Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. nóv. 1989 11 Smátt og smátt hefur þessum mönn- um bæði verið ýtt í burtu eða þeir ekki fengið tækifæri og misst áhug- ann.“ — Nefndu dæmi um þad. „Ég vil ekki fara inn á persónuleg svið en dæmin eru mörg. Ég vil hins vegar tala um þetta heildstætt. Ef menn vilja skoða þetta sjá þeir strax að andstæðingar Friðriks á SUS-fundinum fræga á Egilsstöðum 1973, sem studdu Björn Bjarnason í formannskjörinu, eru núna forystu- menn í Sjálfstæðisflokknum, en hin- ir ekki. Þeir eru bara úti.“ — Notuðu þeir Morgunblaðið á síðustu dögunum fyrir lands- fundinn til að undirbúa jarðveg- inn fyrir varaformannsskiptin? ,,Já." — Hver stjórnaði því? Aðstoð- arritstjórinn, Björn Bjarnason, sem þú segir að tilheyri klík- unni? ,,Eg skal ekkert segja um hver stjórnaði því, en það er ekki nokkur vafi á að svona hlutir kvikna ekki allt í einu rétt fyrir landsfund. Það myndast ekki áhugi á því örfáum dögum fyrir landsfund að Davíð Oddsson verði varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Að sjálfsögðu hafði undirbúningsvinna átt sér stað. Ég vissi af því strax seinnihluta sumars að slík undirbúningsvinna væri í gangi, en þeirri spurningu var að- eins ósvarað hvort Davíð myndi gefa kost á sér eða ekki. Það er ör- uggt að það var búið að vinna grunnvinnuna. Hlutverk Morgunblaðsins i þessu var ekkert annað en að slengja þessu fram rétt fyrir landsfundinn á hernaðarlega mikilvægum tíma og stimpla það inn að þarna væri fram- boð á ferðinni sem þorri landsfund- arfulltrúa vildi. Grein Morgunblaðs- ins bar þetta með sér. Hún var að mörgu leyti vel skrifuð og í lagi að því leyti til, en hún bar það alveg með sér að þarna væri „hinn út- valdi" á leiðinni. Friðrik vanrækti vini og stuðnings- menn Út af fyrir sig þurfti engan að undra að Davíð Oddsson krefðist einhverra mannvirðinga. Maðurinn hefur staðið sig vel og er að mörgu leyti hæfur. Ég er ekki að skafa utan af því og hefði eiginlega búist við því að hann færi lengra en í varafor- mennsku Sjálfstæðisflokksins, því sú staða hefur verið litlu meira en virðingarstaða." — Af hverju heldurðu að hann hafi ekki viljað ganga lengra? „Ég held að það stafi af því að hann hafi ekki talið tímabært að verða formaður Sjálfstæðisflokksins að sinni." — Kannski viljað hlífa Þor- steini? „Það er meira mál að verða for- maður í Sjálfstæðisflokknum en varaformaður og það hefði sjálfsagt ekki orðið eins auðsótt mál. Ef Dav- íð hefði farið í formannsslaginn hefði hann lent í mjög tvísýnni kosningu og ég reikna ekki með að hann eða Þorsteinn hefðu óskað eft- ir þvi að flokknum yrði rótað upp með þeim hætti. Davíð valdi því þann kostinn að fara í varafor- mannsslaginn og átti tiltölulega greiða leið þar inn — kannski sér- staklega vegna þess að Friðrik tók þann pól í hæðina að styðja mjög vel við bakið á þeim formönnum sém hann hefur starfað með. í raun og veru vanrækti hann vini og stuðningsmenn og var ekkert að reyna að efla þá til dáða og áhrifa innan flokksins. Hugsanlega má segja að það hafi verið Ijóður á ráði hans og hann uppskeri nú í sam- ræmi við það.“ Geir valdi Þorstein og Davíð — Má finna þarna málefnaleg- an ágreining? „Ég hef talið að þarna væri ákveð- inn áherslumunur. Á milli þeirra sem ég hef kallað Eimreiðarhópinn og hins vegar þeirra sem núna standa fyrir utan. Þeir sem sitja í valdastöðunum eru komnir upp i gegnum ákveðin valdaapparöt í flokknum — í gegnum hina gömlu forystu. Þorsteinn Pálsson hefur lýst þyí yfir að í raun hafi Geir Hall- grímsson valið hann og Davíð til að taka við af sér. I öðru lagi eru þeir komnir í gegnum annan valdapóst í Sjálfstæðisflokknum sem er mjög sterkur, en lýtur þó ekki neinu lýð- ræðislegu aðhaldi, þ.e.a.s. Morgun- blaðið. Þeir eru síðan komnir í gegn- um ýmis samtök atvinnurekenda sem eru þriðji valdapósturinn í Sjálf- stæðisflokknum, og er mjög sterkur, þótt hann lúti ekki heldur neinu lýð- ræðislegu aðhaldi. Hins vegar er svo frjálslyndari hópur í flokknum, sem ég kýs að nefna því nafni, sem verður hreinlega undir. Hvaða val- kosti vill hann taka? Vill hann taka þann