Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 22

Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 22
, . 22 FYRSTA t. Á einu ári hefur Pressan komið víða við. Reglulega birtust stærri sem smærri fréttir í blaðinu sem vöktu mikla athygli og viðbrögð. ítarlegar frétta- skýringar og úttektir á sviði stjórnmála, viðskipta og félagsmála svo daémi séu tekin hafa ávallt verið þakklátt lesefni. Fréttaviðtöl, opinská viðtöl við fólk um viðkvæm vandamál og hressileg opnuviðtöl hafa oftlega verið aðalforsíðu- uppsláttur Pressunnar. Lögð hefur verið höfuðáhersla á að bjóða lesendum hæfilega blöndu gamans og alvöru. Þá hafa verið vinsælir fastir þættir í blað- inu s.s. hinn firnavinsæli lófalestur Amy Engilberts, og fastir pistlar Flosa Ól- afssonar, Óttars Guðmundssonar, pressupennanna og Jónu Ingibjargar kyn- lífsfræðings njóta mikilla vinsælda. Ekki má gleyma leikaranum og bridgespil- aranum heimskunna Omar Sharif sem aldrei hefur brugðist í bridgehorninu og svo mætti lengi telja. Við stiklum hér á stóru í fyrsta ári Pressunnar og tökum dæmi af frettaskrifum, viðtölum, úttektum og öðrum skrifum sem birst hafa á síðum blaðsins á fyrsta Pressuárinu... STINGANDI FORSÍ u F R 1 T T I I R \ Sverrir og biðlounin. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Lands- bankans, fékk 820 þúsund kr. í biðlaun frá alþingi í desember sl. Á sama tíma var Sverrir á fullum bankastjóralaunum í Landsbankanum. Þessi frétt Pressunnar, sem birtist 19. janúar, hristi ærlega upp í þjóðarsálinni og í kjölfarið fy Igdu fréttir og umræður sem standa enn. Fluttu nokkr- ir þingmenn frumvarp á alþingi til að útiloka að biðlaunagreiðslur af þessu tagi gætu endurtekið sig. Fréttamenn könnuðu rækilega biðlaunagreiðslur annarra þingmanna sem létu af þingmennsku en Sverrir svaraði fyrir sig og ásakaði m.a. Pressuna fyrir að hafa tekið við upplýsingaleka frá Ólafi Ragnari Grímssyni. Þessu mótmælti blaðið enda kom fjármálaráðherra hvergi nærri þegar fréttin var unnin... Tjarnarskólamálíð. „Nemandi niðurlægður við útskrift vegna tíu þúsund króna skuldar!" var forsíðufrétt Pressunnar 8. júní. Þar sagði að skólastjórar Tjarnarskóla hefðu neitað að afhenda 15 ára stúlku prófskír- teini sitt í vor vegna þess að foreldrar hennar skulduðu skólanum rúm- ar tíu þúsund krónur í dráttarvexti af vangoldnum skólagjöldum. Menntamálaráðherra brást hart við þessum fréttum og kallaði skólastjórana til sín og krafðist skýringa. Málið fékk mikla um- fjöllun í fjölmiðlum og báðu skólastýrurnar nemandann opin- berlega afsökunar. Þessi frétt Pressunnar varð einnig til að kveikja umræður um rekstur einkaskóla og þegar mennta- málaráðherra hafnaði umsókn um stofnun einkaskóla í haust var m.a. vísað í þetta atvik í Tjarnarskólanum.. . ASKÝRINGAR VÖ K T, U A T H Y G L I „1.200 milljóna króna holal" var fyrirsögn fréttaúttektar í október þar sem greint var frá þvi að skv. skattframtölum tannlækna 1986 hefðu þeir haft um milljarð í tekjur en tölur Tryggingastofnunar yfir tryggða sjúklinga og könnun Fé- lagsvisindastofnunar yfir tannlækn- ingaútgjöld ótryggðra sýndu að á sama tíma hefðu tannlæknum verið greiddir 2,2 milljarðar fyrir tannvið- gerðir. Munurinn væri því 1.200 milljónir, eða nálægt 6 milljónum á hvern tannlækni í landinu. Fréttin vakti óskipta athygli og varð tilefni nokkurrar umræðu í fjölmiðlum. Enn hefur þó engin haldbær skýr- ing fengist á þessari 1,2 milljarða svörtu holu... Hljóðlót valdataka í Eim- skip. Pressan fékk aðgang að hlut- hafaskrá Eimskipafélagsins. Birtur var listi yfir stærstu hluthafa í fyrir- tækinu 3. nóvember og greint frá því að á umliðnum árum hefði nokkrum einstaklingum, fjölskyld- um og fyrirtækjum tekist að tryggja sér yfirburðastöðu í þessu almenn- ingshlutafélagi með því að nýta sér aðstöðu sína til að kaupa hluti á nafnvirði. Þessi ítarlega úttekt á Eimskip og upplýsingar blaðsins um helstu eignaraðila fyrirtækisins vöktu geysilega athygli og ollu