Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 18
Fimmtudagur 31. ágúst 1989 18 graerilenskra íþróttamanna, meðal annars til íslands, og staðið fyrir fjár- öflun slíkri starfsemi til handa. Guð- mundur er kvæntur aðlaðandi grænlenskri konu, Benediktu, sem er einnig mjög félagslega virk og á meðal annars sæti í bæjarstjórn Quaqatoq-bæjar, sem telur um 15.000 manns. Móttökunefndin tosaði nú hljómsveitina og hennar hafurtask upp úr ferjunni, skellti hljóðfærunum á vörubílspall og brunaði síðan með okkur í tónleikasalinn, þar sem gestir höfðu beðið okkar þolinmóðir í hartnær þrjár klukkustundir. Sem betur fer var dönsk upphitunarhljómsveit á staðnum sem hafði náð að teygja lopann með blús, spuna og bröndurum. Ekki vannst tími til að koma okkar tækjum fyrir og var gripið til þeirra sem fyrir voru. Til að slá á sárasta þorstann og hungrið voru okkur réttir nokkrir bjórar að tjaldabaki, sem svifu æði snarlega á glorsoltna og hrakta skemmtikraftana. Á meðan þessu stóð hristu Stöðvar 2-menn af sér hungurvofurnar á glæsilegu hóteli skammt frá og kíktu svo á okkur um síðir. Mér segir hugur um að við þeim og öðrum gestum hafi blasað allskrautleg sjón, og það sem úr há- tölurum barst hafi verið nokkuð frá- brugðið því sem fólk á að venjast frá okkar hljómsveit. Engu að síður var hljómsveitinni frábærlega tekið og hún klöppuð upp að minnsta kosti tvisvar sinnum. Eftir tónleika var INNLAUSNARVERÐ . VAXTAMÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS I2FLB1985 Hinn 10. september 1989 er áttundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 8 verður frá og með 10. september nk. greitt sem hér segir: ___________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.441,30_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. mars 1989 til 10. september 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 2584 hinn 1. september 1989. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 8 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 11. september 1989. Reykjavík, 31. ágúst 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS boðið til matarveislu hjá þeim Guð- mundi og Benediktu, sem ein- kenndist af mikiili áfergju íslensku gestanna. Að veislunni afstaðinni voru íslendingarnir keyrðir ör- magna til hvílu í heimavistarskóla í útjaðri Quaqatoq. Framundan var stór dagur. Þjóðhátíð 21. júní er þjóðhátíðardagur Grænlendinga og Dana. í ár var þetta sannkölluð þjóðhátíð í fyllstu merkingu þess orðs, því bæði var nú haldið upp á tíu ára afmæli heima- stjórnar á Grænlandi, en jafnframt verið að útskrifa fyrstu heima- menntuðu stúdentana. Dagurinn hófst snemma með fánahy llingu þar sem Grænlendingar voru í þjóðhá- tíðarklæðum, konur í sínum skraut- legu þjóðbúningum og karlar í hvít- um anorakk-stökkum með hettum. Þá var gengið til messu, sem var ein sú eftirminnilegasta og stemmning- arríkasta sem ég hef vitnað. Ekki þótti tilhlýðilegt að festa hina kirkjulegu athöfn á filmu, en hún greyptist þeim mun dýpra í hugskot- ið. Ekki var síður eftirminnileg sú stund er menntaskólarektor ávarp- aði á sal nýstúdenta, aðstandendur þeirra og gesti og afhenti stúdentum einkunnir sínar. Allt fór þetta fram í einstakri veðurblíðu og steikjandi sól. Nú gafst manni loks tækifæri til að skoða bæinn sem er byggður í miklum bratta, nánast glannalegum sums staðar, en bæjarstæði mjög mikilfenglegt og útsýnið yfir ísrek- inn fjörðinn stórkostlegt. Fólkið virtist mér sömuleiðis bæði fallegt og hlýlegt og, að því er best varð séð, mjög ánægt. Hátíðahöldin færðust niður í miðbæ um eftirmið- dag og er líða tók að kveldi fór fólk að streyma í íþróttahöliina, en þar hófst vegleg dagskrá klukkan 19. Það vakti athygli okkar að þarna voru allar kynslóðir samankomnar, allt frá ungbörnum til öldunga. Ann- að sem vakti athygli okkar og aðdá- un var hve blessunarlega laust þetta fólk var við alla tísku og tildur. Síðari hluti í næstu PRESSU. Húsnæði óskast! Rúmgóð íbúð óskast á sanngjörnu verði, gjarnan í Vesturbæ þar eð 12 ára dóttir mín cjengur þar í skóla. Ibúðin óskast til a.m.k. 1—2 ára og einhver húshjálp gæti komið til greina. Guðrún Gísladóttir S. 21341 á kvöldin Gæsaflautur ásamt kennslusnældu. Goretex hlífðarfatnaður og gönguskór. 0h--------------------- Landsins mesta úrval af byssum, skotfærum, byssutöskum, hleðslutækjum o.s.frv. o.sfrv. - Besta verðið í bænum <h-------------------------- ROYAL SCOT OLÍUFATNAÐUR *** Gervigæsir margar gerðir. Verð frá kr. 460 Gæsaskot í úrvali. Verð frá kr. 300

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.