kostinn að halda baráttunni áfram innan flokksins? Eða telur hann heppilegra að gera eitthvað annað? Tengjast öðrum stjórnmála- öflum? Eða þá að myndaður verði nýr stjórnmálaflokkur? Við höfum reynsluna af því á Vesturlöndum að nýir stjórnmálaflokkar eiga erfitt uppdráttar, en þeir eru líka til sem hafa náð að braggast og dafna. Hef óbundnar hendur Sá klofningur sem hingað til hefur orðið á borgaralega vængnum í ís- lenskum stjórnmálum hefur aldrei verið á grundvelli stefnumála. Hann hefur snúist um persónur. Nú finnst mér að sá tími sé kominn í íslensk- um stjórnmálum að tekist sé á um grundvallaratriði í stjórnmálum. Það er t.d. grundvallaratriði í mín- um huga að ríkissjóður sé ekki rek- inn með halla nema um sé að ræða neyðarástand, náttúruhamfarir eða styrjaldir. Það verður líka að skapa hér skilyrði fyrir atvinnulífið og að menn verði gerðir ábyrgir fyrir at- virinurekstri sínum. Ef við á annað borð viljum búa við frjálst markaðs- hagkerfi, þá er það fylgifiskur þess að annaðhvort græða menn eða tapa og verða að taka afleiðingum af rekstri sínum. Þessar meginregl- ur verða að gilda um alla, hvar sem þeir búa á landinu. Beinar styrkveit- ingar til atvinnulífsins eiga að heyra sögunni til. Það þarf að vinda ofan af offjárfestingunni í sjávarútvegi og landbúnaði. Það er verkefni sem verður að takast á við strax. Þá verður að jafna atkvæðisrétt borg- a’ranna — það eru grundvallar- mannréttindi að íbúar á höfuðborg- arsvæðinu og Norðurlandi eystra þurfi ekki að búa við margfaldlega skertan atkvæðisrétt. Þetta eru allt svo stór grundvallaratriði að ég satt að segja nenni ekki að sitja i stjórn- málaflokki við að vinna mér inn ein- hvern stól sem ég get sjálfsagt unniö mér inn með einhverjum tröppu- gangi. Ég vil sjá einhverja framþró- un í þessum efnum og ef ég sé hana ekki í Sjálfstæðisflokknum, þá dett- ur mér ekki til hugar að styðja hann meira." — Hvað ætlarðu að bíða lengi eftir því? „Ég bíð ekkert lengur." — Ertu að segja að þú sért á leiðinni út úr flokknum? „Ég tel mig hafa gjörsamlega óbundnar hendur í póltik í dag. Ég er búinn að vera í Sjálfstæðisflokkn- um í tæpan aldarfjórðung og hef eignast þar marga vini og samstarfs- menn í gegnum tíðina. Maður hleypur því ekkert til og segir bless! bless! nema það sé þá einhver far- vegur eða ástæða til. En mér finnst ábyrgðarhluti, eins og málin hafa þróast í þjóðfélaginu upp á síðkast- ið, að láta ekki i sér heyra um þessa hluti. Og það er ábyrgðarhluti að vera í stjórnmálaflokki sem ekki er reiðubúinn að taka á þessum mál- um. Ég sé ekki þann stjórnmála- flokk á íslandi í dag, sem er tilbúinn til þess. Því miður." Brvnt að stofna félag skatt- greiðenda — Hvað með Borgaraflokk og Frjálslynda hægrimenn? „Ég held að það hafi verið afskap- lega misráðið hjá Borgaraflokknum að splundra honum með þessum gælum við ríkisstjórnina. Þeir sem mynduðu Frjálslynda hægriflokk- inn eiga aftur á móti eftir að sýna fram á fyrir hvað þeir vilja standa og hvað þeir vilja gera. Út af fyrir sig eiga þeir alla möguleika á að móta ferska pólitíska stefnu. En það er grundvallaratriði í dag að ef menn vilja vera heiðarlegir gagnvart póli- tískri sannfæringu sinni þá fari þeir að gera upp við sig hvað þeir vilja og hvert á að stefna í íslensku þjóðfé- lagi. Þetta eru stjórnmálamenn ekk- ert að gera í dag, hvar í flokki sem þeir sitja. Og ef menn hafa pólitíska sannfæringu ber þeim skylda til að gefa fólki vaikosti. Og það á hug- sjónalegum grundvelli en ekki per- sónulegum." — Ertu að hugleiða slíkan val- kost sjálfur. Kannski að fara út í flokksstofnun? „Ég hef ekkert verið að velta því fyrir mér í sjálfu sér að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Ég hef stundum velt fyrir mér þeim hugmyndum að koma af stað áhugamannahópum um ákveðin málefni s.s. varðandi skattamál, því ég tel brýnt aö koma upp félagi skattgreiðenda. Ég hef mikið starfað í Neytendasamtökun- um, sem eru ópólitískur vettvangur, og vil ekki blanda pólitík inn i þau vegna þess að ég er hræddur um að þeim málum yrði ekki greiði gerður með því." Carl I. Hagen sjarmerandi — Nú