Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 13

Pressan - 31.08.1989, Blaðsíða 13
13 Fimmtudagur 31. ágúst 1989 presswviðtalid „Barbara dóttir mín segir aö ég sé „super-sóði" í eldhús- inu. Þú veist, tómatsósa og slíkt sem gjarnan er notað í pastasósur vill spýtast upp um veggi.. Kristján Jóhannsson óperusöngvari önnum kafinn með nýfæddan son sinn og við undirbúning fyrir tenórhlutverk í Tosca, sem hann mun deila með hinum heimskunna Pavarotti Eftir: Önnu Kristine Magnúsdóttur Myndir: Magnús Reynir Honum virtist þykja alveg sjálfsagt að maður hringdi heim til hans seint á föstu- dagskvöldi til að biðja um viðtal. Ekki til ítaliu, heldur i Kópavoginn þar sem hann hefur haft aðsetur siðasta mánuðinn. „Núna! Mamma mia! Konan min er að koma heim með barnið af fæðingar- deildinni og ég er að taka til.## „Mamma mia" Kristján Jóhannsson óperu- söngvari og kona hans Sigurjóna Sverrisdóttir komu í frí til íslands fyrir mánuði, aðallega með það í huga að seinna barn þeirra fæddist hér á íslandi eins og sonurinn Sverr- ir, sem er nýlega tveggja ára. Söngv- arinn hefur aðallega verið í hlut- verki eiginmanns og föður síðustu vikurnar, hefur notið þess að fara á fjöll, dvelja í íslenskri náttúru og veiða jafnhliða því að njóta samveru við vini og ættingja norður í landi og hér í borginni. Fæ ég ekki brennivín? Þegar hann gengur inn á Hótel Borg líta allir til hans. Kona ein ljóm- ar eins og sól í heiði og kallar til hans. Þau heilsast með virktum og þegar hann hefur lokið við að heilsa þeim sem viija endilega taka í hönd hans sest hann við borðið: „Nei takk ég vil ekki kaffi. Fæ ég ekki brenni- vin!?" Barinn hefur ekki verið opn- aður en starfsfólkið er greinilega til- búið að sækja hvað sem er. Hann skellir upp úr og segist bara vilja fá ískalt sódavatn. Sennilega vita flestir gestir Hótels Borgar hvað okkur fór á milli þessa stund. Að minnsta kosti hljóðnaði skyndilega í.salnum þegar Kristján byrjaði að tala. Hann hefur upplifað það sem enginn íslendingur hefur gert; að standa sem aðalsöngvari í Scala-óperunni í Milanó, sækja garð- veislur með mönnum eins og Bol- ogna og Burt Reynolds og hafa móðgað og sæst við Pavarotti. Hann lætur lítið yfir því lífi sem þau hjónin lifa á friðsælum stað, De- senzano, á Ítalíu: „Þetta er tuttugu þúsund manna bær, lítill og vinaleg- ur, enda valinn vegna þess," segir Kristján. „Þangað ganga stórar hraðlestir eins og Intercity og því auðvelt að komast til og frá vinnu. Það tekur um klukkustund að kom- ast til Mílanó, þar sem ég vinn mik- ið, og þær lestir fara tíu sinnum á dag.“ Hægt að fá sér lúr með kellu sinni Vinnudaginn segir hann oft lang- an og því leggi þau mikla áherslu á að hafa morgunverðartímann lang- an: „Við eyðum fyrstu stundum dagsins saman yfir góðum morgun- verði. Æfingar hefjast um tíuleytið og Sigurjóna fer oft með mér á æf- ingarnar. Sverrir er í gæzlu á með- an, enda of ungur til að sitja undir löngum æfingum." Eitt segist hann kunna að meta í ítölskum sið, en það er mjög langur matmálstími, æf- ingahlé sem stendur yfir í þrjár klukkustundir: „Þá er hægt að taka kellu sína og fá sér lúr með henni. Það er asskoti gott!" segir hann og brosir. „Síðan er þráðurinn tekinn upp að nýju klukkan fjögur og oftast æft til átta á kvöldin. Stundum er tekið klukkustundarhlé um kvöld- matarleytið og æft aftur fram eftir kvöldi." Fugl í gryf ju ber ó fiðluboga og segir stopp Hann segir mikinn mun vera á vinnubrögðum ítala og Bandaríkja- manna, þar sem honum finnst menn einblina of mikið á klukkuna: „Ameríkanar eru alltof bundnir sin- um stéttarfélögum," segir hann. „Þegar við erum kannski á síðustu samæfingunni sem tekur fjórar klukkustundir á maður von á því eftir þrjá klukkutíma að einhver fugl niðri í gryfjunni berji fiðlubog- ann og segi: „Nú er ég hættur. Stétt- arfélagið mitt hefur samið um að við vinnum bara í sex tíma á dag...