Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 23

Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 23
FYRST MEÐ FRÉTTIRNAR r Armann Reynísson aftur kominn á fulla ferð. í bvrjun nóvember sögðum við frá því að Ármann Reynisson í Ávöxtun væri kom- inn af stað með nýtt fyrirtæki, þótt aðeins væru liðnir tveir mánuðir frá lokun Ávöxtunar sf. . . Stjórnin að springa. 9. september var því slegið upp að bak- tjaTdaviðræður ættu sér stað á milli Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um uppstokkun eða nýja stjórnarmyndun með Alþýðubandalaginu. Greint var ítarlega frá etni viðræðnanna og sagt að skv. þessu yrði líka reynt að fá stuðning Stefáns Valgeirssonar. Þegar fréttin birtist hafði ekk- ert spurst út um þessi mál til annarra fjölmiðla. Aðeins viku síðar sprakk ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar óg mynduð var ný ríkisstjórn í lok mánað- arins á sama grundvelli og greint var frá í frétt Pressunnar 9. sept. . . Jóhanna leggur ráðherradóminn að veðl. Pressan birti fyrst fjölmiðla yfirlýsingu félagsmálaráðherra um að hún segði af sér ráðherrastöðunni ef húsbréfakerfið fengist ekki lögfest fyrir vorið. „Það gefur auaaleið að éa get ekki átt samleið með ríkisstjórn sem ekki nær saman á pingi um að leysa húsnæðismálin úr þeirri sjálfheldu sem þau eru í," sagði Jóhanna í skotmarki Pressunnar 23. febrúar. . . „Firn af lyfjum í fórum látinna.“ — Þorkell Jóhannesson, prófessor í lyfjafræði, 29. júní í greina- skrifum um fórnarlömb læknadopsins — otæpilegar’ og eftir- litslitlar ávísanir nokkurra lækna á róandi lyf og voveifleg mannslát af þeim vöidum... „rramtíðardraumarnir? Verða hár, grannur og myndarlegur og fara í fallhlífarstökk áður en ég dey.“ — Stefán Friðfinnsson, aðstoöarmaður utanríkisráð- herra, i eldhressu Pressuviðtaii 17. nóvember.. . Vinlconurnar Linda Péturs og Elsa Lund. Blaðamaður og ljósmy ndari Pressunnar hittu þær Lindu alheimsfeg- urðardrottningu og Elsu Lund fatahönnuð og sjónvarpsstjörnu að máli þar sem þær voru í hrókasamræðum um tísku, förðun, ferðalög o.fl. o.fl. Út úr því kom bráðskemmtilegt viðtal við þær stöllur með myndum sem m.a. prýddu forsíðu Pressunnar 27. apríl. .. Amy spáir ffyrir árið 1989. í áramótabiaðinu bin- ist þriggja síðna löng og ítarleg spá Amy Engilberts fyrir komandi ár. Þar kom m.a. fram að húsbrunar yrðu tíðir á árinu, ungir íslend- ingar yrðu heimsfrægir og mikið yrði um skandala í kringum opin- bera kerfið. . . Skoðanakönnun meðal ffanga. Birtvareinstæð skoðanakönnun í nóvember þegar greint var frá niðurstöðum úr skoðanakönnun sem gerð var meðal fanga á Litla-Hrauni. Athygli vakti m.a. að í langflestum tilvikum hefjast afbrot þeirra og vímu- efnaneysla fyrir tvítugsaldurinn. Fæstir hafa þeir stundað fram- haldsnám og nálega helmingur þeirra hefur misst öll tengsl við fjöl- skyldu... Á Súkku 600 i svefnherberginu. Afar óvenju- legt forsíðuviðtal birtist í Pressunni 2. mars. Par var rætt við 24 ára Reykjavíkurstúlku sem lýsti áhugamálum sínum; flugi, köfun, bif- reiðaviðgerðum, fjallgöngum, skotfimi, sjómennsku, strætóakstri o.fl. o.fl. . . Brúðkaup ársins. Forsíða Pressunnar hefur sjaldan lað- að að sér eins marga forvitna lesendur og þann 18. maí þegar birt var mynd af brúðhjónunum Jóni Óttari Ragnarssyni og Elfu Gísla- dóttur og vísað á ítarlega frásögn og myndir í blaðinu frá brúðkaups- veislunni glæsilegu, sem haldin var í skíðaskálanum í Hveradölum, ásamt viðtali við sjónvarpsstjórann um hjónabandið og framtíð- ina. .. „Ef stærsta fyrirtæki landsins getur ekki verið í friði með bíl af þessu tagi, þá sé ég ekki hvert við erum komnir.“ — Halldor Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar, um nýj- an 3,7 milljóna kr. Range Rov- er-bíl Landsvirkjunar, sem hann hafði til eigin nota í vet- ur á meðan einkabilnum var lagt í bílskúrnum. Frétt 16. mars... í vetur stóð Pressan að sönglagakeppni fyrir íslenska dægurlaga- höfunda sem hlaut heitið „Sönglagakeppni íslands ’89 — Landslag- ið“. Viðbrögðin urðu meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Alls bárust á fjörða hundrað lög í keppnina og sérstök dómnefnd fékk það hlutverk að velja tíu lög í sjálf úrslitin. Auk Pressunnar stóð upptökuverið Stöðin aö framkvæmdinni en fjölmargir aðilar gengu til samstarfs, þ.á m. Bylgjan og Stöð 2, sem sjónvarpaði beint frá glæsilegu úrslitakvöldi á Hótel íslandi þann 28. apríl. Það var svo lag Jóhanns G. Jóhannssonar, Við eigum samleið, sem bar sigur úr být- um eftir tvísýna keppni. Það er ekki ofmælt að öll þjóðin hafi fylgst með keppninni og úrslitalögin eiga lengi eftir að hljóma meðal landsmanna. Allt mælir því með að Landslagið verði árviss viðburð- ur í dægurlagamenningu íslendinga. . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.