Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 31. ágúst 1989 Steypist Ós hf? Nauðungaruppboð í september á eignum steypuverksmiðjunnar Óss hf. í Garðabæ að kröfu allra stærstu lán- ardrottna. „Ég fæ skuldbreytingu/' segir Ólafur Björnsson for- stjóri. „Fyrstu sex mánuðirnir fóru fram úr áætlunum og við eigum að ráða við skuldirnar." Þeaar Steypustöðin 6s hff. i Garðabæ ffór atstað ffyrir f imm árum effuðust marg- ir um að dæmið gengi upp. Það liagur við aðhægt sé að seaia að lieffð sé fyrir þvi að þriðjjasteypustöoin á höfuðborgarsvæð- inu fiffi ekki til langframa. Steypustöðin hff. og BM Vallá hf. haffa á undanförnum árum drepið aff sér þrjár steypustöðvar; Ok hf., Verk hff. og Breiðholt nff. EFTIR ÓMAR FRIÐRIKSSON MYND BJÖRG Ýmsir hafa spurt sig þeirrar spurn- ingar hvort nú sé komið að Ósi hf. í Ijósi þess að nýverið ákvað Bæjar- fógetinn í Hafnarfirði og Garðabæ aðra og síðari nauðungarsölu á fast- eignum Óss hf., í Suðurhrauni 2 í Garðabæ. Uppboðið á að fara fram 13. sept. og er boðað að kröfu allra helstu veðhafa í fasteigninni, en það eru Iðnþróunarsjóður, Iðniánasjóð- ur, Iðnaðarbankinn auk lífeyris- sjóða og Gjaldheimtunnar í Reykja- vík. Þar sem Iðnlánasjóður og Iðn- þróunarsjóður eru langstærstu lán- ardrottnar Óss hf., og skv. veðmála- bókum bæjarfógetans í Hafnarfirði hvíla hátt í 300 milljónir á eignum Óss hf. við Suðurhraun 2 og 2a, spyrja menn einfaldlega hvort fall- völt örlög „þriðju steypustöðvarinn- ar“ blasi nú við Ólafi S. Björnssyni forstjóra og fyrirtæki hans. ,,Nei,“ segir hann ákveðið. „Við vorum að ganga frá fyrstu sex mánuðum árs- ins og erum yfir þeim áætlunum sem við gerðum. Við lögðum þetta fyrir Iðnlánasjóð og höfum fengið bréf upp á skuldbreytingu. Það verður svo gengið frá þessum mál- um í haust og uppboðinu frestað. Þetta segir okkur að við eigum að geta borgað niður skuldir okkar á 8—10 árum. það þykir nú gott í dag,“ segir Ólafur í samtali við PRESS- UNA og er engan bilbug á honum að finna. „Set siélfan mig að veoi#' Steypustöðin Ós hf. er fimm ára gamalt fyrirtæki, sem rekið hefur verið af miklum krafti, og auk steypustöðvar þar eru hellugerð og húseiningaverksmiðja. Ólafur er að- aleigandinn. „Ég nýt þess að eiga þetta einn, með fjölskyIdu minni, og get því tekið ákvarðanir á stundinni — þær þarf ekki að leggja fyrir fund eftir fund eins og hjá þeim stóru. Ég er mjög ánægður með árangurinn enda hef ég alla tíð sett sjálfan mig að veði fyrir öllu því sem ég er að gera,“ segir Ólafur. „Einingaverk- smiðjan er rétt rúmlega eins árs og þar er kannski mesta brotalömin í rekstrinum. En við erum ekki óánægðir með það því það tekur tíma að keyra upp nýjungar." Skv. veðmálabókum hvíla sem fyrr segir hátt í 300 milljónir á fast- eignum Óss hf. Brunabótamat þess- ara eigna er 415 milljónir, þannig að veðsetning þeirra er um 70% af brunabótamati. Þrátt fyrir aðeins fimm ára aldur hefur Ósi hf. tekist að komast í hóp fimm stærstu skuld- ara Iðnlánasjóðs. Ólafur segir að á síðasta ári hafi velta fyrirtækisins verið 450 millj- ónir fyrir utan söluskatt. Miklir erf- iðleikar hljóta að steðja að fyrirtæk- inu þegar það þarf að standa undir skuldbindingum með greiðslu vaxta, gengistrygginga og afborg- ana af lánum. „Við vorum yfir áætl- unum fyrstu sex mánuðina en það voru reyndar varfærnar áætlanir," segir Ólafur. „í allri uppbyggingu tekur auðvitað virkilega í en okkur hefur tekist að borga þessum 70—80 starfsmönnum okkar laun. Það er talað um 15% samdrátt í þessum iðnaði en hann er enginn hjá okkur. Það munar kannski um 1—2% í steypunni. Eins og staðan er í dag ætti ég að geta aukið við mig en er bara á 90—95% afkastagetu og við önnum ekki eftirspurn eftir steypu. Við notum landefni í steypuna til að vinna gegn alkalískemmdum og þvi er hún mjög eftirsótt." Veðbókarvottorð fyrir eignir Óss hf. við Suðurhraun 2 og 2a er viða- mikið. Lán eru þar skráð á fjórtán