Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 31. ágúst 1989 19 Viðtal við Gísla Guðmundsson sjómann, sem varð blindur fyrir rúmum fjórum órum LEIÐIST EINIIM í MYRKRINU ,,Eg missti sjónina fyrir fjórum og hálfu ári, þegar ég uar sjómadur á fraktskipi. Einn félagi minn kom um borö med spíra og ég álpadist til ad drekka hann. Eftir u.þ.b. 36 tíma uar ég orðinn ueikur. Þetta byrjaöi med þyngslum fyrir brjóstinu og ég hélt ad ég uœri kom- inn meö lungnabólgu eða bara bú- inn að reykja of mikið. Eg fór út ú dekk til að fú mér ferskt loft, en llð- anin uersnaði alltaf. Brútt kom í Ijós að þetta uar eitthuað allt annað en lungnabólga, sjónin fór smúm sam- an minnkandi og ég sagði frú þessu með spírann. Þú hafði ég uerið ueik- ur í um tíu klukkustundir og þuí tal- ið of seint að grípa til eina lœknis- rúðsins, sem til er þegar menn drekka tréspíritus. Það er að hella mann blindfullan af hreinum uín- anda og halda manni þannig 140 til 50 tíma. Ég uildi þó óska að þetta hefði uerið reynt í mínu tiluiki, þrútt fyrir að suona langur tími hafi uerið liðinn. Bara til að athuga huort það gerði eitthuert gagn. . . Eg uar mjög beiskur og bitur út af þessu fyrsta úrið eftir að ég blindað- ist, en núna er ég búinn að jafna mig ú þuí." Þannig fórust Gísla Guðmunds- syni orð, þegar blaðamaður hitti hann í Sjónstöð Blindrafélagsins í vikunni. Gísla þekkja eflaust margir í sjón, a.m.k. þeir sem oft eiga leið um Miklubraut, Hamrahlíð eða Kringlumýrarbraut. Þar fer hann í daglegar gönguferðir eða „hring- inn" sinn, eins og hann kallar leið- ina. Gísli missti sjónina um borð í skip- inu, þó hann sæi þá að vísu stundum glitta I tærnar á sér. Hann var lagður inn í sjúkrahús á Bretlandi og dvald- ist síðan um tveggja mánaða skeið á spítala í Reykjavík, áður en hann flutti í hús Blindrafélagsins við Hamrahlíð. Þar býr Gísli enn og nýt- ur aðstoðar starfsfólks félagsins við að aðlagast þeim framandi aðstæð- um, sem sjónleysið er, en það tekur langan tima og krefst mikillar þolin- mæði. Viðbjóðsleg tilfinning Fyrir fjórum árum byrjaði Gísli að ganga úti með hvíta stafinn, fyrst með aðstoð Ásgerðar Ólafsdótt- ur umferliskennara, en síðan upp á eigin spýtur: „Fyrst hélt ég mig ná- lægt húsinu, því ég var dauðhrædd- ur um að villast algjörlega — týnast bara og verða úti! Það er ekki hægt að lýsa þessu almennilega fyrir sjá- andi fólki, en tilfinningin þegar maður er að byrja að bjarga sér í myrkrinu... ja, hún er alveg hroða- leg, skal ég segja þér. Bókstaflega viðbjóðsleg! Ég hafði séð svæðið, sem ég var að ganga um, áður en ég varð blind- ur og fannst ég alltaf vera að ganga rétta leið. Samt álpaðist maður kannski allt í einu út á miðja götu og fólk þurfti að hlaupa til og henda manni upp á gangstétt aftur. Ég gekk lika á Ijósastaura og fékk glóð- araugu og kúlur á ennið. En maður hélt bara áfram að reyna og þetta skánaði með tímanum. Enn í dag verð ég þó eiginlega að pína mig til að fara út. Mér gengur að vísu betur að bjarga mér, en það er erfitt að hafa ekkert erindi. Ég reyni því að Þó er ég týndur Gísli hlustar aðallega á útvarp sér til dægrastyttirigar, en hann saknar þess að hafa engan til að ræða við um það, sem fyrir eyru ber. Þegar ég spurði hvernig honum hefði gengið að sætta sig við að fá ekki sjónina aftur svaraði hann að bragði: „Ég mun aldrei sætta mig við það!“ Sið- an bætti hann við: „Maður lærir hins vegar að lifa með þessu, þó erfitt sé að kyngja því að hafa gert sjálfum sér þetta.