Pressan - 02.11.1989, Síða 2

Pressan - 02.11.1989, Síða 2
2 Fimmtudagur 2. nóv. 1989 Alislenskt trío en meölimir þess bera allir erlend eftirnofn. Bach- mann-Mölier-Bernburg sjá til þess að hugurinn leitar til þeirra ára þegar rómantikin var allsraö sjálfur að þau eigi sjálfsagt best við fólk á aldrinum frá sautján ára til sjö- tugs, þetta sé kokkteiltónlist og kominn timi á rómantík. Karl Möller á tvö lög á plötunni, lögin ,,Bjór á næstu krá" og „Okkar jörð“, og segir André að það sé engin tilviljun að þau lög séu númer eitt og tvö á A- hlið plötunnar, hann hafi ákveðið að setja þau á besta stað til heiðurs Kalla. Sjálfur á André eitt lag á plöt- unni, titillagið Til þín. Þrátt fyrir langan söngferil hefur André aldrei fyrr sungið inn á plötu. Hann hefur trú á því að fólki muni líka þessi hugljúfu lög því eins og hann bendir réttilega á eru allir orðnir þreyttir á skuldasúpunni og vandamálunum sem hrjá alla. Hann segist jafnframt telja að platan Til þín sé eina íslenska hljómplatan á markaðinum núna með „ástar- hjali“: „Það er kominn tími á það að fólk slappi af yfir rómantískri tón- list. Það er að minnsta kosti öruggt að þessi plata er öðruvísi en þær sem fólk hefur átt að venjast á síð- ustu árum." AR.ÓLASON LJÓSMYNDARI PRESSU ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR bachmlnn SYWGUJt TIL ÞiN ANDRÉ BACHMANN söngvari er sagður vera sláandi líkur STACY KEACH. Eini munurinn er sá að Stacy er dökkhærður, ófyrirleitinn og tekur „kók“ í aðra nösina en André er ijós yf- irlitum, lumar á viðkvæmni og rómantík og þambar kók öllum stundum. Þessa lýsingu gefur að líta í bráð- skemmtilegri kynningu á nýrri plötu André bachmann, Tii þín, sem kom út í síðustu viku. Það er þríeykið Bachmann-Möller-Bern- burg sem leikur inn á þessa plötu og þrátt fyrir erlendu eftirnöfnin er tríóið alíslenskt. André Bachmann á að baki tæp- lega tuttugu ára söngferil. Hann kom fyrst fram opinberlega með hljómsveit Þorsteins Guðmundsson- ar á Selfossi, Steina spil, sem André segir að eigi þakkir skildar fyrir að veita sér tækifæri. Eiginlega var það konunni hans André að þakka að hann lenti á Selfossi; — þaðan er hún og André segist reynd- ar aldrei kalla hana „konuna" sína heldur drottninguna, og að hans mati eru störf kvenna inni á heimil- unum alltof lítils metin. Frá þeim tíma að André söng með Steina spil hefur hann komið víða fram en síð- ustu sex árin hefur hann leikið á Mímisbar á Hótel Sögu. Það voru aðdáendur hans þar sem einkum hvöttu hann til að gefa út plötu. í fyrstu leist André ekki á þá hug- mynd en hefur nú látið til leiðast. Á plötunni „Til þín“ er að finna rómantísk lög, bæði frá því fyrir stríð og eftir það. Söngvarinn segir André Bach- mann er höf- uðpaur þríeyk- isins Bach- mann-Möll- er-Bernburg. Hann á að baki tæplega tutt- ugu ára söng- feril en hljóm- platan Til þín er sú fyrsta sem hann syngur inn á. velkomin i heiminn „Úff hvað þetta er pirrandi. Ég var að sofna þegar þu komst. En allt í lagi: Ég er strákur og fæddist 25. október. Mamma mín og pabbi heita Guðrún Sigríður Gunnars- dóttir og Sigurður lllugason. Ég var rúmar fimmtán merkur að þyngd þegar ég fæddist og 53 sm langur." „Finnst ykkur ég ekki svolítið sér- stakur? Hér bara sit ég og horfi í myndavélina eins og ekkert sé! Ég er strákur, fæddist 26. október og var 16 Vi mörk að þyngd og 56 sm langur við fæðingu. Foreldrar mín- ir heita Súsanna Jónsdóttir og Haraldur Einarsson." „Ég stilli mér nú bara upp fyrir myndatöku! Ég er líka strákur, fæddist 24. október og var rúm- lega 14 marka þungur og 51 sm á lengd. Foreldrar mínir eru Elín Bjarnadóttir og Brynjólfur Sig- •urðsson." „Þá er best að ég horfi líka í lins- una! Ég er nú svo ósköp dömuleg, að það þarf ekkert að taka fram að ég er stelpa!" Þessi stúlka er fædd 27. október, vó 13 merkur og var 52 sm löng. Foreldrar hennar heita Ingibjörg Ingólfsdóttir og Arnald- ur Magnússon. „Ég læt sem ég sofi, en samtmun ég vaka...! Halló þið öll! Ég er stelpa og fæddist líka 24. október. Þegar ég kom í heiminn var ég 14 merkur að þyngd og 50 sm löng. Mamma mín heitir Valgerður Jó- hannesdóttir og pabbi minn Hró- bjartur Jónatansson." „En sjáiði hvað ég er í flottri stell- ingu! Ég er stfákur og fæddist líka 27. október. Ég var 18 merkur að þyngd og 52 sm á lengd. Mamma mín heitir Ragnhildur Gunnars- dóttir og pabbi minn Einar Krist- ján Hilmarsson." VALDIÁ ÍSLANDI Rússneski aðalsmaðurinn VLADIMIR KOSLOV — eða bara VALDI eins og íslendingarnir kalla hann — hefur dvalið hér á Iandi síðustu vikurnar í sinni fyrstu heimsókn. Honum til heiðurs héldu vinir hans honum hóf í KJALLARA KEISARANS þar sem meðal annars voru sýnd nýju fötin keisarans. Ragnhildur Gísladóttir og hirðsveitin STRAX fluttu nýtt lag tileinkað heiðursgesti kvöldsins og sjálfur ávarpaði Vladimir gesti og flutti prússneskt Ijóð. Einar Óla fékk eitt eldrautt boðskort og mætti. Rússneski aðalsmaðurinn Vladimir Koslov á tali við íslenska aðals- manninn Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmann, sem heldur hér á drykk kvöldsins, tyrkneskum, bleikum hirðkokkteil. Strákar í stelpuklæðum, ógleymanleg sýning.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.