Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 17

Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 31. ágúst 1989 17 Dagbókarbrot Jakobs Magnússonar tónlistarmanns úr ævintýra- og tónleikaför Strax-flokksins til Grænlands í júní sl. Það var föngulegur hépur fullhuga manna og friðra meyja sem hittist að morgni hins 20. júni sl. i hinni iburðar- miklu farþegaafgreiðslu á Reykjanesi sem kennd er við Leif Eiriksson. Auk okk- ar Ragnhildar stéðu þarna reiðubúnir til brottfarar eyfirsku rytmageirarnir Sig- fús ÓHarsson og Baldvin Sigurðsson, sem og þýska undrabarnið Kristjún Hin- rik Stefónsson Edelstein, allir úr STRAX. Annað undrabarn var þarna á okkar vegum, lika œttað frú Akureyri: tcekni- maður vor, Þorstoinn Jénsson rafmagns- verkfræðingur, sem er vafalitið eiH lengsta undrabarn á íslandi, alls 191 sm á hæð. Frú Stöð 2 voru mættir Húkon Oddsson upptökustjóri, Elin Sveinsdétt- ir, skrifta og förðunarmeistari, hinir samrýndu nófrændur Bergsveinn Magn- ússon og Tindur Hafsteinsson, sem súu um mynd og hljóð, og siðast en ekki sist hinn geðprúði og hagmælti Akureyring- ur, Sigmundur Ernir Rúnarsson. Af húlfu Grænlandsflugs var okkur sendur til leiðsagnaröðlingsmaðurinn Friðjón Frið- jónsson, sem átti eftir að reynast okkur hin mesta hjálparhella allt til leiðarloka. Hin langþráða ævintýraferð til Grænlands hófst með værum blundi í flugstöðinni, því tilkynnt var um þriggja tíma seinkun vegna veðurs. Loksins þegar tilkynnt var um brott- för reis hljómsveitin úr rándýrum Leifs Eiríkssonar-leðursófunum, endurnærð og orkuhlaðin eftir blundinn. Hafís og hungursneyð I flugvallarbænum Narssarsuaq lentum við tveimur tímum síðar, en þar beið okkar ferja sem skyldi flytja hópinn til Quaqatoq (í Juliane- háb) þar sem tónleikar áttu að hefj- ast klukkan sjö þrjátíu um kvöldið. Okkur skildist að siglingin tæki u.þ.b. þrjá klukkutíma og næðum við því landi um klukkan sex að staðartíma. En margt fer öðruvísi en ætlað er og fljótt runnu á okkur tvær grímur, er ljóst varð að sigling- in tæki að minnsta kosti fjóra tíma og frést hefði af umtalsverðum hafís á leiðinni. Auk okkar voru um borð tvær grænlenskar fjölskyldur auk gullfallegrar grænlenskrar stúlku milli tvítugs og þrítugs, sem íslend- ingarnir litu hýru auga. Fleira fólk komst naumast fyrir í farþegasaln- um og mönnum til sárra vonbrigða var öngvar veitingar að hafa um borð. Höfðu sumir gengið með vatns- kjaftinn frá því í bítið og farið að gaula í öðrum. Eftir u.þ.b. tvo tíma fórum við að nálgast bæinn Narsaq þar sem okkur var sagt að báturinn myndi skila af sér fólki. Hugðu þá margir úr okkar hópi gott til glóðar- innar því nú mætti seðja sárasta hungrið. Svo var þó ekki. Enga sjoppu var að sjá á hafnarbakkan- um og ekki varð hnikað hinni ströngu ferðaáætlun ferjunnar, sem gerði ráð fyrir fimm mínútna stans. Til að bæta gráu ofan á svart voru ís- lensku karlmennirnir skyndilega sviptir grænlenska augnakonfekt- inu sem var nú kippt upp á bryggju og beint í faðminn á þrekvöxnum manni, sem kvaddi okkur síðan kumpánlega á íslensku og kvaðst heita Helgi. Að brottgenginni græn- Upptaka Stöðvar 2 á myndbandi meö Strax í fjöruborðinu i Quaqatoq, syðst á Grænlandi. lensku blómarósinni fóru menn nú að skima í kringum sig og gera sér grein fyrir stórbrotinni fegurð græn- lenskrar náttúru. Landslagið gátum við greint mestalla leiðina, en það sem við okkur blasti í návígi voru mikilúðlegir ísjakar, sumir risastórir og blágrænir á litinn. Friðjón tjáði okkur að þegar jakarnir tæmdust af súrefni yrði áferðin blágræn og væri nýlega hafinn útflutningur á súrefn- islausum ís, sem væri vinsæll meðal viskíneytenda víða um heim. En nú fór að fjölga mjög ísjökunum er á vegi okkar urðu og að þéttast það ísalag er þeir mynduðu. Um leið hægðist mjög á litiu ferjunni okkar og áhyggjur stundvísra og sóma- kærra hljómsveitarmannanna tóku að aukast. Klukkan að ganga sjö og rétt liðlega klukkutími þar til híjóm- leikar áttu að hefjast. Allt í einu kom mikið högg á bátinn og farþegar köstuðust til. Stærðarísjaki hafði orðið á vegi okkar og allir þustu út á þilfar. í brúnni gat að líta áhyggju- fullan skipstjóra og stýrimann, sem stóðu andspænis nær samfelldri ís- jakaborg með einstaka glufu á milli. Að því kom að ferjan sat algjörlega föst í ís. Með þrjósku sinni tókst stýrimanni að þrýsta sundur tveim jökum og búa sér þannig til leið úr ógöngunum, en þá tók við svipað ástand. Er ekki að orðlengja að við sátum föst í hartnær tvo tíma áður en skriður komst á fleyið að nýju og það sem eftir var ferðar var vandrat- að á milli hættulegra borgarísjaka. Guðmundar þéttur Þorsteinssonar og Benediktu Á bryggjunni í Quaqatoq biðu gestgjafar okkar með þau sómahjón Benediktu og Guðmund Þorsteins- son í broddi fylkingar. Guðmundur hefur búið á Grænlandi um árabil og helgað tíma sinn félagsmála- og æskulýðsstarfi. Hann hefur skipu- lagt keppnisferðir mörg hundruð

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.