veðréttum og auk þess átta lögtök vegna skulda við lífeyrissjóði. Sem fyrr segir eru það Iðnþróunarsjóður, Iðnaðarbankinn og Iðnlánasjóður sem eru helstu lánveitendur og sá síðasttaldi langstærstur. Þá vekur at- hygli, að þar er Borgarsjóður Reykjavíkur með eitt lán á 21. veð- rétti upp á 2,9 milljónir. Er lánið veitt í júní sl., verðtryggt og með hæstu vöxtum. Þykir nokkrum tíð- indum sæta að Borgarsjóður skuli samþykkja veð í fasteign á eftir sex lögtökum, sem hvíla á Suðurhrauni 2 og eru vegna vanskila við lífeyris- sjóði. Uppboðinu frestað? Breiðholtsútibú Landsbankans er viðskiptabanki Óss hf. en áður var Iðnaðarbankinn í því hlutverki. Frægar eru frásagnir Ólafs af því þegar honum var sagt upp viðskipt- um í Iðnaðarbankanum þegar hann hóf rekstur steypustöðvarinnar. Þar eiga sem kunnugt er stóru steypu- stöðvarnar sterk ítök og taldi Ólafur að þarna hefðu samkeppnisaðilar verið að loka á sig dyrum. Það eru eignirnar i Suðurhrauni 2 sem eiga að fara undir hamarinn 13. sept. verði uppboðinu ekki frestað með nýjum samningum við helstu lánveitendur, eins og Ólafur segir að verði gert. í gær fengust þó þær upplýsingar hjá fógeta að engin frestun hefði verið ákveðin enn a.m.k. Viðskiptabanki Óss hf., Lands- bankinn, hefur tekið veð í Suður- hrauni 2a til tryggingar viðskiptum sínum við fyrirtækið — um 15—20 milljónir kr. á fyrsta og öðrum veð- rétti. í desember árið 1987 tók Iðn- lánasjóður veð í eignum Óss hf., bæði Suðurhrauni 2 og 2a skv. þing- lýstum skjölum til tryggingar lánum sem nemi nærri 100 milljónum kr. í bókum bæjarfógeta er þetta bara fært undir Suðurhraun 2, en veðið sem Landsbankinn tók í Suður- hrauni 2a er hins vegar tekið átta mánuðum síðar. Lögfróðir menn segja að ef rétt sé virðist Landsbank- inn með tugmilljónum króna lakari veð en talið er í þeim tryggingabréf- um sem bankinn hefur þinglýst vegna viðskipta við Ós hf. Það verður spennandi að sjá Efalaust hefur Bandaríkjamönn- unum þótt til þess koma að sjálfur forsætisráðherra íslands skyldi vera gestur Stöðvar 2. Það er líka annað sem hangir á spýtunni. Steingrímur Her- mannsson er í krafti embættis síns yfirmaður Byggðastofnunar og þar liggur fyrir lánsumsókn Stöðvar 2 um 12 milljóna króna lán. Hinir amerísku veiðifélagar Stein- gríms eru Nicholas Bingham, yfir- maður hjá kvikmyndaframleiðend- unum Warner Brothers, og Michael Jay Solomon, en hann á stóran hlut í Lorimar-Telepictures. Fyrirtækið Lorimar-Telepictures er umfangs- mikið á sviði framleiðslu og sölu á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, til dæmis Dallas-þáttunum. Hugmynd Jóns Óttars Ragnars- sonar, aðaleiganda Stöðvar 2, er að selja bandarískum aðilum 10 pró- sent af hlutafé Stöðvar 2. Jón Óttar gerði samning við fjárfestingarfé- lagið Furman Selz Mager Dietz & Birney um að vera milligönguaðili. í viðtali við dagblaðið Variety (28. feb.), sem er fagblað bandaríska skemmtanaiðnarins, segir Jón Óttar að nauðsynlegt sé að væntanlegir samstarfsaðilar hafi góðan aðgang að bandarísku sjónvarpsefni og hvernig Ólafur í Ósi hf. drífur fyrir- tæki sitt áfram þrátt fyrir erfiðleika og grimmilega samkeppni og hvort honum tekst að losa sig út úr þeim skuldum sem að steðja. Ræðst það væntanlega á næstu vikum. „Það grípur menn oft vonleysi í versta ástandinu, en eins og ég sagði segja fyrstu sex mánuðir þessa árs okkur að það tekst að borga niður það sem að var stefnt. Við erum með á annað hundrað milljónir útistandandi í við- skiptakröfum þegar mest er. Velta fyrirtækisins verður á sjötta hundr- að milljónir í ár og hagnaðurinn fer að skila sér á síðari hluta ársins, eins og vera vill í þessum bransa því fyrstu mánuðina safnar maðuri birgðum. Ég er bæði bjartsýnn og ánægður með stöðuna," segir Ólaf- ur. kvikmyndum. A móti býður Stöð 2 bandarískum aðilum möguleika á að komast inn á evrópska sjónvarps- markaðinn. Jón Óttar segir í viðtal- inu að