf. Reynt var
að fá fólk til að setjast þar að og fyr-
irtæki til að flytja starfsemi sína til
þessara borga svo íbúðarhúsnæði í
París breyttist ekki allt í skrifstofu-
húsnæði.
Til að þessi áform næðu fram að
ganga voru notaðar aðferðir, sem
kunna að virðast allhörkulegar. Ef
menn vildu byggja skrifstofuhús-
næði eða verksmiðjur og vera
áfram á Parísarsvæðinu urðu þeir
að vera á þessum ákveðnu svæðum.
Annað kom ekki til greina. Þetta var
stefnan í um tuttugu ár, frá 1965 til
1985, en nú eru þessar reglur úr
gildi fallnar að hluta.“
— Hvað gerðist?
„Það voru sett ný lög um tak-
mörkun miðstjórnarvalds Parísar
og borgarstjórnir úti á landi fengu
meiri völd. Þá minnkuðu áhrif
skipuleggjenda. Borgarstjórnirnar
fá nú að ráða því að mestu hvað er
byggt hjá þeim og það vilja auðvitað
allir fá fyrirtæki til sín sem greiða
háa skatta. Því hefur þetta skipulag
nú að mestu leyti riðlast, en þó ekki
alveg: enn eimir eftir af þvi.
Það var á þessum tíma sem um-
ræddar borgir voru byggðar, tvær
fyrir sunnan París, ein fyrir austan.
Sú kallast Marne-la-Vallee — og er
mjög vel heppnuð. Þar verður
Disneyland í framtíðinni. Ein borgin
er líka fyrir norðan París. Hún heitir
Cergy Pontoise, og skipulag hennar
tókst líka mjög vel.
St. Quentin-en-Yvelines hefur dá-
litla sérstöðu, þar sem hún er fyrir
vestan París og þar með mjög vel
sett, vegna þess að eigendur fyrir-
tækjanna vilja heist setjast þar að.
Það er af þeirri einföldu ástæðu að
þeir búa sjálfir í vesturhluta Parísar
og vilja byggja skrifstofu- eða verk-
smiðjuhúsnæði sitt nálægt eigin
heimili. í vesturhluta Parísar eru
hverfi hinna ríku. Þannig er styttra
fyrir þá að fara í vinnuna."
Bærinn var
bitbein pólitíkusa
— Skipulagið hefur þá ef til
viil miðast við þarfir hinna ríku?
„Já, að miklu leyti. Þarna eru
mörg mjög stór fyrirtæki: t.d. Credit
Agricole, sem er stærsti banki í
Frakklandi og Boyougues, stærstu
verktakar í Evrópu. Gallinn við
þessa borg, samanborið við hinar
borgirnar tvær, er að hún var byggð
í fljótheitum og með fámennu liði
skipuleggjenda. Lóðum var úthlut-
að tii fyrirtækja og þau tóku strax til
við að byggja.
íbúðahverfin eru heldur skárri, en
í heild er borgin þó of sundurleit.
Þegar búið var að byggja talsvert á
svæðinu gerðu stjórnvöld sér grein
fyrir göllunum og ákváðu að reyna
að skipuleggja miðborgina vand-
lega. I næsta nágrenni voru stórar
verslunarmiðstöðvar og menn
höfðu því ekki haft trú á því að
þarna gæti risið miöbær. Þarna
voru hverfakjarnar, en enginn mið-
bær.
Það urðu deilur um byggingu mið-
bæjarins vegna pólitískra átaka.
Sósíalistar eru við völd í nýja bæn-
um, en hins vegar stjórna hægri
menn sýslunni þar sem miðbærinn
átti að rísa. Það komu fram tillögur
um skipulag frá arkitektum, sem
voru annaðhvort til hægri eða
vinstri, a.m.k. fimm eða sex tillögur,
og ekkert fékkst samþykkt. Þegar
svo allir voru orðnir þreyttir á þessu
ákvað skipulagsnefnd borgarinnar
að skipuleggja sjálf miðbæinn með
hjálp arkitektafyrirtækis og við urð-
um fyrir valinu.
Við lukum skipulagsvinnu 1984.
Síðan teiknuðum við torg og aðal-
götuna í bænum og húsin við hana.
