Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 2

Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 2
t' 2 333 r , ■■ C. i1lf>sb.)Jir,r,i;-: Fimmtudagur 31. ágúst 1989 AFMÆLISBORNIN Eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur. Myndir Björg. PRESSAN er eins árs um þessar mundir. Eitt ár þykir kannski ekki langur líftími, en eins árs afmælið er ekki síður merkilegt en önnur. Og það er ekki aðeins PRESSAN sem heldur upp á afmælið sitt þessa dagana. Það gera líka aðrir, þeirra á meðal börnin fimm sem myndir birtust af í fyrstu PRESSU. Þau hafa uppgötvað ýmislegt á þessu fyrsta ári sínu. Það nýjasta er að það skuli vera hægt að ganga og taka aðeins til á borðum. Fyrstu skrefin koma hægt og sígandi hjá öllum og oft þarf að detta nokkrum sinnum áður en jafnvægi næst að fullu. En með aukinni reynslu verður allt auðveldara og án efa verða þessir litlu krakkar komnir á harðahlaup fyrr en varir. Margt breytist á einu ári og þau sem lágu makindaleg og af- slöppuð fyrir einu ári eru orðin heldur líflegri í dag. Myndirn- ar sem teknar voru af þeim fyrir einu ári og þær sem teknar voru núna í vikunni sýna glöggt hversu mikið þau hafa mann- ast á fyrsta æviárinu. PRESSAN heimsótti börnin og færði þeim afmælisgjöf; bol með fyrstu andlitsmyndinni áþrykktri. 1. Birgitta Dröfn varð eins árs á mánudaginn var, 28. ágúst. Lengsta ferðin hennar á fyrsta árinu var frá Reykjavík til Keflavíkur þangað sem hún flutti með foreldrum sínum, Eygló Þorsteinsdóttur og Jónasi Magnússyni. Birgitta Dröfn er farin að ganga og tala. Skemmtilegast þykir henni að segja ,,hæ" enda er hún mjög frjálsleg og vingjarnleg við alla sem hún sér! Henni þykir gaman að hjálpa við tiltekt á heimilinu, einkum á borðum og í skápum ,,sér- staklega í pottaskápnum“! segir mamma hennar. Birgitta er hjá dag- mömmu á daginn þar sem hún hef- ur eignast marga vini og unir sér vel. Hún er orðin stór og myndarleg, með ljóst og liðað hár. Birgitta Dröfn var ekki ajveg á því að senda mynd af sér; hún ákvað að skreppa frekar með mömmu sinni í bílferð til Reykjavíkur svo Björg, ljósmyndari á PRESSUNNI, gæti tekið nýja mynd. 2. Þessi litla dama heitir Sandra Dís og varð eins árs þann 27. ágúst. í textanum sem fylgdi mýndinni af henni nýfæddri sagði meðal annars að hún hefði þykka og kvenlega lokka. Mamma hennar, Ásdís Ósk- arsdóttir.segir að í þeim efnum hafi ekkert breyst; hún hafi ekki haft við að klippa hár hennar: „Hún var ekki nema mánaðargömul þegar ég klippti hana fyrst," segir Ásdís. Sandra Dís er nýlega byrjuð að ganga og er frísk og fín að sögn mömmu hennar. Pabbi hennar heit- ir Jón Daði Ólafsson og hún á tvö systkini, Tinnu Ýri 6 ára og Daða Þór sem er að verða 3ja ára. Tinna hafði beðið lengi eftir systur og er því að vonum ánægð með Söndru Dís: „Þau dýrka litlu systur sína og í þeirra augum er engin betri eða duglegri en hún.“ Sandra Dís hefur farið í eina sumarferð og að sögn mömmu hennar var hún alsæl frels- inu úti í guðsgrænni náttúrunni. Aron varð eins árs á sunnudag- inn var, 27. ágúst. Hann var stór og myndarlegur við fæðingu og mamma hans, Kolbrún Gísladóttir, segir ekkert hafa dregið úr myndar- skapnum; hann hafi vaxið og dafn- að á fyrsta árinu. Hann er byrjaður að ganga og hefur mjög gaman af þeirri uppgötvun: „Hann er svona passlega fyrirferðarmikill!" segir mamma hans. „Hann þarf líka að koma við allt sem hann sér eins og sæmir ungum drengjum sem eru að byrja að ganga o^uppgötva ýmis- legt í kringum sig.“ Þess á milli dundar Aron sér við leik, mest með kubba og spiladósir. Hann er einka- barn og þegar mamma hans er í vinnunni nýtur hann þess að vera heima hjá ömmu, sem gætir hans á meðan. En hann hefur líka aðeins skoðað sig um úti á landi þegar hann fór með pabba sínum, Sigurði Reynissyni, í bílferð í sumar, svo fyrsta árið hefur verið viðburðaríkt hjá Aroni. „Greinilega hörkustelpa sem hik- ar ekki við að láta í sér heyra!" var meðal þess sem skrifað var undir myndina af þessari dömu. Hún varð eins árs 29. ágúst og heitir Anna Friðrika. Foreldrar hennar eru Elsa Bjarnadóttir og Magnús Loftsson og Anna Friðrika er yngst fjögurra barna þeirra. „Já, hún er ákveðin og hefur látið í sér heyra allt fyrsta árið," segir móðir hennar. „Hún er góð stelpa, en hefur verið svolítið óvær.“ Fyrsta árið reyndist Önnu Friðriku ekki al- veg áfallalaust og áður en að fyrsta afmælisdeginum kom hafði hún upplifað að leggjast inn í sjúkrahús til rannsóknar. En á afmælisdaginn, 29. ágúst, var litla daman komin heim og gat setið fyrir á myndinni í kunnuglegu umhverfi. Systkini Önnu Friðriku heita Loft- ur Jens, 10 ára, Signý Lilja að verða 8 ára og Herdís Lovísa að verða 3ja ára: „Henni semur vel við systkini sín og þau leika sér mikið saman." Anna hefur farið í ferðalag með for- eldrum sínum norður til Ákureyrar, en var ekkert alltof ánægð með lengd ferðarinnar fram og til baka! Hann lá þar í mestu makindum og móðir hans, Unnur S. Aradóttir, seg- ir hann mikið hafa breyst: „Það er óhætt að fullyrða að hann sé mun fyrirferðarmeiri núna en á fyrstu myndinni!" segir hún. „Þetta er hress og kátur strákur. Hann er ný- farinn að gangá — og tæta um leið!" Sævar Ari fór í ferðalag í sumar, meðal annars norður í land, og kunni vel að meta slíkt. Hann á tvær hálfsystur og býr með annarri þeirra, Evu Þórunni sem er átta ára, og hefur gaman af að leika sér við hana: „Fyrsta árið hefur gengið mjög vel,“ segir mamma hans. „Þetta er myndarstrákur með mik- ið, Ijóst hár. Skemmtilegast þykir honum að leika sér að bílum." Sævar Ari Júlíusson fæddist í Vestmannaeyjum 24. ágúst í fyrra og var ljósmyndaður í morgunbað- inu sínu nokkurra daga gamall. „Hæ. Ég og PRESSAN eigum afmæli. Við erum eins árs...“ „Fæ ég pakka?l Hvað ætli þetta ,Já. Bolur. Ég hélt kannski að sé?" þetta væri dót!"

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.