“ Og hann segist halda í vonina um að einhvern tím- ann geri tæknin honum kleift að fá sjónina aftur, þó það verði jafnvel ekki fyrr en eftir tíu, tuttugu ár eða síðar. „Ég heyrði t.d. í fréttum að það ætti að græða svínaaugu í Stevie Wonder," sagði hann og hló. En þó Gísli bregði á leik af og til er við ótal erfiðleika að etja: „í marg- menni fer ég inn í skel. Sjáandi fólk grípur kannski fram í fyrir mér og síðan fer það að tala sín á milli — og þá dett ég út. Það er eins og sam- bandið hafi slitnað. Þau horfa hvert á annað og þá er ég týndur! Eina ráðið við þessu er að hækka röddina og „troða sér” inn í umræðuna, en þá er maður álitinn frekur og það er ekki vel liðið." Eins og áður sagði finnst Gísla erfitt að láta tímann líða um kvöld og helgar: „Ég er ekki enn viss um hvernig best er fyrir mig að lifa líf- inu... Hvað ég ætti helst að gera. Flestöll kvöld sit ég bara einn og hlusta á útvarpið, fer síðan i einn eða tvo göngutúra — og svo í koju. Það eru til tvímenningshjól hjá Blindrafélaginu, en það kostar pen- inga að kaupa aðstoðarfólk til að hjóla. Mér hefur líka dottið í hug að stunda keiluspil, en þar er sama Ijónið í veginum. Maður þarf að kaupa sér aðstoðarmann. Það strandar alls staðar á peningum! Mig langaði t.d. að nota örorkubæt- urnar til að fara í fimm mánaða ferð eldri borgara til Mallorka, en það var ekki hægt nema ég tæki ein- hvern sjáandi með mér.“ Gísla vafðist andartak tunga um tönn, þegar hann var spurður að því hvers hann saknaði mest frá þeim dögum, þegar hann hafði sjónina. En svo kom svarið: „Ég sakna auð- vitað mest sjónarinnar! En mér finnst hræðilegt að sjá ekki ensku knattspyrnuna." líta á þetta sem líkamsrækt og fer svona fjóra fimm hringi á hverjum morgni til að halda mér í góðu formi. Ég hef aldrei lent í neinum stór- vandræðum, þó ég hafi villst út á götur og inn í garða, en það hefur alltaf einhver hjálpað mér úr slíkum ógöngum. Fólkið í hverfinu gefur sig gjarnan á tal við mig og starfsfólk í þessum kringumstæðum — t.d. þeg- ar við ræðum um hringinn, sem hann gengur oftast í Hlíðunum: „Ég hef reynt að lengja hann smám sam- an. Stundum fer ég líka niður á Miklatún, en það er svo fjári leiðin- legt að fara það einn. Manni leiðist óskaplega svona einum I myrkr- inu. . .“ Gísli hefur mikla ánægju af að að- EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYND: BJÖRG stoða menn, sem styttra eru komnir í þjálfuninni, með því að fara með þá hringinn sinn. „Það er ólíkt skemmtilegra að vera með öðrum en að þvælast einn í myrkrinu," seg- ir hann. „Á sunnudagsmorgnum finnst mér ég nú vera einn í heimin- um. Þá er Reykjavík eins og drauga- borg. Manni dauðbregður, ef allt í einu heyrist kannski skrölt í kerru blaðburðardrengsins. En ég er reyndar farinn að þekkja hljóðið í henni." Gísli hefur búið í húsi Blindrafé- lagsins frá 1985 í einu herbergi með aðgang að eldhúsi. Þar eru líka þeir félagar, sem hann umgengst núna: „Félagar mínir frá fyrri tíð hafa flest- ir „týnst", eftir að ég missti sjónina. Þeir komu fyrst á eftir, en síðan fór heimsóknunum að fækka. Þeim finnst eflaust erfiðara að vera með mér, af því ég þarf alltaf að halda i höndina á þeim. Þess vegna hafa þeir fjarlægst mann. . . Annars getur þetta líka að ein- hverju leyti verið mér sjálfum að kenna. Mér finnst erfitt að hringja í þá, ef þeir skyldu taka því sem ein- hverri bón. Ég vil ekkert troða mér inn á fólk. Þegar ég slæ á þráðinn segja kunningjarnir: „Ég þarf endilega að koma bráðum og taka þig út!“ Þetta fer ekki vel í mig, því það hljómar eins og ég sé einhver sjúklingur eða jafnvel hundur, sem á að viðra. Þá vil ég heldur fara eitthvert á eigin spýtur! En það kostar leigubíia og maður hefur ekki efni á þeim. . . Sjá- andi fólk gerir sér ekki grein fyrir því hve kostnaðarsamt það er fyrir blinda að ferðast á milli staða í bæn- um. Það er ekki nóg að treysta sér til að vera einn á ferli, þegar maður lif- ir á örorkubótum og á ekki fyrir leigubílakostnaði!" verslununum hérna I kring er líka mjög elskulegt. Það er verst að vera á ferli, þegar snjór er yfir öllu. Snjór- inn er þoka blinda mannsins, því þá finnur maður ekki kennileitin. Og hálkan er ekki síður er'fið." Leiðist í myrkrinu Gísli horfir á mig, þegar hann tal- ar, og það er alls ekki hægt að sjá að augun nýtist honum ekki. Og hann ber sig vel, þó af og til skíni I biturð og sorg, eins og eðlilegt er undir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.