Pressan - 10.08.1989, Blaðsíða 28

Pressan - 10.08.1989, Blaðsíða 28
28 Fimmtudagur 10. ágúst 1989 Umdeildir læknar í Danmörku og Bretlandi gefa körlum hormónasprautur til að halda þeim unglegum og hressum og minnka líkur ó hjarta- og æðasjúkdómum KÖRLUM LOFAÐ LENGRA Geta hormónaqjaffir haldið karlmönn- um yffir mið|um aldri unglegum og haldið hjarta- og æðasjúkdómum i skefjum? Það ólita tveir læknar i Danmörku 09 Bretlandi, sem stunda slika meðferð, þo kollegar þeirra hristi höfuðið. En mið- aldra karlmenn streyma til læknanna tveggja i von um kraftaverk. GREIN: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR Á undanförnum árum hefur tölu- vert verið rætt og ritað um kosti þess að gefa konum hormóna- sprautur (eða hor mónagjöf i plástr- um) eftir tíðahvörfin. Hormónagjöf- in kemur i veg fyrir ýmis óþægileg einkenni breytingaskeiðsins, en hún er þar að auki talin hafa mjög já- kvæð áhrif á útlit kvennanna — t.d. á húðina og hárið. Hingað til hefur lítið borið á um- ræðu um hormónameðferð fyrir karla og ekki að ástæðulausu. Líkamsstarfsemi karla tekur nefni- lega ekki róttækum breytingum um miðjan aldur, eins og hjá konum, þrátt fyrir allt tal um miðaldurs- kreppu karlmanna, gráan fiðring og annað í þeim dúr. Það eru andleg einkenni, ekki líkamleg. Þó eru a.m.k. tveir læknar í heiminum sannfærðir um að halda megi körl- um unglegum, hressum og hraust- um eftir miðjan aldur með því að gefa þeim hormónasprautur. Og þetta telja þeir sig hafa sannað við meðferð sjúklinga sinna. Þakklátir sjúklingar fjármagna starfið Sá læknir, sem fyrstur hóf að sprauta miðaldra menn með karl- hormón, er Daninn Jens Moller. Hann lenti í miklum útistöðum við kollega sina fyrir vikið og reynt var með öllum tiltækum ráðum að stöðva hann. Það tókst ekki og nú rekur Moller sína eigin sjúkrastofn- un í Kaupmannahöfn, sem m.a. var stofnuð fyrir fé frá þakklátum sjúk- lingum, en þeir hafa með sér sam- tök. Þessi samtök hafa síðan einnig veitt breskum lækni fjárstuðning. Hann heitir Malcolm Carruthers og hefur nýverið opnað læknastofu við Harley Street í Lundúnum, hinni frægu götu þar sem allir dýrustu sérfræðingarnir starfa. Það er karlhormóninn, testóster- ón, sem læknarnir tveir nota við meðferð miðaldra karla. Þessi hormón er raunar notaður af lækn- um um allan heim, en eingöngu þegar um er að ræða karlmenn, sem ekki framleiða sjálfir eðlilegt magn af honum. Skortur á testóster- ón lýsir sér t.d. í getuleysi og í slíkum tilvikum eru áhrif sprautumeðferð- ar almennt viðurkennd. Moller og Carruthers nota hormóninn hins vegar við ýmsum öðrum kvillum og það er ástæða ágreinings þeirra við aðra lækna. Prófessor á faraldsfæti og alsæll leigubílstjóri Carruthers nefndi í blaðagrein fyrir skemmstu tvö dæmi um menn, sem hann hefði hjálpað með horm- ónagjöf. Sá fyrri var heimspekipró- fessor, sem var orðinn rúmliggjandi vegna verkja í brjóstholi og fótleggj- um. Eftir hormónameðferðina varð prófessorinn svo sprækur að hann gat farið í fyrirlestraferð um gjörvöll Bandaríkin. Hinn sjúklingurinn var leigubílstjóri í Lundúnum, sem átti við miklar geðsveiflur að stríða. Hann hefur fengið sprautur í tvö ár og segist nú vera í mun betra jafn- vægi en áður. Moller og Carruthers segja horm- ónameðferð gagnlega fyrir menn, sem eiga í vandræðum með kynlíf- ið, en einnig fyrir menn undir miklu andlegu eða líkamlegu álagi og fyr- ir hjarta- og æðasjúklinga. Þetta rökstyðja þeir á eftirfarandi hátt: Þegar menn eru lengi mjög stress- aðir sitja fita ogsykur eftir í blóðinu og stuðla að of háum blóðþrýstingi og síðan að æðastíflum og hjarta- sjúkdómum. Karlhormóninn vinnur á móti þessari þróun með því að breyta fitu og sykri í efni, sem við þurfum á að halda. Ef menn eru undir álagi myndast ekki nægilegt magn karlhormóns í líkamanum og hætta á sjúkdómum eykst. Sjúk- dómum, sem leitt geta til dauða. Menn, sem svona er ástatt fyrir, verða að læra að slaka á. En dugi það ekki til má gefa þeim hormóna- sprautur. Einir á báti, en gera það gott Carruthers mælir með sérstakri slökunaraðferð við sjúklinga sína. Hann kynntist þessari aðferð í Þýskalandi og segist nota hana með góðum árangri. Hún felst í stuttu máli í því að sjúklingurinn ímyndar sér að hann fari í nokkurs konar frí innra með sér; sama á hverju geng- ur í umhverfinu. Þetta segir læknir- inn að hægt sé að