íslendingar kunni á því lagið að færa bandarískt sjónvarpsefni í umbúðir sem henti evrópskum áhorfendum. Auk þess, segir Jón Óttar, eru ríkisreknar sjónvarps- stöðvar í Bretlandi og Vestur-Þýska- landi ekki vanar samkeppni við einkarekið sjónvarp. Góðar hugmyndir = peningar? Það er haft eftir Jóni Óttari að við- skipti byggist fyrst og fremst á góð- um hugmyndum. Hann hyggst selja bandarískum aðilum aðgang að evrópskum markaði með því að fá þá til að kaupa hlutafé í Stöð 2. í viðtalinu í Variety er meginrök- semd Jóns Óttars sú að árið 1992 falli úr gildi allar hömlur um við- skipti milli landa Evrópubandalags- ins. Innri markaður Evrópubanda- lagsins er hinsvegar ísiendingum ekki opnari en Bandaríkjamönnum vegna þess að hvorug þjóðin er aðili að bandalaginu. Eins og staðan er núna breytir litlu fyrir bandarískt fyrirtæki, sem ætlar sér inn á Hann er hvergi banginn. Verk- takafyrirtækið Byggðaverk hf. er t.d. að byggja fyrir hann rúmlega sexþúsund fermetra húsnæði við Fákafen. Það ætlar Ós hf. að greiða með steypu og er húsnæðið í Fáka- feni nánast allt selt að sögn. Og svo má geta þess að hann á þátt í endur- uppbyggingunni á rústum Gúmmí- vinnustofunnar við Réttarháls. Hins vegar hefur fengist staðfest að hjá Sementsverksmiðju ríkisins fær Os hf. aðeins sement gegn stað- greiðslu. Mun hann einnig hafa gert upp skuldir sínar við Garðabæ ný- verið með skolprörum. Það er því morgunljóst að hann hyggst hvergi láta deigan síga þrátt fyrir að kreppi að. „Þetta er mitt „hobbý" að vera í atvinnurekstri," segir hann. evrópskan markað, að eiga hlut í Stöð 2. Samstarf íslands við Evrópu- bandalagið og möguleg innganga verða ákveðin á pólitískum vett- vangi. Það er þess vegna ekki ónýtt fyrir þá bandarísku aðila sem Stöð 2 ber víurnar í að eiga aðgang að for- sætisráðherra landsins. Þeir Bing- ham og Solomon hafa ugglaust spurt Steingrím um hans áiit á hvert stefndi í samskiptum íslands og Evrópubandalagsins, svona á með- an laxinn í Haffjarðará fékk hvíld. Leita til Byggðastofnunar Vegna samdráttar í auglýsinga- tekjum horfir erfiðlega með rekstur fjölmiðla. Við slíkar aðstæður gera fyrirtæki annað af tvennu; draga úr umsvifum eða færa út kvíarnar og reyna að vinna nýja markaði. Stöð 2 reyndi fyrri kostinn í vetur, fækkaði starfsfólki og dagskráin varð fá- breyttari. Það hefur borið þann árangur að vikuna 23. til 30. ágúst voru tíu afruglarar auglýstir til sölu í smáauglýsingadálki DV. í haust verður söðlað um og Stöð 2 hyggst sigrast á erfiðleikunum með bættri dagskrá, sem á að gefa fleiri áskrifendur og meiri auglýs- ingar. Einn liður í markaðssókn Stöðvar 2 er að bæta dreifikerfi sitt úti um land. Það er dýrt og þess vegna leit- aði Stöð 2 eftir láni hjá Byggðastofn- un í sumar og bað fyrst um 74 millj- ónir króna. Erindinu var hafnað en þá lagði Stöð 2 inn umsókn um 12 milljónir. Ekki er enn búið að af- greiða seinni umsóknina. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra er yfirmaður Byggða- stofnunar. Á sama tíma og hann var við veiðar í boði Jóns Óttars var for- stjóri Byggðastofnunar, Guðmund- ur Malmquist, með lánsumsókn Stöðvar 2 á skrifborðinu hjá sér. I samtali við Pressuna sagði Guð- mundur það ósennilegt að Stöð 2 fengi umbeðið lán vegna þess að ekki væri lögð fram nægileg trygg- ing. Guðmundur neitaði því að Steingrímur Hermannsson hefði rætt við hann um umsókn Stöðvar 2. Forsætisráðherra skrautfjöður í laxveioi Aðra vikuna i ágúst veiddi Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra i Haff- fjarðará i boði Stöðvar 2. Veiðiffélagar Steingrims voru tveir ameriskir kvik- myndaframleiðendur og yfirmenn Stöðvar 2. Veiðifferðin er þáttur i áfform- um Jóns Óttars á Stöð 2 um að gera fyrir- tækið að stórveldi: í samvinnu við bandariska sjónvarps- og kvikmynda- framleiðendur ætlar Stöð 2 sér hlut i evrópskum sjónvarpsiðnaði. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.