Pressan


Pressan - 10.08.1989, Qupperneq 32

Pressan - 10.08.1989, Qupperneq 32
PRESSU u ^^^ndanfarið hafa Hagvirkis- menn reynt hvað þeir geta til að ganga frá vangoldnum söluskatti, án þess að þurfa að leggja fram það fé sem ríkið á inni hjá fyrirtækinu. Hagvirki hefur boðið fasteignir og lóðir upp í skuldina en ekki orðið ágengt. I fjármálaráðuneytinu er haldið fast við þá reglu að söluskatt geri menn upp með reiðufé . . . | að færist í vöxt að stór- eignamenn úr Reykjavík kaupi jarðir úti á landsbyggðinni. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, og félag- ar hans í Hilmi hf. festu nýlega kaup á jörð í Landsveit. Annar maður úr fjölmiðlaheiminum, Har- aldur Sveinsson, framkvæmda- stjóri Morgunblaðsins, hefur í ára- tugi átt tvær jarðir í Borgarfirði. Fyrir skömmu tók Haraidur alfarið við jörðunum, þegar síðustu ábú- endurnir fluttu þaðan. Nýjasta dæmið er af Ingvari Helgasyni bif- reiðainnflytjanda, en hann keypti jörðina Fróðá á Skógarströnd .. . L ■ lannes Hólmsteinn Gissurar- son, frjálshyggjumadur og háskóla- kennari, virdist hafa mikið næði til að helga sig hugðarefnum sínum. í haust eru væntanlegar á markað- inn tvær bækur eftir hann. Á önn- ur að heita Fjölmiðlar nútímans og þar verður tekin fyrir víxlverk- un fjölmiðla og stjórnmála auk þess sem drepið verður á sérstök áhugamál höfundarins, svo sem fréttaflutning hjá fréttastofu rík- isútvarpsins. Hin bókin kemur síður á óvart þegar Hannes á í hlut: Sjálfstæðisflokkurinn í 60 ár heitir hún og verður m.a. prýdd myndum af forystumönnum flokksins. í formála annarrar bók- arinnar mun Hannes þakka sér- staklega samkennurum sínum í stjórnmálafræði fyrir að stilla kennsluskyldu hans í hóf svo að hann gæti lokið skriftunum ótrufl- aður . . . ^^^ins og PRESSAN skýrði frá fyrir nokkrum vikum sló í brýnu milli Helga Péturssonar dagskrár- gerðarmanns á Stöð 2 og einhverra stjóra þar uppfrá með þeim afleið- ingum að Helgi rauk á dyr. Ástæðan mun hafa verið sú að óljóst þótti um framtíð Helga hjá Stöðinni, en for- ráðamennirnir munu hafa gleymt því að þegar hafði verið búin til vetrardagskrá þar sem Helgi Pét- ursson er í lykilhlutverki í fjórum þáttum. Nú er allt fallið i ljúfa löð og Helgi er kominn á fullt í vinnu. Með- al þeirra þátta sem Helgi mun stjórna eru Hringiðan og þættirnir með Ríó Tríóinu, Það kemur í ljós, verða á dagskrá fram í miðjan september. Þá mun Helgi hafa hönd í bagga með gerð þáttanna Hvað viltu verða?, þar sem starfsemi Há- skóla Islands er kynnt, og jafnframt mun hann stjórna þáttum fyrir aldr- aða. Þá verður hleypt af stokkunum nýjum þáttum í umsjón Helga sem hafa hlotið nafnið Óskastundin og verða þeir sérstaklega gerðir fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Stærsta verkefni Helga í vetur verður þó yf- irumsjón með sérstökum klúbbi sem búinn verður til utan um 44.000 áskrifendur Stöðvar 2. Það þykir því sýnt að Helgi Pétursson sé ekki hættur störfum hjá Stöð- inni. . . I sumar rak Jón Ragnarsson í Regnboganum hótel Valhöll á Þingvöilum í fyrsta skipti, en Ferðaskrifstofa ríkisins sá um reksturinn síðustu sumur. Veiting- arnar á Hótel Valhöll munu vera hinar bestu en gestir eru ekki jafn- ánægðir með aðkomuna. Það virð- ist loða við Valhöll að þar séu sal- ernin aldrei hreinsuð og veitingasal- urinn mætti að ósekju einnig vera hlýlegri. . . o ^^^ðru máli gegnir um Eddu- hótelin, sem ferðalangar eiga ekki orð til að lýsa hrifningu sinni yfir. Einkum munu það vera hótelin á Laugarvatni og Kirkjubæjar- klaustri sem haft er orð á hversu þrifaleg séu og þjónusta til fyrir- myndar ... 