framkvæma hvar sem er, t.d. í strætó eða uppi í rúmi, en aðalatriðið er að einbeita sér og upplifa þyngslatilfinningu i útlimun- um. Svipaðar slökunaraðferðir eru víða kenndar, bæði á íslandi og ann- ars staðar, og enginn vafi á að þær geta gert fólki mikið gagn. Það þyk- ir aftur á móti algjörlega ósannað að hormónagjafir Mollers og Carruth- ers hafi eitthvert gildi nema fyrir karla, sem þjást af greinilegum skorti á testósterón. Þeir félagar halda hins vegar sínu striki, hvor í sínu landi, enda hafa þeir nóg að gera við að sprauta miðaldra karla. kynliffsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. NÁND skrímslið ógurlega? Hugrekki. Það er það fyrsta, sem mér dettur í hug, þegar ég hugsa um nánd. Það þarf nefnilega heilmikið hugrekki og vilja til að þróa þann eiginleika hjá sjálfum sér og í nán- um samböndum. Yfirskrift pistilsins bendir til þess að nánd sé í hugum sumra einsog dreki, sem spúi eldi komi maður of nálægt honum. í þessum pistli langar mig að tína til örfáa punkta um ástæður þess að fólk hræðist nánd. ,,Á milli okkar er strengur. . . “ En fyrst, hvað er nánd eiginlega? Enn einu sinni er íslenskan frekar fátækleg, þegar kemur að því að finna gott orð yfir þetta hugtak. í nánd felst það að finna til nálægðar og/eða samkenndar með viðkom- andi, hvort sem það er maki, vinur, kunningi eða vinnufélagi. Til er margskonar nánd; líkamleg, tilfinn- ingaieg, andleg, félagsleg og vits- munaleg nánd. Nánd felst í því að deila sjáifum sér með öðrum á þess- um sviðum. Tilfinningaleg nánd krefst þess að þú þorir að opna þig fyrir öðrum. Leyfir öðrum að þekkja þig eins og þú ert, með öllum þínum kostum og göllum. Þessi hegðun kallar á hugrekki, sjálfsvið- urkenningu og sjálfstraust. Ef okkur tekst að þroska hinar ýmsu tegundir nándar með öðrum finnst okkur líf- ið miklu frekar þess virði að lifa því, innri ánægja og vellíðan eykst að sama skapi. Þróun náins sambands á milli tveggja einstaklinga er ekki alltaf dans á rósum, heldur liggur í því mikil vinna, ef svo má að orði komast frá beggja hálfu. Alltof margir virðast gera ráð fyrir því að ánægjulegt, gefandi og náið sam- band verði bara sjálfkrafa til. Hœnuskref Hvað hræðist það fólk, sem flýr af hólmi þegar sambönd fara að verða náin (þ.e. nándin að aukast)? Það getur verið ýmislegt. Sumir hafa tekið þá stefnu í lífinu að hætta sem minnst á að opna sig fyrir öðrum. Þeir hugsa sem svo: ,,Það er vita gagnslaust að reyna að opna sig fyr- ir henni/honum. Það eina, sem ég fæ út úr því, er sársauki." Ef mann- eskja, sem hugsar svona, á síðan samskipti við aðra einstaklinga litar þetta lífsviðhorf öll þau samskipti. Ef viðkomandi trúir því að aðrir muni eingöngu særa sig er bæði mun líklegra að það gerist og einnig að lítið fari fyrir nándinni. Þeir sem trúa þessu hafa hent því sem við nefnum „traust" út í hafsauga. Góð leið til að brjótast út úr þessu tak- markandi viðhorfi er að taka fyrst lítil skref; einskonar hænuskref í að treysta. Ef þú finnur að þú getur treyst manneskju í fyrsta skrefinu er hægt að taka annað. Ef sumum er ekki treystandi fyrir sjálfum sér er ekkert meira við því að gera nema að viðurkenna þá staðreynd. Höfnunarótti Önnur algeng nándarhræðsla er óttinn við höfnun. „Ef annað fólk vissi hver ég er í raun og veru myndi það ekkert vilja með mig hafa." Reynslan hefur hins vegar oft leitt hið gagnstæða í ljós. Við erum öll mannleg, með okkar leyndarmál og sektarkénnd yfir hinu og þessu. Ef við sýnum okkur eins og við raun- verulega erum verðum við betur í stakk búin til að þróa ýmiss konar nánd. Að þykjast vera fullkominn er pottþétt leið til að „berja" á sjálfum sér og loka sig af gagnvart öðrum. Mundu, að þér þarf ekki að líka við aila og öllum þarf ekki að líka við þig. í þessari viðurkenningu felst léttir og frelsi til að velja hverja mað- ur vill umgangast. Kynlíf og kynfræðsla snýst aðal- iega um náin samskipti og heilbrigð nánd er einn stærsti þátturinn í góð- um, nánum samböndum. Mér finnst alltaf merkilegra og merkilegra að sjá hversu mikilvæg nándin er í mínu eigin lífi og lífi annarra. Hlut- verk kynfræðslu er ekki síst það að stuðla að því að einstaklingar efli með sér hæfileikann til að upplifa nánd. Lífið væri innantómt, ef við fyndum ekki til samkenndar með öðrum manneskjum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.