Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 8
EIGA ÍOÁRA AFMÆLI Bátafólkið hefur sannað sig i september eru tiu ár siðan liðlega 30 manna hópur Vietnama kom til fislands. Það var umdeilt á fislandi hvort aetti að taka við þessu fframandi ffólki. Ýmsir töldu það bjamargreiða að bjóða Víet- nömum ff rambúðarvist i landi sem er svo gerólikt ffyrri heimkynnum þessa ffólks. Þeir Vietnamar sem tóku áhaettuna eg þáðu boðið um fislandsvist haffa á tiu ár- um sannað að ólík monning eg uppruni þurffa ekki að kema í veg ffyrir aðfólklifi i sátt. Vietnamamir haffa spjarað sig vel i islensku samffólagi. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON MYNDIR: BJÖRG O.FL. Er ánægö með frammistöðu Víetnama á íslandi: Hólmfríður Gísladóttir hjá Rauða krossinum. Fjögur ár voru liðin frá lokum Víetnamstríðsins þegar Bjðrn Frið- finnsson, ráðuneytisstjóri við- skiptaráðuneytis, og Björn Þór- leifsson skólastjóri heimsóttu flóttamannabúðirnar á eyjunni Pula Tengah í Malasíu. TVímenningarnir voru fulltrúar Rauða kross íslands og í samræmi við samþykkt ríkis- stjórnar íslands buðu þeir 30 til 35 Víetnömum landvist. Flóttafólkið hafði dvalið lengri eða skemmri tíma í búðum á eyj- unni. Þetta fólk var kallað „báta- fólkið", en bátur var oftast farkostur flóttamanna frá Víetnam. „Aðstæðurnar í búðunum voru skelfilegar. Fólkið bjó í skýlum og mörgum raðað saman á fletin sem voru trébekkir. Þarna var mikið um rottur sem voru á stærð við ketti. Fólk varð að hengja hlutina sína upp í rjáfur til að forða þeim frá rottun- um,“ segir Björn Friðfinnsson þegar hann rifjar upp kynni sín af flótta- mannabúðunum. Þeir nafnar auglýstu eftir umsækj- endum í búðunum og mörg hundr- uð Víetnamar lýstu áhuga sínum. Af hálfu Rauða krossins var reynt að koma því svo fyrir að íslandsfararn- ir yrðu nokkurs konar þversnið af flóttamönnunum. Oft er tilhneiging í þá átt að mismuna flóttafólki sem boðin er landvist á Vesturlöndum og það yngra og skólagengna er tekið framyfir eldra fólk og ósjálf- bjarga. Víetnamar sem flúðu land sitt skiptust í tvær fylkingar. Annars- vegar voru Víetnamar af kínversk- um ættum og hinsvegar þeir sem höfðu fylgt herforingjastjórninni í Saigon að málum. Stjórnin í Saigon tapaði stríðinu og eftir að kommún- istar tóku völdin varð fullur fjand- skapur milli Víetnam og Kína, sem bitnaði meðal annars á Víetnömum af kínversku bergi. „Þetta fólk var á barmi örvænt- ingarinnar. Það átti ekki aftur- kvæmt til Víetnam og bjó við þessar ömurlegu aðstæður í flóttamanna- búðum," segir Björn. Eftir þrjá daga og yfir hundrað viðtöl var ákveðið hverjir færu til fs- lands. AIIs voru þeir 34, hvort- tveggja fjölskyldur og einstaklingar, sem komu til íslands með millilend- ingu í Singapoor og Kaupmanna- höfn. Enginn Víetnamanna þekkti til ís- lands og fæstir þeirra töluðu önnur tungumál en víetnömsku og kín- versku. Nguyen Van Ho, sem fékk íslenska nafnið Halldór, hafði að vísu lesið um Norðurlönd í skóla en í námsefninu var ísland ekki talið til Norðurlanda. Á skólabekk og í fiskvinnslu Þegar hingað kom var flóttafólk- inu komið fyrir og það sett á skóla- bekk til að læra íslensku. Til að byrja með var deginum skipt á milli vinnu og íslenskunáms. Halldór vann til dæmis hjá Bæjarútgerðinni og svo var um fleiri. Von bráðar stóðu Víetnamarnir á eigin fótum og tóku þátt í íslensku samfélagi á við hvern annan. Hólm- fríður Gísladóttlr hefur fylgst með nýju íslendingunum frá því hún hóf störf hjá Rauða krossinum fyrir átta árum. Hólmfríður segir það einstakt hversu snemma Víetnamarnir urðu sjálfbjarga á íslandi. „Erlendis er víða gert ráð fyrir að það taki 18 mánuði fyrir flóttafólk að samlagast nýjum heimkynnum og fólkið þurfi stuðning þann tíma. Hér voru sumir hverjir farnir að spjara sig eftir rúmt hálft ár,“ segir Hólmfríður og tekur dæmi af ung- um Víetnama sem þakkaði fyrir sig eftir sjö mánuði undir handarjaðri Rauða krossins, leigði sér litla íbúð og var kominn í fasta vinnu. Að sögn Hólmfríðar voru margir íslendingar boðnir og búnir að hjálpa flóttafólkinu og það hafði sitt að segja. Ekkl bara dans á rósum Það er ekki þar með sagt að líf Víetnamanna hafi verið dans á rós- um. Fyrstu misserin eftir komu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.