Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 4

Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 31. ágúst 1989 litilræði af viðu fötunum hans Flosa Eg á Jónínu, ritstjóra, þaö að gjalda, aö eg sit grátklökkur yfir að líf mitt er allt nú, eg aðeins gamalt skar sem gleymst hefir að husla. Það var sem sé hún sem bað mig að koma í „þykj- ustuleik", svona eins og barna er siður. Eg mundi, hve þetta hafði verið, fyrrum, óhemju skemmtilegt, fá að vera hundur, hestur, jafnvel köttur, og hvílík virðing var ekki að fá að leika pabba eða Lóu litlu í Gröf? Og þegar Jónína sagði mér, að eg ætti að leika Flosa, þá hrein- lega sveif eg á eftir. Slík upphefð hafði mér aldrei hlotnazt. Eg greiddi augabrúnir niður; heimtaði barna- barn að láni; setti upp spekingssvip; hélt til fundarviðstærsta spegil heimilisins; paufaðist þangað með útigrillið; þandi út magann og sagði: „K-E-E-T" svo fölsku tennurnar runnu út með munnvatninu. Barnabarnið stundi: Alveg æði! Viö æfðum þetta aftur og aftur, krakkinn náði þessu meistaralega, en jafnvel kattarófét- ið mjálmaði á fisk við orðin mín. Eg gafst upp. Eg varð að grípa til annars ráðs. Tók að yrkja. Það runnu af vörum mér vísurnar, svona í flosa og ómars stíl, svo fyndnar og smellnar, að fæt- ur gátu vart borið mig. En það hló bara enginn nema eg, og eftir að hafa heyrt hljóðskraf barna minna og konu, þar sem þau ræddu um að senda mig til læknis, fyrst kölkun mín væri slík, þá tók eg að naga neglur í örvænting á ný. Allt í einu birti: Flosi er þekktur fyrir að segja skopsögur af konu sinni! En eg er ekki eins mik- ill „sjarmör" og hann, og enn er eg með í hlust- um orð kellu minnar, blessaðrar, þegar hún var að dragsa útigrillinu frá speglinum, niður stig- ann, svo að eg þori ekki fyrir mitt litla líf að hætta hjónabandinu í slíkan græfraleik. Það fór sem sé að renna upp fyrir mér, að eg erorðinn allt, alltof gamall í „þykjustuleik". Mér gekk jú ágætlega að leika pabba gamla þó eg hefði ekki nema klossana hans á fótum, og það var mér ekki til trafala þó þeir næðu mér nærri í klof. En þetta var, — er ekki lengur. Nú er mér innanbrjósts eins og kettlingi, er eg þekkti fyrir mörgum árum. Hann hafði horft á móður sína veiða músarrindla og þresti, og þóttist af því kunna á veiðiskapnum öll skil. Svo er það, að hann kemur auga á hrafn, — læðist að honum og læsir í hann klónum. Hrafninn hrekkur við, hefur sig til flugs. Kettlingurinn beit og klóraði, og loks geispaði hrafninn golunni. Kettlingur- inn leit niður, gerði sér grein fyrir urðinni sem beið hans, og líka byrðinni sem jók hraðann í átt til hennar. Skelfingu hans skilur kannske enginn nema eg. Urðin ertímasetning ritstjór- ans. Afhverju gerði skaparinn mig svona renglulegan og brothættan, en Flosa svona hamborgaralegan og eftirsóknarverðan? Eg er Hafnfirðingur, hálfur, og get því ekki svarað. En þú átt skilið að brosa á þessari síðu, svona í lok- in. Það var fyrir margt löngu. Eg hafði haldið með frænda mínum út á land, til þess að segja eitthvað fallegt yfir konu hans blessaðri. Eftir útför var erfi mikið og gott. Áður en við héldum af staðnum aftur var ákveðið að halda í kirkju- garðinn og krossa yfir leiðið. Við röltum eftir aðalgötunni, hljóð, hugsandi um hve lífið er stutt, og því döpur. Allt í einu kemur hjólandi snáði að hlið mér. „Skelfing eruð þið öll göm- ul," segir sá stutti. Eg jánkaði. „Hvert eruð þið að fara?" var næsta spurn. Upp í kirkjugarð, svaraði eg. Við spjölluðum margt fleira á leið að sáluhliðinu, eg og snáðinn. Þar hugðist eg kveðja hann, en hann snaraðist af hjólinu og hljóp að hlið mér. Heyrðu ætlar þú ekki heim? spurði eg. „Eg, nei,nei, eg get ekki misst af því að sjá YKKUR FARA UPP! Mig langar svo til þess!" Þessi bráðskarpi strákur sá í okkur kirkju- garðsverur, og mæði mín eftir „þykjustuleik- inn" nú styður að kauði hefir verið glögg- skyggnri en allavega eg. Hamingjuóskir til Pressunnar með afmælið. SR. SIGURÐUR HAUKUR GUÐJÓNSSON Liföu hvem dag eins og lífið vœri aö hefjast arinn Hverfisgötu 8—10 • Sítni 18833

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.