enn- fremur skv. okkar heimildum all- miklum taugatitringi i stjórn fyrir- tækisins... Loitað að hlerunorbúnaði í stjórnarróðinu. Þann sjötta apríl upplýsti Pressan að um árabil hefðu íslensk stjórnvöld fengið sér- fræðinga Bandaríkjastjórnar til að leita að hlerunarbúnaði á nokkurra mánaða fresti í stjórnarráðinu. Blað- ið hefur öruggar heimildir fyrir þessu og í viðtölum við blaðið viður- kenndi forsætisráðherra að banda- rískir aðilar hefðu farið um helstu byggingar í leit að hlerunarútbún-_( aði og dómsmálaráðherra sagði að leitað hefði verið aðstoðar erlendis frá í þessu skyni án þess að vilja ræða það nánar. Skv. frásögn trausts heimildarmanns á þessi leit Banda- ríkjamannanna sér yfirleitt stað seint að kvöldi eða að næturlagi og hvílir mikil leynd yfir þessu. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hlerunarbúrtaður hafi fund- ist. . . Hörmulegt slys ó fœðingardeild. 30. september upplýsti Pressan að hörmulegt slys hefði orðið á fæðingardeild Landspítalans tveim- ur árum áður og hefðu þrír nýburar sýkst alvarlega vegna rangrar með- höndlunar þurrmjólkur. Eitt barnanna lést en tvö hlutu varanlegan skaða af heilahimnubólgu, sem sýkingin olli. Yfirvöld viðurkenndu bótaskyldu ríkisins en Pressan hafði eftir landlækni að þarna hefðu átt sér stað alvarleg mistök þar sem ekki var farið eftir settum reglum... Uynlskýrslur um Sjálfstœðisflokkinn. Á 60 ára afmæii Sjálfstæðisflokksins birti Pressan leyniskýrslur naflaskoðunarnefndar flokksins frá árinu 1987. Nokkrir valinkunnir sjálfstæðismenn gagnrýndu þar forystuna, ímynd flokksins, skipulag o.fl. harkalega. Var flokkurinn sagður kaldur, húmorslaus og fráhrindandi. Þvo þyrfti frjálshyggjuímyndina af flokknum. Allt yfirbragð hans væri að harðna og þrengjast o.fl. o.fl. Við- brögð við þessari birtingu Pressunnar urðu að vonum mikil. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins svöruðu því til að hér væri verið að rifja upp gamalt og úrelt mál. Því var jafnvel haldið fram að efni leyniskýrslnanna hefði áður birst í fréttum. En sannleikurinn var sá að áður höfðu aðeins lekið upplýs- ingar um efni einnar skýrslu til fjölmiðla... Stjórnmólaflokkarnir enn að borga kosningaskuldirnar. í fréttaskýringu í byrjun júní sögðum við frá baráttu flokkanna við að greiða niður kosningaskuldirnar frá síðustu kosningum og þar kom jafn- framt fram að flokkarnir eru teknir að kvíða mjög fyrir sveitarstjórnar- kosningunum að ári. Ástæðan: óbærilegur kostnaður auglýsinga- kapphlaupsins... ..Inn í þessa vinnu fléttast skemmtiþættir sem eg a að koma fram í og ýmiss konar viðtöl og það er í þeim þáttum sem ég ætla að reyna að sann- færa Japanina um kosti þess að kaupa fisk af ís- lendingum.“ Brynja Sverrisdóttir, ein eftirsóttasta fyrirsæta heims, i viðtali við Pressuna 18. mai. . . Rússagull. í apríl fylgdist frétta- maður Pressunar náið með viðræð- um sovéskrar viðskiptanefnar og ís- lenskra útflytjenda og stjórnmála- manna. Viðræðunum var lítill gaumur gefinn af öðrum fréttamiðl- um en þar voru merk tíðindi á ferð- inni. Greindi fréttamaður frá því að Sovétmenn byðu m.a. upp á sameig- inlegan fyrirtækjarekstur íslend- inga og Sovétmanna og vildu enn- fremur fá veiðiheimildir í íslenskri landhelgi. Hugmyndir Sovétmann- anna um aðgang að fiskveiðilögsög- unni vöktu strax hörð viðbrögð. Þegar verið var að vinna að þessari frétt Pressunnar átti sá óvenjulegi atburður sér stað að frétt biaðsins kom til umræðu á aiþingi, áður en fréttin birtist. Fréttamaður blaðs- ins bar hugmynd Sovétmannanna um aðgang að fiskveiðilögsögunni undir þingmann í utanríkismála- nefnd þingsins, sem kom af fjöllum og sá þegar í stað ástæðu til að vara við þessari kröfu Sovétmannanna í umræðum um utanríkismál á al- þingi. Sköpuðust miklar umræður um málið en daginn eftir birti Press- an tveggja síðna fréttafrásögn af málinu ndir fyrirsögninni: Glóir rússagull. . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.