Auk þess svæði í kringum stóra
tjörn, þar sem eru mörg veitinga-
hús, og einnig við læk, sem rennur
í gegnum hverfið.“
Hefðbundinn
miðbær en
ekki „Kríngla"
— Út frá hvaða sjónarmiðum
genguð þið við gerð skipulags-
ins?
„Þessi miðbær er skipulagður
öðruvísi en venja hefur verið í
nýjum borgum hér. Reglan hefur
verið sú að byggja yfir allar
verslunargötur. I þremur af þessum
fimm nýju borgum í nágrenni
Parísar er miðhlutinn algjörlega
innanhúss. Eiginlega nokkuð
svipaður Kringlunni, en helmingi
sfærri. 1 St. Quentin var aftur á móti
ákveðið að reyna að byggja miðbæ,
sem líktist meira hinum
hefðbundna miðbæ, ekki loka
honum. Við vildum byggja miðbæ
með venjulegum götum, sem væri
opinn allan sólarhringinn. Þetta eru
göngugötur og fyrirmynd þeirra
voru slíkar götur í gömlum bæjum.
Við göngugötuna, aðalgötu bæjar-
ins, eru næstum því allar verslanir,
en út frá þeim eru glerhjálmar til
skjóls fyrir vegfarendur. Vandað var
til götunnar sjálfrar og útveggja sem
eru úr múrsteini og hvítri stein-
steypu.
Fljótt á litið virðist þetta bara lítil
gata, en á bak við eru stórar verslan-
ir. Ég vildi skapa umhverfi sem gam-
an væri að vera i og ganga um í.
Ekki eingöngu vettvangur verslun-
ar. Einnig fannst mér mikilvægt að
tengja mjög náið verslun og íbúðar-
húsnæði. A efri hæðunum eru því
alls staðar íbúðir, auk þess sem þétt-
byggt íbúðasvæði er allt í kring. Á
þökum verslananna eru garðar og
þar er gengið inn í íbúðirnar."
— Hvað er hér fleira en þessar
verslanir?
„Það eru hér kvikmyndahús,
kaffihús og veitingastaðir. Um 600
íbúðir eru við aðalgötuna og í næsta
nágrenni verða byggðar um 5.000
íbúðir í nánustu framtíð. Það munu
verða 15.000 manns, sem búa í
göngufjarlægð við miðbæinn. Það
var meginreglan að hafa nógu þétt
íbúðasvæði í kring, í svona fimm
mínútna göngufjarlægð, sem veitti
stöðugt fólki inn á svæðið — ef svo
má að orði komast. Þetta fólk kem-
ur inn í bæinn enda þótt verslanir
séu lokaðar, svo hér er líf á kvöldin
líka. En auðvitað er hér, eins og í
flestum verslunarhverfum, mest af
fólki á laugardögum og á miðviku-
dögum, þegar krakkarnir eru ekki í
skóla. En það er alltaf slangur af
fó|ki og eykst stöðugt eftir því sem
íbúðum fjölgar. Svæðið er alls ekki
fullbyggt enn.“
— Hvernig er með skóla ög
barnaheimili?
„Það er allt hér. Skólarnir voru
byggð um leið og jafnvel á undan.
Hér eru skólar fyrir öll skólastig.
Hér eru líka barnaheimili, heilsu-
gæslustöð, pósthús og bókasafn í
byggingu. Og hér eru tvö hótel.
Þetta er raunverulegur miðbær."
— Hvar eru svo skrifstofurn-
ar?
„Á svæðinu er blandað saman
íbúðar- og skrifstofuhúsnæði. Við
aðalgötuna er búið i flestum húsun-
um, að minnsta kosti á efri hæðinni.
Hér eru þó tvær byggingar þar sem
eingöngu eru skrifstofur."
Austurstræti mætti
vera líflegra
— Hver er munurinn á þessu
formi og miðbæjarkjörnunum
sem eru aðallega innanhúss?