“ Ef einhver leyfði sér svona fram- komu við stjórnanda á Ítalíu yrði sá sami sendur heim án tafar — og þar gæti hann verið!" Kristján segir æfingatíma á Ítalíu oft vera stuttan, allt frá tíu dögum upp í þrjár til fjórar vikur. í síðustu óperunni sem hann söng á Scala í sumar, Adriana Lecouvreur, fékk hann aðeins fjórar vikur til að læra hlutverkið og æfa það: „Við höfðum þá misst leiguíbúðina sem við vor- um með í Desenzano og ákváðum að búa alveg í Mílanó í tvo mánuði. Þetta var mjög strembið æfinga- tímabil og í raun ógjörningur að troðast í neðanjarðarlestum innan um mannþröng og svitalykt! En nú stendur til að við kaupum okkur íbúð sem er í byggingu í Desen- zano." Síðasta árið hefur verið strembið að sögn Kristjáns, „nánast eins og martröð. En ég held að ég sé nú kominn yfir erfiðasta hjallann og geti farið að velja og hafna. í þessu starfi komast menn sífellt í betri að- stöðu eftir því sem árin líða og þeir verða þekktari". Hjartað ræður, eklci peningarnir Þótt hann viðurkenni að stuttur æfingatími geti verið mjög erfiður segist hann heldur kjósa að vinna þannig: „Ég er líkamlega sterkur og hef mikið úthald. Mér finnst betra að vinna langan vinnudag í stuttan tíma heldur en vera við æfingar í óratíma. En mér finnst peningarnir vera farnir að ráða ferðinni ansi mikið hjá Bandaríkjamönnum. Þar hafa hljómsveitarmennirnir stóra klukku fyrir framan sig og æfa upp á mínútu samkvæmt samningum. A Ítalíu ráða aðstæður og hjartað tím- anum sem fer í æfingar. En auðvitað ' geta ítalir líka verið plága! Þar eru ákveðin stéttarfélög í baráttu og þá eru það einkum hljómlistarmenn og fastráðnir söngvarar í minni hlut- verkum sem fara í verkfall. Aðal- söngvararnir gera ekki slíkt. Við vinnum oft upp i tuttugu tíma í einu og hættum ekki fyrr en einhver seg- ist vilja fara að sofa! Sjálfur er ég strangur og harður á því að menn skili sinni vinnu fljótt og vel." En þótt hann vinni langan vinnu- dag segist hann ekkert öðruvísi en aðrir útivinnandi menn: „Ég flýti mér auðvitað heim á hverju kvöldi að loknum æfingum í þessa paradís á jörðu sem Desenzano er. Við Sig- urjóna lifum mjög rólegu lífi. Sitjum gjarnan úti í garði og grillum eða förum í gönguferðir niður í bæinn. Við erum ekki alveg barnfóstrulaus, höfum getað fengið gæzlu fyrir Sverri á veturna og nokkur síðustu sumur hefur Barbara dóttir mín ver- ið alveg hjá okkur. Hún varð fimm- tán ára í júlí og er betri en enginn — reyndar margfalt betri," segir hann með áherslu. Skólað við stórstjörnur undir stjörnubjörtum himni Hann segir þau horfa mjög lítið á sjónvarp, hlusta mikið á klassíska tónlist með völdum flytjendum en hlusti hins vegar lítið á óperur. Sam- kvæmislífið segir hann þau stunda mjög lítið, nema þá í tengslum við tónleika: „Það er sérstaklega mikið um það í Bandaríkjunum að óskað er eftir að söngvarinn mæti í tiltekn- ar veislur," segir hann. „Ef einhver hefur gefið leikhúsinu milljón doll- ara og óskar eftir að ég mæti í veislu, — ja, þá er eins gott að láta sjá sig!" segir hann og hlær. „Þá er um að gera að vera „nice guy“, stoppa stutt, drekka sig ekki fullan og vera allsgáður þegar út er farið! En samt hugsa ég að ég eigi auð- veldara með að koma inn í svona stórar veislur en margir aðrir. Ég hef aldrei átt í neinum erfiðleikum