1| ^^^tsölur í verslunum í Reykja- vík hafa gengið misjafnlega eins og gengur. í gær opnaði tískuverslunin Sautján útsölu í Kringlunni og munu menn víst hafa misst móðinn þegar þeir komu inn í verslunina. Ástæðan var sú að svo mikið marg- menni hafði safnast saman fyrir ut- an verslunina að hleypa varð fólki inn í „hollum”. Þegar inn var komið mátti vart sjá í flíkurnar fyrir við- skiptavinum og féllust sumum víst alveg hendur og fóru út jafnfatalaus- ir og við innkomuna . . . M ^MHlls konar sögur eru í gangi um pörin á Stöð 2. Nýjasta „parið” sem við fréttum af mun brosa við áhorfendum í vetrardagskrá Stöðvar 2. Þarna eru á ferðinni þekktir einstaklingar úr þjóðlifinu, Bryndís Schram og Bessi Bjarna- son, sem saman munu sjá um ein- hvers konár skemmti- eða spurn- ingaþátt. . . c %^párnar um erfiðan rekstur ferðaskrifstofa virðast að ein- hverju leyti ætla að rætast. Nýlega sagði ferðaskrifstofan Útsýn upp einhverju af fastráðnu starfsfólki og öðrum hefur verið gefið til kynna að til uppsagna geti komið í haust. Starfsmenn Útsýnar munu þegar farnir að þreifa fyrir sér á öðrum ferðaskrifstofum . . . ■ íó Tríóið hefur siðustu fimmtu- dagskvöld verið með tónleika á Hótel Borg við góðar undiriektir þótt ekki hafi allir verið sáttir við þann aðgangseyri sem settur var upp. Þar kostaði aðgöngumiöinn nefnilega 950 krónur og mun þeim spilafélögunum sjálfum hafa þótt nóg um. Að minnsta kosti hafa þeir hætt við frekari spilamennsku þar og ætla að byrja ap leika á nýjustu krá borgarinnar, Óperukjallaran- um í Arnarhóli, frá og með næst- komandi sunnudagskvöldi. Þar mun vera frítt inn . . . I íkisútvarpið ieitar leiða til sparnaðar eins og aðrir. Ein sparn- aðarleiðanna mun vera sú að tæknimenn eru nú látnir skrá tíma sinn í stúdíói í þar til gerða bók, þannig að vitað sé upp á mínútu hversu langan tíma tekur að vinna hvern þátt. Sagan segir að þeir þurfi að færa í bókina í hvert skipti sem þeir fara inn og út úr stúdíóinu, hvort sem þeir eru að skreppa í kaffipásu eða bíða um lengri tíma eftir að næsta upptaka hefjist. PRESSAN hefur heyrt að með þessu móti telji Ríkisútvarpið sig geta komist að hvort hægt sé að spara stöðugildi eins til tveggja tækni- manna . .. Hvað er GORI viðarvöm? GORI sérhæfir sig í framleiöslu á efni sem ver viðinn gegn sveppum og örverum sem ásækja hann. GORI hentar vel á nýtt tréverk og einnig til viðhalds á eldra tréverki. Myndin sýnir hús þar sem tréverkið er meðhöndlað með GORI 88 yfirborðsviðarvörn sem slettist hvorki né drýpur. GORI meðhöndlun byrjar með grunnun. Nýtt tréverk eða viður sem er mjög veðraður skal grunnast með GORI 22. GORI 22 er olíublönduð viðarvörn og smýgur vel inn í viðinn og ver hann gegn örverum og sveppum. Ö/GORI viðarvörn Allt tréverk þarf yfirborðsvörn og viðhald. Viðurinn þarf að vera vatnsfælinn og varinn geislum sólar sem hefur skaðleg áhrif á hann. Pess vegna mælum við eindregið með GORI 88 sem er olíublönduð viðarvörn og hentar mjög vel m.a. til litabreytinga. GORI 22 og 88 er olíublönduð viðarvörn í hæsta gæðaflokki. Við mælum með að þú fjárfestir í gæðum. “Veldu GORI gæðanna vegna“ GORI er fáanleg í kaupfélögunum, Byggingavöruverslun Sambandsins, Krókhálsi 7, Reykjavík. Fit byggingavörum, Bæjarhrauni 8, Hafnarfiröi. Byggingamarkaöi, Vesturbæjar, Hringbraut 120, Reykjavik.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.