„Ókosturinn' við þennan héfð-
bundna miðbæ er sá að hingað
kemur færra fólk, ef eitthvað er að
veðri. Fólk heldur sig þá inni og vill
síður vera úti. Vinsældir gatnanna
sem eru „innanhúss" byggjast á þvi
að fólk kemur alltaf, hvernig sem
viðrar. En í mjög góðu veðri fer það
auðvitað síður i innigöturnar og kýs
fremur að vera utanhúss. Þessi kerfi
hafa sina kosti og galla."
— Hvað segirðu um þá hug-
mynd að byggja yfir Austur-
stræti?
„Það hefur verið mikið gert af þvi
í Japan, að setja glerhimin yfir
gamlar byggingar. Það er mjög erfitt
að tengja svona gamlar byggingar,
sem eru misháar. Yfirleitt heppnast
þetta ekki vel, enda þótt viðskipta-
vinirnir séu ánægðir. En núna er
ekki heldur svo mjög mikil verslun
í Austurstræti. Það er líf þar vegna
þess að þetta er enn miðbærinn og
hann er samkomustaður.
Gallinn er sá að göngugatan og
þessu fólki. Það notar bæinn meira,
ef svo mætti að orði komast, og er
undirstaða lífsins í bænum."
Allt svæðið
opnað í einu
— Hvernig líkar fólki að búa
hér?
„Það fólk, sem ég hef haft til af,
lætur vel af því. Hugmyndin var að
blanda saman íbúðar-, verslunar- og
atvinnuhúsnæði og fólk er auðvitað
ánægt með að þurfa ekki að fara
langt til vinnu sinnar og hafa góðar
verslanir í næsta nágrenni við sig.
Margir bæði vinna hér og búa. En
hér er umferð í báðar áttir — til
Parísar og frá.
Það er líka mikill fjöldi manna
sem býr i eða utan við París og sækir
vinnu hingað. Þannig nýtist vega-
kerfið betur, í báðar áttir allan dag-
inn. Hér eru einnig mjög stór útivist-
arsvæði, en það er að sjálfsögðu vin-
sælt hjá barnafólki."
stjóra voru sett varð þetta erfiðara.
Hægri borgarstjórnir vilja ríkt fólk.
Þær ráða því hverjir fá byggingar-
leyfi svo þau eru hæg heimatökin.
Vinstra megin er það öfugt.
Þetta er slæmt fyrirbæri og drep-
ur niður bæjarlífið á hvorn veginn
sem er. Það verður einhæft og ein-
angrað. Það var hægt að koma i veg
fyrir þetta á meðan völdin voru í
höndum tæknimanna í þessum nýju
bæjum. Ódýrar íbúðir máttu ekki
fara fram úr vissum hundraðshluta.
Það er i rauninni það eina, sem
hægt er að stjórna.
Ríkt fólk hefur meira frelsi og get-
ur sest að þar sem það vill. En það
er hægt að koma í veg fyrir að fá-
tækrahverfi séu skipulögð fyrir-
fram. Slíkt kemur niður á öllu, ekki
síst skólakerfinu. Þegar
láglaunafólk hópast á stór svæði eru
fleiri sem hafa minni menntun,
börnin fá ekki eins mikla hvatningu
til skólagöngu, árangurinn í
Björn Ólafs arkitekt í miöbæ St. Quentin.
það, sem er á henni miðri, var ekki
nógu vel skipulagt í upphafi. Hún er
of kaldranaleg. Það hefði mátt gera
hana bæði líflegri og vistlegri. Stein-
hellurnar gera hana gráa og lítt að-
laðandi. Það hefur að öllum líkind-
um ekki verið veitt nægum pening-
um í verkið. Sennilega hefur borgar-
stjórnin ekki haft nægilega trú á því
að slík gata yrði vinsæl.
Það hefur hinsvegar tekist betur
með Laugaveginn. Að mínu mati er
fyrirkomulagið þar gott fyrir land
eins og Island, þar sem eru svo
margir dagar á ári sem ekki er hægt
að vera mikið utan húss. Það er hægt
að aka niður götuna og skoða í búð-
arglugga, en nóg pláss fyrir fótgang-
andi lika.“
— Snúum okkur aftur ad St.
Quentin. Hverju spáir þú um
framtíð þessa sköpunarverks
þíns?