með að halda uppi samræðum við fólk og er ekki feiminn. Oft eru þetta „glamour-veislur og maður brosir í kampinn. En allt er þetta ágætis fólk. Stórstjörnur eins og Burt Reyn- olds sem ég hef verið í samkvæm- um með, Bologna og Reneé Taylor, sem reyndar eru góðir vinir mínir; allt er þetta skemmtilegt og skyn- samt fólk sem gaman er að ræða við um heima og geima. í Los Angeles er veðurfarið þannig að veislurnar fara fram utanhúss og það er indælt að skála í kampavíni undir stjörnu- björtum himni. Loftslagið hefur mikið að segjaj maður finnur það bara hérna á Islandi hvernig allir breytast um leið og sér til sólar. Auð- vitað er þarna inn á milli snobb eins og annars staðar. Þar tíðkast líka að fá ungt og óþekkt listafólk til að leika á fiðlu eða píanó, og mér skilst að slíkt sé farið að tíðkast mikið hérna líka." Sjálfur segir hann mörg ár síðan hann hafi sungið í einkasamkvæm- um, það sé lönguJiðin tíð: „Erlendis er þetta öðruvísi en hér heima. Þar er ekki ætlast til að maður troði upp nánast hvar sem er og hvenær sem er. Viðhorf og virðing fólks til þeirra sem komast áfram breytist um leið og ákveðnum „standard" er náð í einhverri listgrein, sama hvort ég á í hlut eða einhver annar. Hérna heima er ég oft beðinn að taka þátt í alls konar uppákomum. Slíkt gerist aldrei eriendis, nema þá á ákveðn- um, fínum veitingahúsum. Tvö slík, Verdi í New York og Puccini í Lond- on, biðja gjarnan þekktar stjörnur að syngja aríur fyrir gesti, og marg- ar stórstjörnur gera það. Ég söng á þessum stöðum fyrir nokkrum ár- um." Misskilinn ó íslandi Hann segist oft misskilinn hér á landi af þessum sökum: „Einhvern tíma var ég í viðtali við sjónvarps- mann hér sem spurði mig hvers vegna ég færi ekki á sveitaball og syngi. Mér fannst hjákátlegt að greindur og vel menntaður sjón- varpsmaður skyldi varpa svona spurningu fram. Svona yrði maður aldrei var við hjá erlendum sjón- varpsmönnum. Það sama á við um jarðarfarir. Fólk heldur að ég sé eitt- hvað merkilegur með mig að vilja ekki syngja við jarðarfarir. Það er síður en svo illa meint af minni hálfu. Ég lít hins vegar svo á að það séu margir aðrir betur til þess fallnir, fólk sem er kannski á öðrum vett- vangi en ég og hefur meiri tíma. Ég hef reynt að segja kurteislega við fólk að ég taki ekki að mér að syngja við jarðarfarir, en það er eins og fólki gangi ilia að skilja það. Það er ekkert neikvætt við að syngja við slíkar athafnir, síður en svo. Hins vegar er ég það viðkvæmur að und- ir þannig kringumstæðum er ég far- inn að brynna músum löngu á und- an nánustu aðstandendum. Á síð- ustu átta árum hef ég sungið við þrjár jarðarfarir og af alveg sérstök- um ástæðum. Ég gæti heldur aldrei stokkið inn á snjóugum stígvélum, sungið Ave Maria fyrir fimmhundr- uð krónur og rokið út. Ég yrði fyrst- ur inn í kirkjuna og síðastur út. Fyrir mér eru jarðarfarir hátíðlegar at- hafnir." Getur hann ekki sunaið inn ó spólu fyrir mig?! Nokkrum sinnum hefur hann lent í því að fólk hefur hringt í hann og beðið hann að syngja við jarðarför sína, því það sé alveg að fara að deyja: „Einhverju sinni hringdi full- orðin kona nokkrum sinnum heim til mín. Ég var aldrei heima og hún ræddi við konuna mína. Loks spurði Sigurjóna hana hvort hún gæti ekki liðsinnt henni og þá sagðist konan vilja tryggja að ég myndi syngja við jarðarförina sína, enda kæmi bráð- lega að henni. Sigurjóna sagði henni eins og var, að ég tæki ekki að mér að syngja við jarðarfarir: „Má ég ekki senda honum spólu?" spurði þá sú gamla. „Hann getur sungið

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.