fórst þú til Noregs á dög- unum. Sástu freistandi fyrir- mynd í Framfaraflokknum sem hefur verið að sveiflast upp við hlið gamla Hægriflokksins? „Margt af því sem Framfaraflokk- urinn er að segja samræmist sjónar- miðum mínum í pólitík. Hins vegar flyturðu aldrei pólitik eins lánds yfir í annað, en þú getur séð ákveðnar fyrirmyndir. Mér finnst Carl I. Hag- en, formaður Framfaraflokksins, mjög sjarmerandi stjórnmálamað- ur. Hann er góður ræðumaður og góður kappræðumaður en um leið mjög kurteis í framkomu. Það var t.d. mjög eftirtektarvert að ef gripið var fram í fyrir honum í kappræðum í sjónvarpi þá þagnaði hann. Þetta mættu íslenskir st jórnmálamenn til- einka sér. En í aðalatriðum get ég ekki séð Framfaraflokkinn norska sem beina fyrirmynd hér, það er það mikill munur á þjóðfélögunum. En margt af því sem þeir benda á, s.s. ýmsar áherslur í skattamálum og varðandi það hvernig velferðar- kerfið hefur verið að þróast upp í andhverfu sína, á fyllilega við hér á landi." — Nú varstu þarna á ferð með Inga Birni Albertssyni. Má taka það sem svo að þið hafið verið að skoða sameiginlega fyrirmynd í stjórnmálum? Við Ingi Björn vorum mikið sam- an í Noregi en við vorum þarna hvor í sínum erindagjörðunum. Við höf- um lengi þekkst en erum ekki nein- ar samlokur í pólitík ennþá. Hins vegar get ég ekki séð annað en að það ætti að geta orðið góður sam- starfsgrundvöllur á milli okkar ef út í það færi." — Ertu að segja að þú sért á leið til liðs við Frjálslynda hægrimenn? „Eg útiloka ekki neitt." Þá mun lcvarnast úr flokknum — Áttu von á frekari klofningi úr Sjálfstæðisflokknum á næst- unni? „Það fer mjög eftir því hvernig forystan hagar sér á næstunni. Sjálf- stæðisflokkurinn vinnur sennilega góðan sigur í næstu þingkosning- um. Fyrst og fremst vegna þess hve vanhæf ríkisstjórn situr nú við völd. Ef flokkurinn hagar sér eins í næstu ríkisstjórn og hann gerði í síðustu tveimur ríkisstjórnum sem hann sat í, þá er Ijóst að reynt hefur svo á þol- inmæði margra að það mun kvarn- ast úr flokknum. Þá verður aftur spurt: Er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn til að skera niður útgjöld ríkissjóðs, koma á jöfnuði í ríkisfjár- málunum og lækka skatta? Er hann tilbúinn til að gera grundvallar- breytingar varðandi íslenskt at- vinnulíf? Hann hefur enn ekki gefið neinar vísbendingar um að hann sé tilbúinn að skera upp slíka herör." — Þetta eru itú allt gömul mál gegn forystunni. Er hægt að spyrja svona endalaust? „Hvort hann ætli að standa við stefnu sína? Mjög margir bjuggust við verulegum breytingum með breyttri forystu Sjálfstæðisflokksins og að Þorsteinn og Friðrik stæðu fyrir breytingum, en þær létu á sér standa. Og svo þegar upp var staðið urðu menn fyrir gífurlegum von- brigðum. Nú var nýja kynslóðin komin til forystu en hún sinnti því ekki að gera þær breytingar sem þurfti að gera. Á sama tíma sjá menn svo Davíð Oddsson í Reykja- vík og ímynda sér að þar sé spámað- ur fæddur." Efast um framboð — Þú segist óbundinn í pólitík. Ætlarðu aftur að gefa kost á þér á framboðslista flokksins í Reykjavík? „Ég efast mjög um það. Ég get sagt það afdráttarlaust að ef ég sé engin merki þess að Sjálfstæðis- flokkurinn ætli sér eða vilji taka á þeim máium sem ég hef nefnt hér sem grundvallaratriði þá mun ég ekki gera það. Það eru hreinar línur. Þegar maður er kominn á fimm- tugsaldur er orðið miklu styttra eftir en þegar maður var tvítugur, og þess vegna vill maður sjá hlutina framkvæmda. Maður hefur minni tíma til að bíða og ég hef ekki lengur tíma til að bíða eft ir því að Sjálfstæð- isflokkurinn fari að standa við stefnu sína. Þess vegna leyfi ég mér að hafa óbundnar hendur í pólitík gagnvart flokknum en er jafnákveð- inn í að standa eða falla með þeim sjónarmiðum sem mér finnst ráða úrslitum um framtíð þjóðarinnar." Bíð ekkert lengur eftir því að Sjólfstæðisflokkurinn fari að standa við stefnu stna og tel mig hafa óbundnar hendur í pólitík. Ég vissi af því að undirbúningsvinna fyrir framboð Davíðs var þeg- ar komin í gang í sumar. /ARAÞINGMANNS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.