„Ég held að þessi miðborg verði
fyllilega hlutverki sínu vaxin. Hér er
þegar mikil verslun, því þessi kjarni
mun þjóna svæði sem á mun búa
um hálf miljón manna. Fólkið kem-
ur þangað sem úrvalið er. Við reikn-
um auðvitað ekki eingöngu með
fólki, sem kemur gangandi hingað.
Af þeim sem hingað koma á bílum
eru um 150 þúsund manns í beinum
tengslum við miðborgina. Þá á ég
við fólk, sem kemur a.m.k. einu
sinni í viku til að versla. Um fimm-
tán þúsund manns eru í göngufjar-
iægð og það er mjög mikilvægt,
vegna þess að það er fólk sem hefur
sjálft kosið að búa hér. Það vill búa
í miðbæ og það er mikill kraftur í
— Þegar gengið er um miðbæ-
inn virðist allt svo slétt og fellt
og öllum framkvæmdum lokið
fyrir löngu. Hvenær hófust þær
eiginlega?
„Deiliskipulag af svæðinu var
gert fyrir fimm árum. Það tók síðan
tvö ár að teikna svæðið og bygging-
arnar og svo tók tö ár að byggja.
Miðbærinn var svo formlega opnað-
ur við hátíðlega athöfn í október
1987. Verslanirnar voru þá allar
opnaðar í einu! 150 búðir og einn
stórmarkaður, Euromarche, sem
hefur yfir 10 þúsund fermetrum að
ráða.
Þá var að sjálfsögðu allt tilbúið.
Það þýðir ekki að bjóða fólki upp á
að enn sé verið að vinna við húsin,
sem það verslar í. Þarna eru margar
dýrar og glæsilegar verslanir, því
það verður að ná til sem flestra.
Bæði þeirra sem vilja versla ódýrt í
stórverslunum og fólks, sem hefur
meiri peningaráð og sækist eftir
dýrum fötum og hlutum og eyðir
meiru. Annars gengju svona
verslunarhverfi ekki.“
— Er það frekar efnað fólk,
sem hefur sest hér að?
„Nei, alls ekki. Hér er allskonar
fólk og bæði dýrar og ódýrar íbúðir.
Það eru blokkir með ódýru húsnæði
i nágrenni. Þær voru byggðar undir
lok tímabils stóru blokkanna. Strax
í upphafi var reynt að beina fólki af
öllum stéttum hingað og það var
hægt þá, vegna þess að ákvarðanir
voru teknar af skipulagsyfirvöldum
en ekki stjórnmálamörinum.'En eft-
ir að lögin um' aukin völd borgar-
skólanum verður lélegri og
skólarnir verða lélegri. Börnin eru
því verr sett þegar út í lífið kemur og
verða oft atvinnuleysingjar."
— Hefur tekist vel að
„blanda" hér?
„Já, það hefur tekist ágætlega.
Húsin hér líta út fyrir að vera álíka
dýr, en það er ekki allt sem sýnist.
Sum af þessum húsum voru keypt af
millistéttarfólki, sem er um 60%
íbúanna hér. Svo er hér líka fólk,
sem ekki hefur ráð á að kaupa sér
húsnæði. Það leigir, en í svipuðum
húsum óg inni í sama hverfinu. Hér
býr ekki vellríkt fólk, en allmargir
læknar og lögfræðingár hafa þó sest
hér að og sett hér upp stofur."
Líkaði illa
í Disneylandi
— Svo við snúum okkur að
öðrum að lokum, þá hefur þú
unnið við Disneyland, er það
ekki.?
„Jú, bæði í Bandaríkjunum og hér
í Frakklandi. í Marne-la-Vallee,
skammt austan Parísar, er nú að rísa
Euro-Disneyland, eins og það mun
verða nefnt. Ég komst fljótlega að
því að þetta var lítt áhugavert starf
fyrir mig og hætti. Ég vann líka við
skipulagsstörf í Egyptalandi, en nú
starfa ég hjá arkitektafyrirtækinu
DLM, sem fæst mikið við skipulags-
störf. Ég teiknaði miðborgina í St.
Quentin fyrir þá og vinn nú við
breytingar á tveimur gömlum út-
hverfum, en hvernig útkoman verð-
ur læt ég óSágt."