Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 14

Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 31. ágúst 1989 inn á hana við tækifæri og ég læt leika hana yfir kistunni minni!" Já, þetta er stundum grátbroslegt," seg- ir hann. „Maður lendir stundum í erfiðum kringumstæðum af þessum sökum og verður að gæta þess að særa engan. Stundum misskilur fólk þessa afstöðu mína og ég hef orðið fyrir því að fólk rýkur á mig á ölhús- um og hundskammar mig fyrir að hafa neitað að syngja yfir einhverj- um ættingja þess!“ Kokkurinn Kristján Hann segist ekki taka lagið heima fyrir konu og börn, en hins vegar slappi hann af við eldamennsku. Hann þykir framúrskarandi kokkur, einkum á sviði ítalskra pastarétta, þótt hann segi sjálfur: ,,Eg er ekki professional! Hins vegar hef ég mjög gaman af að elda og mínir rétt- ir eru farnir að þróast yfir í að vera alþjóðlegir fremur en ítalskir. Bar- bara dóttir mín segir að ég sé „súp- er-sóði“ í eidhúsinu. Þú veist, tómat- sósa og slíkt sem gjarnan er notað í pastasósur’ vill spýtast upp um veggi...! Það er af þessum sökum sem mér leiðist uppþvottur. Ég vil gjarnan fá að drasla út í friði — en einhver annar gangi frá! Annars er uppþvottur það eina sem mér finnst lítið aðlaðandi við heimilisstörf; allt annað get ég gert og geri stundum." Kristján segir þau ekki sakna þess að hafa ekki fjölskyldur og vini hjá sér allan ársins hring, enda eigi þau mjög nána vini á Ítalíu: „Góðir vinir okkar þar eru okkur jafn nánir og góðir vinir hér á íslandi," segir hann. „ítalinn er mjög tryggur þeim sem hann binst vináttuböndum og ég hef lært það af ítölunum að fyrir vini sína getur maður vaðið eld og brennistein. Svo sé ég ekki betur en hér á íslandi séu allir svo önnum kafnir að lítill tími sé fyrir samveru- stundir. Að minnsta kosti hitti ég suma meðlimi fjölskyldunnar oftar en þeir sem búa hér! Vinaböndin við íslenska vini og ættingja rofna ekki þótt maður búi erlendis í nokk- ur ár, síður en svo.“ Þótt þau hafi haft aðsetur á Ítalíu í mörg ár hafa þau búið „í ferða- tösku" meira og minna. Þegar ég spyr hann hvernig hann haldi að það gangi núna, með tvo herra í far- teskinu, svarar hann: „Við erum að vona að það gangi jafnvel enn betur. Við ráðgerðum að eignast annað barn á þessu ári, því við viljum koma í veg fyrir að Sverrir verði ein- mana á þessum ferðalögum okkar. Nú hefur hann eignast bróður og þeim á vonandi eftir að semja vel svo leiði sæki ekki að þeim. Hins vegar vitum við ekkert hvað við gerum eftir þrjú, fjögur ár þegar kemur að skólagöngu. Það er mál sem við tökum á þegar að því kem- ur.“ Fræðingar gleyma oft aganum Hann segir þau sammála um að félagsleg þjónusta geri sig hvergi betur en á Islandi, en hins vegar finnst honum mörgu ábótavant í uppeldi íslenskra barna: „Maður er kannski hvergi öruggari en á ís- landi, en af reynslunni veit ég að skólaganga á ítaliu er að sumu leyti betri en hér. Þar spilar aginn stórt hlutverk. Mér virðist börnum á Ítalíu vera kennt meira að bera virð- ingu fyrir sér eldri, umhverfinu og annarra eignum. Hér finnst mér allt- of mikið sálfræðirugl vera komið inn í uppeldi og ég held að allir þess- ir fræðingar og snillingar gleymi því að í uppeldinu þarf að vera viss agi og virðing. Börn hér eru oft með alltof mikinn yfirgang — og reyndar fullorðnir líka. Sjálfsagt er þetta ekki síst minni kynslóð að kenna, svokallaðri '68-kynslóð, með allt sitt frjálsræðistal sem hefur fyrir löngu gengið sér til húðar" Honum ofbýður hvernig gengið er um almenningseignir hér á landi: „Það er ótrúlegt að símaklefar skuli aldrei látnir í friði frekar en aðrar opinberar eignir," segir hann. „Það er stundum eins og fólk sé klikkað hérna, allt brotið og bramlað sem hægt er. Þetta viðhorf, „halt þú kjafti, ég geri það sem mér sýnist", er orðið alltof algengt hérna. Hér lenda menn meira að segja í árekstri á 20 km hraða, bara vegna þess að þeir vilja ekkert gefa eftir. A Ítalíu, þar sem hraðinn er mun meiri, er viðburður að sjá árekstur. Ég þekki Mílanó út og inn og það er algjört einsdæmi að sjá árekstur þar. Þar fara menn hinn gullna meðalveg og gefa eftir þegar þarf. Ég reyni að ala Sverri pínulítið upp að ítalskri fyrir- mynd og nýi sonurinn fær sama uppeldið. Að minnsta kosti ætla ég að brýna fyrir þeim að sýna öllu í kringum sig virðingu, hvort sem það er fólk eða hlutir." Deilir hlutverki tenórsins í Tosca með Pavarotti Brátt leggur Kristján af stað í ferð til Bandaríkjanna. Þar ætlar hann að syngja í „Tosca" í Chicago og deil- ir þar hlutverki málarans með hin- um þekkta Pavarotti. „Fyrstu kynni okkar Pavarotti voru þannig að ég móðgaði hann," segir Kristján og brosir örlítið. „Ég hefði nú getað vandað orðaval mitt betur og sagði ýmislegt í votta viðurvist. Pavarotti móðgaðist gríðarlega við mig — og ég við hann reyndar. Nokkrum ár- um síðar heyrði hann mig syngja í New York og þar bar fundum okkar saman að nýju. Við féllumst í faðma og kysstumst — á ítalskan máta! — og höfum verið mestu mátar síðan. „Pavarotti móðgaðist gríðarlega við mig — og ég við hann reyndar ... en nokkrum árum síðar féllumst við í faðma og kysstumst — á ítalskan mátal — og höfum verið mestu mátar síðan." Og nú ætlum við að deila með okk- ur tenórhlutverkinu í Tosca.. Hann mun pakka niður í næstu viku, einu sinni enn. Hann segist vonast til að Sigurjóna kona hans komist með til Chicago, og litlu Ijón- in hans tvö, Sverrir sem fæddist 4. ágúst 1987 og sá nýi, sem enn hefur ekki hlotið nafn, enda fæddur 22. ágúst síðastliðinn. „Ég held að föð- urhlutverk og frami eigi í rauninni vel saman," segir hann. „í framan- um verður maöur að hafa föðurlegt uppeldi að leiðarljósi, framinn verð- ur að ala mig upp og ég framann. Föðurhlutverkið hlýtur að vera hverjum manni eðlilegt og ég hef tekið þann pól í hæðina að láta framann einnig vera eðlilegan. Framinn kostar, en hann má aldrei kosta það mikið að maður missi ástríðuna og ánægjuna af því að sinna hlutverki sínu vel. Þess sama verða feður að gæta."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.